Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Qupperneq 32
Furðufiskar við Ísland Þegar sjómenn veiða fisk sem þeim þykir torkennilegur eða þekkja ekki koma þeir gjarnan með eða senda fiskinn til Hafrannsóknastofnunar­ innar til greiningar, að sögn Jón­ björns Pálssonar, sérfræðings á Haf­ rannsóknastofnun. Hann gefur hér dæmi um nokkrar slíkar tegundir sem veiðst hafa undan ströndum Íslands. Sumar þessara tegunda eru sannkallaðir furðufiskar. Hringháfur (Galeus melastomus) Hringháfur er fremur mjósleginn, smávaxinn háfur. Hann gýtur eggjum í pétursskipi. Hann gýt­ ur þeim þó ekki strax og þau eru fullmynduð, heldur þroskast þau nokkurn tíma í hrygnunum og hafa allt að 13 pétursskip fundist samtímis í einni hrygnu. Eyjasurtla (Linophryne maderensis) Stuttvaxinn og smá­ vaxinn. Hrygnur eru með veiði­ stöng á enni sem er 30,5 til 36 millí­ metra löng. Kúlu­ laga ljósfæri á enda veiðistangar er án þráða út frá end­ anum en tveir þræðir, án hliðar­ greina eru á efri hluta kúlunnar. Hængar eru að líkindum dverg­ vaxnir og eru áfastir hrygnunum en þeir hafa enn ekki fundist. Græni marhnútur (Taurulus bubalis) Fremur smávaxin marhnútategund með stóran og breiðan haus. Litur er mjög breytilegur eftir umhverfi, oft ólífubrúnn á baki og liðum með fjórum dökkum þverböndum og gulleitur að neðan. Einnig getur bakliturinn verið rauðleitur eða dökkbrúnn, allt eftir því hvað hentar best sem felulitur. Batti (Dibranchus atlanticus) Framan á hausnum, rétt ofan við kjaftinn, er skúti og í honum hvílir keilulaga „beita“ sem er á stöng og fiskurinn getur teygt nokkuð fram fyrir kjaftinn. Talið er að hún gefi frá sér efni sem dragi að bráðina. Eyruggar eru fremur stórir og festast á stuttan arm og vísa út frá fiskinum. Þá notar fiskurinn til að staulast áfram á botninum en hann mun lélegur til sunds. Dílakjafta (Lepidorhombus boschii) Dílakjafta líkist mjög frænku sinni stórkjöftunni, neðri skoltur er þó ekki jafn áberandi og trjóna er styttri. Auðþekktust er dílakjafta á fjórum stórum svörtum dílum eða blettum á aftanverðum fiskinum, tveir eru á aftari hluta bakugga og aðrir tveir á aftari hluta raufarugga. 4 Sjómenn 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað Fráleitt og móðgandi fyrir sjómenn n Sigmar Þór Sveinbjörnsson er ósáttur við breytingar á sjómannadeginum U ndanfarin ár hefur sú þróun orðið staðreynd að ýmis bæjar félög blási til sérstakra stærri hátíða kringum sjó­ mannadaginn og það fellur ekki öllum vel í geð. Sigmar Þór Svein­ björnsson, fyrrverandi stýrimaður og núverandi skipaskoðunarmaður, hef­ ur verið harðorður á bloggi sínu í garð þeirra sem það gera og segir það lítils­ virðingu við sjómenn alla. Sigmar gagnrýnir til að mynda sér­ staklega sjómannadagsráð Reykja­ víkur, Hafnarfjarðar og Þorlákshafnar sem hafa fært þennan hátíðisdag sjó­ manna undir það sem kallað er Hátíð hafsins og Hafnardaga. Það sé með öllu óviðeigandi að hans mati. „Með því að uppnefna sjómanna­ daginn Hátíð hafsins er ekki verið að stuðla að því að sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, því síður eflir það samhug sjómanna eða kynnir þjóðinni áhættusöm störf þeirra og mikilvægi. Engan starfandi sjómann hef ég hitt sem er ánægður með þessa nafnbreytingu. Nokkrir segja þetta afleiðingu þess að sum af stéttarfélögum sjómanna hafa verið sameinuð stórum landfélögum og þar með hafa tekið völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmark­ aðan áhuga á sjómannsstarfinu.“ Sigmar minnir á að lög gildi um sjómannadaginn sem kveði meðal annars á um að dagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi og efli samhug meðal sjómanna allra. Þess utan sé dagurinn til að minn­ ast þeirra mörgu sem látið hafa líf­ ið á hafi úti. „Finnst mönnum það viðeig­ andi að minnast þeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir gista hina votu gröf, á degi sem kall­ aður er Hátíð hafsins? Að mínu viti er þetta fráleitt og móðgandi fyrir íslenska sjómenn. Þessi gjörningur sjómannadagsráðs er farinn að smita út frá sér og sjómenn í hugs­ unarleysi farnir að breyta nafni dagsins.“ n Hátíð hafsins í Reykjavík Til eru þeir sem segja of mikið lagt upp úr gleði og sprelli yfir sjómannadagshelgina og það geri lítið úr því sem dagurinn eigi að snúast um. D alvíkingurinn Kristján Eld­ járn Jónsson er kokkur á frystitogaranum Brimnesi RE 27 og hefur verið til sjós í tæp þrjátíu ár, kokkur á Brimnesinu og meðstjórnandi í Sjó­ mannafélagi Eyjafjarðar. Hann hafði verið til sjós sem háseti í millilanda­ siglingum áður en hann kláraði kokkanámið árið 1992. „Þá var mjög erfitt ástand á veitingahúsamarkaðinum. Margir veitingastaðir voru að fara á hausinn og þegar ég útskrifaðist var ekkert mikið um að vera í Reykjavík. Þannig að ég byrjaði á að fara út á land á veitingastað en svo var ekki vinnu að fá þannig að ég athugaði með vinnu á togaranum Björgólfi,“ segir Kristján um það þegar hann réð sig á togarann Björgólf sem var gerður út af Útgerðarfélagi Dalvíkinga. Þar var Kristján í tæp þrettán ár áður en hann fór á Brimnesið en mikið hef­ ur breyst frá þeim tíma er hann hóf sjómennsku. Margir í land í uppsveiflunni „Það koma svolitlar sveiflur í þetta út af fiskverði og gengi sem hefur áhrif á launin. Á árunum fyrir hrun fóru margir í land en maður lét sig hafa það að vera á meðan launin voru lág. Það var svolítil endurnýjun þá en maður lét sig hafa það og nú er þetta orðið eftirsótt aftur,“ segir Krist­ ján og segir minna vera um vertíðar­ stemningu en áður. „Þetta er ekki eitthvað sem menn skreppa í, menn ílengjast frekar í þessari vinnu. Þetta er ekki vertíðar­ stemning eins og var áður og svo fóru menn að gera eitthvað annað. Í dag reyna menn að leggja það fyrir sig að vera sjómenn.“ Spurður hvort litið hafi verið niður á sjómennskuna á árunum fyrir hrun svarar hann því neitandi. Launin í landi hafi verið góð á þeim tíma á meðan launin úti á sjó lækkuðu sök­ um þess hve gengi íslensku krónunn­ ar styrktist mikið á árunum fyrir hrun. „Það var í raun og veru ekkert litið niður á sjómenn sem stétt heldur voru menn heima hjá sér þegar þeir voru í landi fyrir mikla vinnu og mikil laun. Það var nóg að gera, menn fóru bara í land og nutu þess að vera heima,“ segir Kristján. Krefjandi að vera með fjölbreyttan matseðil Hann starfaði sem háseti á árum áður en gerðist síðar meir kokkur, það hlýtur að vera tvennt ólíkt? „Þetta er gefandi starf að vera kokkur en það koma sveiflur í þessu eins og hjá öðrum en menn taka þá bara frí. Það er til dæmis krefjandi að vera með fjölbreyttan mat þessa 30 til 35 daga sem við erum úti á sjó. Það verður að vera endurnýjun í því svo menn fái ekki leið á matnum. Maður reynir að gera það í samvinnu við mannskapinn, það hefur orðið endurnýjun á fæðinu frá því hér áður fyrr,“ segir Kristján og tekur sem dæmi að þjóðlegi íslenski matur­ inn sé að hverfa hægt og rólega út af matseðlinum. Sjómenn kalla eftir hollara fæði „Þessi íslenski þjóðlegi matur er að síga út hægt og rólega. Það er svolítill munur hvort þú býrð í Reykjavík eða úti á landi. Þú borðar ekki siginn fisk ef þú býrð í Reykjavík, ekki nema þú hafir alist upp úti á landi. Það er farið að verða algengara núna að menn vilji fá hollara fæði. Það er svolítið farið að breytast,“ segir Kristján sem segir það svo sem hafa komið fyrir að kvöldmaturinn hafi endað á gólfinu þegar gefið hefur á bátinn. „Þetta gengur svolítið mikið út á skipulagningu. Ef veðrin eru leiðin­ leg þá er frekar erfitt að standa í lapp­ irnar og stíga ölduna. Það hefur kom­ ið fyrir að maturinn hafi farið í gólfið en á svona stóru skipi, eins og Brim­ nesið er, finnur maður ekki mikið fyrir ölduganginum.“ Ekki á leiðinni í land Kristján segir sjómenn ávallt horfa björtum augum til framtíðarinnar og eiga margir að hans mati von á betri tímum úti í sjó, meðal annars vegna þeirra stjórnvalda sem nú eru við völd á Íslandi. „Ég held að menn séu alltaf bjartsýnir og menn telja að það sé eitthvað betra handan við hornið og við vonum að það verði áfram. Ég held að meirihlutinn sé bjartsýnni núna en fyrir kosningar með nýjum áherslum.“ Þrátt fyrir tæp þrjátíu ár á sjó sér Kristján fram á að halda áfram sjó­ sókninni. „Ég er að hugsa um að halda bara áfram, svei mér þá. Ef maður er með skemmtilegum strák­ um eins og ég þá er alltaf gaman að vera á sjó.“ n birgir@dv.is „Gefandi starf að vera kokkur“ n Þjóðlegu réttirnir á útleið n Sjómenn vilja hollara fæði„Það er til dæmis krefjandi að vera með fjölbreyttan mat þessa 30 til 35 daga sem við erum úti á sjó.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.