Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 43
 35Helgarblað 31. maí–2. júní 2013 samkynhneigða menn myrti óþekktur fjöldamorðingi í San Francisco árið 1974. Morðinginn fékk viðurnefnið Dútlarinn en hann réðst aðeins gegn samkynhneigðum mönnum sem hann hafði hitt á börum eða næturklúbbum. Þrír til við- bótar sluppu lifandi en Dútlarinn stakk fórnarlömb sín með hníf. Dútlarinn fannst aldrei.14 U m mitt ár 1990 sótti Teresa Yousef Syriani um skilnað við eiginmann sinn, Elias Syriani, og hafði dómstóll í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum kveðið upp þann úrskurð að Elias skyldi flytja af heimili hjón- anna og halda sig fjarri börnum þeirra, fjórum að tölu. Áður en lengra er haldið er vert að skoða aðeins forsögu hjóna- bands þeirra. Árið 1974 kom Elias til Bandaríkjanna, þá 36 ára að aldri, frá Jórdaníu. Búið var að velja konu- efni fyrir hann og kvæntist hann Teresu, sem var tólf árum yngri. Árið 1986 fluttu hjónin ásamt börn- um sínum frá Calumet í Illinois- fylki í kjölfar atvinnumissis Elias. Í Calumet hafði fjölskyldan notið þess að vera assyríukristið fólk, líkt og flestir íbúar Calumet sem var að stærstum hluta arabískt samfélag. Því var ekki að heilsa í nýjum heimabæ þeirra, Charlotte í Norð- ur-Karólínu. Útivinnandi eiginkona Á ýmsu hafði gengið í hjónabandi Elias og Teresu og Elias var oft laus höndin og versnaði ástandið til muna eftir að til Charlotte var kom- ið. Atvinnumissir Elias hafði valdið fjárhagsörðugleikum og því ákvað Teresa að hefja störf á delí-veitinga- stað í nágrenni heimilis þeirra. Þessi ákvörðun Teresu gekk frek- lega í bága við trúarlegan bakgrunn Elias sem taldi að eiginkonur skyldu ekki vinna úti, en verja þess í stað tíma sínum heima við. Þegar Elias fékk vitneskju um ákvörðun Teresu brást hann hinn versti við og í einni rimmunni vegna málsins reyndi hann að lemja hana með hafna- boltakylfu. Skömmu síðar leitaði Teresa skjóls fyrir sig og börnin í kvenna- athvarfi og flutti síðar til New Jersey þar sem hún fékk inni hjá ættingj- um. Banvæn árás Teresa flutti þó að lokum aftur heim til Charlotte en sótti um skiln- að, sem fyrr segir, og Elias var gert að halda sig fjarri heimili þeirra og börnunum. Nokkrum dögum síðar var Ter- esa á heimleið frá vinnu og með henni í bílnum var tíu ára son- ur hennar. Vissi hún ekki fyrr en Elias ók í veg fyrir hana og neyddi mæðginin inn í sendiferðabifreið sína. Þar réðst hann á hana með skrúfjárni og stakk hana ótal sinn- um og af svo miklu afli að ein stungan gekk í gegnum höfuðkúpu Teresu og inn í heila. Teresa lifði árásina af, tórði í 26 daga milli heims og helju, en gaf þá upp öndina, 40 ára að aldri. Sonur hennar, John, hafði ár- angurslaust reynt að stöðva föður sinn en gefist upp eftir fimm mín- útna vonlausa baráttu og hlaupið heim og náð í eldri systur sína. Sex andvökunætur Eðli málsins samkvæmt hafði at- vikið mikil áhrif á John sem lýsti honum sem hryllilegum. Í skólarit- gerð skrifaði hann um ótta sinn og tilfinningar í kjölfarið: „Mamma er fallegasta kona í heimi. Ég hata fíflið hann föður minn fyrir að hafa drepið hana … Ég var í bílnum með henni.“ John sagðist ekki hafa sofið í sex nætur eftir árásina og óttaðist um eigið líf. Eftir að Teresa skildi við neituðu börn hennar að tala um Elias sem föður eða pabba og fluttu til tveggja systra hans. Elst systkinanna var Sarah og reyndi hún eftir fremsta megni að fylla skarð foreldranna gagnvart þeim yngri. Systkinin tengdust sterkum böndum og með stuðningi sam- félagsins uxu þau úr grasi og urðu sterkir einstaklingar, en það er önnur saga. Eitt var það band sem styrkti systkinin enn frekar – fyrir- litning þeirra á föður sínum vegna gjörða hans. Dramatísk bernska Elias var sakfelldur fyrir morð 12. júní 1991 og dæmdur til dauða. Hann fullyrti við réttarhöldin að Teresa hefði barið hann nánast dag- lega í viðurvist barnanna og hann hefði kallað lögreglu til nokkrum sinnum vegna þess. Börn hans báru gegn þessari fullyrðingu hans. Elías áfrýjaði dómnum og þegar áfrýjunin var tekin fyrir barst talið að æsku Elias í Jerúsalem. Sem tíu ára assyríukristinn drengur sætti hann ofsóknum í hinni helgu borg. Faðir hans var handtekinn og fang- elsaður og reyndi Elias að sjá fjöl- skyldu sinni farborða. Faðir hans fékk taugaáfall í grjótinu, var sleppt og hann send- ur til Jórdaníu þar sem fjölskylda hans sameinaðist honum – þá mik- ið breyttum og brotnum manni. Að sögn Elias kom móðir hans þaðan í frá fram við hann eins og hund – verr ef eitthvað var. Verjandi Elias sagði að árás hans á Teresu hefði verið afleiðing þeirra áfalla sem Elias hafði upplifað í æsku. Einnig sagði hann að það of- beldi sem Elias beitti fjölskyldu sína væri stjórntæki og almennt viður- kennt í því samfélagi sem hann hafði alist upp í. Fyrirgefning syndanna Börn Teresu og Elias, John, Rose, Sarah og Janet, fyrirgáfu föður sín- um eftir að þau komust á full- orðinsár. Sögðu systurnar að þær hefðu ekki gert sér grein fyrir þeim erfið leikum sem steðjuðu að fjöl- skyldunni á þeim tíma, en tóku þó fram að þeir réttlættu hvorki né af- sökuðu verknað föður síns. Fóru börnin þess á leit að dómurinn yfir Elias yrði mildaður en þau töluðu fyrir daufum eyrum og beiðninni var hafnað í október 2005. Ákveðið var að Elias yrði tek- inn af lífi 18. nóvember 2005. Þann 17. nóvember hafnaði rík- isstjóri Norður-Karólínu beiðni um mildun og mætti Elias örlögum sín- um daginn eftir. Börn hans voru ekki viðstödd aftökuna en höfðu heimsótt hann daginn áður. Í lokayfirlýsingu Elias var þakk- læti hans honum ofarlega í huga. „Ég vil þakka Guði fyrir allt sem gerst hefur í lífi mínu,“ sagði hann meðal annars. n Elias Syriani Banaði eiginkonu sinni með skrúfjárni. n Elias hugnaðist ekki að eiginkonan ynni úti n Gekk í skrokk á henni með skrúfjárni „Ég vil þakka Guði fyrir allt sem gerst hefur í lífi mínu NíðiNgsverk í Norður-karólíNu l Dugar eins og tveir sígarettupakkar l Sama tilfinning eins og reykja nema þú sleppur við tóbakið og öll eiturefnin l Veldu um tóbaks og/eða mentolbragð l Gaxa rafrettuna má reykja hvar sem er Sölustaðir: Gaxa.is, Videomarkaðurinn Hamraborg 20a - 200 Kópavogur, Tilboð: 1.990 kr. Gaxa helGar- reTTan Frábært í flugið! Júní tilboð hjá www.gaxa.is og Video- markaðinum Hamraborg. Þú kaupir 2 helgarrettur og færð 1 að auki frítt með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.