Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Page 50
42 Lífsstíll 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað É g hvet fólk til að skoða aðrar leiðir á Esjuna og nýta þetta fallega fjall, nú þegar sól og sumar er framundan, seg- ir Rósa Sigrún Jónsdóttir, farar- stjóri hjá Ferðafélagi Íslands. Hún bendir á að finna megi góðar lýs- ingar á gönguleiðum á Esjuna í Ár- bók Ferðafélags Íslands frá 1985 á blaðsíðu 105. Fjölmargar leiðir á Esjuna Þverfellshorn á Esju er vinsælasta gönguleiðin í nánd við höfuð- borgarsvæðið og þúsundir manna ganga þá leið á ári hverju. Rósa segir fjölmargar aðrar leiðir á fjallið og því fulla ástæðu til að skoða Esjuna með sem fjölbreyttustum hætti. „Ker- hólakamb er gaman að fara bæði frá Esjubergi og um Smáþúfur úr mynni Blikdals. Sú leið er ekki telj- andi brött, nokkuð löng en traust. Að norðanverðu eru góðar leiðir á Dýjadalshnjúk, bæði úr Blikdals- mynni og upp með Kerlingargili í Miðdal. Loks má nefna Skálatinds- leið, sem er brattalítil og nokkuð traust leið. Blikdalurinn sjálfur er mjög fallegur og skoðunar virði ef menn vilja halda sig á láglendi.“ Miserfiðar göngur Aðspurð hvort fólk þurfi fararstjórn í slíkar göngur segir hún það í raun ekki nauðsynlegt en bendir á að leið- irnar eru ekki merktar. „Ef dimm- viðri vofir yfir er því vissara að hafa með sér kunna menn eða rötun- artæki.“ Leiðirnar eru mis erfiðar en hún bendir þó á að göngufólk sé alltaf að fara í talsverða hæð eða aldrei lægra en 700 metra. Rósa hvetur göngufólk til að vera alltaf vel búið því fljótt skipast veð- ur í lofti. „Ef það er lítill sjálfstæður hópur á ferð án formlegrar leiðsagn- ar þá er alltaf skynsamlegast að vera með rötunartæki, GPS-tæki eða áttavita, og kunna að fara með þau.“ Óskaplega fallegt útsýni Þegar hún er spurð um uppáhalds- leið á Esjuna nefnir hún Dýjadals- hnjúk en það er sú leið sem hún fór síðast. „Það er norðan megin í fjall- inu og hægt að fara fleiri en eina leið. Úr mynni Blikdalsins er leið sem er alllöng og gaman að gera hana að dagsverki. Svo er önnur leið úr Mið- dal í Kjós og þá er farið upp með Kerlingargili. Það er styttri og snarp- ari ganga sem er brött og tiltölulega gróin. Það er óskaplega fallegt útsýni þaðan yfir Blikdalinn og sundin.“ Að lokum bendir Rósa á að ætíð gildi mikilvægasta fjallareglan – að kunna að snúa við í tæka tíð og láta ekki metnað leiða sig í gönur. „Fjall- ið er ekki að fara neitt, það má alltaf reyna síðar við betri aðstæður.“ n É g fann næstum því andardrátt konunnar á hnakka mér þar sem ég streðaði upp Esjuna. Við upphaf ferðarinnar hafði ég talið ólíklegt að hún myndi hafa eitthvað í mig að segja í hraða. En það reyndist vera stórkostlegt vanmat. Konan í græna vindjakk- anum hundelti mig upp fjallið. Meir leist hreinlega ekki á blikuna. Kraftgöngurnar upp Esjuna að Steini áttu rót sína í því að farar- stjórar Ferðafélags Íslands lögðu að þeim sem ætluðu á Hvannadals- hnúk að ná þeim árangri að fara upp að Steini á innan við klukkustund. Þá væru þeir hæfir til að fara upp á hæsta tind Íslands. Vikulega mætti ég með fríðum hópi fólks og streðaði upp fjallið. Þetta hófst veturinn 2012. Þegar kom að því að fara á Hnúkinn hafði ég náð þeim árangri að kom- ast upp á 58 mínútum. Ég var hæstá- nægður með þetta allt saman og þá sérstaklega í því ljósi að sléttu ári fyrr hafði ég verið tvo tíma að ganga sömu leið. Vandinn var aðeins sá að gangan á Hvannadalshnúk í maí- mánuði 2012 endaði þannig að við rætur Hnúksins í 1.900 metra hæð var snúið við vegna veðurs. Ég hafði heitið sjálfum mér því að reyna aftur við Hnúkinn og komast alla leið. Það varð úr að ég fékk að fara með 52ja fjalla hópi Ferðafélags Íslands í maí í ár. Í undirbúningnum hófust kraftgöngurnar upp Esjuna aftur. Þegar kom að því að fara aftur á Hnúkinn var ég kominn niður fyrir 50 mínútur. Ég var því í toppformi þegar kom að því að sigra Hnúk- inn, ári eftir ósigurinn. Gangan upp fyrir nokkrum vikum var frekar erfið. Hópurinn minn barðist í gegnum snjó og yfir frera. Það var ekki fyrr en í 1.985 metrum að okkur var snúið til baka. Annar ósigurinn blasti við. Hnúkurinn hafnaði mér aftur. Eftir annan ósigurinn ákvað ég að halda áfram að djöflast upp Esjuna til að undirbúa mig í þessu eilífðar- verkefni að reyna við Hnúkinn. Sam- tök sem nefnd voru Sófistar tóku upp þráðinn þar sem Ferðafélag Ís- lands hætti. Það myndaðist gríðarleg stemning og samkeppni. Sjálfur var ég gjarnan í þriðja sæti. Ég gat ekki ráðið við menn sem voru að þeytast upp á 45 mínútum eða skemur. En svo kom að því að ég náði að brjóta múrinn og komast á þokkaleg- um tíma upp. Neðst í fjallinu fór ég fram úr karli og konu. Í fyrstu lengd- ist bilið og ég var nokkuð sáttur við minn hlut. Ég var sæmilega slakur á göngunni þegar ég sá að konan var komin á mikinn sprett og nálgaðist mig óðfluga. Ég bætti í hraðann og bókstaflega þeyttist upp úr gilinu og í sneiðinginn sem liggur að Steinin- um. Konan var komin alveg á hæla mér. Með herkjum tókst mér að ná í mark á undan henni. Örmagna leit ég á klukkuna og sá mér til gleði að ég hafði náð 46 mínútum. En það þurfti þetta til. Konan blés varla úr nös þegar hún kom að Steininum. „Varstu að flýta þér?“ spurði hún glaðlega. Ég tók mér góðan tíma til að ná tökum á mæðinni áður en ég viðurkenndi að svo væri. Síðan þetta gerðist hef ég náð að komast upp á 45 mínútum. Vandinn er aðeins sá að helsti samkeppnis- aðilinn er líka búinn að bæta sig og kominn í 43 mínútur. Sjálfur lagði ég upp í þriðju ferðina á Hnúkinn í mínu allra besta formi. Og að þessu sinni komst ég á toppinn. Samt ætla ég að halda áfram að nota Esjuna til æfinga Að þessu sinni er ég að undirbúa ferðina á Mont Blanc (4.810 m.) í haust. n Loksins á toppinn Reynir Traustason Baráttan við holdið Dýjadalshnjúkur er í uppáhaldi n Hvetur fólk til að skoða fleiri leiðir á Esjuna Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Fimmvörðuháls á Jónsmessunni Einn af hápunktum í starfi Úti- vistar er Jónsmessugangan yfir Fimmvörðuháls. Lagt er af stað frá BSÍ í Reykjavík föstudaginn 21. júní, klukkan 17.00, 18.00 og 19.00, og gengið yfir Hálsinn um nóttina. Á leiðinni er stoppað á völdum stöðum og boðið upp á hressingu. Í dögun á laugardegi koma göngumenn niður í Bása þar sem tími gefst til að hvílast um stund. Hægt er að velja um gistingu í tjaldi eða skála. Um kvöldið er slegið upp grillveislu og kvöldvöku. Á leið á Dýjadalshnjúk Rósa segir að útsýnið þaðan sé afar fallegt. MynD: HulDa Björk GEorGsDÓttir „En sjálfur lagði ég upp í þriðju ferðina á Hnúkinn í mínu allra besta formi. Og að þessu sinni komst ég á toppinn. Á fjallatindum í rafbókarformi Bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson sem kom út árið 2009 er nú komin út í rafbókar- formi. Þar segir frá gönguferðum á hæstu tinda í hverri sýslu landsins en alls er lýst ferðum á 28 tinda. Fólkgetur skoðað bókina í tölvu, spjaldtölvu og jafnvel í síma og þannig séð kort af viðkomandi fjalli, auk ljós- mynda og gönguleiðalýsingu að ógleymdri jarðfræði fjallsins. Þá er einnig að finna ýmsan annan fróðleik um hvert fjall. Rafbókina gmá hafa með í gönguferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.