Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.2013, Side 58
D avid Beckham smellti kossi á dóttur sína þegar hann uppgötvaði að þau feðginin væru í svokall- aðri KissCam eða kossa- mynd sem tíðkast á kappleikjum í Bandaríkjunum. Þá er vélinni beint að pari í áhorfendastúkunni og það grípur tækifærið og kyssist. Hingað til hefur það verið eiginkonan Vikt- oria sem hefur fengið blíðuhótin frá David en nú hélt hann á dóttur sinni Harper sem fékk athygli hans. Beckham-fjölskyldan mætti á íshokkíleik þar sem Los Angeles Kings mætti San Jose Sharks í Staples Center í Los Angeles fyrir skömmu. Þegar myndavélinni var beint að David og Harper var hann fljótur að benda dóttur sinni á að þau væru á stóra skjánum og gaf henni koss. Hún brosti áður en hún kyssti föður sinn á móti. Fjölskyldan var ekki eina fræga fólkið á leiknum því vinur þeirra Tom Cruise sat í röðinni fyrir framan þau, ásamt syni sínum Connor, og Justin Bieber var einnig á staðnum. Knúsaði dóttur sína í KissCam n Eiginkonan fékk ekki koss í þetta skiptið Emma telur ferlinum lokið E mma Watson, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Hermoine Granger í Harry Potter-myndunum, óttast að tími hennar sem leikkona sé liðinn. Hún hefur leikið í nokkrum mynd- um meðfram Harry Potter-seríunni en segist finna til vanhæfni þegar kemur að því að leika í „alvöru“ myndum. Í viðtali við tímaritið Rookie sagði hún þetta vera kallað svikaraheil- kennið. „Því betur sem ég stend mig, því meira eykst sú tilfinning að ég sé vanhæf í því sem ég tek mér fyrir hendur. Ég hef það alltaf á tilfinn- ingunni að einhver komist að því að ég kunni ekki að leika og mér finnst ég ekki verðskulda þá velgengni sem ég hef notið.“ n Segist haldin svikaraheilkenninu Frægir áhorfendur Beckham-fjölskyldan og Cruise-feðgarnir. Sæt feðgin David og Harper á íshokkíleik. B andaríska leikkonan Angel ina Jolie er sögð ætla að vera viðstödd heims- frumsýningu í Lundúnum á nýjustu kvikmynd eigin- manns síns, Brads Pitt, sem nefn- ist World War Z. Myndin verður frumsýnd 2. júlí og verður þetta í fyrsta skiptið sem hún kemur opin berlega fram síðan hún opin- beraði að hún hefði undirgengist brjóstnám til að komast hjá því að fá brjóstakrabbamein. Móðir Jolie lést úr krabbameini árið 2007 og nýverið lést móðursystir henn- ar einnig úr krabbameini. Komst Jolie að því að hún bæri gallað genamengi sem nefnist BRCA1. Á meðal almennings n Angelina Jolie sýnir sig með Pitt Óörugg Emma óttast að fólk komist að því að hún kunni ekki að leika. Í Lundúnum Jolie ætlar að vera viðstödd frumsýningu nýjustu myndar bónda síns. 50 Fólk 31. maí–2. júní 2013 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.