Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1943, Page 23
Verslunarskýrslur 1941
21
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga
heima annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.
I 6. yfirliti (bls. 20*) eru útflutningsvörurnar flokkaðar eftir notkun
og vinslustigi. Er það gert eftir fyrirmynd Þjóðabandalagsins, alveg á
sama hátt eins og 2. yfirlit um innfluttu vörurnar. I útflutnmgnum eru
neysluvörurnar yfirgnæfandi, 138 milj. kr. árið 1941, enda fer fiskurinn i
8. flokk. Framleiðsluvörur voru 51 milj. kr. árið 1941. Þar af er lýsið í 5.
flokki, ull og skinn í 3. flokki og fiskmjöl í 2. flokki. Rúml. % af öllu út-
flutningsverðmætinu 1941 eru hrávörur, en aðeins rúml. % lítl unnar
vörur, og fullunnar vörur aðeins % %.
Þess var getið hér að framan (bls. 0*), að frá 1940 til 1941 hefði
vöruverðið hækkað á útflutningsvörunum að meðallali um 41.7%.
Þessi hækkun hefur þó ekki komið jafnt á allar útflutningsvörurnar.
Þegar vörunum er skil't eftir þvi, frá hvaða atvinnuvegum þær stafa,
eins og gert er í 4. yfirliti, þá hefur hækkun og lækkun vöruverðsins við
sölu út úr landinu 1940—41 verið í hverjiim flokki eins og hér segir:
Afurðir af fiskveiðum .............................. 43 °/o
veiðiskap og lilunnindum .................. 0 —
landbúnaði ............................... 24 —
Aðrar vörur .......................................... 4 - •
Allar úlflutningsvörur 42 °/0
Verðhækkunin á sjávarafurðunum var mjög misjöfn. Fyrir surnar
(harðfisk og óverkaðan saltfisk) fékkst jafnvel nærri tvöfalt verð móts
við árið á undan (80—90% hækkun). Þorskalýsið hækkaði um nærri
00% og isfiskur og saltfiskur verkaður um 50%, en síld og' niðursoðinn
l'iskur ekki nema um rúml. 30%, og sildarlýsi og sildarmjöl lækkaði jaln-
vel frá árinu á undan.
Fyrir ullina og gærurnar, sem fluttar voru út 1941 (til Bandaríkj-
anna) fékkst rúml. fjórðungi hærra verð heldur en árið áður, en á sum-
um öðrum landbúnaðarafurðum varð lítil hækkun eða engin.
Sumarið 1941 greiddu Bretar samkvæmt samningi verðuppbætur,
samtals rúml. 5 milj. kr„ á útflutningsvörur til Bretlands, framleiddar
1940, og komu þær að mestu leyti á landbúnaðarvörurnar (kjöt, ull og
gærur), en þar sem miðað var við framleiðslu ársins 1940, snertu upp-
bæturnar alls ekki mikinn hluta af útflutningnum 1940, en lentu hins
vegar á nokkrum hluta útflutningsins árið 1941 (sem stafaði frá árinu
1940).