Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 20. mars 2013 Benni dæmdur til sektargreiðslu Ráðherra úthlut- aði styrkjum Guðbjartur Hannesson velferðar­ ráðherra veitti á þriðjudag styrki til sex verkefna í velferðarþjón­ ustu sem nema samtals 2,2 millj­ ónum króna. Styrkirnir voru veitt­ ir til verkefna í velferðarþjónustu sem tengjast samþættingu heil­ brigðis­ og félagsþjónustu og eiga að stuðla að umbótum, nýbreytni eða auknum gæðum þjónustunn­ ar, samkvæmt frétt á vef ráðu­ neytisins. Styrkirnir sex fóru til verk­ efnis um að koma á samstarfs­ vettvangi og útfæra hugmyndir um sameiginlega líknardeild og líknarteymi á Norðurlandi, samstarfsverkefnis heilsugæslu og félagsþjónustu á Snæfells­ nesi til að bæta inntak, gæði og fyrir komulag heimaþjónustu við eldri borgara, sjúka, öryrkja, fatl­ að fólk og aðra á svæðinu, þróun Geðheilsustöðvar sem er liður í þróunarverkefni í Breiðholti sem gengur út á að bæta og efla geð­ þjónustu í nærumhverfinu, verk­ efni um aukna heilbrigðisþjón­ ustu í þjónustuíbúðum á vegum þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, verkefnis um aukna þjónustu við útskriftir aldraðra af bráðamóttöku Landspítala og loks verkefnis á vegum fé­ lagsþjónustu Norðurþings um forvarnir vegna vanlíðunar og sjálfsskaðandi hegðunar meðal unglinga. Styrkirnir hafa verið veittir ár­ lega frá árinu 2001. Deilt um auðlindagjald Finnbogi Vikar Guðmundsson, viðskiptalögmaður og sjómaður, hefur sent þingmönnum Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna opið bréf þar sem hann deilir harkalega á breytingartillögu þeirra við frum­ varp um breytingar á stjórnar­ skrá. Í breytingartillögunni er lagt til að leyfi til afnota eða hag­ nýtingar auðlinda sé veitt gegn eðlilegu gjaldi. Bendir Finnbogi á að um 90 prósent þeirra sem kusu um stjórnarskrárbreytingarnar þann 20. október síðastliðinn hafi greitt atkvæði með auðlinda­ ákvæðinu um afnot á auðlind­ um gegn fullu gjaldi. „Þessi breytingartillaga felur í sér gríðarlega eignatilfærslu á eign­ um þjóðarinnar til örfárra fjöl­ skyldna næstu 20 árin og þetta þýðir líka að bankar hafa styrk­ ari óbein veðréttindi í gegnum fiskiskip á nýtingarrétti auð­ lindarinnar, aflahlutdeildinni (kvótanum) í 20 ár hið minnsta,“ segir í bréfi Finnboga. I nni á heimasíðu sem ber yfir­ skriftina Íslenska fylgdarþjón­ ustan er boðið upp á kynlífs­ þjónustu íslenskra kvenna. Ekki er vitað hver stendur að baki síðunni en gefið er upp bæði tölvupóstfang og íslenskt síma­ númer á síðunni. Ólöglegt er á Ís­ landi bæði að kaupa vændi og hagnast á vændi annarra. DV sendi bæði póst á netfangið sem gefið er upp á síðunni og hafði samband símleiðis en ekki náðist í þann sem fyrir henni stendur. Greinilegt er að síðan er miðuð að ferðamönnum sem hingað koma en hún er á ensku. Inni á síðunni er sérstaklega tekið fram að konurn­ ar sem veiti kynlífsþjónustuna séu allar íslenskar og séu á aldrinum 27–41 árs. Þegar DV hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins þá hafði hún ekki heyrt um síðuna en til stendur að rannsaka málið. „Þetta er komið til lögreglunnar og það verður örugg­ lega fylgst með þessu,“ segir Björg­ vin Björgvinsson aðstoðaryfirlög­ regluþjónn. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segist ekki hafa séð þessa síðu áður og geti því ekki tjáð sig um málið að svo stöddu en það verði skoðað. Kynlífsmatseðill Á síðunni er að finna Menu­flipa, sem þýða mætti sem matseðil. Þar er að finna verðlista yfir hinar ýmsu kynlífsathafnir sem samkvæmt síð­ unni, er hægt er að fá gegn gjaldi. Þar er ýmislegt í boði; til að mynda endaþarmsmök með einhverju sem kallast „Sænsk ending“ sem kostar 200 evrur, eða 32 þúsund krónur, endaþarmsmök með konu á 250 evrur, eitthvað sem heitir „Enda­ þarms kokteill“ og þá er það konan sjálf sem ákveður verðið. Einnig er hægt að kaupa 30 mínútur af kyn­ lífi með endaþarmsmökum á 400 evrur, 45 mínútur kosta 450 evrur og klukkutími kostar 480 evrur, eða 78 þúsund krónur. Einnig er hægt að kaupa kynlífsleiki fyrir lengra komna. Bindi­, drottnunar­ og hlutverkaleikir eru í boði og einnig er boðið upp á sænskan endi á leikjunum. 30 mínútur í slíkum leik kosta 150 evrur, 45 mínútur eru á 210 evrur og klukkustundarleikur er á 250 evrur samkvæmt þessum svo­ kallaða „matseðli“ síðunnar. Þrjá­ tíu mínútur í einhverju sem kall­ ast „Hard domination“ eða „Hörð drottnun“ í lauslegri þýðingu kosta 200 evrur, „Urine sex“ þar sem, samkvæmt nafninu, þvag kemur líklega við sögu, með svokölluðum „sænskum endi“ kostar 100 evrur. Einnig er hægt að kaupa langtíma bindingu eins og það er orðað; þá er einstaklingurinn bundinn í einn og hálfan tíma, og kostar 320 evrur. Athygli vekur að sérstaklega er tek­ ið fram að stúlkan sé ekki inni í her­ berginu þann tíma. Nektarsýningar og piparsveinapartí Á síðunni er einnig hægt að fá nektar sýningu með alls kyns auka­ hlutum og einnig er boðið upp á leigu á konum í piparsveinapartí, afmæli eða bara fyrir: „kvöld úti með strákunum“ eins og það er orðað. Þá er einnig hægt að panta sjálfsfróunarsýningu sem kostar 170 evrur en ekki er nánar tekið fram hvað hún felur í sér. Þá er samkvæmt listanum einnig hægt að panta vændi með tveimur kon­ um auk þess sem par getur pantað sér konu til þess að stunda kynlíf með fyrir 380 evrur. Í enda listans má svo sjá að hægt er að panta fimm tíma matarstefnumót fyrir 820 evrur eða tæpar 134 þúsund krónur. Stelpurnar eru 100% íslenskar Í gestabók á síðunni er að finna skilaboð frá einhverjum sem virð­ ast hafa nýtt sér þjónustuna. Þar er þess óskað að nöfn stúlknanna séu gefin upp á síðunni. Eigandi síð­ unnar svarar þeim á ensku en svar­ ið birtist hér þýtt: „Stelpurnar eru alíslenskar og það er ástæðan fyrir því að við gefum ekki upp fullt nafn þeirra. En ef nöfnin skipta máli þá eru þau: Sara, Sandra, Þóra, Guðrún, Sigríður, Ásta. Og þær eru á aldrinum 27–41 árs, öll þjónusta er veitt, og verðin eru á síðunni okkar (menu),“ segir sá eða sú sem svarið veitir. „Viðskiptavinir okkar eru mjög sáttir og ánægðir með okkur og þjónustu okkar, þannig við höfum fulla stjórn á þessu.“ n n Íslensk vændissíða býður kynlíf með konum á aldrinum 27–41 árs Bjóða íslenskar vændiskonur Vændi Á síðunni er boðið upp á ýmsa kynlífsþjón-ustu gegn gjaldi. Konurnar eru allar sagðar íslenskar og á aldrinum 27–41 árs. Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „En ef nöfnin skipta máli þá eru þau: Sara, Sandra, Þóra, Guðrún, Sigríður, Ásta. Og þær eru á aldrinum 27–41 árs. „Stelpurnar eru 100% íslenskar og það er ástæðan fyrir því að við setjum ekki fullt nafn þeirra við Kaup á vændi er ólöglegt Kaup á vændi á Íslandi eru refsiverð auk þess sem ólöglegt er að hagnast á vændi annarra. Í grein 206 almennra hegningar­ laga segir: n Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. n Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. n Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum. n Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis. n Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis. n Hver sem stuðlar að því með ginning- um, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru. n Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Konurnar Á síðunni eru þessar sagðar konurnar sem veita kynlífs- þjónustuna. Fylgdarþjónusta? Hér sést forsíða síðunnar sem heitir Icelandic Escort Service. Þar virðist vera á boðstólum kynlífsþjónusta. „Matseðillinn“ Undir flipanum Menu á síðunni er að finna hvað er á boðstólum. Upplýsingar Hér má sjá hvar hægt er að fá upplýsingar til þess að geta keypt þjónustuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.