Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Síða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 20. mars 2013
Alcoa fær jafnréttisverðlaun
n Álfyrirtækið alræmt fyrir mannréttindabrot
A
lþjóðlega álfyrirtækið Alcoa
hlaut jafnréttisverðlaun
Catalyst fyrir árið 2013 en
þetta var tilkynnt á ráðstefnu
í New York á þriðjudag. Að því er
fram kemur í tilkynningu frá Alcoa
Fjarðaáli var það ekki síst góður ár-
angur Fjarðaáls á sviði jafnréttis-
mála sem leiddi til þess að Alcoa
fékk verðlaunin og er staða jafn-
réttismála þar sögð hafa vakið
athygli á heimsvísu.
Sérfræðingum Catalyst var falið
að skoða stöðuna í álverum Alcoa
úti um allan heim en þeir heimsóttu
meðal annars Fjarðaál í fyrrahaust.
Alcoa hefur margsinnis verið
gagnrýnt harðlega fyrir slæman
aðbúnað og gróf brot á réttindum
verkafólks úti um allan heim. Í
skýrslu um starfsumhverfi Alcoa í
Hondúras árið 2007 kom fram að
verkafólki væri meinað að fara á sal-
ernið og neyddist til að hafa hægð-
ir og þvaglát í fötin sín. Þá þyrftu
konur að sýna öryggisvörðum sér-
staklega fram á að þær væru á túr
til að fá að fara oftar en einu sinni
á klósettið á dag. Einnig hefur ver-
ið tilkynnt um fjölda mannréttinda-
brota á verkafólki Alcoa í Mexíkó.
Í tilkynningu Alcoa Fjarðaáls
kemur fram að 20 prósent starfs-
manna fyrirtækisins séu konur en
langtímamarkmiðið sé að helm-
ingur starfsmanna Fjarðaáls verði
kvenmenn. „Jafnframt tengir fyrir-
tækið jafnréttisstefnu sína við gildi
fyrirtækisins sem Alcoa starfar eftir
um allan heim,“ segir í tilkynningu
fyrirtækisins. n
johannp@dv.is
L
ena Kristín Einarsdóttir varð
tíu ára á fimmtudaginn. Á af-
mælisdaginn fékk hún að
velja kvöldmatinn og að fara
í kökukaffi til ömmu sinnar.
Síðan var haldin fyrir hana veisla
um helgina þar sem boðið var upp á
kökur og fínerí. En þegar að því kom
að láta vita hvað hana langaði helst
í í afmælisgjöf fór Lena Kristín öll
í hnút. Hana langaði ekki í neitt og
satt best að segja var spurningin far-
in að íþyngja henni. Þangað til móðir
hennar benti henni á aðra leið, hún
gæti mögulega gefið afmælisgjafirn-
ar áfram til bágstaddra. Þá ljómaði
Lena.
Hefur alltaf viljað hjálpa
„Við kaupum það sem börnin vantar,“
segir Sara Hlín Jónsdóttir, móðir
Lenu Kristínar, „og flest það sem þau
langar í innan skynsamlegra marka,“
segir hún og bætir því við að börnin
séu reyndar mjög nægjusöm.
Fjölskyldan hefur alltaf gefið
mikið í hjálparstarf og þá hafa börnin
ávallt tekið þátt í umræðum og fengið
ákveðið hlutverk. „Ég hef alltaf verið
mjög skýr á því að ef við erum aflögu-
fær þá eigum við að gefa af okkur. Ég
hef alltaf hugsað þetta þannig og vil
endilega koma því yfir til barnanna.
Við erum til dæmis fósturfjöl-
skylda sex ára stúlku í Brasilíu sem
Lena talar alltaf um sem eina úr fjöl-
skyldunni. Svo gefum við alltaf jól
í skókassa og nú er Lena eiginlega
búin að taka það yfir. Henni finnst
þetta mjög gaman og hún segir
aldrei nei þegar hún er beðin um að
taka þátt í svona starfi. Við reynum
að útskýra fyrir börnunum af hverju
við gerum þetta án þess að það verði
byrði á þeim en þannig að þau skilji
aðstæður annarra og muni sjálf geta
fundið leiðir í framtíðinni til þess að
leggja góðum málefnum lið. Það læra
jú börnin sem fyrir þeim er haft.“
Heillandi tilhugsun
Þannig að þegar Lena fékk fyrirspurn
frá frænku sinni um hvað hana lang-
aði í í afmælisgjöf sat hún lengi og
hugsaði málið, sagði svo að hún ætti
nóg af hlutum og vantaði ekkert sér-
stakt. Sara spurði þá hvort hún myndi
vilja gefa öðrum afmælisgjöfina sína
og sýndi henni meðal annars sannar
gjafir á heimasíðu UNICEF og fleiri
leiðir til þess. „Hún ljómaði alveg
þegar við fórum yfir valmöguleikana
og hringdi sjálf í ættingjana til að
spyrja hvort hún gæti fengið pening
í afmælisgjöf til þess að kaupa svona.
Það var svo fjöldi þeirra sem hægt var
að hjálpa fyrir peninginn sem réð því
að hún ákvað að kaupa ormalyf og
moskítónet fyrir bágstödd börn, af
því að ormalyfin hjálpa 450 börnum.
Henni fannst það heillandi tilhugsun
að þetta myndi nýtast sem best. Hún
fékk alveg að ráða þessu sjálf.
Planið er að fjölskyldan fari
saman í frí til útlanda á næsta ári
þannig að hún var spurð hvort hún
vildi ekki frekar fá pening í gjaldeyri
en henni fannst það óþarfi. Okkur
leist bara vel á þetta, því það sýnir
að hún er að hugsa út fyrir rammann
og veit að það hafa það ekki allir eins
gott og hún og vill gefa eitthvað af sér.
Við erum bara þakklát fyrir það.“ n
n Lena Kristín varð tíu ára n Bað um pening fyrir bágstadda
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is
Gaf fátækum börnum
afmælisgjafirnar sínar
Ljómaði af gleði Lenu Kristínu
þótti það íþyngjandi að þurfa að
svara spurningum um hvað hún
vildi í afmælisgjöf. Þar til hún áttaði
sig á því að hún gæti gefið gjafirnar
áfram. Þá ljómaði hún.
„Henni fannst það
heillandi tilhugs-
un að þetta myndi nýtast
sem best.
Verkamenn mótmæla
Ítalskir starfsmenn Alcoa
efndu til fjölmennra mót-
mælaaðgerða í fyrra.
BANKASTARFS-
MENN ÁKÆRÐIR
Kaupþing
Landsbanki
Hreiðar Már Sigurðsson
bankastjóri Kaupþings
Sigurður Einarsson
stjórnarformaður Kaupþings
Ingólfur Helgason
aðstoðarforstjóri Kaupþings
Magnús Guðmundsson
bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg
Birnir Sær Björnsson
sérfr. í deild eigin viðskipta Kaupþings
Einar Pálmi Sigmundsson
framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi
Björk Þórarinsdóttir
framkvæmdastj. fyrirtækjasv. Kaupþings
Pétur Guðmarsson
verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi
Bjarki Diego
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Sigurjón Árnason
bankastjóri Landsbankans
Elín Sigfúsdóttir
forstöðumaður fyrirtækjasviðs
Ívar Guðjónsson
forstöðumaður deildar eigin fjárfestinga á
verðbréfasviði Landsbankans
Steinþór Gunnarsson
forstöðumaður verðbréfamiðlunar á
verðbréfasviði Landsbankans
Júlíus Heiðar Hreiðarsson
sérfræðingur í deild eigin fjárfestinga á
verðbréfasviði Landsbankans
Sindri Sveinsson
starfsmaður eigin viðskipta Landsbankans
Sigurjón Árnason Ívar Guðjónsson
Elín Sigfúsdóttir Steinþór Gunnarsson
Hreiðar Már Sigurðsson Sigurður Einarsson
Ingólfur Helgason Birnir Sær Björnsson
Björk Þórarinsdóttir Magnús Guðmundsson