Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Side 13
Erlent 13Miðvikudagur 20. mars 2013
n „Samfélagið gaf aldrei ungu fólki þennan rétt“
B
andarísku samtökin Family
Research Council, sem berjast
fyrir framgangi fjölskyldunnar,
trúar og frelsis, hafa vakið
mikla athygli að undanförnu eftir að
Pat Fagan, einn af talsmönnum sam
takanna, hvatti til þess að einhleypu
fólki yrði refsað fyrir að stunda kyn
líf. Í útvarpsviðtali gagnrýndi Fagan
harðlega dómsúrskurð Hæstaréttar
Bandaríkjanna sem ógilti lög um að
ekki mætti mætti útdeila getnaðar
vörnum til einhleyps fólks. Hann
sagði að með því að ógilda lögin væri
dómstóllinn að senda þau skilaboð
út í samfélagið að einhleypt fólk hefði
rétt til að stunda kynlíf. „ Samfélagið
gaf aldrei ungu fólki þennan rétt,“
sagði hann. „Skilvirk samfélög standa
í vegi fyrir svoleiðis löguðu, refsa fyrir
það og niðurlægja þá sem eiga í hlut.“
Sagði hann að forðum daga hefði
löggjafinn staðið í vegi fyrir kyn
lífi einhleypra. Fólk hafi oft snið
gengið lögin en alltaf vitað að kyn
líf fyrir hjónaband væri í eðli sínu
rangt. Nú ætti greinilega að losa um
allar hindranir á slíku athæfi. „Það
að einhleypir eigi rétt á getnaðar
vörnum þýðir að einhleypir eigi rétt
á að stunda kynlíf utan hjónabands.
Þannig er árþúsunda gömlum hefð
um, visku og menningararfi sópað
til hliðar.“
Samtökin hafa náin tengsl við
Repúblikanaflokkinn og Teboðs
hreyfinguna og tala þingmenn og for
setaframbjóðendur repúblikana oft
á ráðstefnum þeirra. Þá styrkja þau
fjárhagslega frambjóðendur í flokkn
um sem tala máli þeirra.
johannp@dv.is
Í
litlu þorpi nærri Dehradun,
norðarlega á Indlandi, býr sjö
manna fjölskylda. Fjölskyldu
mynstrið er ansi ólíkt því sem
þekkist víða hvar á Vesturlöndum.
Fjölskyldan saman stendur nefni
lega af einni eiginkonu, fimm eigin
mönnum og einum syni; og ekki er
vitað hver eiginmannanna fimm er
faðir drengsins.
„Ein stór fjölskylda“
Rajo Verma er 21 árs indversk kona.
Hún giftist fyrsta eiginmanni sín
um, Guddu, fyrir um fjórum árum.
Hún hafði ekki hitt eiginmann sinn
fyrir giftinguna en hjónabandið var
skipulagt af fjölskyldum þeirra. Síðan
hún giftist Guddu hefur hún einnig
gifst bræðrum hans fjórum: þeim Ba
jiu, 32 ára, Sant Ram, 28 ára, Gopal,
26 ára, og Dinesh, 19 ára – sem gift
ist henni um leið og hann var orðinn
18 ára. „Við stundum allir kynlíf með
henni en ég er ekki afbrýðisamur,“
segir Guddu, fyrsti eigin maðurinn í
samtali við The Sun og bætir við: „Við
erum ein stór fjölskylda.“
Skiptir nóttunum á milli
bræðranna
Fjölskyldan býr saman í einu her
bergi þar sem þau sofa á tepp
um á gólfinu. Nóttunum skipt
ir Rajo milli eiginmanna sinna og
eyðir aldrei tveimur nóttum í röð
með sama bróðurnum. Rajo á einn
átján mánaða son en veit ekki hver
er faðir hans. Henni finnst það ekki
skipta neinu máli þar sem þau séu
ein stór fjölskylda.
Gerir ekki upp á milli þeirra
Þessi forni hindúasiður sem kall
ast fjölveri kann að vera frumlegur í
huga Vesturlandabúa en í litla þorp
inu sem þau búa í hefur hefðin ver
ið við lýði síðan elstu menn muna.
Hefðin er sú að konur giftist einnig
bræðrum fyrsta eiginmanns síns. „Í
byrjun var þetta frekar vandræða
legt,“ segir Rajo í samtali við The
Sun. „En ég geri aldrei upp á milli
þeirra.“
Fjölveri, að vera gift mörgum
eigin mönnum, er við lýði víða um
Indland en vinsældir hefðarinn
ar hafa þó farið aðeins dvínandi
undanfarin ár.Hefðin er rakin aft
ur til fornalda en er líka talin vera til
þess að halda ræktunarlandi í fjöl
skyldunni. Það er algengast norðar
lega í landinu.
Fjölveri er þekkt á fleiri stöðum
um heiminn en hefur víðast hvar
dáið út með tímanum. Í löndum
eins og Indlandi og Kína hefur siðn
um hins vegar verið haldið við sums
staðar vegna þess að mun fleiri karl
ar eru en konur.
Meiri athygli og ást
Rajo segist alltaf hafa verið viðbúin
því að ef hún giftist þá myndi hún
líka giftast bræðrum eiginmanns
síns. Þannig var það hjá móður
hennar sem átti þrjá eiginmenn.
Hún segir hjónalífið ganga vel og
þau skiptist á að sofa saman eins og
áður kom fram. Þau eiga ekki rúm
en hafa nóg af teppum á gólfinu
og það fer ekki illa um þau. „Ég fæ
miklu meiri athygli og ást en flestar
eiginkonur,“ segir Rajo. n
Gift fimm bræðrum
n Rajo Verma á fimm eiginmenn og skiptir nóttunum á milli þeirra
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
„Við stundum allir
kynlíf með henni
en ég er ekki afbrýði-
samur.
Fjölskyldan Hér sést
Rajo fremst með son
sinn og svo eiginmenn-
ina fimm í bakgrunni.
Tvær milljónir
fyrir flugfarið
Að fljúga til Guantanamo Bay
kostar núna rúmar tvær millj
ónir króna. Þetta er staðan eftir
að stjórnendur herstöðvarinn
ar ákváðu að loka á almenn
ar flugsamgöngur á milli Flór
ída og stöðvarinnar. Aðeins
blaðamenn, lögmenn, hjálpar
starfsmenn og þeir sem vinna
á herstöðinni komast í flug til
Guantanamo. Ekki eru allir á eitt
sáttir við þetta nýja fyrirkomulag
og segir bandarískur lögmað
ur að með þessu sé verið að tak
marka aðgengi fanga á herstöð
inni að lögmönnum sínum. „En
þetta er ekki bara skaðlegt fyrir
samband lögmanna og skjól
stæðinga þeirra,“ segir hann.
„Heldur skaðar þetta alla þá sem
vinna þarna, hermenn og ástvini
þeirra.“
Refsa fyrir kynlíf einhleypra
Fjölskyldugildin í fyrirrúmi Hér sést
Tony Perkins, formaður samtakanna
Family Research Council, taka í höndina
á Rick Santorum sem sóttist eftir því að
verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í
aðdraganda kosninganna í fyrra.
Páfinn
kyssti börn
Frans páfi fyrsti hélt innsetn
ingarræðu sína í vikunni og
hvatti til þess að slegin yrði
skjaldborg um móður jörð og
hennar minnstu bræður. Að
ræðuhöldum loknum var keyrt
með páfann um Péturstorg á
þaklausum jeppa og í hita leiks
ins steig Frans út úr bílnum,
heilsaði viðstöddum með handa
bandi og kyssti börn. Þegar guðs
þjónusta hófst fékk páfinn „hring
fiskimannsins“ en athygli vakti
að hringurinn var úr silfri en ekki
gulli að þessu sinni. Þá var Frans
sveipaður þeim hvítu klæðum
sem tákna hlutverk hans sem
fjárhirðir hinna trúuðu.