Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn
É
g er þátttakandi í þessu, ég ber
ekki ábyrgð á hruninu, en ég tók
þátt í því að tjakka upp blöðr
una sem íslenskt viðskiptalíf var
og axla mína ábyrgð á því, sagði
Pálmi Haraldsson fjárfestir í viðtali
við DV á fyrri hluta árs 2010. Pálmi
var að vísa til þess hvernig hann var
þátttakandi í því á árunum fyrir hrun
íslensku bankanna árið 2008 að búa
til falska mynd af verðmæti þeirra
fyrirtækja og eigna sem hann og við
skiptafélagar hans seldu á milli sín.
Meðal annars olíufélagið Skeljung og
danska flugfélagið Sterling.
Þetta er eitt af púslunum sem við
lítum svo á í dag að hafi átt þátt í að
orsaka hrunið: Eignir gengu kaupum
og sölum á uppsprengdu verði á milli
sömu aðilanna sem réðu í einhverjum
tilfellum einnig yfir fjármálafyrirtækj
unum sem lánuðu peningana í við
skiptunum. Selja þurfti eignirnar á
hærra verði en þær voru keyptar á til
að viðhalda eignabólunni og þeirri
tálsýn að einhver verðmætamyndun
hefði átt sér stað frá kaupunum á eign
inni og þar til hún var seld. Og til þess
að selja eignirnar þurfti að fá hærri lán
úr bönkunum sem aftur tóku frekari
lán í erlendum bönkum. Þessi þróun
gat ekki gengið endalaust: Hún var
eins og eitt stór píramídasvindl. Álíka
bólur hafa sprungið víða um heim
á liðnum árum, til dæmis fasteigna
bólurnar á Spáni og Írlandi.
Slíkar bólur, þar sem verðmæti til
tekinna eigna fer upp í hæstu hæðir
tímabundið áður en verðhrun á sér
stað, verða vitanlega ekki til af sjálfum
sér, án afskipta aðila á markaði, það er
að segja mannanna. Á bak við efna
hagsbólur standa yfirleitt aðilar sem
sjá gróðatækifæri í eignum sem kunna
að vera of lágt metnar og sem þeir telja
að eigi möguleika á að hækka í verði.
Að átta sig á vanmati á verðmæti eigna
er eitt af einkennum kænna viðskipta
manna því þá geta þeir nýtt sér tæki
færið og hagnast á þessum eignum.
Með kaupum þeirra á eignunum, og
frekari viðskiptum með þær, er hugs
anlegt að þessar eignir fari að hækka
í verði og skili hagnaði til kaupenda
þeirra.
Síðastliðna viku hefur í DV verið
fjallað um eitt slíkt mál þar sem
eitt tiltekið fjárfestingarfélag, GAM
Management, telur sig hafa séð hagn
aðartækifæri í uppkaupum á íbúðum
miðsvæðis í Reykjavík. Fyrirtækið
hefur síðastliðna mánuði keypt upp
140 íbúðir í miðbænum, Vestur
bænum og Hlíðunum fyrir um fjóra
milljarða króna. Framkvæmdastjóri
félagsins útskýrir uppkaupin þannig
að hann telji íbúðir á þessu svæði of
lágt metnar og að líklegt sé að þær
muni hækka í verði á komandi árum.
Á meðan leigir GAM þessar íbúðir út
til leigjenda, hagnast væntanlega á
hverri íbúð fyrir sig og eignast með tíð
og tíma meira í hverri íbúð fyrir sig.
Ef fleiri slík fasteignafélög koma
fram á sjónarsviðið vegna fordæmis
GAM og vilja einnig stökkva á þenn
an vagn. Þá gæti „venjulegt fólk“, sem
ekki hefur yfir að ráða digrum sjóðum
líkt og fjárfestingarfélag, átt erfiðara
um vik að kaupa eignir á svæðinu
þar sem það er að keppa um eignir
við miklu fjársterkari aðila. Slík þró
un gæti leitt af sér bólu á fasteigna
markaðnum á svæðinu þar sem eignir
verða verðlagar út af markaðnum fyrir
óbreytta borgara.
Þessi þróun er kannski sérstak
lega varhugaverð í því andrúmslofti
til fjárfestinga sem ríkir á Íslandi í
dag. Gjaldeyrishöft og lítt virkur og
máttlaus hlutabréfamarkaður gera
það að verkum að tækifæri fjársterkra
aðila til að koma peningunum sín
um í umferð á Íslandi eða jafnvel úr
landi eru heldur fá. Fjárfestingar í
fasteignum eru því einn af þeim kost
um sem margir peningamenn horfa
á til að koma aurunum sínum í gagn
ið. Í fasteignafjárfestingum felst yfir
leitt minni áhætta en í fjárfestingum í
hlutabréfum. Einnig verður að horfa
til þess að íslensku bankarnir hafa
verið tregir til að selja mikið af því
atvinnuhúsnæði sem þeir hafa yfir
tekið eftir hrunið 2008. Svo virðist
sem bankarnir vilji frekar eiga væn
legar, stórar eignir sjálfir en að selja
þær til fjárfesta. Fyrir vikið er minna
framboð á fasteignum til að fjárfesta í
en ella og minni eignir eins og íbúðir
komast í sigti fjárfesta.
Spurningin sem vaknar vegna fjár
festinga GAM í þessum 140 fasteign
um er því hvort hið opinbera ætti að
fara út í einhvers konar fyrirbyggj
andi aðgerðir til að koma í veg fyrir að
slík viðskipti geti haft bólumyndandi
áhrif á íslenska fasteignamarkaðinn. Í
slíkum fyrirbyggjandi aðgerðum gæti
meðal annars falist að auka eftirlit
hins opinbera með þessum markaði
til að koma í veg fyrir að sami aðilinn,
eða tengdir aðilar, kaupi upp gríðar
legt magn eigna á sama svæðinu. Þá
væri hægt að setja einhvers konar
kvóta á leyfilegt hámark eigna sem
tengdir aðilar mega eiga á sama
svæðinu eða í sama póstnúmerinu.
Ef GAM gat keypt 140 íbúðir fyrir
fjóra milljarða á nokkrum mánuðum
af hverju gæti þá ekki einhver annar
enn fjársterkari aðili keypt 1.400
íbúðir fyrir 40 milljarða nú eða þá
14.000 íbúðir fyrir 400 milljarða?
Hvað áhrif myndu slík uppkaup hafa
á fasteignamarkaðinn og fyrir íslenskt
efnahagslíf?
Ákall um lögsókn
n Kröfur Gunnars Þorsteins-
sonar í Krossinum á hendur
Vefpressunni og talskonum
hóps kvenna
sem saka
Gunnar um
kynferðislegt
áreiti hafa
vakið athygli.
Björn Ingi
Hrafnsson,
aðaleigandi Vefpressunnar,
og félagar hans eru krafðir
um fimm milljónir króna
vegna málsins. Þá eru
talskonurnar einnig krafðar
um bætur. Nokkurri furðu
sætir að Gunnar krefur fyrr
verandi mágkonu sína og
aðrar úr hópi ásakenda ekki
um bætur þrátt fyrir ákall
þeirra um að verða lögsóttar.
Þorsteinn Már
reiður
n Samherji á Akureyri er í
lykilhlutverki þegar kemur
að styrkjum til íþróttastarfs.
Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri og félagar hans hafa
verið einkar örlátir undan
farin ár. En nú hefur orðið
breyting á og hafa styrkirnir
ekki borist í einhverjum
tilvikum með tilheyrandi
kreppu fyrir íþróttafélögin.
Einhverjir rekja þetta ástand
til harkalegra aðgerða Seðla
bankans sem hefur um
margra mánaða skeið haldið
Samherja í spennitreyju
vegna rannsóknar á meintu
misferli með sölu á fiski. Öll
um er ljóst að Þorsteinn Már
er fjúkandi reiður.
Villi rektor
n Vilhjálmur Egilsson, fram
kvæmdastjóri Samtaka at
vinnulífsins, lætur af störf
um á næstu
mánuðum
til að taka
við emb
ætti rektors
Háskólans á
Bifröst. Þetta
vekur nokkra
athygli þar sem Vilhjálmur
hefur verið áberandi og í
valdastöðu. Hins vegar er
talið að hann hafi fundið
að staða hans innan SA var
orðin veikari en áður. Svo
virtist sem honum væri
haldið til baka sem málsvara
af stjórn samtakanna. Nú
mun hann sem sagt ganga í
endurnýjun lífdaga.
Svartur reykur
n Ofurspenna er innan
Sjálfstæðisflokksins vegna
þess að Evrópuarmur
flokksins er á
flótta undan
Davíð Odds-
syni og um
bjóðendum
hans. Þykir
þetta skýra
að einhverju
leyti fylgishrunið sem fram
kemur í könnunum. Jón Atli
Játvarðarson á Reykhólum
orti af þessu tilefni:
Evrópusambandið
engan fær leik
hjá örlitlum
sjálfstæðiskróum
Meðan þeir sjá aðeins
svartan upp reyk
svífa í Hádegismóum.
Verða að
gera betur Þetta er eldgamalt mál
Vigdís Hauksdóttir um gagnrýni Bjarna Benediktssonar á Framsóknarflokkinn. – DV Björn Zoëga um að sjúklingum sé ráðlagt að drekka ekki vatnið á Landspítalanum.
Að tjakka upp bólur„Ég tók þátt
í því að
tjakka upp blöðr-
una sem íslenskt
viðskiptalíf var
E
ftir fjögur ár á þingi kemur það
manni því miður ekki á óvart
hvernig staðan á þeim bænum
er nú í lok þessa undarlega kjör
tímabils. Fyrirsagnir síðustu daga eru
t.d. „Gerir ráð fyrir umræðum fram
á nótt“, „Stjórnarskrármálið komið í
öngstræti“, „Vantar skýran meirihluta“,
„Illa farið með tíma Alþingis“ og
„Ásakanir um skemmdarverk í
stjórnar skrármálinu“. Margar eru
beinar tilvitnanir í orð þingmannanna
sjálfra enda falla gífuryrðin á báða
bóga oft á dag. Þetta gerist allt saman
á þingi sem sjálft ályktaði þann 28.
september 2010 „að skýrsla rann
sóknarnefndar Alþingis sé áfellis
dómur yfir stjórnvöldum, stjórnmála
mönnum og stjórnsýslu, verklagi og
skorti á formfestu“ og „að taka verði
gagnrýni á íslenska stjórnmálamenn
ingu alvarlega og [Alþingi] leggur
áherslu á að af henni verði dreginn
lærdómur“.
Það verkefni sem þingmenn
standa nú frammi fyrir, þ.e. að sam
þykkja nýja stjórnarskrá, virðist þeim
því miður ofviða. Og ekki hjálpar
þegar andstæðingar málsins, svo sem
Birgir Ármannsson, ræða fjálglega
um það úr ræðustól þingsins að þeir
séu ekki bundnir af þjóðaratkvæða
greiðslunni um stjórnarskrármálið
þar sem hún hafi einungis verið ráð
gefandi. Það er gríðarlega alvarlegt að
þingmenn telji sig þess umkomna að
hunsa vilja þjóðarinnar og sýnir enn
betur mikilvægi þess að við setjum
okkur ný stjórnlög þar sem fólkinu
eru tryggð aukin völd og betri tæki
til að veita þinginu og þingmönnum
aðhald. Ég minni á að við erum í
samningaviðræðum við Evrópusam
bandið um aðild að því. Án stjórnar
skrárbreytinga verður þjóðaratkvæða
greiðslan um samninginn einungis
ráðgefandi. Og á Alþingi sitja þing
menn sem segjast ekki bundnir af
ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslum.
Sú staða er óásættanleg.
Nýkjörinn formaður Samfylkingar
innar virðist álíta það æðsta form
jafnaðarmennsku að láta valta yfir
sig. Hann virðist alls ekki vilja nota
þann möguleika sem er innbyggð
ur í þingsköp að meirihluti þings
ins geti stöðvað málþóf og krafist at
kvæðagreiðslu um mál. Ég hef nú
verið á mörgum fundum um ævina en
þingfundirnir eru þeir einu þar sem
ekki þykir við hæfi að stöðva endalaus
ar umræður um ekki neitt. Að mínu
mati er það ekki ofbeldisverk að stöðva
umræðu sem er komin út í rugl. Það er
nauðsynlegt. Þessi grein þingskapanna
hefur þó ekki verið notuð síðan 1949
og feimnin við hana því ekki nýtilkom
in.
Nú má enginn skilja mig með þeim
hætti að ég vilji að ekkert sé hlustað á
minnihlutann og að hann eigi engu að
ráða. Svo er ekki. Stjórnarandstaðan á
hverjum tíma gegnir mikilvægu hlut
verki í lýðræðissamfélagi. Hennar er að
benda á það sem betur má fara og hún
þarf að hafa neyðarhemil til að grípa í
þegar í óefni stefnir. Hún á hins vegar
ekki að troða upp í þingsal allan sólar
hringinn, koma í veg fyrir að stjórnvöld
komi málum sínum í gegn og í raun
taka sér neitunarvald í öllum málum.
Og samkvæmt þingsköpum á hún
einmitt ekki að hafa það. Sá meirihluti
sem setið hefur þetta kjörtímabil virð
ist hins vegar alls ekki hafa manndóm í
sér til að stöðva málþófið.
Í síðustu alþingiskosningum fengu
þau framboð sem vildu nýja stjórnar
skrá 76,3% atkvæðanna. Í þjóðarat
kvæðagreiðslunni þann 20. október s.l.
vildu 2/3 kjósenda að tillögur stjórn
lagaráðs yrðu lagðar til grundvallar
nýrri stjórnarskrá og kjósendur sögðu
já við öllum hinum spurningunum
líka. Getur umboð Alþingis til að klára
málið orðið skýrara? Hvort erum við
menn eða mýs?
Menn eða mýs?
Leiðari
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Kjallari
Margrét
Tryggvadóttir
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg
Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALNÚMER
RITSTJÓRN
ÁSKRIFTARSÍMI
AUGLÝSINGAR
14 20. mars 2013 Mánudagur
„Nýkjörinn formað-
ur Samfylkingarinn-
ar virðist álíta það æðsta
form jafnaðarmennsku að
láta valta yfir sig.