Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Síða 15
Ég vil skilja eftir
brosandi andlit
Við erum öll ábyrg fyrir því
samfélagi sem við búum í
Sveinn Kristjánsson stofnaði Ævispor þar sem netverjar geta skilið eftir minningar. – KastljósEgill Ólafsson hefur gengið til liðs við Lýðræðisvaktina – DV.is
Tryggjum þjóðareign í stjórnarskrá
Spurningin
„Ég hef verið að hlusta mikið á
Nirvana.“
Tómas Magnússon
32 ára listamaður
„Reggí.“
Þórsteinn Sigurðsson
25 ára leikmaður
„Ég er búin að vera að hlusta á
Enya.“
Tanya Pollock
31 árs tónlistarkona
„Hip-hop, rokk, ætli það ekki.
Hef mikið verið að hlusta á
hljómsveitina Giza.“
Dagur Kaveh
24 ára matreiðslumaður
„Þunga tónlist. Það er ekki
endilega stefna, bara tónlist með
þungum hljómblæ og tilfinn-
ingum eins og Sigur Rós, Yann
Tierson, Rammstein eða Tom
Waits.“
Simon Martins
20 ára ferðamaður
Hvað hlustar þú
mest á þessa
dagana?
1 Kannabisverksmiðja í vegkanti Vegfarandi gekk fram á
stóran ruslahaug í borginni. Þar var allt
til kannabisframleiðslu.
2 Risahagnaður á hrunárinu Eignarhaldsfélagið GAM Management
hagnaðist um rúmlega 330 milljónir
króna árið 2008.
3 Mátti ekki verða dóttur sinni til skammar þegar hann hitti
Ryan Gosling Dóttir spjall-
þáttastjórnanda heimtaði að faðir
hennar tæki viðtal við leikarann.
4 Ástfangin af hundi Kim Kardashi-an er sögð æfa sig í foreldrahlutverkinu
með því að gæta hvolps systur sinnar.
5 Má ekki lengur skrifa Bak-þanka í Fréttablaðið Kolbeinn
Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu,
var settur út í kuldann vegna skoðana
sinna.
6 Faðernisprófi gegn Jordan vísað frá Dómstóll í Georgíu í Banda-
ríkjunum hefur vísað frá faðernismáli
gegn körfuboltagoðsögninni.
Mest lesið á DV.is
N
ú er ögurstund í stjórnar-
skrármálinu. Sögulegur ferill
stjórnarskrárbreytinga með
beinni aðkomu þjóðarinnar
hefur skilað okkur heildstæðu
frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Ekki
er hins vegar nægur stuðningur á Al-
þingi við að samþykkja það frumvarp
óbreytt og ljóst að það kæmi einungis
til atkvæða með því að beita neyðar-
úrræði í þingsköpum sem heimilar að
umræða sé stöðvuð og gengið til at-
kvæða. Það kunna að vera rök fyrir því
að grípa til slíkra ráða í undantekn-
ingartilvikum, ef um er að ræða af-
markað mál sem fengið hefur ítarlega
umræðu í þinginu. Slík vinnubrögð
samrýmast hins vegar illa frumvarpi
til nýrrar stjórnarskrár í 115 greinum,
sem borin er fram í miklum ágrein-
ingi. Til að bregðast við þeirri stöðu og
koma í veg fyrir að málið allt dagaði
uppi í málþófi, lagði formaður Sam-
fylkingarinnar ásamt formönnum VG
og Bjartrar framtíðar fram sáttaleið,
sem felur í sér farveg til að tryggja
málinu framhaldslíf yfir á næsta kjör-
tímabil og umbúnað sem geri kleift að
ljúka því með sóma á næsta þingi. Því
til viðbótar hafa þingflokksformenn
Samfylkingarinnar og VG auk undir-
ritaðs og Árna Þórs Sigurðssonar lagt
fram breytingartillögu í samráði við
forystumenn stjórnarflokkanna um
nýtt auðlindaákvæði, sem að margra
mati er mikilvægasta ákvæði frum-
varps að nýrri stjórnarskrá. Breytingar-
tillaga okkar er samhljóða lokaútgáfu
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis á því auðlindaákvæði sem
stjórnlagaráð samþykkti og lagði fyrir
þingið 29. júlí 2011. Hið nýja auðlinda-
ákvæði er niðurstaða ítarlegs sam-
ráðsferils þar sem að hafa komið allar
fagnefndir Alþingis, Feneyjanefndin og
fjölmargir sérfræðingar.
Hápunktur langrar þróunar
Hið nýja auðlindaákvæði hvílir á göml-
um merg og sameinar m.a. það besta
úr tillögum auðlindanefndar árið 2000
og stjórnlaganefndar árið 2011 en
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokk-
ur hafa vísað í þær tillögur sem góðan
grunn til samkomulags um nýtt auð-
lindaákvæði. Tillaga auðlindanefndar
kvað skýrt á um að náttúruauðlindir
sem ekki eru háðar einkaeignarrétti
séu þjóðareign og þær megi ekki selja
né láta varanlega af hendi til einstak-
linga eða lögaðila. Auðlindanefnd og
stjórnlaganefnd lögðu báðar áherslu á
að nýting auðlindanna þyrfti að byggja
á sjálfbærri þróun og auðlindanefnd
áréttaði að nýtingarheimildir leiði
aldrei til eignarréttar eða óafturkall-
anlegs forræðis einkaaðila yfir þeim.
Hið nýja auðlindaákvæði heldur öllum
þessum meginatriðum til haga. Því til
viðbótar er í hinu nýja ákvæði kveðið
á um hvernig skuli farið með auðlindir
í eigu ríkisins og hvaða auðlindir telj-
ist til þjóðareignar. Síðast en ekki síst
er að finna í hinu nýja auðlindaákvæði
forskrift til stjórnvalda um þau skilyrði
sem þurfi að uppfylla varðandi nýtingu
auðlindanna. Þau eru í fyrsta lagi að
nýtingarleyfi séu veitt til hóflegs tíma í
senn, í öðru lagi gegn eðlilegu gjaldi og
síðast en ekki síst á jafnræðisgrundvelli.
Hvað er í húfi?
Ég vil halda því fram að auðlindamál-
in séu mikilvægasta hagsmunamál
þjóðarinnar til framtíðar litið. Barátt-
an um þjóðareign auðlinda snýst um
að þjóðin njóti ótvíræðs eignarréttar
á sameiginlegum auðlindum sínum,
sá réttur sé varinn í stjórnarskrá og
þjóðin fái eðlilega og sanngjarna hlut-
deild í arðinum af tímabundinni nýt-
ingu þessara auðlinda. Höfum í huga
að núverandi ríkisstjórn er sú fyrsta í
sögunni sem tekur eðlilegt veiðigjald
af útgerðinni – fram til 2009 var ein-
göngu innheimt málamyndagjald sem
nam allt niður í 0,3% af hagnaði út-
gerðarinnar!
Sögulegt tækifæri
Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa
lýst yfir vilja til að samþykkja auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá og fyrrnefndur
samanburður á tillögum sem mótaðar
hafa verið frá aldamótum sýnir að það
er hægur vandi að ná samkomulagi
um orðalag, ef vilji er fyrir hendi.
Ábyrgð stjórnmálamanna á Al-
þingi er mikil að nýta nú tækifærið
til að skapa sögulega sátt um að verja
auðlindir þjóðarinnar í stjórnarskrá.
Samfylkingin leggur áherslu á að Al-
þingi ljúki ekki störfum fyrr en auð-
lindaákvæði hefur verið samþykkt í
samræmi við skýran þjóðarvilja, nú
síðast í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20.
október.
Umræða 15Mánudagur 20. mars 2013
Ég varð bara að
standa við þetta
Kristján Úlfarsson fékk sé ÍR–húðflúr í hjartastað. – DV.is
„Ég vil halda því
fram að auðlinda-
málin séu mikilvægasta
hagsmunamál þjóðarinn-
ar til framtíðar litið.
Kjallari
Skúli Helgason
Í
vikunni voru samþykkt ný lög um
neytendalán. Meðal efnisatriða
þessara nýju laga er að til verður
umgjörð um svokölluð smálán.
Ekki veitti af því. Þessi nýju lög eru
verulegt framfaraskref fyrir neytendur
að mínu mati og bæta stöðu þeirra í
samskiptum við lánveitendur og fjár-
málafyrirtæki.
Mikil umræða hefur verið bæði
hérlendis og í nágrannalöndunum um
hætturnar sem fylgt geta svonefndum
smálánum, þ.e. lánum til skamms
tíma með mjög háum vöxtum og bágri
réttarstöðu þess sem lánið tekur. Svo-
nefnd smálánafyrirtæki hófu starf-
semi hér á landi í upphafi árs 2010.
Bæði hagsmunaaðilar og eftirlitsaðilar
á neytendamarkaði hafa lýst yfir mikl-
um áhyggjum af uppgangi smálána-
fyrirtækja hér á landi enda er hér um
að ræða lán á okurkjörum, heildar-
kostnaði sem getur numið yfir 600%
af lánsfjárhæð á ársgrundvelli. Þessi
smálán hafa verið markaðssett sér-
staklega gagnvart ungu fólki, þeim
sem höllum fæti standa og þeim sem
hafa lítið á milli handanna.
Umsagnaraðilar samhljóma um
nýju lögin
Eins og staðan var fyrir tilkomu nýju
laganna féll veiting smálána ekki
undir ákvæði þáverandi laga um
neytendalán vegna undanþágu sem
sagði að lánssamningar sem gilda til
skemmri tíma en þrjá mánuði væru
undanskildir gildissviði laganna. Í ný-
samþykktum lögum er ákvæði þess
efnis að þau gildi um öll neytendalán
óháð fjárhæð, þ.m.t. smálán.
Við undirbúning frumvarpsins átti
atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið samráð við ýmsa aðila, t.d.
embætti umboðsmanns skuldara,
hjálparstofnanir, Velferðarvaktina,
Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu.
Þau sjónarmið sem fram komu í um-
sögnum þessara aðila voru á þá leið
að full ástæða væri til að tryggja hags-
muni neytenda með því að fella smá-
lán undir lagaramma neytendalána.
Hámark á vöxtum
Sum nágrannalönd okkar hafa fund-
ið sig knúin til að bregðast við upp-
gangi smálánafyrirtækja með aukinni
reglusetningu til verndar neytendum.
Í þessu samhengi er vert að nefna að
um helmingur af 27 aðildarríkjum
Evrópusambandsins hefur í löggjöf
sinni ákvæði um hámarksvexti.
Með tilliti til þessa var ákveðið í ný-
samþykktum lögum að setja hámark
á árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna
neytendalána. Hámark á árlega hlut-
fallstölu kostnaðar er 50% að viðbætt-
um stýrivöxtum Seðlabankans, sem
taka á tillit til kostnaðar fjármagns á
hverjum tíma. Ekki er gert ráð fyrir
að þetta þak á hámarkskostnað muni
hafa áhrif á aðra aðila á lánamarkaði
en smálánafyrirtæki, enda þekkist
ekki hjá öðrum lánveitendum að lögð
sé á hærri árleg hlutfallstala kostn-
aðar.
Tilskipunin frá 2008 sem þessi nýju
lög um neytendalán er m.a. ætlað að
fela fyrst og fremst í sér tvær megin-
reglur þegar kemur að neytenda-
vernd vegna lántöku. Annars vegar
að neytendum skuli veittar fullnægj-
andi upplýsingar sem settar eru fram
á samræmdan máta svo þeir geti bor-
ið mismunandi lánatilboð saman og
tekið upplýsta ákvörðun. Hins vegar
skal meta lánshæfi lántaka, svo og
greiðsluhæfi ef lánið er yfir tilteknum
fjárhæðarmörkum.
Frá 15. apríl næstkomandi mun,
t.d. smálánafyrirtæki sem innheimt-
ir 11.700 kr. í kostnað vegna 60.000 kr.
láns til tveggja vikna aðeins heim-
ilt að innheimta 1.101 kr. vegna sams
konar láns. Með nokkurri einföldun
má tala um nafnvexti í stað árlegrar
hlutfallstölu kostnaðar og þá má segja
miðað við fyrrgreint dæmi að nafn-
vextir séu að lækka úr 468% í 44% í
kjölfar þess að lögin voru samþykkt.
Ný lög um neytendalán eru ótví-
rætt framfaraskref, þau efla neytenda-
vernd á fjármálamarkaði, bæta stöðu
lántaka og koma í veg fyrir óeðlilega
há vaxtakjör á stuttum neytendalán-
um.
Höfundur er atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðherra.
Ný lög um smálánastarfsemi„Þessi smálán hafa
verið markaðs-
sett sérstaklega gagn-
vart ungu fólki, þeim sem
höllum fæti standa og
þeim sem hafa lítið á milli
handanna.
Kjallari
Steingrímur J.
Sigfússon