Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Side 16
16 Neytendur 20. mars 2013 Mánudagur Nizza karamellueggið best n Fjögurra manna dómnefnd valdi besta eggið n Börnin dæmdu líka páskaeggin í ár n Dökku eggin stóðust ekki væntingar N izza karamellueggið frá Nóa Síríus þótti best í árlegri páskaeggjasmökkun DV. Eggið hlaut meðaleinkunn- ina 7,6. Konfektegg frá Nóa Síríus lenti í öðru sæti með 7,4 og Draumaegg Freyju í því þriðja með 7,3 í einkunn. Dómnefndina skipuðu þau Nanna Rögnvaldsdóttir ritstjóri, Axel Þorsteinsson, bakari og konditoríi, Völundur S. Völundarson, mat- reiðslumaður og Þóra Sigurðardóttir, rithöfundur. Blind smökkun DV hafði samband við þrjá helstu framleiðendur páskaeggja á Íslandi; Góu, Freyju og Nóa Síríus og fékk send þau páskaegg sem fyrirtækin framleiða. Framleiðendurnir tóku allir vel í það og fékk DV þrjú egg frá Góu, sjö frá Nóa Síríus og fimm frá Freyju. Könnunin var þannig fram- kvæmd að eggin voru hvert af öðru brotin í númeraðar skálar sem síðan voru bornar í herbergi þar sem dóm- ararnir höfðu komið sér fyrir. Þeir fengu ekki að vita frá hvaða framleið- anda hvert og eitt egg var komið, né heldur fengu þeir að sjá skraut, sæl- gæti eða annað það sem eggjunum fylgdi. Dómararnir voru beðnir að gefa eggjunum stjörnur frá 0 til 10 auk þess sem þeir voru hvattir til að gefa hverju eggi stutta umsögn. Framleidd með börn í huga Líkt og í fyrra urðu dómararnir fyrir ákveðnum vonbrigðum með eggin. Þau segjast þó vera meðvituð um að eggin séu aðallega framleidd fyrir börn og að því leytinu séu þau ágæt. „Fyrir mér er þetta samt allt annað en súkkulaði. Súkkulaðiheimurinn er svo stór og það þyrfti að kynna alvöru súkkulaði fyrir Íslendingum,“ segir Axel. Þá var dómnefndin sam- mála um að dökku eggin hefðu ekki staðið undir væntingum. Svo virðist sem framleiðendurnir séu að reyna að búa til súkkulaði sem höfði til þeirra sem vilji ekki dökkt súkkulaði og að þau hafi verið betri í fyrra. „Svo er ég ekki sátt við þennan takka sem settur var aftan á og allt sælgætið sett í poka. Ég mundi vilja hafa þetta eins og áður,“ segir Þóra. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Börnunum fannst lakkrísegg Góu best Þ ar sem páskaegg eru aðallega ætluð til að gleðja börnin um páskana ákvað DV að kalla líka í dómnefnd skipaða börnum. Í dómnefndinni sátu Guðrún Ólafía Þorsteinsdóttir 10 ára, Eva Alice Devaney 6 ára, Lúkas Emil Jo- hansen 8 ára, Daníel Elí Johansen 4 ára, Sólon Snær Traustason 7 ára, Ísabella Rakel Caputo 9 ára og Þór- dís Anna Sigtryggsdóttir 4 ára. Dóm- nefndin átti erfitt verk fyrir höndum því eins og einn dómnefndarmaður sagði; „Öll páskaegg eru bara svo góð.“ Smökkuðu og dæmdu Skipulagið var það sama og hjá eldri dómnefndinni nema hvað börnin gáfu eggjunum ekki einkunn, einungis umsögn. Þá nefndu þau hvert og eitt það egg sem þeim þótti best. Kom í ljós að börnin leggja aðrar áherslur á hvernig eggin eiga að vera og hvað þeim finnst besta eggið. Þremur börnum fannst lakkríseggið frá Góu best og tvö völdu Konfekt egg Nóa Síríus sem besta eggið. Nizza karamellueggið og Freyjufjör án mjólkur fengu svo hvort sitt stigið. 1 Nizza karamelluegg Meðaleinkunn: 7,6 Framleiðandi: Nói Síríus Þóra: „Karamellukröns. Flott – fíla það.“ Völundur: „Karamelluegg. Finnst það gott en gæti ekki borðað mikið. Nammigrísir gætu rifið þetta í sig.“ Axel: „Þetta slær í gegn hjá krökkum og fullorðnum. Algjört nammi.“ Nanna: „Nammiegg sem er of sætt fyrir mig en ekta krakkaegg.“ Hvað segja börnin Ísabella: „Vont.“ Guðrún Ólafía: „Mjög gott!“ Lúkas: „ Gott-vont. Karamellan er allt of lítil. Súkkulaðið er samt alltaf gott.“ Daníel Elí: „Þetta er best. Mjög gott.“ Þórdís Anna: „Ekki gott.“ Eva: „Gott.“ Sólon: „Bara ógeðslegt.“ 3 Draumaegg Meðaleinkunn: 7,3 Framleiðandi: Freyja Þóra: „Fullkomið egg fyrir lakkrísfíkla.“ Völundur: „Lakkrísegg. Minna af lakkrís en bragðbetra en hitt lakkríseggið.“ Axel: „Minna af lakkrís en í hinu en það skaðar ekkert. Góður lakkrís og súkkulaðið með ágætis bragð.“ Nanna: „Gott af lakkríseggi að vera. Súkkulaðið bragðgott.“ Hvað segja börnin Ísabella: „Vont, í miðju.“ Guðrún Ólafía: „Allt í lagi.“ Lúkas: „Mmmm, þetta er mjög gott.“ Daníel Elí: „Liverpool gott.“ Þórdís Anna: „Frekar gott með lakkrís.“ Eva: „Gott.“ Sólon: „Namm, má ég fá meira.“ 2 Konfektegg Meðaleinkunn: 7,4 Framleiðandi: Nói Síríus Þóra: „Stórt venjulegt Nóa egg, held ég. Klikkar ekki.“ Völundur: „Fínasta egg. Vinnur á. Smá kara- mellufílingur.“ Axel: „Bragðlítið í byrjun en gott eftirbragð sem situr eftir.“ Nanna: „Gamaldags og gott. Ekta páskaegg.“ Hvað segja börnin Ísabella: „Gott, flott og stórt.“ Guðrún Ólafía: „Allt í lagi.“ Lúkas: „Þetta er mjög gott. Súkkulað- isæla.“ Daníel Elí: „Ég mundi borða allt eggið.“ Þórdís Anna: „Gott.“ Eva: „Gott.“ Sólon: „Þetta er best, ekki borða það allt. Ég ætla að klára það á eftir.“ n Velja önnur egg en fullorðna fólkið „Lakkaðu á þér neglurnar hvað þetta er gott páskaegg“ „Betra er að róa en að reka undan“ „Sínum augum lítur hver á silfrið“ „Stofnaðu sértrúarsöfnuð hvað þetta er gott páskaegg“ „Þangað kemur kötturinn sem honum er klórað“ „Eldmóðurinn kemur hjólum hugmyndaflugsins í gang“ „Grillaðu hamstur hvað þetta er gott páskaegg“ „Holdið er torvelt að temja“ Dómnefndin Axel, Þóra, Völundur og Nanna völdu besta páskaeggið MyNDir SiGtryGGur Ari Barnadómnefndin Þessi fengu það ábyrgðarmikla hlutverk að dæma páskaeggin í ár. 7,6 7,4 7,3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.