Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Page 18
18 Lífsstíll 20. mars 2013 Miðvikudagur Þórunn Högna og Arnar Gauti í eina sæng á ný n Ómetanleg áratugalöng vinátta sem ekkert bítur á Þ órunn Högnadóttir og Arnar Gauti Sverrisson hafa ákveðið að fara í samstarf á ný eftir nokkurt hlé. Þau unnu saman að þættinum Innlit Útlit sem var sýndur á Skjá Einum við frábærar undirtektir. Arnar hefur söðlað um og sagði starfi sínu lausu hjá Elite Fashion Academy Reykjavík á dögun- um, en hann hefur starfað við tísku og stíliseringu síðastliðin 20 ár. Þórunn er þekkt fyrir að vera mikill fagurkeri og hefur hannað mörg heimili og gert upp gömul húsgögn og muni á fal- legan hátt. Vinir í 20 ár „Við Arnar erum búin að vera vinir í 20 ár, við kynntumst þegar hann vann í Hans í Kringlunni og ég vann í Sautján. Sam- starfið í Innlit Útlit stóð yfir í fimm ár og var einn skemmtilegasti tími sem ég man eftir,“segir Þórunn um vinskap þeirra Arnars. Fékk verðlaun fyrir ljósmynd ársins „Ég á til dæmis tímarits- mynd ársins að mati Blaðaljósmyndarafélagi Íslands og tímaritsmynd ársins 2012 og 2013 með Kristni Magnússyni, ég og hann höf- um náð alveg ótrúlega vel saman og gert flotta hluti saman, en við skut- um einnig forsíðuna af Jóni Ólafssyni og Jóhannesi kenndum við Bónus og vöktu þær mikla athygli og var fjallað um þær í öðrum fréttamiðlum. Svo hef ég aðvitað komið að ótal tísku- þáttum,“ segir Arnar um reynslu sína af fjölmiðlastarfi í gegnum tíðina. Nýhættur hjá Elite Hvernig kom til að þið tókuð þá ákvörðun að hefja samstarf aftur? „Arnar var nýhættur hjá Elite og ég var nýbúin að stofna mitt eig- ið veftímarit og út frá því fórum við að spjalla um hvort við gætum ekki gert eitthvað skemmtilegt saman. Og núna erum við á fullu að undirbúa nýtt og ferskt tísku- og lífsstílstímarit ásamt því að vinna að Home Magazine sem kemur út á næstu dög- um,“ segir Þórunn. Hvernig veftímarit verður þetta? „My Magazine mun fjalla um allt sem tengist tísku, lífsstíl, menningu og allt þar á milli, en við munum taka púlsinn á öllu því frábæra sem er að gerast hér á landi sem og úti í heimi.“ Á ekki Crocs-skó Hvaða hönnunarhlut mynduð þið helst af öllu vilja eignast? ÞH: „Mig hefur lengi dreymt um að eignast koníaksbrúnan svan eft- ir Arne Jacobsen og svartan Eames „Lounge“-stól. Vona að það stytt- ist í að ég geti fjárfest í þessum gersemum.“ AG: „Mig hefur alltaf langað til að eignast „Lounge“-stól eftir Charles og Ray Eames, hann er ótrúlega flottur og er draumurinn.“ Verður aðaláherslan á hátísku- vörur í rándýra kantinum eða fær al- menningur að fljóta með? „Við komum til með að sýna það sem hönnuðir úti í heimi eru að gera, en færum það örugglega yfir í klæðn- að og stíl sem við á Íslandi erum mest að spá í dags daglega, það verður mjög flottur hópur sem mun vinna að þessu veftímariti með okkur,“ segir Arnar. Eruð þið alltaf óaðfinnanleg til fara eða laumist þið stundum í Crocs (gúmmískór) og flís? ÞH: „Ég elska föt og skó og allt þar á milli, þannig að ég reyni eftir bestu getu að líta vel út á hverjum degi, og hef gaman af. En það fyrsta sem ég geri þegar ég kem heim í lok dags, er að fara í heimafötin mín, sem eru mjög þægileg, og inniskóna mína sem eru reyndar ekki Crocs en flís hef ég ekki farið í í mörg ár.“ AG: „Ég tel mig vera alltaf frekar vel til fara, en það tekur mig ekki langan tíma að ákveða í hverju ég ætla að vera. Ég er bara alltaf með þetta og myndi ekki velja mér Crocs og flís dags daglega þó svo að mér finnist ekkert að því að aðrir kjósi þann stíl.“ Þórunn, nú birtir þú reglulega á Facebook dásemdarrétti sem fá okkur margar til að virðast fáránlega ómerkilegar í eldhúsinu. Eru þetta stolnar myndir af netinu eða eldar þú í alvöru svona flottan mat á hverjum degi? „Eldamennska er orðin ástríða hjá mér, ég get verið í eldhúsinu í marga tíma á dag að undirbúa matinn. Og nei, þetta eru ekki stolnar myndir af netinu – mínar myndir og ég er bara stolt af þeim.“ Myndi aldrei fara í heilgalla Arnar, ert þú til fyrirmyndar í eldhús- inu? „Já, ég er einstaklega duglegur í eldhúsinu og þá sérstaklega í ítölsk- um mat, en ég fæ líka ómetanlega aðstoð í eldhúsinu frá ungunum mínum, París og Kiljan Gauta.“ Hverju á alls ekki að klæðast kom- andi sumar? „Það sem ég ætla að mæla með er að draga úr dökkum fatnaði, og klæð- ast ljósum og björtum litum. Það sem er svo gaman við tískuna er að það er einhvern veginn allt í tísku, það fer bara eftir því hvernig maður setur það saman. Ég hlakka til að fara í nota Converse-skóna mína, Please- gallabuxurnar mínar og alla lituðu jakkana mína,“ segir Þórunn. Í hverju mynduð þið aldrei láta sjá ykkur? ÞH: „Flísgalla og Crocs.“ AG: „Ég held að ég verði að segja kuldagalla, svona heilgalla, það færi mér alveg einstaklega illa. Það væri eins og ég væri að klæðast ferðagufu- baði, ég er svo nettur líkamlega að upp úr stæði bara lítill haus.“ Stefnið þið á heimsyfirráð með samstarfi ykkar? „Já, engin spurning við ætlum alla leið saman og höfum mikla trú á okkur sem teymi,“ segir Þórunn að lokum. n iris@dv.is Svanurinn Þórunni langar mest í stól úr hönnun Arne Jacobsen. Fagurkeri Arnar hefur starfað við tísku yfir 20 ár. Fagmaður Þórunn hefur starfað við fjölmiðla um langt skeið. Fallegt Home Magazine er með fjölda skemmtilegra hugmynda fyrir páskana í mat og skreytingu. Reffilegur Eitt af verkum Arnars en ljósmyndina tók Kristinn Magnússon. Vatnskóngurinn Arnar stíliseraði þessa mynd af Jóni Ólafs. Draumurinn Arnar langar til að eignast Eames „Lounge“-stólinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.