Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Page 22
22 Menning 20. mars 2013 Miðvikudagur Kemur virkilega á óvart É g er búinn að vera með þeim í rétt rúmt ár núna og á þeim tíma höfum við verið að byggja upp hljómsveitina í London, segir trommarinn Egill Örn Rafnsson sem kemur með bresku sveitina Fears til Íslands nú um pásk­ ana. Hljómsveitin mun leika á tón­ leikum á Gauknum og Ellefunni áður en hún heldur vestur á firði þar sem hún mun leika á ísfirsku tónlistar­ hátíðinni Aldrei fór ég suður. Sveitin sendi frá sér sína fyrstu EP­plötu í febrúar í samstarfi við út­ gáfufyrirtækið Youth Hymns og ráð­ gerir aðra slíka á þessu ári. Lögin tvö sem nú eru komin út heita Easy To Break og Contrast Crow. Með Agli í sveitinni eru þeir Jonny Cole, Ric Gingell og Tom Haddow en þeir höfðu leitað lengi að trommari þar til þeir fundu Egil. Fjórhjólaslys setti strik í reikninginn Egill flutti London fyrir um einu og hálfu ári til að starfa sem trommari en lenti í því að axlarbrotna í fjór­ hjólaslysi mánuði áður en hann flutti út á meðan hann starfaði sem leið­ sögumaður. Þegar hann var loksins farinn að geta trommað á ný var ver­ kefnið sem hann hafði ætlað sér að vera með í úti í London búið. Þá voru góð ráð dýr en það var einmitt á þeim tímapunkti sem Crispin Vaughn Thomas hafði samband við Egil og bað hann um að mæta í prufu fyrir hljómsveitina Fears. Crispin þessi er sonur upptöku­ stjórans Ken Thomas sem hefur starfað með íslensku sveitunum Mínus og Sign en Egill var trommari hljómsveitarinnar Sign hér áður fyrr. „Hann var búinn að tala um mig við strákana löngu áður en vissi ekki að ég var að flytja til London, en um leið og hann frétti það hringdi hann í mig. Mér var strax boðið að vera með og hófust þá æfingar og svo í fram­ haldi af því upptökur með Jolyon Thomas, sem er bróðir Crispins og sonur Ken Thomas. Jolyon var þá ný­ búinn að vinna með böndum eins og M83 og Daughter,“ segir Egill. Stefnan sett á Ísland Líkt og fyrr segir er Egill nú á leiðinni til Íslands með hljómsveitina Fears. „Við erum búnir að vera að tala um að fara til Íslands í langan tíma, en Aldrei fór ég suður fannst okkur vera hin besta afsökun fyrir að koma. Ég hef sýnt þeim myndir og vídeó frá há­ tíðinni og þeir eru jafnvel spenntari en ég,“ segir Egill en hátíðin fer fram um páskana á Ísafirði, nánar tiltekið á föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páskadag. Þetta verður í tíunda skiptið sem hátíðin fer fram en gestir hennar geta þar hlýtt á hljómsveitina Fears og fjölda annarra í skemmunni í Grænagarði á Ísafirði. Fyrir þá sem ekki ætla sér vestur þá mun hljómsveitin leika á tvenn­ um tónleikum í Reykjavík. Þeir fyrri verða á 22. mars á Bar 11 en þeir seinni á Gauknum. Framundan hjá sveitinni er svo mikið tónleikahald í og í kringum London. n „Þeir eru jafnvel spenntari en ég“ n Egill Rafnsson með Fears til Íslands n Spila á Aldrei fór ég suður Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is „Aldrei fór ég suður fannst okkur vera hin besta afsökun fyrir að koma Koma til Íslands Hljóm- sveitin Fears leikur á ísfirsku tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páska. Páska- myndin í ár Páskamyndin í ár er glettin gaman­ mynd í leikstjórn Ágústs Guð­ mundssonar. Myndin er stjörnum prýdd en með aðalhlutverk fara Gísli Örn Garðarsson, Ilmur Krist­ jánsdóttir, Nína Filippusdóttir, Þór­ hallur Sigurðsson, Elva Ósk Ólafs­ dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Halldóra Geirharðsdóttir. Myndin verður frumsýnd rétt fyrir páska, 29. mars, og segir af vandræðum Ófeigs, sem gengur aftur til þess að skipta sér af lífi dóttur sinnar. Vantar fleiri kvenhlutverk Kvenpersónur eru í miklum minni­ hluta í vinsælum hreyfimyndum frá Disney og Pixar. Að því komst Maríanna Clara Lúthersdóttir þegar hún skrifaði meistararitgerð um efnið við Háskóla Íslands. Maríanna kynnti niðurstöður sínar í síðustu viku og benti þá á að því meira sem litlar stelpur horfi á barnaefni í sjónvarpi og kvikmynd­ um, því minni trú fái þær á fram­ tíðarmöguleika sína og því meira sem litlir drengir horfi á slíkt efni, því minni trú fái þeir á getu stúlkna. Ilmur Kristjánsdóttir leikkona deildi verkefni Maríönnu á Face­ book­síðu sinni og sagði við það tilefni að hún hefði oft kvartað við handritshöfunda Sveppa­mynd­ anna yfir hlut kvenna í myndum þeirra. „Þar mættu vera stærri og þýðingarmeiri hlutverk. Hins vegar eru þeir samt oft mjög femínískir í afstöðu sinni til kvenna. Stelpurnar sem þeir eru skotnir í eru klárar, kraftmiklar og bjóða þeim birginn, þ.e. þau eru jafningjar. Og ég er alls ekki sammála að þetta sé drasl, það eru ekki margir sem hafa verið jafn dedikeraðir í gerð barnaefnis og þeir – og þeir hvetja til ævintýra og velta upp skemmtilegum spurning­ um,“ sagði Ilmur. Ræða um ömmu sína Systurnar Auður og Rannveig Jónsdætur ætla að segja frá Auði Sveinsdóttur, ömmu sinni, í stofu­ spjalli á Gljúfrasteini fimmtudags­ kvöldið 21. mars kl. 20.30. Guðrún Pétursdóttir, formaður Vinafélags Gljúfrasteins, mun bjóða gesti velkomna og Jórunn Sigurðardóttir verður í hlutverki spyrils og umræðustjóra. Að­ gangseyrir er enginn og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. H ermann Jóhannesson hefur gefið frá sér sína fyrstu skáld­ sögu sem hann kallar Olnboga­ vík. Höfundurinn sjálfur kom með bókina sjálfur til ritstjórnar DV til yfirlestrar volga úr prentsmiðjunni og gefur út á eigin vegum. Sagan fjallar um ungan, bældan og rótlausan endurskoðanda sem rekur að Olnbogavík þar sem hann tekur að sér verkefni fyrir frænda sinn. Honum er falið að skoða bókhald kaupfélags víkurinnar. Kaupfélagið drottnar yfir bænum og því tengist ýmis smárekstur og þegar endurskoðandann unga ber að er reksturinn í kaldakolum. Fljótlega kemur í ljós að í Olnboga­ vík hefur margt misfarist í bæjarlífinu. Þar virðist einn skúrkur tróna yfir bæj­ arfélaginu og hafa íbúa í greipum sér. Eftirminnileg söguhetja Endurskoðandinn ungi fær inni hjá drykkfelldum presti með mikla ástríðu fyrir matreiðslu. Presturinn, séra Gunnar, er einstaklega vel heppnuð og eftirminnileg söguhetja og þeir kaflar þar sem hann fer á flug, annaðhvort í hamslausri drykkju, heimilisstörfum eða tilraunamennsku sinni í eldhús­ inu, eru hnyttnir og skemmtilegir. Saman við glæpasöguna tvinnast aðrir þræðir. Endurskoðandinn er óviss um uppruna sinn og af óvissunni stafar rótleysi hans og tilfinningadoði. Hæg framvinda Lesandanum verður fljótt ljóst að svör um upprunann er að finna í Olnboga­ vík. Um leið og svörin um bókhalds­ svikin og óleysta glæpi færast nær, fær­ ist endurskoðandinn nær eigin sjálfi. Framvindan er hæg og meira lagt upp úr mannlýsingum og lýsingum á innra sálarlífi en því að halda lesand­ anum föstum við gátur. Bókin er skrif­ uð í fallegum stíl, ögn hátíðlegum en um leið viðkunnanlegum og með fal­ legum hrynjanda. Mannlýsingar eru sterkar og lifandi og höfundur gefur sér nægan tíma til að byggja upp nánd við persónur sögunnar svo þær standa lesanda nærri í lok. Það sama á við um hið ímyndaða bæjarpláss, Olnbogavík, þar sem lesandinn gerir sér fljótt ljós­ lifandi grein fyrir umhverfinu. Olnbogavík kemur virkilega á óvart og ég mæli með henni. Vonandi grefst hún ekki undir í framboði forlaganna. En hún er þess virði að leita uppi í bókabúðum. n Bækur Olnbogavík Skáldsaga um glæpi, skapandi bókhald og óhefðbundna matargerðarlist Höfundur: Hermann Jóhannesson Útgefandi: Gefur út á eigin vegum 348 blaðsíður Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.