Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2013, Page 23
Fólk 23Miðvikudagur 20. mars 2013
Þ
etta er dálítið fyndið og
ég væri til í að vita hvort
hún hafi einhvern tímann
lent í þessu líka, segir Hera
Hjartardóttir söngkona.
Hera er búsett í Christchurch á
Nýja-Sjálandi og þýskur blaða-
maður sem búsettur er í bænum
tók við hana viðtal á dögunum og
birtist viðtalið í dagblaðinu FAZ -
Frankfurter Allgemeine Zeitung.
Viðtalið var afar persónulegt og
nákvæmt en blaðamaðurinn fylgdi
Heru eftir í smá tíma. Þegar við-
talið birtist var hins vegar mynd
af annarri Heru með viðtalinu,
söngkonunni Heru Björk Þórhalls-
dóttur. „Þeir hljóta bara að hafa
gúglað Hera Iceland og fengið
þessa mynd upp,“ segir Hera hlæj-
andi. „Það er greinilegt að sá sem
hefur sett viðtalið upp hefur ekki
lesið lýsingar af mér,“ segir hún
en blaðamaðurinn sem tók við-
talið er sem fyrr segir búsettur í
Christchurch líkt og Hera, og sendi
viðtalið til dagblaðsins, ásamt
myndum sem átti að birta með.
Hera segist ekki vita af hverju þetta
hafi farið svona en henni finnst
þetta nokkuð skondið. Þetta sé
ekki í fyrsta skipti sem þeim nöfn-
um sé ruglað saman. „Þetta hefur
gerst áður en það væri gaman að
vita hvort Hera Björk hafi líka lent
í þessu, ég væri mikið til í að vita
það,“ segir Hera hlæjandi.
Rífast og slást í myndbandinu
Það er nóg um að vera hjá Heru sem
hefur búið á Nýja-Sjálandi undan-
farin ár ásamt eiginmanni sín-
um Hirti Arasyni. Nýlega gaf hún
myndband við lagið Issues sem
hún gerði ásamt Jed Parsons. „Við
höfum verið að spila mikið saman
undanfarið og erum að taka upp
„live“-plötu sem kemur vonandi
út á næstunni,“ segir Hera. Í mynd-
bandinu við lagið setja þau Jed upp
sparibrosið þegar þau koma fram
að syngja og spila. En um leið og
þau eru komin baksviðs þá byrja
þau að rífast og slást. „Þetta fjallar
í raun um þessa grímu sem fólk er
alltaf að setja upp,“ segir hún. Jed
og Hera hafa spilað víða saman
og héldu meðal annars tónleika
í leynigarði ekki alls fyrir löngu.
„Það var leyndarmál hvar garður-
inn var og fyrst ætluðum við bara
að hafa 80 manns en það endaði í
200 manns.“ Hera segir tónleikana
hafa verið afar skemmtilega en
þau buðu meðal annars upp á vín,
kökur og kex innan um eldlista-
menn í fallega leynigarðinum.
Mikil samkennd eftir jarð-
skjálftana
Mikið tjón varð í bænum þar sem
þau búa eftir að stórir jarðskjálftar
riðu þar yfir árið 2011. Mikið tjón
var af skjálftunum og segir Hera að
enn megi víða sjá ummerki um þá.
„Það er enn verið að rífa niður hús
eftir skjálftana og gera við götur.
Maður er orðinn vanur þessu,“ segir
hún. Margir hafa átt um sárt að
binda eftir hörmungarnar en hún
segir samkenndina mikla í bæn-
um. Menningar- og listalíf hafi líka
blómstrað í bænum eftir skjálftana
og listamenn vinni saman að því að
búa til skemmtilega menningu og
list. „Það er mikið um að vera og svo
margir að skapa eitthvað skemmti-
legt. Það er alltaf eitthvað um að
vera úti um allan bæ,“ segir hún.
Ekki endilega á leið heim
Hera segist ekki vita hvort þau
komi á næstunni í heimsókn til
Íslands. Síðast komu Hera og
Hjörtur til Íslands sumarið 2010 og
giftu sig þá með stæl. „Við höfum
ekkert ákveðið hvenær við ætlum
að koma heim en Jed langar mikið
að koma til Íslands. Næst þegar við
komum þá langar okkur að hafa
stóran hóp með okkur og ferðast
um landið, jafnvel með einhverja
tónleika og sýningu, kannski bara
svona fjöllistahóp.“ n viktoria@dv.is
Herum
ruglað
saman„Þetta hefur gerst
áður en það væri
gaman að vita hvort
Hera Björk hafi líka lent í
þessu, ég væri mikið til í
að vita það.
Hera og Jed Þau Hera og
Jed hafa mikið spilað saman
undanfarið og stefna á að gefa
út plötu á næstunni.
Mikil samkennd Hera segir mikla sam-
kennd ríkja í Christchurch eftir jarðskjálftana
og að menningarlíf blómstri í bænum.
Viðtalið Hér má sjá viðtalið, en því fylgdi mynd af annarri íslenskri Heru. Viðtalið var
mjög persónulegt og ítarlegt.
Hera Nóg er að
gera hjá Heru
í tónlistinni.
Hún hefur mörg
járn í eldinum
og vinnur nú að
nýrri plötu.
n Þýskt blað birti mynd
af Heru Björk með viðtali
við Heru Hjartardóttur