Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 6
Vikublað 21.–23. janúar 20146 Fréttir n Björk vildi líka kaupa jörðina n Segir íslensku moldina gulls í gildi H alldór Gunnarsson, kenndur við Holt, hefur keypt jörðina Holt í Rangárvallasýslu í gegnum einkahlutafélagið Víkurdranga ehf. Félagið á Halldór ásamt eiginkonu sinni, Mar- gréti Jónsdóttur Kjerúlf, sem og hjón- unum Jóhönnu Sólveigu Þórhalls- dóttur og Guðmundi Jóni Viðarssyni, betur þekktum sem Guðmundur í Skálholti. Það vakti athygli í fyrra þegar Hall- dór sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum og stofnaði Flokk heimilanna, en hann hafði meðal annars starfað sem formaður fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Rangárvallasýslu. Halldór var sóknarprestur í Holti í 44 ár þar sem hann hefur jafnframt starf- að sem bóndi. Halldór staðfestir að Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona hafi einnig boðið í jörðina en tilboði hennar var hafnað. Fengu skuldir afskrifaðar „Þetta eru um 250 hektarar,“ segir Halldór í samtali við DV. Hann vill ekki gefa upp hvað þau hyggist gera við jörðina en bendir á að landareign- ir séu það verðmætasta sem fyrirfinn- ist á Íslandi í dag. „Við trúum á það að land sé það dýrmætasta sem við eig- um á Íslandi í dag.“ Eigendur Víkurdranga áttu og ráku hótelið Lunda í Vík þar til nú um ára- mótin þegar þeir seldu hótelið. Hall- dór staðfestir að ágóðinn af sölunni hafi runnið upp í kaup Holts. Heim- ildir DV herma að félagið sem rak hót- elið hafi fengið þónokkrar afskriftir á skuldum í kjölfar bankahrunsins en Halldór gerir lítið úr því. „Við feng- um ekkert afskrifað nema bara þegar hrunið varð, þá fengum við ákveðinn hluta, rétt eins og fólk sem tók gengis- lán á sínum tíma.“ Gekk inn í tilboð Bjarkar „Í dag er hektarinn seldur á í kring- um 300 þúsund krónur en úti í heimi kostar hann frá þremur og upp í fimm milljónir,“ segir Halldór sem er á því að fjárfesting í landareignum á Ís- landi sé það skynsamlegasta sem menn geti gert við peningana sína í dag. Þá hefur hann mikla trú á íslensku moldinni. „ Moldin á Íslandi er allri mold dýrmætari. Ef þú ferð með klístraða mold út í heim þá sérðu á augabragði hvaða tækifæri íslenska moldin, ís- lenska jörðin og íslenska landið hefur upp á að bjóða.“ Halldór vill ekkert upplýsa hversu mikið hann greiddi fyrir jörðina en segist hafa fengið að ganga inn í tilboð Bjarkar þar sem hann hafi verið ábú- andi í Holti í 46 ár. Heimildir DV herma að Björk hafi boðið um sextíu milljón- ir króna. Halldór segir að það geti ver- ið nærri lagi. „Ekki fékk maður hana ódýrari en Björk ef að þetta er rétt.“ Ágreiningur innan Flokks heimilanna Eins og fram kom hér að framan stofnaði Halldór Flokk heimilanna í mars 2013. Átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar sameinuðust undir merkjum flokksins, þar á með- al framboð þeirra Péturs Gunnlaugs- sonar og Arnþrúðar Karlsdóttur, sem kennd hafa verið við Útvarp Sögu. Eins og DV greindi frá í desember síðastliðnum ríkir ágreiningur innan flokksins um það hver hin raunveru- lega stjórn hans sé. Ríkissaksóknari mun á næstunni úrskurða um það hver stjórnin er en þetta skiptir veru- legu máli enda er það svo að sá sem heldur um stjórnartaumanna mun fara með talsverða fjármuni sem flokkurinn á að fá frá ríkissjóði á næsta ári vegna alþingiskosninganna síðast- liðið vor. Aðspurður út í þessar deilur seg- ir Halldór: „Jú, það var einhver misskilningur hjá ungu fólki sem taldi að Flokkur heimilanna héti Lýðveldis- flokkurinn en það er búið að leiðrétta það.“ n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is N emendum í grunnskólum Reykjavíkur líður almennt vel, áhugi þeirra á náms- greinum í grunnskóla er mikill og þeir eru ofar- lega á listum hvað varðar ánægju af lestri og náttúrufræði. Áhugi þeirra á stærðfræði hefur að auki auk- ist. Þetta kemur fram í Skólapúlsin- um, en allir nemendur í 6.–10. bekk hafa í gegnum Skólapúlsinn svarað spurningum um námsáhuga, stuðn- ing og samskipti við kennara, tengsl við nemendahópinn og um almenna líðan. Þannig er unnt að mæla sveifl- ur milli mánaða og árstíma í nem- endahópnum og greina mun eftir kynjum og aldri nemenda. Þess- ar niðurstöður komu fram í svörum nemenda á haustönn. Þeir eru að auki jákvæðari í garð kennara sinna, en í upphafi mæl- inga. Mælingar á líðan og sjálfs- mynd komu einnig vel út hjá grunn- skólabörnum í Reykjavík. Marktækt færri nemendur í Reykjavík segjast hafa orðið fyrir einelti á síðastliðn- um 12 mánuðum en annars stað- ar á landinu. Átta af hverjum tíu nemendum segjast upplifa gleði og brosa eða hlæja nær daglega en þó má benda á að um 12–15% nem- enda upplifa reglulega streitu, reiði eða hafa áhyggjur af einhverju sem tengist þeirra daglega lífi. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru þessar niður- stöður nýttar til þess að hver skóli geti fylgst með líðan og virkni nem- enda, við sjálfsmat og stefnumótun. Þessar niðurstöður munu vera skoð- aðar reglulega af skóla- og frístunda- ráði. Þetta er önnur könnunin sem kemur svo vel út í Reykjavík. Á vor- önn í fyrra kom í ljós í könnun Rann- sókna og greininga að níu af hverjum tíu nemendum leið yfirleitt vel í skól- anum og mikill meirihluti þeirra átti marga vini. n astasigrun@dv.is Börnunum líður vel Marktækt færri segjast verða fyrir einelti í Reykjavík Líður vel Börnum líður almennt ágætlega í grunnskólum Reykjavíkur. Útgerðar- menn mjólka Selbakki ehf., félag í eigu Skinneyjar-Þinganess hefur keypt kúabúið Flatey í Austur- Skaftafelsssýslu. Kaupverðið er talið liggja á milli 400 til 500 milljóna króna. Flatey er eitt stærsta kúabú landsins. Þar er einnig rekin graskögglaverk- smiðja og ferðaþjónusta. Flatey var ein af þeim 45 jörð- um og eignum á þeim sem voru í eigu félagsins Lífsvals. Í fyrra var greint frá því að Landsbank- inn hefði tekið yfir Lífsval og far- ið fram á nauðungarsölu á fjór- um jörðum í eigu félagsins. Þess má geta að eigendur Lífsvals voru þeir Guðmundur A. Birgis- son, kenndur við Núpa, og Ólaf- ur Wernersson. Viðskiptablaðið greindi frá þessu. Halldór fékk Holt „ Moldin á Íslandi er allri mold dýrmætari Eignast Holt Halldór í Holti hefur eignast jörðina Holt eftir að hafa búið þar í 46 ár. Tilboð Heimildir DV herma að Björk hafi boðið 60 milljónir króna. Rannsókn á 101 á lokastigi Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur enn meint harðræði starfsmanna á 101 leikskóla til rannsóknar. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Mbl.is að rannsóknin sé á lokastigi. Málið kom upp eftir að sumarstarfs- menn á leikskólanum leituðu til Barnaverndarnefndar Reykja- víkur en starfsmennirnir höfðu tekið upp myndskeið í leyni á vinnutíma þar sem annað starfsfólk sást beita ómálga börn harðræði. Í lokabréfi Barna- verndar til foreldra barna á leik- skólanum kom fram að sann- að þótti að börnin höfðu verið beitt harðræði og að annmarkar hefðu verið á starfseminni. 101 leikskóla, sem var ungbarna- leikskóli, var lokað í kjölfar þess að málið kom upp. Börnin á leikskólanum voru á aldrinum níu til átján mánaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.