Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 20 Umræða Vikublað 21.–23. janúar 2014 Við höfum fengið nóg Símtal frá ráðherra Þórkatla Haraldsdóttir og Sandra Ósk Guðlaugsdóttir segja einelti stríð á hendur. – DV Vegið að John Grant Mogginn hefur smám saman ver- ið að færa sig upp á skaftið með tvíbentum fréttaflutningi og þá sérstaklega á netinu. Marga rak í rogastans í síðustu viku þegar sett var í fyrirsögn að „John Gr- ant“ hefði ráðist á eiginkonu sína með byssu að vopni. Nafnið er að sjálfsögðu algengt úti í heimi en Íslendingar þekkja fyrst og fremst tónlistarmanninn heimsþekkta, John Grant, sem býr á Íslandi og auðgar tónlistarmenningu þjóðarinnar. Fréttin var gríðar- lega mikið lesin en þegar leið á daginn skammaðist ritstjórnin sín og tók nafnið úr fyrirsögninni. Vanstilltur bæjarstjóri Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafði lengi vel sýnt stillingu og ró í glímu sinni við samherja sinn, Gunnar Birgisson, sem hefur reynst óþægur ljár í þúfu inni í bæjarstjórn- armeirihlutanum. Ármann felldi Gunnar á sínum tíma og víst er að það er geymt en ekki gleymt. Síðasta uppá- koman, þegar Gunnar myndaði nýjan meirihluta um milljarða- kaup bæjarins á húsnæði, er sú alvarlegasta. Vanstilling Ármanns sem er ævareiður er vísbending um alvöru málsins. Nú er aðeins spurt hvort málið verði pólitískur banabiti Ármanns eða hann nái vopnum sínum að nýju. Davíð vill uppreist Harðkjarni stuðningsmanna Davíðs Oddssonar telur nauðsyn- legt að leiðtoginn gamli fá upp- reist æru eftir að honum var fleygt út úr Seðlabank- anum og hann niðurlægður. Hugmyndin var sú upphaflega að Bjarni Benedikts- son formaður myndi gera hann að formanni bankaráðs Seðla- bankans en það þótti of gróft. Nú er þrýst á Bjarna að koma Davíð inn í Landsvirkjun sem stjórnar- formanni og skapa þannig sátt. Bjarni hefur fram að þessu ekki gefið sig. Ekki þjóðin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og félagar hans eru á harðahlaupum frá loforð- um sínum um að þjóðin fengi að ráða því hvort haldið yrði áfram viðræðum við ESB um aðild. Fyrir kosningar töluðu allir skýrt en nú lýsa framsóknarmenn því hver um annan þveran að það þurfi ekki kjósa vegna þess að báðir flokkar séu andvígir að- ildinni. Nú síðast steig Ásmundur Einar Daðason fram og lýsti áhuga á því að þjóðin yrði sniðgengin og Framsókn fengi að ráða. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari H anna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra er kom- in upp að vegg vegna leka á trúnaðargögnum um flótta- mennina Tony Omos og Eve lyn Glory Joseph sem átti sér stað í nóvember í fyrra. Um er að ræða minnisblað varðandi flóttamenn sem sent var tveimur fjölmiðlum sam- tímis. Yfirskrift sendingarinnar var „Minnisblað varðandi Tony Omos“. Lekinn átti sér stað í aðdraganda mótmæla sem boðuð höfðu verið við innanríkisráðuneytið vegna þess að Tony Omos hafði verið vísað úr landi. DV sagði frá þessu 18. nóvember og í framhaldinu var trúnaðargögnum ráðuneytisins lekið. Ráðherrann og aðstoðarmenn hans hafa farið undan í flæmingi í málinu og gjarnan reynt að beina sjónum annað þegar spurt er um ábyrgð eða gjörðir. Þannig benti Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu og fyrrverandi blaða- maður Viðskiptablaðsins, á emb- ættismenn í innanríkisráðuneytinu og taldi hugsanlegt að þeir hefðu tekið niður punkta og lekið á sama tíma til Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins. Þegar DV gekk eftir svör- um varð aðstoðarmaðurinn tvísaga. Ráðherrann sjálfur benti á aðila utan ráðuneytisins sem hugsanlega söku- dólga. Á meðal þeirra er Rauði kross- inn. Það er vandséð hvaða ávinn- ing eða ástæðu Rauði krossinn gæti haft af því að leka trúnaðargögnum um smælingja. Þá verður ekki séð að embættismenn ráðuneytisins tækju þá áhættu að missa starf sitt og æru með slíku trúnaðarbroti. Embættis- mennirnir, sem aðstoðarmað- urinn benti á á sínum tíma, höfðu ekki ástæðu til lekans. Þeim mátti standa á sama um mótmælin sem áttu að veita pólitískan þrýsting. Það er í raun sama hvern- ig málinu er velt upp. Að- eins ráðherrann gat grætt á því að sverta og koma höggi á flóttafólkið. Ekki er hægt að fullyrða að Hanna Birna sjálf hafi vitað um lekann. Allt eins getur verið að aðstoðarmenn hennar hafi ákveðið að létta henni lund með því að koma gögnunum út. En þessu er ósvarað þótt lík- urnar séu yfirgnæfandi á því að þarna liggi lekinn. Viðbrögð ráðherrans í kjölfar frétta af málinu hafa einkennst af heift. Blaðamenn DV hafa mátt sæta aðför þar sem heiðarleiki þeirra er vé- fengdur. Reynt hefur ver- ið að trufla störf þeirra með öllum tiltæk- um ráðum. Síðasta og alvarlegasta árásin á hendur þeim átti sér stað í morgun- útvarpi Rásar 2 þegar annar hinna grunuðu að- stoðarmanna, Þórey Vilhjálmsdóttir, sagði að umfjöllun DV væri rógsherferð og lagt væri upp með að koma höggi á ráðherrann. Og þegar Þórey var í einka- samtali krafin um afsök- unarbeiðni lak hún því og sagði að sér væri hótað með því að það ætti að fara í sig. Og eins og gjarn- an gerist með leka hinna óráðvöndu var aðeins vitnað í hluta einkasam- talsins. Þórey sá ekki ástæðu til þess að geta þess að „hótunin“ var í sama símtali skilgreind í þá veru að henni yrði mætt opinberlega vegna óhróð- urs í garð allra þeirra sem starfa á DV. Það verður að líta þannig á að með því að vitna í einkasam- tal hafi ráðherrann og aðstoðarmenn hans aflétt trúnaði af öll- um slíkum sam- skiptum. Í því samhengi er rétt að benda á að þetta er einung- is eitt margra samtala sem ritstjóri DV hef- ur átt við ráð- herrann og aðstoðar- menn hans. Samtölin hafa verið að frumkvæði ráðherra og aðstoðar- manna hans. Og það var engin leið að misskilja þær ógnanir og þann óhróður sem þetta fólk hafði uppi gagnvart þeim tveimur blaðamönn- um sem skrifað hafa um málið og leitað svara allar götur síðan það kom fyrst upp. Krafa ráðherrans var alveg skýr. Það átti að stöðva blaðamenn- ina sem hún sagði láta stjórnast af annarlegum sjónarmiðum. Og menn skyldu íhuga að brýningin og róg- urinn kom frá æðsta manni dóms- mála á Íslandi. Það er eftirtektarvert að Hanna Birna treysti sér ekki til að svara ítrekuðum fyrirspurnum blaða- mannanna beint en kaus að reyna að komast aftan að þeim. Þegar það dugði ekki var ákveðið að sverta fjöl- miðilinn með því að gera ráðherrann að fórnarlambi lekamálsins. Og út- spil aðstoðarmannsins eftir símtal- ið fræga var að lýsa því hversu mik- ið fórnarlamb hann væri að fá á sig svokallaðar hótanir. Og ráðherr- ann bætti úr með því að upplýsa á Facebook að hann hefði aldrei orðið fyrir öðrum eins árásum. Fórnarlömbin í lekamálinu voru sem sagt þeir sem helst eru grunaðir um að hafa gefið flóttafólkinu hin þungu högg. Það var búið að snúa Faðirvor- inu upp á skrattann. Að sjálfsögðu fengu blaða- mennirnir frið til að vinna sín störf sem þeir hafa sinnt af heil- indum. Þeirra hlutverk er aðeins að draga fram sannleikann um það hvað gerðist í ráðuneytinu eða ná- grenni þess þegar ákveðið var að koma höggi á heimilislausa og ör- snauða flóttamenn með því að draga upp og dreifa skipulega ósönnuðum ávirðingum um aðild að mansali. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem fyrir rúmu ári þótti einn af fram- bærilegustu stjórnmálamönnum Ís- lands. Þetta nýjasta lekamál er ekki það fyrsta á hennar ferli. Hún ligg- ur undir því ámæli að hafa ástundað pólitísk undirmál í því skyni að koma höggi á skoðanabræður og -systur. Þar er nærtækt að minnast atlögu sem gerð var að Bjarna Benedikts- syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á lokametrum kosningabaráttunnar í vor. Hanna Birna sór af sér aðildina en lýsti þó ekki stuðningi við formann sinn fyrr en útséð var um að hann stæði af sér málið sem átti rót í skoð- anakönnun sem Viðskiptablaðið birti um yfirgnæfandi stuðning við Hönnu Birnu í stól formanns. Þá fyrst steig hún fram og sagðist styðja þann sem flestir héldu að hún ætlaði að hrinda fram af brúninni. Hanna Birna sór að hafa ekki vitað af könnuninni eða áformum um birtingu. Gott og vel. Núverandi aðstoðarmaður hennar, Gísl Freyr, starfaði á þessum tíma á Viðskiptablaðinu. Og þetta var ekki fyrsta könnunin, hagfelld Hönnu, sem unnin var í kyrrþey og lekið. Lekamál Hönnu Birnu er nú til skoðunar ríkissaksóknara og lögreglu eftir að ráðherrann og starfsfólk ráðu- neytisins hans var kært fyrir hönd þeirra sem þurftu að þola að trún- aðargögn um þau rötuðu inn á tvær stærstu ritstjórnir landsins. Þangað til málið verður upplýst liggja emb- ættismenn innanríkisráðuneytisins undir grun rétt eins og strangheiðar- legir starfsmenn Rauða krossins. Vonandi tekst að upplýsa hvað það var sem gerðist. Þótt leki sé oft af hinu góða gerist það varla viðbjóðslegra en þegar stjórnvöld reyna að koma höggi á smælingja með því að læða út trún- aðargögnum. Sá verknaður kallar á uppgjör og afsagnir. n „Það átti að stöðva blaðamennina Þetta hefur versnað eftir að ég eignaðist börnin Hildur Eir Bolladóttir um áráttu- og þráhyggjuröskun sína. – DV Þetta var aðeins erfiðara en þetta átti að verða Guðjón Valur eftir leik Íslands og Makedóníu. – RÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.