Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 22
22 Umræða Vikublað 21.–23. janúar 2014 Glöggur Ólafur Stefánsson Þ jóðhetja og fyrrverandi hand­ boltafyrirliði, Ólafur Stefáns­ son, sat á bekknum hjá Gísla Marteini um helgina. Ummæli hans um að þeir væru ófrjálsastir sem ekki skilja að þeir eru ófrjáls­ ir, vakti athygli mína. Ólafur talaði um ágætlega meinandi stjórnmála­ menn sem gerðu lítið fyrir fólkið, ekki vegna illgirni heldur kerfisgalla. Þessi kerfisgalli mótaði athafnir þeirra sem að minnstum hluta væru í þágu fólksins og þar sem stjórnmála­ menn unnvörpum væru samdauna kerfinu væru þeir manna ólíkleg­ astir til lagfæringar. Við hlið hans sat einmitt stjórnmálamaður og þó ekki aðskildu þá nema nokkrir sentímetr­ ar virtist það óravegur í orðanna ljósi. Annar greinandinn, hinn gallinn. Valdið á Íslandi talar gjarnan fyrir frelsi, lýðræði og aðgerðum í þágu fólks­ ins. Árangursmatið er í höndum þess sjálfs og þó fólki sé hleypt í kjörklef­ ana á fjögurra ára fresti er matseðillinn sem þar býðst ekki samsettur af kjósend­ um heldur stjórnmálamönnun­ um sjálfum. Og gangi valdhafar fram af fólki einhvern tíma á milli kosninga eru engin ráð önnur en að safna undirskriftum, bera undir einn mann og una hans úrskurði. Sá úrskurður er ráðandi um það hvort landsmenn fái að gera upp málið í þjóðarat­ kvæðagreiðslu eða ekki. En þessi tvö verkfæri, persónu­ kjör og beint lýðræði, gætu lappað verulega upp á hið forstokkaða fulltrúalýðræði sem Ólafur Stefánsson var að gagnrýna. Enda hlutu bæði þessi atriði brautargengi hjá þjóðinni í þjóðaratkvæða­ greiðslu haustið 2012. Það, að fulltrúalýðræðið virti síð­ an atkvæðagreiðsluna að vettugi, geirneglir greiningu Ólafs. n Ekki sérsniðið — samt sérsniðið! Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni Kjallari Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR Þ að er ekki búið að þrífa eft­ ir síðustu veisluhöld þegar ballið er byrjað aftur. Æla er upp um alla veggi, allt brotið og bramlað. Samfélagið er í rúst og þráalyktin af kampavíninu og kavíarnum er megn. Þetta er það sem ég hugsaði þegar myndir birtust úr einkapar­ tíi félags sem almenningur fékk upp í hendurnar eftir hrunið og fjár­ hagslega endurskipulagði í gegnum lífeyris sjóðina, sem tóku á sig gríðar­ legt tap. Fyrst þurrkuðust hlutabréf­ in út, svo skuldabréfin að mestu og því litla sem er eftir var var skipt út fyrir ný hlutabréf, síðan fleiri keypt og síðan keypt ný skuldabréf og enn fleiri hlutabréf, enda ný kennitala á öllu saman. Lykilstjórnendur Eimskipa riðu á vaðið, haustið 2012, á fjögurra ára afmæli hrunsins og sömdu sér veg­ lega kaupauka og kaupréttarsamn­ inga sem höfðu þá gefið um 300 milljónir í aðra höndina. Samfélag­ ið fór nánast á hliðina við þær frétt­ ir og voru þessar ákvarðanir dregn­ ar til baka enda félagið í miðju útboði. Ekki hefur frést um eftir­ mála sérkjara þeirra sem stjórna á þeim bænum en ballið virðist byrj­ að víðar þar sem stjórnendur með lykla virðast á góðri leið með að blása í enn eitt sjálftökupartíið. Enn einn lúxusjeppinn og enn einn kaupréttar samningurinn er ein­ um of mikið, en eru því miður aft­ ur orðnir sjálfsagður hluti af kjör­ um þeirra sem efst eru í stiganum. Við raunverulegir eigendur þessara fyrirtækja, í gegnum lífeyrissjóðina, borgum svo brúsann ef illa fer. Þó stjórnendur Eimskipa hafi riðið á vaðið með kaupréttarsamn­ inga 2012 létu þar ekki sitt eftir liggja þegar flautað var til fyrstu alvöru veislunnar eftir hrun þar sem aðeins þeim ríkustu, valdamestu og fræg­ ustu var boðið í 100 ára afmælis­ veislu fyrirtækis sem gat ekki greitt skuldir sínar fyrir skemmstu. Ekki að ég sé bitur yfir að hafa ekki fengið boðsmiða heldur set ég spurningarmerki við það hverj­ ir borga barreikninginn? Það er ekki enn búið þrífa æluna úr síðasta partíi, eftir að lífeyrissjóðirnir af­ skrifuðu milljarða tugi hjá fyrirtæk­ inu og það er allt komið á fullt. Ekki veit ég hvað sjálftökuelítan á skil­ ið umfram sauðsvartan almúgann þegar að veisluhöldum kemur en ég setti upp STÓRT spurningarmerki við myndirnar úr partíinu og fékk ekki skilið hvernig flestir þessara einstaklinga tengdust þessu fyrir­ tæki nema kannski fyrir þær sakir að hafa greitt einhvern tíma í lífeyris­ sjóð eins og við hin eða kannski var þetta fólk að fagna því að hafa aldrei greitt í þá lífeyrissjóði sem töpuðu á félaginu, skellihlæjandi yfir að sömu sjóðir moki nú milljörðum í sömu hít. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við og launafólki og lífeyr­ isþegum verði sýndur snefill af virðingu. Vorið 2009 skapaðist mikil um­ ræða í þjóðfélaginu um sjálftökuna og ofurlaunin. Ég hafði þá nýverið tekið sæti í stjórn VR og fékk sam­ þykkt að stjórnin, sem skipar helm­ ing stjórnarsæta í Lífeyrissjóði versl­ unarmanna, færi fram á launaþak á stjórnendur sjóðsins. Daginn eft­ ir að þetta var samþykkt sagði for­ stjóri sjóðsins upp störfum vegna breytinga á baklandi sjóðsins. Með öðrum orðum virkaði að beita kröft­ um og ítökum launafólks í lífeyris­ sjóðnum. Það var hægt að breyta einhverju í annars innmúruðu og útúrspilltu lífeyrissjóðakerfi þar sem háværasta Já­fólkið fær feitustu stöðurnar. Já, þetta er hægt og við þurfum ekki að fara í verkfall eða kröfugöng­ ur til að breyta einhverju í okkar samfélagi sem virðist vera á góðri leið að fara í sama farið og fyrir hrun, ef við fórum þá einhvern tíma úr far­ inu. Við getum hæglega stoppað af þessa þróun og komið í veg fyrir sjálftöku þeirra sem stjórna í okkar nafni, fyrir okkar peninga. Við launafólk getum auðveldlega sett fjármálakerfið í gíslingu/verkfall í gegnum lífeyrissjóðakerfið. Ég veit það af eigin raun þegar ég fékk sam­ þykkt launaþak á forstjóra Lífeyris­ sjóðs verslunarmanna, sem sagði af sér í kjölfarið. Látum ekki ala okkur á uppgjöf og aumingjaskap enn eina ferðina. Skrúfum fyrir fjárausturinn í ís­ lenskt atvinnulíf. Skrúfum fyrir bónusa og kaupréttarsamninga. Skrúfum fyrir sjálftökuna og ofur­ launin. Setjum þak á laun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem lífeyris­ sjóðirnir eiga í, sama gildir um stjórnir og stjórnendur lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingarinnar. Tökum græjurnar úr sambandi og lokum barreikningnum. Stöndum saman og látum ekki bjóða okkur þessa vitleysu lengur og krefjumst raunverulegra kjarabóta frá niður og upp, ekki öfugt.n Þegar ballið var búið „Látum ekki ala okkur á uppgjöf og aumingjaskap enn eina ferðina. Af blogginu Lýður Árnason skrifar „Menn sletta ekki skyri nema eiga nóg af því! Að fyrrverandi stjórnmálamaður skuli krefjast þess að ungur maður hætti störfum vegna einnar vanhugsaðrar setningar í hita leiksins er hámark hræsninnar. Ég þykist vita að Björn Bragi hafi lært sína lexíu og verði orðvar í framtíðinni, en ég minnist þess ekki að stjórnmálamaður hafi þurft að taka pokann sinn, sama hvaða afglöp hafi verið gerð.“ „Það á að taka mun harðar á ölvunar- og fíkniefnaakstri hér á landi heldur en gert er í dag, það myndi fara kaldur hrollur niður bakið á almenningi ef hann gerði sér grein fyrir hve mörg banaslys og alvarleg slys hafa orðið í gegnum árin sökum neysluaksturs …“ „Þeir ættu nú fyrst að taka til í bakgarðinum hjá sér áður en þeir byrja að drulla yfir okkur kynvillingana ;)“ „Þvílíkur dónaskapur hjá dyravörðum. Sigmundur Davíð fékk að hitta Obama í skóm frá sitt hvoru parinu.“ 12 15 19 18 Hálfdán Ingólfsson um ummæli Björns Braga Arnar- sonar um að íslenska hand- boltalandsliðið hafi verið eins og þýskir nasistar í sigrinum gegn Austurríki. Atli Már Jóhannsson í athugasemd við frétt þar sem greint var frá ákæru gegn Jónínu Benediktsdóttur vegna ölvunaraksturs. Hjörtur Freyr um þá stað- reynd að svívirðingar um samkynhneigða megi finna á vef Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Elín Svava Elíasdóttir í athugasemd við frétt DV sem fjallaði um fatlaða konu sem var meinaður aðgangur að Thorvaldsen vegna skóbúnaðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.