Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 21.–23. janúar 201428 Lífsstíll Flottustu skeggin Vefsíðan Mensfitness.com tók saman sinn lista yfir þá frægu karlmenn sem að hennar mati hafa flottasta skeggið. Hér fyrir neðan má sjá niðurstöðurnar. Chris Hemsworth Jake Gyllenhal Hugh Jackman Bradley Cooper Zac Efron Ryan Gosling „Ég er í eilífðarátaki“ Ásdís Rán gefur uppskrift að orkubombu É g borða yfirhöfuð alltaf hollt. Ég er í eílífðarátaki enda dugir ekk- ert annað ef maður vill hugsa vel um heilsuna og láta sér líða vel! Núna er ég að reyna vera aðeins dug- legri í grænmeti, ávöxtum og fræjum sem tekst einmitt mjög vel með svona morgun-boozt,“ segir athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir sem er líkt og margir um þessar mundir, dugleg að blanda sér heilsuþeytinga. Ásdís fær sér heilsuþeyting á hverjum ein- asta morgni. „Ég er mikill boozt- og djúsaðdáandi og var svo heppin að kynnast Nutribullet mixer-vélinni úr Kosti í byrjun janúar. Ég er búin að vera dugleg í að blanda geggjuð græn morgunboozt fyrir mig og krakkana síðan þá. Vélin er svo svakalega auð- veld og þægileg í notkun að það tekur ekki mikið meira en fimm mínútur að töfra fram einn góðan drykk fyrir fjöl- skylduna,“ segir hún. Ásdís deilir hér með lesendum uppskrift að heilsu- þeytingi sem hún segir vera afar ein- faldan og bragðgóðan. „Þessi er algjör bomba. Ekki slæmt að byrja daginn á einum svona.“ Boozt fyrir 2: n Ég nota yfirleitt handfylli af spínati/káli sem undirstöðu n 1 banani n 2–3 jarðarber n 1 epli n 1/4 avókadó n 2 cm bútur af aloa vera-plöntu (til í Kosti) n 1 vanilluskyrdós eða próteinduft n 1 msk. chia-fræ sem eru full af omega-3 og öðrum næringarefnum n Vatn eftir smekk Tæklaðu frekju- kastið rétt Sjö ný og góð ráð gegn óhlýðni Ekki taka óhlýðninni persónulega Samkvæmt Sörah MacLaughlin er barnið ekki óþekkt af því að það vill athygli heldur af því að það vantar athygli. Langhlaup Það er maraþon, ekki sprett- hlaup, að ala upp ábyrgan einstakling. G erist eitthvað innra með þér þegar barnið þitt horfir beint í augun á þér um leið og það neitar að hlýða? Ekki örvænta, þú ert ekki ein/n. Þótt allt innra með þér öskri á þig að öskra á móti eru til betri aðferð- ir til að takast á við erfiða hegðun. Sarah MacLaughlin er fjölskyldu- ráðgjafi sem skrifar í Huffington Post. Hér eru sjö ráð Söruh til að takast á við óhlýðni og erfiða hegð- un barna. Hægt er að lesa meira um ráðleggingar hennar á vefsíðunni sarahmaclaughlin.com. 1 Ekki taka frekjukastið persónulega Barnið þitt er ekki að reyna að pirra þig þótt það neiti að borða morgunmatinn. Óliðleg og ögrandi framkoma er merki um að barnið upplifi sig ótengt. Sam- kvæmt Söruh haga börn sér ekki illa til að fá athygli. Þau haga sér illa af því að þau VANTAR athygli og tengingu við þig. Það versta sem þú getur gert er að bregðast við með reiði. 2 Veltu fyrir þér af hverju barnið neitar Ímyndaðu þér dag þar sem þú ert vakin/n og skipað að gera hitt og þetta áður en þú hefur almennilega opnað augun. Þér er sagt í hvaða föt þú eigir að fara, hvað þú eigir að borða og hvenær þú eigir að yfirgefa húsið og svo framvegis. MacLaughlin mælir ekki með því að þú leyfir barninu að stjórna en segir að það gæti hjálpað þér að setja þig í spor barnsins. 3 Talaðu við sjálfa/n þig Það er ekki til betra verkfæri til að halda þér rólegum/rólegri en jákvætt tal við sjálfa/n sig. Ef þér á að takast að taka ekki frekjukastið persónulega verðurðu að tala við sjálfa/n þig um það sem er að gerast fyrir framan þig. Það þýðir að þegar barnið öskrar: „Ég vil ekki klæða mig“ og þig langar mest að öllu að öskra á móti „MÉR ER ALVEG SAMA HVORT ÞÚ VILT ÞAÐ EÐA EKKI. DRÍFÐU ÞIG Í FÖTIN“ róarðu þig niður með setningum á borð við „andaðu ró- lega. Jói vill ekki klæða sig og mig langar að öskra en ég ætla að halda ró minni“. Talaðu til þín þar til þér tekst að sannfæra þig um að æpa ekki á móti barninu. 4 Virtu tilfinningar barnsins og komdu til móts við þær Mættu uppreisn með hlýju. Það er nefnilega hægt eftir allt jákvæða sjálfstalið! Ræddu við barnið og sýndu skilning: „Þú vilt alls ekki fara út úr bílnum. Ég sé að þú rígheldur í bílstólinn.“ Þannig býrðu til bil á milli reiðistormanna sem gætu auðveldlega brotist út hjá ykkur báðum. Barninu líður ekki eins og það hafi enga stjórn á umhverfinu og valdabarátta er ekki til staðar. 5 Settu einungis mörk við hættulega hegðun Þegar barnið missir algjörlega stjórn á sér fer taugakerfi þess yfir um og því er ekki hægt að kenna því lexíu á með- an. Tryggðu öruggt umhverfi en láttu barnið annars vera. Stöðvaðu árásar- girni með traustum höndum og segðu „ég get ekki leyft þér að berja“. Ef barnið hefnir sín og öskrar að það hati þig skaltu ekki einnig setja hömlur á orð þess. Barnið er hætt að beita ofbeldi og farið að nota orðin sín, þótt ljót séu. Passaðu þig að fara ekki niður á plan barns- ins. Þú getur þetta – af því að þú ert með fullþroskaðan heilabörk. 6 Hafðu jákvæða sýn á barnið Hafðu í huga að það er maraþon en ekki spretthlaup að ala upp ábyrgan, góðan og dug- legan einstakling. Taktu aftur upp sjálfstalið: „Barnið mitt er ungt og er að læra. Heili þess er enn að þroskast og það þarfnast blíðrar leiðsagnar mínar“. Treystu barninu til að ná áttum. Þótt það neiti að yfirgefa heimilið klukkan hálf fjögur er ekki þar með sagt að það muni neita því tíu mínútum seinna. Haltu í trúna á að barnið muni á endanum gera það sem þú biður um. 7 Notaðu húmor og valdaleik Grín getur verið gagnlegt verk- færi ef það er rétt notað. Forðastu kaldhæðni og stríðni! Ef barnið vill ekki leyfa þér að tannbursta sig geturðu sagt: „Hmm … munnurinn virðist lokaður. Ég verð bara að bursta nefið og eyrun í staðinn“. Hlæðu með barninu og sjáðu hvort það gefur sig ekki. Valdaleikur (e. power play) er þegar þú gefur barninu meiri völd. Vin- sælir leikir eru „ýtum pabba“ eða „boðin óhlýðni“ þegar foreldri byggir turn og biður um að hann verði ekki skemmdur einungis til að láta barnið skemma hann og byggja hann upp aftur. Hvort tveggja ætti að vekja upp kátínu. Auðvitað getur verið erfitt að halda ró sinni þegar barnið ögrar en mundu að börnin læra með því að fylgjast með okkur. n Hugar að heilsunni Ásdís segist vera í eilífðarheilsuátaki enda þýði ekkert annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.