Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 15
Vikublað 21.–23. janúar 2014 Fréttir Viðskipti 15 Stofnaðu fyrirtæki á netinu Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri hélt tölu á Skattadegi Félags löggiltra endurskoðenda á Grand hóteli þar sem hann greindi frá fyrirhuguðum breytingum þess efnis að í framtíðinni verði hægt að stofna fyrirtæki í gegnum ver- aldarvefinn. Það mun taka aðeins einn sólarhring að stofna félag með því að fylla út upplýsingar, greiða stofngjald til ríkissjóðs og skrifa undir skjölin með rafræn- um hætti. Hægt er að skrifa undir með notkun farsíma í stað raf- rænna skilríkja á greiðslukortum á vefsíðu ríkisskattstjóra. Netið prófað hjá Icelandair Þráðlaust net hefur verið sett upp í nokkrum flugvélum Icelandair og verður búnaðurinn prófaður á næstu vikum. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafull- trúa fyrirtækisins, ganga prófan- ir vel. Í fyrrahaust kom tilkynning þess efnis að netvæðingu Icelandair hafi seinkað vegna tafa með vottun, en samningur við bandaríska félagið Row 44 var undirritaður um mitt sumar 2012. Við undirritun samningsins var tilkynnt að flugfloti félagsins yrði netvæddur á haustmánuð- um 2013. Icelandair hefur ekki gefið upp hvenær kerfið verði komið í almenna notkun. Fundað um samfélags- ábyrgð Á fimmtudaginn halda Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, og Samtök atvinnulífsins ráðstefnu um sameiginlegan ávinning fyr- irtækis og samfélagsins. Festa lýsir hugtakinu samfélagsábyrgð fyrir tækja þegar fyrirtæki ákveður að leggja sitt af mörkum til upp- byggingar samfélagsins. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og munu stjórnendur fyrirtækja lýsa ávinningi og áskorunum við að innleiða ábyrga starfshætti. Meðal þeirra sem koma fram eru Sæv- ar Freyr Þráinsson, forstjóri Sím- ans, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, og Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar. Fundarstjóri verður Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. G löggir gestir Subway, hinn- ar geysivinsælu skyndi- bitakeðju, hafa eflaust tek- ið eftir að Coca-Cola hefur verið skipt út úr ísskápnum fyrir Pepsi Cola. Subway er einn mest sótti skyndibitastaður lands- ins og telja þeir 23 alls og eru stað- settir á víð og dreif um hringveg- inn. Heimasíða Subway hefur ekki enn tekið út auglýsingar frá Vífil- felli, framleiðanda Coca-Cola á Ís- landi. Brengluð samkeppni „Þessar breytingar staðfesta að það er mjög virk samkeppni á drykkj- arvörumarkaði á Íslandi,“ seg- ir Jón Viðar Stefánsson, markaðs- stjóri Vífilfells, við blaðamann. „Vífilfell var í þeirri stöðu að vera úrskurðað markaðsráðandi fyrir- tæki á gosdrykkjamarkaði á Ís- landi. Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti þann úrskurð 18. nóvember síðastliðinn stuttu eftir að þessir fyrrverandi samstarfsaðilar Vífil- fells til margra ára gerðu samninga við okkar helsta samkeppnisaðila. Vífilfelli voru settar skorður laga- lega hvað varðaði samkeppnislög og gat Vífilfell á þessum tíma ekki komið til móts við óskir þessara fyrirtækja.“ Jón Viðar segir dyrnar ávallt standa opnar vilji fyrirtækin endurskoða sína samninga. „Markaðsráðandi fyrirtæki sæta miklum takmörkunum við gerð viðskiptasamninga,“ útskýrir Jón Viðar. „Augljóst er að á með- an ekki giltu sambærilegar reglur í þessum efnum um Vífilfell og Öl- gerðina var samkeppni á markaðn- um brengluð.“ Vífilfell bauð ekki nóg „Þetta var gert um áramótin,“ seg- ir Gunnar Guðjónsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri Subway, um innleiðingu Ölgerðarinnar en samningur þeirra við Vífilfell rann út á nýju ári. Gunnar seg- ir ákvörðunina vera tekna á við- skiptalegum grundvelli. „Við fengum samningstilboð frá báðum aðilum,“ útskýrir Gunnar. „Ölgerðin var með betra tilboð og er með góðar vörur. Þeir eru miklu sterkari í diet- og vatnsdrykkjun- um. Þó að þetta rauða kók sé alltaf mjög vinsælt, þá eru þeir sterkari í öðrum drykkjum.“ Samningurinn nær til þriggja ára og segir Gunnar að viðtökur viðskiptavina hafi verið góðar en það séu alltaf einhverjir ósáttir, eins og gengur. „Fólk á sér alltaf sinn uppá- haldsdrykk,“ segir Gunnar sem rær á önnur mið þegar Hrafn Stefáns- son tekur fljótlega við starfi hans. „Ölgerðin í sókn“ Vífilfell hefur verið einkaframleið- andi Coca-Cola á Íslandi frá því 1. júní 1942 þegar Björn Ólafsson stórkaupmaður gerði samning við fyrirtækið um stofnun verksmiðju á Íslandi. Aðeins tveir mánuðir eru liðnir frá því að Vífilfell hætti viðskiptum við Sambíóin og er Laugarásbíó eina kvikmyndahúsið á höfuðborgarsvæðinu sem selur Coca-Cola. Ölgerðin, framleiðandi Pepsi Cola, hefur tekið við keflinu bæði á Subway og í kvikmyndahús- unum og er ljóst að Vífilfell hefur misst stóran markað. „Þetta er góður viðskiptasamn- ingur fyrir báða aðila og við sjá- um Ölgerðina í mikilli sókn. Fyrir- tækið býður upp á breytt og gott vöruúrval og við hlökkum til sam- starfsins,“ sagði Árni Samúelsson, eigandi Sambíóa, við undirritun viðskiptasamningsins sem fór fram í Þjóðleikhúsinu í nóvember. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði samninginn marka tímamót fyrir fyrirtækið. Blóðug barátta við eftirlitið Það var í nóvember í fyrra sem ís- lenska ríkinu var gert að endur- greiða Vífilfelli 80 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Samkeppnis- eftirlitið lagði á fyrirtækið í október árið 2011. Samkeppniseftirlitið taldi að Vífilfell væri með mark- aðsráðandi stöðu á gosdrykkja- markaði á landinu. Niðurstaða eftir litsins var að Vífilfell hefði gert 713 einkakaupasamninga við við- skiptavini sína á árunum 2005 til 2008 og hefðu flestir þeirra samn- inga falið í sér að viðskiptavinir keyptu eingöngu vörur Vífilfells. Fyrirtækið mótmælti dómnum harðlega og hafði ýmsar aðfinnsl- ur við það hvernig Samkeppnis- eftirlitið mat markaðsstöðu þess. Dómurinn tók undir nokkrar af aðfinnslum Vífilfells og sagði að rannsókn eftirlitsins hefði verið ábótavant. n Vífilfell missir líka Subway n „Ölgerðin með betra tilboð“ n Dómurinn hafði áhrif á samningsstöðu Alltaf einhverjir ósáttir hjá Subway segir viðtökurnar góðar yfirhöfuð. Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is Veldi Vífilfells minnkar Sambíó og Subway þáðu samningstilboð Ölgerðarinnar. „Við fengum samn- ingstilboð frá báð- um aðilum. Ætla að skapa þekkingu í Vatnsmýri Aðgerðaráætlun um að gera Vatnsmýrina að miðstöð nýsköpunar Á mánudag undirrituðu Reykja- víkurborg, Háskóli Íslands, Há- skólinn í Reykjavík, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu og Landspítalinn samkomu- lag þess efnis að skapa miðstöð þekk- ingargreina og nýsköpunar á Íslandi í Vatnsmýri. Þessir aðilar mynda sam- starfsvettvang um þekkingarsvæðið og er mótun áætlunarinnar þegar hafin. Þetta mun meðal annars vera skref í átt að því að auka hlut þekkingar- greina og hátækni á Íslandi. Þeir sem að samkomulaginu koma vilja efla hlutdeild þeirra í hagkerfinu og sjá Vatnsmýrina fyrir sér sem miðlægan punkt. Hún á að gegna lykilhlutverki enda eru þar tveir stærstu háskólar landsins og háskólasjúkrahús. Þá er einnig horft til þess að staðsetning Vatnsmýrarinnar í næsta nágrenni við miðborg Reykjavíkur skapi mikilvæg tækifæri til að byggja upp þekkingar- svæði. „Nútímalegt skipulag þekk- ingarsvæðisins getur laðað til sín og fóstrað fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og starfsfólk í þekkingargreinum í al- þjóðlegri samkeppni,“ segir í tilkynn- ingu Reykjavíkurborgar. Búist er við því að þessi geiri muni gegna lykilhlutverki í útflutningi á komandi árum. Að auki er greint frá því í tillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á vegum ríkisstjórnar að alþjóðageirinn, sem eru alþjóð- leg fyrirtæki sem byggjast á innlendri þekkingu, þurfi að vaxa mun hraðar en hagkerfið í heild, enda muni hann skipta máli í téðum útflutningi. Til að vinna að þessu á að greina núverandi stöðu og helstu sóknarfæri þekkingargreina í Vatnsmýri í alþjóð- legu samhengi. Þá á að skapa sam- eiginlega framtíðarsýn um þekkingar- svæðið Vatnsmýri, en einnig undirbúa kynningu á svæðinu og setja fram að- gerðaráætlun um næstu skref. n ritstjorn@dv.is Lífæð nýsköpunar Í Vatnsmýri á nýsköpun að blómstra og mynda þekkingarsetur. Mynd SIgtryggur ArI JóhAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.