Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 21.–23. janúar 2014 Lífsstíll 27
www.eldofninn.is
Opið: Þri-fim 11:30–21 Fös 11:30–22 Lau 17–22 Sun 17–21
Lokað á mánudögum
Buxur undir
kjóla aftur
í tísku?
Breska leikkonan Emma
Watson vakti mikla athygli á
rauða dreglinum á Golden
Globe-verðlaununum. Watson
klæddist rauðum kjól úr smiðju
Raf Simons hjá Dior en kjóllinn
var alveg opinn í bakið og undir
honum skartaði leikkonan
svörtum buxum sem fengu að
njóta sín vel á bakhliðinni. Fata-
samsetningin er hluti af nýju-
stu hátískulínu Dior og þykir
af mörgum marka upphaf nýs
tískuæðis; nefnilega að klæðast
buxum undir kjólum og pilsum.
Sú tíska hefur verið gleymd og
grafin síðan á tíunda áratug síð-
ustu aldar en líkt og allir vita fer
tískan í hringi og því er spurn-
ing hvort þetta verði brátt það
heitasta í kvenfatatískunni.
Þ
að getur verið erfitt að kom-
ast yfir ástarsorg og hætta að
hugsa um fyrrverandi maka.
Það er þó allt hægt og hér
eru nokkur ráð til þess að hjálpa
við það að komast yfir glataða ást:
Vertu leið/ur
Ef þú ert leið/ur
yfir sambands-
slitunum leyfðu
þér þá að vera það.
Taktu þinn tíma í
að syrgja það sem var
eða hefði getað orðið. Komdu því
út úr kerfinu en settu þér tímamörk.
Gefðu því viku og svo ekki meir.
Þú finnur ástina á ný
Hættu að hugsa að þú munir aldrei
finna neinn sem stenst samanburð
við fyrrverandi maka. Þú munt
mjög líklega finna ástina á ný.
Ekki tala um fyrrverandi
Hættu að tala um fyrrverandi
maka. Ef einhver spyr um hann/
hana segðu þá að þú vonir að
hann/hún hafi það gott en þú
sért komin/n yfir þetta. Reyndu
að hætta að hugsa um fyrrverandi
maka. Það gerir þetta bara erfiðara.
Hugsaðu um þig
Ekki tapa gleðinni.
Haltu áfram í
ræktinni og að
hugsa um sjálfa/n
þig. Farðu út á með-
al fólks og sinntu fé-
lagslífinu. Þér mun líða betur held-
ur en með því að hanga heima og
syrgja fyrrverandi. n
ritstjorn@dv.is
Gleymdu fyrrverandi
Nokkrar leiðir til þess að komast yfir glataða ást
Ástarsorg Það getur verið erfitt að kom-
ast yfir ástarsorg.
11 ástæður þess að
tónlist bætir heilsuna
Styrkir hjartað, minnkar stress og dregur úr kvíða
1 Dregur úr kvíða hjá krabbameinssjúklingum
Þeir sem hlusta á tónlist eða vinna með
tónlistarþerapista á meðan þeir glíma við
krabbamein þjást síður
af kvíða, mælast
með eðlilegri
blóðþrýsting og
finna fyrir minni
skapsveiflum.
Þetta er niður-
staða rannsóknar
vísindamanna frá
Drexel-háskólanum
sem hátt í tvö þúsund krabba-
meinssjúklingar tóku þátt í.
2 Minnkar stress Dagleg tónlistar hlustun minnkar stress og
eykur jákvæðar tilfinningar. Þetta kemur
fram í doktorsritgerð frá há-
skólanum í Gautaborg,
sem byggir á tveim-
ur rannsóknum.
Þar segir einnig
að „til að fá fram
jákvæð áhrif úr
tónlist, verður þú
að hlusta á tónlist
sem þú fílar.“
3 Hjálpleg meðan á aðgerð stendur Þeir sjúklingar sem heyra
tónlist á meðan þeir
eru skornir upp
eru rólegri en
aðrir. Í rannsókn
sem gerð var á
sjúklingum sem
gengust undir
uppskurð á heila,
flestir vegna Parkin-
sons-veiki, voru þeir
sem heyrðu tónlist rólegri en hinir. Þeir sem
hlustuðu á hreinar melódíur róuðust meira
en þeir sem heyrðu taktfasta tónlist.
4 Verndar eiginleika eyrans til að vinna úr hljóðum Þeir
sem spila tónlist alla ævi eru betri en aðrir
í að vinna úr hljóðum
sem eyrað nemur.
Rannsakendur,
sem birtu niður-
stöður í vís-
indatímaritinu
Psychology and
Aging árið 2011,
greindu einnig
tengsl milli þess
hversu vel fólk heyrði
og hversu mikið það æfði sig á hljóðfæri.
5 Styrkir hjartaheilsu
Að hlusta á glaðlynda
tónlist getur aukið
þvermál innri veggja
æða um allt að 26
prósentum og þannig
aukið blóðflæði til
hjarta tónlistarunnenda
umtalsvert. Vísindamenn við háskólann í
Maryland sem uppgötvuðu tengslin segja
að óróleg og áköf tónlist geti að sama skapi
haft þveröfug áhrif.
6 Linar sársauka Tónlist virkar
vel til að dreifa huga
þess sem er þjak-
aður af sársauka og
hjálpar þannig fólki
að finna til minni
sársauka. Vísinda-
menn sem prófuðu 143
einstaklinga sögðu að þegar
tónlist hafi verið spiluð hafi viðbrögð
þátttakenda við litlum rafskotum í fingur
minnkað umtalsvert.
7 Styrkir minnið „Því meira tónlistarnám í barnæsku, því
betra orðaminni,“ segir Agnes
Chan, sálfræðingur við kínverska
háskólann í Hong Kong. Hún telur muninn
ekki aðeins felast í mismunandi menntun,
efnahagslegri og félagslegri stöðu foreldra
slíkra barna, heldur séu bein tengsl milli
tónlistarnáms og góðra niðurstaðna í
prófum þar sem börn eiga að muna orð
sem þau lesa af lista.
8 Verndar heilann í ellinni Hugur fólks sem hef-
ur spilað tónlist er skýrari
en annarra í ellinni. Í
rannsókn sem gerð
var af vísindamönnum
við háskólann í Kansas
sjást greinileg tengsl milli
æfingar í tónlist og góðrar
heilavirkni eldri borgara.
9 Kemur í veg fyrir að líkaminn neiti
hjartaígræðsla
(í músum) Mýs
sem heyra tónlist
eftir að þær fá
hjartaígræðslu lifa
lengur en þær sem
heyra hana ekki, sam-
kvæmt japanskri rann-
sókn. Mýs sem heyrðu tónverk eftir Mozart
og Verdi lifðu lengur eftir hjartaígræðsluna
en þær sem heyrðu nýaldarslökunartónlist,
þær sem heyrðu eina ákveðna hljóðtíðni og
þær sem heyrðu enga tónlist.
10 Hjálpar bata eftir heilablóðfall Finnskir vísinda-
menn halda því fram að tónlistarhlustun
getið hjálpað til við bata eftir heilablóðfall.
Samkvæmt rannsókn þeirra frá árinu 2008
í tímaritinu Brain, hjálpar tónlistarhlustun
við að auka orðaminni og athygli meðal
sjúklinga meira en hljóðbókahlustun eða
engin hlustun yfirleitt.
11 Virkar jafn vel og nudd til að minnka kvíða Nudd er einkar
gott ráð til að vinna gegn kvíða, en tónlist
getur haft svipuð áhrif, sérstaklega þegar
kvíðinn er í rénun. Þetta
kemur fram í rannsókn
Group Health Research
Institute þar sem skoðuð
voru áhrif nudds og tón-
listar á kvíðasjúklinga á
batavegi. Þeir sem notuðu
tónlist sem meðferðarúrræði
voru lausir við kvíðaeinkennin þremur mánuð-
um fyrr en þeir sem fengu nuddmeðferð.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Verndar heilann í
ellinni Fólk sem spilar
og nýtur tónlistar er
skýrara í ellinni.
Ódýr hárnæring
Vantar þig ódýra hárnæringu?
Sniðugt og gott ráð er að blanda
saman hunangi og vatni. Jafnt
hlutfall er sett af hunangi og
vatni. Blöndunni er svo nuddað í
gegnum hárið og látið vera í hár-
inu í smá stund. Blandan er svo
skoluð í burtu með heitu vatni.
Athugið það gæti þurft að skola
oftar en einu sinni þar sem getur
verið erfitt að ná hunanginu úr.
Útkoman er mjúkt og glansandi
hár. Ódýrt og sniðugt.