Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 23
Umræða Stjórnmál 23 Rangt „Evrópusambandið setur meiri fjármuni í kynningar á sér heldur en Coca-Cola.“ Fullyrðingin er líklega vísun í efni sem birtist í bæklingi samtakanna Open Europe frá árinu 2008 og breska blaðið Daily Mail fjallaði um. Þar er þó ýmislegt óvenjulegt talið til sem kostnaður vegna kynninga, meðal annars menntaáætlanirnar Comenius, Leonardo, Erasmus og Jean Monnet. Coca-Cola eyðir að jafnaði 290 milljörðum króna á ári í markaðssetningu, samkvæmt upp- lýsingum frá fyrirtækinu. Það er um 80 milljörðum meira en Evrópusam- bandið gerir. Ummælin eru því röng. Vikublað 21.–23. janúar 2014 Sandkorn Tekur slaginn í Kópavogi Nú þegar fæðingarorlofi Birkis Jóns Jónssonar, fyrrverandi varafor­ manns Framsóknarflokksins og þingmanns, er lokið leitar hann sér að nýjum verk­ efnum. Þau telur hann sig hafa fund­ ið í Kópa­ vogi þar sem hann vill nú leiða lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Upp­ stillingarnefnd raðar upp listan­ um í Kópavogi en nefndin tekur á móti framboðum til 25. janúar næstkomandi. Hingað til hefur það verið Ómar Stefánsson, for­ seti bæjarstjórnar og forstöðu­ maður á Kópavogsvelli, sem hefur leitt lista Framsóknar í bænum en hann hefur tilkynnt um brotthvarf úr stjórnmálum að loknu kjör­ tímabilinu. Konur á hina listana Sjálfstæðiskonur berjast nú ásamt kynsystrum sínum úr öðrum flokkum fyrir því að koma konum til forystu fyrir sveitarstjórnar­ kosningarnar í lok maí. Þeim tókst ekki að sannfæra eigin flokks­ menn um að stilla konum upp í einhverjum af efstu sætum í Reykjavík en þrír karlar leiða nú lista Sjálfstæðisflokksins. Nú á að reyna að fá aðra flokka til að taka á sig kynjahallann og stilla upp konum í efstu sætin. Það hefur að vísu ekki verið mikið vandamál á meðal Samfylkingar og Vinstri grænna sem eru með skýrar reglur um kynjahlutföll á listum. Aðeins Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis­ flokkur eiga við þetta vandamál að stríða en þeir hafa þegar rað­ að í forystusæti á listum sínum í borginni fyrir kosningarnar. Lógík Sigrúnar Sigrún Magnúsdóttir, þing­ flokksformaður Framsóknar, sér Evrópumálin á lógískt. Framsókn, sem lofaði at­ kvæðagreiðslu um viðræður, þarf ekki að standa við það loforð af því að flokk­ urinn vill ekki Evrópusam­ bandsaðild og stóð uppi sem sigurvegari í kosn­ ingunum. „Þetta er alveg lógískt,“ sagði hún í Sunnudagsmorgni. Með sömu lógík að vopni hefði Framsókn hins vegar aldrei fengið Icesave­málið fyrir dómstóla sem tryggði gott gengi flokksins í kosn­ ingunum. Vinstri stjórnin vildi semja um lausn án þess að þjóð­ in fengi að kjósa. Fyrst flokkarnir unnu meirihluta í þingkosning­ um hefði átt að keyra málið í gegn. Lógíkin hentar ekki alltaf. Segir Gunnar Bragi satt? Þrjár fullyrðingar ráðherrans sannreyndar U tanríkisráðherrann Gunnar Bragi Sveinsson var ekkert að skafa utan af andstöðu sinni við Evrópusambandið í viðtali við Kastljós fyrir rúmri viku. Utanríkisráðherrann lét nokkr­ ar fullyrðingar falla í viðtalinu þar sem hann talaði meðal annars um af­ stöðu stjórnarflokkanna til þjóðarat­ kvæðagreiðslu um viðræðurnar. DV ákvað að kanna sannleiksgildi þriggja athyglisverðra fullyrðinga sem komu fram í máli Gunnars Braga án þess að hann færði fyrir þeim nokkur rök eða vísaði í hvaðan hann hefði heimildir sínar. n Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Rangt „Ef menn skoða samþykktir flokksþings framsóknarmanna og landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, þá er þetta býsna skýrt.“ Í samþykkt sjálfstæðismanna segir að atvkæðagreiðsla eigi að fara fram á kjörtímabilinu. „Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæða- greiðslu á kjörtímabil- inu hvort aðildarvið- ræðum skuli haldið áfram.“ Það er því ekki rétt að báðir stjórnarflokkarnir hafi verið andsnúnir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ekki hægt að staðfesta „Þegar menn sjá það að bændasamtök, einstaka bændafélög, í gömlum austan- tjaldsríkjum og löndum eru á móti þessu er sett af stað ákveðið ferli til að ná til þessara aðila.“ Í viðtalinu ýjaði hann að því að Evrópu- sambandið beitti vafasömum aðferðum við að sannfæra bændur í Austur-Evrópu um aðild. Engin rök voru færð fyrir þessu og viðurkenndi Gunnar Bragi meira að segja að ekki væri hægt að færa sönnur á þetta. Það er rétt, ekki er hægt að staðfesta nokkuð af því sem utanríkis- ráðherrann ýjaði að þó að enginn dragi í efa að Evrópusambandið haldi fundi. S kuldafrímark bankaskatts að fjárhæð 50 milljarðar hefur verið nokkuð til um­ fjöllunar í fjölmiðlum og einkum hvernig sú tala hafi fæðst. Svo virðist sem talan hafi fyrst komið fram á fundi efnahags­ og viðskiptanefndar með fulltrú­ um frá fjármálaráðuneytinu 11. desember, þá sem stærðargráða til nánari skoðunar. Svo hefur talan fest sig í sessi þar sem ekki voru gerðar frekari athugasemdir við hana. Hún var ekki sérsniðin að þörfum MP banka, þvert á móti. Aðdragandi skuldafrímarksins er sá að umsagnir um frumvarp um breytingar á bankaskatti vör­ uðu við því að hækkun skatthlut­ fallsins myndi koma þungt niður á minni fjármálafyrirtækjum. Bent var á að við því mætti bregðast með frískuldamarki. Í byrjun desember komu fram áform um að hækka þyrfti bankaskattinn enn frekar. Hann hefði fyrirsjáanlega orðið mjög íþyngjandi fyrir minni fjármála­ fyrirtæki. Meirihluti nefndarinn­ ar ákvað því að leggja fram tillögu um undanþágu frá bankaskatti fyr­ ir minni fjármálafyrirtæki. Tillagan skyldi koma fram fram strax við 2. umræðu svo hún fengi eins mikla umfjöllun í þinginu og kostur var. Nefndin óskaði eftir að eftir að ráðuneytið undirbyggi slíka til­ lögu og sendi nefndinni. Í tillögu nefndarinnar og pósti til ráðu­ neytis var ekki tekin afstaða til MP banka ekki hlíft við bankaskatti Kjallari Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskipta- nefndar skrifar L angflestir frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi sveit­ arstjórnarkosningar sækjast eftir þriðja sæti listans. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórn­ ar, og Reynir Sigurbjörnsson raf­ virki sækjast eftir fyrsta sæti listans en sá síðarnefndi sækist eftir ein­ hverju af fyrstu fjórum sætunum. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sækist svo eftir öðru sæti listans. Tíu manns sækjast hins vegar eft­ ir þriðja sætinu eða þriðja til fjórða sæti. Enginn þeirra leggur í leiðtog­ ann og borgarfulltrúann en tveir varaborgarfulltrúar sækjast eftir sæti á listanum. Samfylkingin stillir upp paralista fyrir kosningarnar en það þýðir að í fyrstu tveimur sætunum raðast karl og kona, í næstu tveimur karl og kona og svo koll af kolli. Teljast má nær öruggt að Dagur verði kosinn til að leiða listann í komandi kosn­ ingum en staða hans innan flokks­ ins er nokkuð trygg. Því má slá föstu að kona verði í sætinu þar á eftir. Aðeins Björk er hins vegar tilbúin að gefa kost á sér í það sæti en hún var hvött eindregið til að gefa kost á sér í flokksvalinu eftir að hafa talað um að draga sig í hlé að loknu kjör­ tímabilinu. Samfylkingin á þrjá full­ trúa í borgarstjórn eins og staðan er í dag en flokkurinn mælist með svipað fylgi í skoðanakönnunum nú og hann fékk í síðustu kosningum. Fimm karlar og fimm konur gefa kost á sér í þriðja sæti listans sem mest barátta virðist vera um. Það eru þeir Guðni Rúnar Jónsson, fyrr­ verandi framkvæmdastjóri Ungra jafnaðarmanna, Hjálmar Sveinsson varaborgarfulltrúi, Natan Kolbeins­ son, formaður Ungra jafnaðar­ manna í Reykjavík, Skúli Helgason, fyrrverandi þingmaður, og Sverrir Bollason skipulagsverkfræðingur og þær Anna María Jónsdóttir kennari, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Kvennahreyfingar Sam­ fylkingarinnar, Kristín Erna Arnar­ dóttir kvikmyndagerðarkona, Kristín Soffía Jónsdóttir varaborgar­ fulltrúi og Þorgerður L. Diðriks­ dóttir kennari. n adalsteinn@dv.is Leiðtogi Ekkert bendir til annars en að Dagur haldi áfram sem leið- togi Samfylkingarinnar í borginni. Mynd dV SigTryggur Ari Allir vilja þriðja sætið Baráttusætið í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni 100.000 A rio n La nd sb an ki Ís la nd sb an ki M P Va lit or Lý si ng Bo rg un By gg ða st . St ra um ur Afl .s pa ris j. S. Ve st m . S S. -Þ in g. S. B ol un ga rv . S. N or ðfj . S. H öf ða hv er f. S Sv ar fd æ la S Þó rs ha fn ar S St ra nd am . Lá na sj .s ve it ar f. 200.000 300.000 400.000 500.000 600.000 700.000 800.000 900.000 1.000.000 Stærðarhlutföll Skuldir fjármálastofnana í milljónum króna 2012 hver upphæð skuldafrímarks ætti að vera, því nefndin hafði ekki ályktað sérstaklega um það. Venj­ an er sú að fjármálaráðuneytið, sem hefur sérfræðinga og gögn um skattstofna veiti leiðsögn. Aðalat­ riðið er að nefndin kom markmið­ inu skýrt til skila til ráðuneytisins: að veita skyldi minni fjármálafyr­ irtækjum undanþágu. Fjárhæðin varð svo að ráðast af því. Á næsta nefndarfundi komu fulltrúar ráðuneytisins og kynntu nefndinni margvíslegar úrbæt­ ur á frumvarpinu. Á þeim fundi kom meðal annars fram útfær­ sla frískuldamarksins og talan 50 milljarðar var nefnd sem stærðargráða til skoðunar. Eins og áður segir komu ekki fram aðr­ ar tillögur að frískuldamarki og hún var tekin óbreytt upp í tillögur meirihlutans og fyrsta minnihluta. Þótt MP banki sé vissulega stærstur af litlu fjármálafyrirtækj­ unum, þá er hann mjög langt frá því að vera í hópi þeirra stóru. Þeir stóru eru að meðaltali tólf sinn­ um stærri en MP banki. Frískulda­ mark upp á 50 milljarða nægir ekki til að hlífa MP banka við skattin­ um eins og minni bönkum. Byrði MP banka af skattinum er veruleg þegar upp er staðið. Ef miðað væri við afkomu ársins 2012 myndi MP greiða ríflega 20% af hagnaði en stóru bankarnir 10–16% af hagn­ aði í bankaskatt. Rétt er að benda á að bankaskatturinn er til viðbótar öðrum sköttum sem fjármálafyr­ irtæki greiða svo sem tekjuskatti, fjársýsluskatti og fleiru. n „Frískuldamark upp á 50 milljarða nægir ekki til að hlífa MP banka við skattinum eins og minni bönkum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.