Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2014, Blaðsíða 32
Vikublað 21.–23. janúar 201432 Menning
Gantast með guðunum
Afþreying og fræðimennska í senn
H
elstu heimildir sem til eru um
norræna goðafræði er annars
vegar að finna í verkum Ís-
lendingsins Snorra Sturlu-
sonar og hins vegar Danans Saxa
málspaka. Snorri þykir bæði áreið-
anlegri og skemmtilegri en Saxi, en
eigi að síður voru það um tíma Danir
sem helst nýttu sér arf þennan í nú-
tíma sagnagerð.
Heil kynslóð Íslendinga kynnt-
ist guðunum fornu helst í gegnum
dönsk rit, svo sem Goð og hetjur í
heiðnum sið eftir Anders Bæksted
sem bar undirtitilinn „alþýðlegt
fræðirit,“ og kom út hér árið 1986,
og ekki síður hinar stórskemmtilegu
Valhallarteiknimyndasögur. Fyrsta
bókin, sem nefndist Úlfurinn bund-
inn, kom út samtímis á öllum Norð-
urlöndunum árið 1979 og næstu fjór-
ar bækur komu hér út með reglulegu
millibili allt til ársins 1989.
Það er kærkomið að bækur þessar
skuli nú vera endurútgefnar hér, ein á
ári frá 2010. Höfundar bókanna eru
vel að sér í fornsögunum og hafa með
tíð og tíma orðnir virtir fræðimenn
innan geirans, en skemmtanagildið er
þó ávallt í hávegum haft.
Það verður að segjast eins og er að
fjórða bókin er sú sísta í röðinni. Höf-
undar eru færir að tvinna saman hin
ýmsu minni sagnanna og geta í eyð-
urnar þegar vantar upp á, en Sagan
um Kark er eina bókin sem ekki
byggir á goðsögu.
Jötnastrákurinn Karkur var skap-
aður af höfundum fyrir teiknimyndina
Valhöll sem naut gríðarlegra vinsælda
árið 1988. Myndin byggir á sögunni
um Útgarða-Loka, sem er jafnframt
þema fimmtu bókarinnar, en sú
fjórða er uppbygging að þeirri sögu og
stendur því, ólíkt hinum, tæpast sem
sjálfstætt verk. Líður hún nokkuð fyr-
ir að það vantar ris í hana, en í staðinn
fáum við endurtekinn óknytti Karks,
sem síðar fékk sína eigin seríu.
Bókin er þó nauðsynleg viðbót í
safnið, sem ætti að vera til á öllum
menningarheimilum. Og nú er bara
að vona að útgáfunni verði haldið
áfram, og að hin síðustu 10. bindi verði
loks fáanlega á íslensku, því sögurnar
batna enn eftir því sem á líður. n
Þ
að er óhætt að segja að sýn-
ingin á Gullna hliðinu á Akur-
eyri hafi komið hressilega á
óvart öllum þeim sem héldu
að verkefnavalið væri dá-
lítið gamaldags. Sýningin er ábyggi-
lega með skemmtilegri uppfærslum
í íslensku leikhúsi á þessu leikári og
er allrar athygli verð og ætti að njóta
aðsóknar. Og hún er ekki aðeins sig-
urganga hinnar nafnlausu kerlingar
með sálina hans Jóns til himna, hún
er líka sigurganga Leikfélags Akur-
eyrar sem hefur fetað erfiða þrauta-
göngu á undanförnum árum í rekstri
sínum. Hér er nefnilega vandað til
verka á öllum sviðum og hvergi veik-
an hlekk að finna.
Upp til himna
Gullna hliðið er eitt vinsælasta verk
íslenskra leikbókmennta og verður
að teljast sígilt, enda segir það okkur
sanna og vel þekkta sögu af lífsbrölti
manneskjunnar. Davíð Stefánsson
byggði leikritið á kvæðinu Sálin hans
Jóns míns sem aftur byggði á gam-
alli þjóðsögu. Frægastar eru persón-
urnar Jón og Kerlingin sem treður sál
hans í skjóðu eftir andlátið og arkar til
himna yfir ófærur íslenskra fjalla til að
freista þess að koma henni í gegnum
Gullna hliðið, þrátt fyrir að hún eigi
hugsanlega heima í helvíti með allt
sitt syndaregistur á jörðinni. En það
er ekki aðeins yfir ófærur náttúrunn-
ar að fara, á leiðinni mætir Kerlingin
öðrum hindrunum, bersyndugum
persónum sem hún á ærlegt uppgjör
við áður en þær hrapa niður í loga
helvítis.
Vængir sem fljúga hátt
Í uppsetningu leikstjórans með langa
nafnið (Egill Heiðar Anton Pálsson)
hefur tekist að gefa leikriti Davíðs
Stefánssonar nýja vængi sem fljúga
hærra en margur þorði að vona. Og
það sem vekur athygli er að áhöfnin
í þessari sýningu er lítil, aðeins fjór-
ir leikarar, tvær tónlistarkonur og tíu
börn sem í sameiningu leysa öll hlut-
verk leiksins og atburðarás af hendi
með einstökum glæsibrag. Þetta gera
þau í einstakri leikmynd eftir annan
Egil (Ingibergsson) og fullyrða má að
leikmyndin sæti tíðindum í íslensku
leikhúsi. Egill er líka höfundur lýs-
ingar og hún er óaðskiljanlegur hluti
af sjónhverfingunum sem honum,
leikstjóra og allri áhöfninni hefur tek-
ist að skapa.
Leiksigur Maríu
Ferðalag Kerlingar með broguðu sál-
ina hans Jóns er engin smáganga
fyrir Maríu Pálsdóttur sem hér vinn-
ur öruggan leiksigur. Bak við hennar
himnagöngu hljóta að liggja margar
þjálfunargöngur á íslensk fjöll, því
hún þarf bókstaflega að klifra upp
og niður lóðrétta leikmyndina til að
komast á leiðarenda. Og það verður
að segjast eins og er að þessi Kerling
Maríu Pálsdóttur var feikilega sönn í
öllu bröltinu. Á leiðinni fengum við að
sjá djúpt inn í sálarfylgsni konu sem
hefur lifað af sambúðina við fylliraft-
inn og hórkarlinn Jón, en elskar hann
þrátt fyrir allt. Kannast einhver við
slíkar konur? Meðvirka Kerlingin
hjá Maríu er orðin að konu með sín-
ar sjálfstæðu hugsanir, tilfinningar
og vilja þrátt fyrir eymdarlífið með
Jóni. Og allt er þetta gert af mikilli
ástríðu og virðingu fyrir hlutverkinu
og sjálfri grunnhugmynd leikstjórans
sem heldur áhorfandanum föngnum
frá upphafi til enda. Ferð Kerlingar
er nefnilega ekki raunsæisleg ganga,
heldur dulítið ævintýri sem fer fram í
höfði hennar við útför Jóns. Hún losn-
ar ekki úr álögum við karlinn fyrr en
hún hefur gert upp allt líf þeirra í hug-
anum.
Ekki bara rödd í skjóðu
Og það er einmitt þetta hugarferða-
lag sem við sjáum á leiksviðinu. Það
var ekki amalegt fyrir Maríu að hafa
Hannes Óla Ágústsson á móti sér í
hlutverki Jóns sem var ekki aðeins
rödd í skjóðu heldur birtist okkur
hvað eftir annað í öllu sínu veldi á leið
Kerlingar, áhorfendum til ómældr-
ar gleði. Hannes Óli átti dásamlegan
leik og tilsvör, snaggaralegar skýr-
ingar hans á manneðlinu og veik-
leikum þess urðu svo skemmtilegar
að stundum var ekki annað hægt en
að trúa þeim og taka undir. Hann
var brjóstumkennanlegur hlunkur
í dauðastríðinu og hryllilega þver-
móðskufullur og fyndinn á leiðinni
til himna. Samleikur þeirra Maríu var
fyrst og fremst manneskjulegur, sam-
bland af úthugsuðum húmor, erótík
og ósvikinni leikgleði.
Leika ótal hlutverk
En það eru fleiri sem eiga stórgóðan
leik í sýningunni. Þótt Aðalbjörg
Árnadóttir hafi farið nokkuð gassa-
lega af stað í hlutverki Vilborgar
grasakonu í upphafi leiks, þá reyndist
það allt vera í anda leiksins sem síð-
an tekur við. Vilborg var aðeins byrj-
unin á röð ólíkra hlutverka sem henni
tókst vel að skilja að og skapa hverju
þeirra eftirminnilega sérstöðu, ekki
síst hlutverki sýslumanns, frillu Jóns
og sjálfs Lykla-Péturs. Hilmir Jens-
son átti líka stórgóðan leik í mörgum
smáhlutverkum, en var einkum eftir-
minnilegur í hlutverki hreppstjórans
og sjálfs óvinarins, krassandi og kraft-
mikill. Ekki reyndi síður á leik-fimi
hans þegar hann bókstaflega hékk
öfugur í lóðréttri leikmyndinni sem
drykkjumaðurinn.
Fléttast sem vínviður
Til að kóróna þennan leik allan
sá dúettinn Eva um að fylla upp í
persónugallerí Davíðs og áttu líka
ógleymanlegan leik, Sigríður Eir
Zophoníasardóttir sem Jón maður
Helgu sem Kerling hittir á Völlunum
og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir sem
Faðir kerlingar. Þær stöllur eru einnig
höfundar hljóðmyndar og tónlistar
sem fléttast um alla sýninguna eins
og fallegur vínviður, aldrei uppá-
þrengjandi, aðeins ljúf og fögur í
einfaldleika sínum en brestur þó út
í grallaralegri og dúndurskemmti-
legri drykkjuvísu eftir Davíð á við-
eigandi stað í verkinu. Og reyndar
semja þær tónlist við fleiri ljóð Davíðs
og upphafserindi Passíusálma Hall-
gríms. Auðvitað komust þær ekki hjá
að nota dulítið af frægri tónlist Páls Ís-
ólfssonar, einkum þegar englabörn-
in í himnaríki sungu hana raddaða
þannig að tár spruttu fram á hvarma.
Barnaskarinn úr leiklistarskóla leikfé-
lagsins á hrós skilið fyrir sinn einlæga
og fallega þátt í sýningunni.
Sjón er sögu ríkari
Stærstan þátt í sjónrænni framsetn-
ingu leiksins á Egill Ingibergsson sem
leysir ferðalag Kerlingar snilldarlega
með því að varpa lituðum teikning-
um af íslensku landslagi eftir August
Mayer (úr Íslandsleiðangri undir
stjórn Frakka 1836) á hreyfanlega
sviðsflekann sem er allt í senn; ís-
lenskur torfbær, hrikaleg náttúra og
himnaríki. Ferð sumra persónanna
til helvítis var ekki síðri sviðslausn hjá
Agli, sjón er sögu ríkari!
Gullna hliðið í uppsetningu þeirra
Egils og Egils er á heildina litið lifandi
leikhús sem fyrst og fremst byggir
á nýjum og ferskum lestri verksins,
lestri sem opnar fyrir íroníu textans,
en er þó alltaf trúr megininntaki
hans. Það fer ekki milli mála að allir
hafa lagt sitt af mörkum við leikræna
úrvinnslu svo sýningin mætti verða
að þeirri óvæntu leikhúsreynslu sem
hún vissulega er.
Davíð yrði ánægður
Gullna hliðið er vafalaust með merki-
legri leiksýningum í seinni tíð, töfr-
andi og heillandi leikhúsævintýri
þar sem alúð og ástríða fyrir verkefn-
inu hefur ráðið för. Með henni hefur
Ragnheiði Skúladóttur tekist í fyllstu
merkingu orðsins að skapa það fram-
sækna alþýðuleikhús sem hún stefndi
að þegar hún tók við stjórn hússins.
Til hamingju Akureyringar! Og Davíð,
þú yrðir ánægður með þetta. n
Sigurganga á Akureyri
Með merkilegri leiksýningum í seinni tíð
„Fullyrða
má að
leikmyndin
sæti tíðindum í
íslensku leikhúsi
Gullna hliðið
Höfundur: Davíð Stefánsson
Leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Leik-
arar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Hannes Óli
Ágústsson, Hilmir Jensson, María Pálsdóttir o.fl.
Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson
Búningar: Helga Mjöll Oddsdóttir
Tónlist og útsetningar: Hljómsveitin Eva
Leikfélag Akureyrar sýnir
Hlín Agnarsdóttir
ritstjorn@dv.is
Dómur
Sigur eftir þrautagöngu Sýningin er sigurganga Leikfélags Akureyrar sem hefur fetað
erfiða þrautagöngu á undanförnum árum í rekstri sínum. Hér er nefnilega vandað til verka á
öllum sviðum og hvergi veikan hlekk að finna.
„Heil kynslóð Ís-
lendinga kynntist
guðunum fornu helst í
gegnum dönsk rit, svo
sem Goð og hetjur í
heiðnum sið.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Goðheimar 4:
Sagan um Kark
Höfundar: Peter Madsen,
Henning Kure og Hans Rancke.
Þýðandi: Bjarni Fr. Karlsson
Útgefandi: Iðunn
48 blaðsíður
Margrét og
Dr. Gunni í
samstarfi
Leikfélag Akureyrar undirbýr
nú uppsetningu á Lísu í Undra-
landi, en sýningin verður sett
upp af Leikfé-
lagi Akureyrar
í október á
þessu ári. Mar-
grét Örnólfs-
dóttir, fyrrver-
andi Sykurmoli
og barnabóka-
höfundur, hef-
ur samið nýja
leikgerð við verkið við tónlist eftir
Gunnar Lárus Hjálmarsson – Dr.
Gunna.
Saga Lewis Carroll um ferða-
lag stúlkunnar Lísu til Undralands
er sígilt bókmenntaverk og ein
merkasta og ástsælasta barna-
og unglingasaga veraldar. Hana
prýða margar af skemmtilegustu
persónum barnabókmenntanna,
sem lifna við á Akureyri.
Sömdu
Eurovision-lag
á níu tímum
F.U.N.K. er ný hljómsveit sem
stofnuð var sérstaklega fyrir
Eurovision-keppnina í ár.
Meðlimir sveitarinnar eru
ungir að árum og í gamni hafa
þeir reiknað út meðalaldur sinn,
20,3 ár. Hluti sveitarinnar var í
Bláum Ópal sem lenti í öðru sæti
í Eurovision fyrir tveimur árum
með lagið Stattu upp. Þeir unnu
eins og margir muna símakosn-
ingu keppninnar með miklum
yfir burðum en það skilaði þeim þó
ekki alla leið, þar sem dómnefnd
hafði með vægi sínu áhrif á úrslit.
Nú stefna þeir á sigur í keppn-
inni með lagið: Þangað til ég dey.
Strákarnir sömdu lagið á 9 klukku-
tímum. Sendu inn lagið 5 mínút-
um fyrir lokafrest og flugu í gegn.
Í galla frá
toppi til táar
Söngkonan Emilíana Torrini frum-
sýndi nýverið myndband við lag
sitt Tookah. Myndbandinu var
leikstýrt að listamannateyminu
Shynola. Richard Kenworthy, Chris
Harding og Jason Groves. Áður
hafa þeir unnið með stórum sveit-
um á borð við Alice in Chains.
Emilíana þurfti að klæðast
þröngum nælongalla við upp-
tökurnar þar sem andlitið var
hulið, eins og tíðkast stundum
þegar unnið er með tölvuteiknað
umhverfi. Áhrifin eru seiðmögn-
uð þar sem hún líður um skjá-
inn. Emilíana hefur sagt um laga-
smíðarnar að lagið Tookah sé eins
konar gleðióður til lífsins.