Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Side 17
Helgarblað 16.–19. maí 2014 Fréttir 17 „Farsæll bæjarstjóri í erFiðu árFerði“ Reynslubolti Halldór Halldórs­ son, borgarstjóraefni Sjálfstæð­ isflokksins, á langan stjórnmála­ feril að baki. Mynd SigtRygguR ARi n Áralangur taprekstur og erfiðleikar sem þurfti að yfirstíga n Langur stjórnmálaferill og ekki átakalaus n Segist hafa skilað góðu búi miðað við aðstæður Þann 24. mars árið 2010 gerði Halldór Ísa­ fjarðarbæ að þátttakanda í baráttufundi útgerðarmanna gegn breytingum á kvóta­ kerfinu og var sjálfur fundarstjóri á fundin­ um. Málið var aldrei borið upp í bæjarráði og var Halldór gagnrýndur fyrir að misnota nafn bæjarins í annarlegum tilgangi. „Engir fræðimenn eða sveitarstjórnar­ menn sem lýst hafa efasemdum um kvótakerfið fá þar að tala, aðeins þeir sem stutt hafa sjónarmið LÍÚ og Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi Í­listans, í bæjar­ blaðið BB og hélt því fram að með þessu hefði Halldór kastað af sér grímunni sem „talsmaður stórútgerðarinnar og kvótakerfisins“. Nokkrum árum áður hafði Ólína Þorvarðardóttir, eiginkona Sigurðar og fyrrverandi þingkona Samfylk­ ingarinnar, lagt fram stjórnsýslukæru á hendur bæjar stjórn Ísafjarðarbæjar eftir að vefritinu Skutull.is var synjað um sambærilegt rými á vef bæjarins og BB.is hafði fengið. Þá hafði Skutull ekki fengið auglýsingar bæjarins til birtingar og töldu aðstandendur vefjarins að þeim væri mismunað á grundvelli stjórnmála­ skoðana enda hafði Halldór Halldórsson sakað vefmiðilinn um að vera pólitískt hlutdrægur og ganga erinda Í­listans. Sem kunnugt er hafa Skutull og Ólína gagnrýnt fiskveiðistjórnunarkerfið harð­ lega um árabil og hvatt til þess að þjóðin fengi aukna hlutdeild í arðinum af fiski við Íslandsstrendur. Samgönguráðuneytið hafnaði kröfu aðstandenda Skutuls en í pistli á vefsíðu sinni benti Ólína á að Ísafjarðarbær ætti í umtalsverðum viðskiptum við BB.is og að á tæplega tveimur árum hefðu meira en fjórar milljónir runnið til miðilsins úr sjóðum bæjarins. Um leið fengi bæjarstjórinn sérstakan sess á BB.is, flýtihnapp sem tengdi lesendur beint inn á hans persónulegu bloggsíðu. Tók afstöðu með útgerðarmönnum Lenti upp á kant við fjölmiðil og hélt umdeildan baráttufund Þann 13. febrúar árið 2010 tók Halldór Halldórsson að sér að fylgjast með tvítugsafmælisveislu fyrir foreldra tveggja vina sonar síns. Athygli vakti að partíið skyldi haldið í Stjórnsýsluhúsinu þar sem bæjar skrifstofur Ísafjarðarbæjar eru til húsa. Ljósmyndir sem DV hefur undir höndum og teknar eru þetta kvöld sýna 17 og 18 ára framhalds­ skólanema skemmta sér með bjór við hönd auk þess sem sjá má Hall­ dór sjálfan í bakgrunni. Nokkur umræða skapaðist um þetta meðal foreldra á Ísafirði, enda tíðkast það ekki að unglingadrykkja eigi sér stað í Stjórnsýsluhúsinu. Einnig var fundið að því að veislan skyldi eiga sér stað í kringum prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum á Ísafirði, en Guðfinna Hreiðarsdóttir, eiginkona Halldórs, sóttist eftir fyrsta sæti á lista og höfðu 16 ára og eldri atkvæðisrétt. Í tölvupósti frá Halldóri kemur fram að vegna mjög sérstakra aðstæðna hafi þau hjónin verið beðin um að aðstoða við skemmtanahaldið og orðið við þeirri beiðni. Salurinn hafi verið leigður, en foreldrum afmælisbarnanna hafi sárnað sú umræða sem fór af stað á Ísafirði vegna veislunnar. Beðinn um að fylgjast með Unglingafjör í Stjórnsýsluhúsinu Í fyrra kom í ljós að sem bæjarstjóri hafði Halldór samþykkt árið 2008 að bærinn greiddi kostnað við ferðalag kerfisstjóra Ísa­ fjarðarbæjar til Kína. Þetta kom fram í svari bæjarins við fyrirspurn Jónu Benediktsdóttur bæjar­ fulltrúa og greindu Skutull.is og Smugan.is frá málinu. Bærinn greiddi ferðakostnað og dagpeninga kerfis­ stjórans auk þess sem hann var á fullum launum meðan á ferðinni stóð. Rætt var við Jónu sem sagði undarlegt að málið hefði aldrei komið til tals í bæjarstjórn, en ferðin var skipulögð af Nýherja hf. sem var og er stór viðskiptavinur Ísafjarðarbæjar. Á þessum tíma sá fyrirtækið um allan tölvubúnað sveitarfélagsins. „Þá gerði Ísafjarðarbær nýlega samning við Nýherja til 5 ára, að upphæð um 70 milljóna króna um tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið. Í framhaldi af þeim samningi hætti Valtýr [kerfisstjórinn, innsk. blm.] störfum hjá bænum og réð sig til starfa fyrir Nýherja,“ segir á vef Skutuls. Kerfisstjórinn sendur til Kína Á kostnað Ísafjarðarbæjar án umræðu í bæjarstjórn FAGURLISTADEILD - FRJÁLS MYNDLIST Námið í Fagurlistadeild er fjölþætt, þriggja ára sérhæft nám sem veitir starfsmenntun í frjálsri myndlist. Nemendur fá nauðsynlega þjálfun og tilsögn sem gerir þá hæfari til að takast á við ólík viðfangsefni og fjölbreyttar aðferðir í listsköpun sinni. Námseiningar: 180 LISTHÖNNUNARDEILD - GRAFÍSK HÖNNUN Í grafískri hönnun er lögð áhersla á tækniþekkingu og frumlega framsetningu hugmynda. Á þremur árum öðlast nemendur yfirgripsmikla þekkingu og þjálfun í faginu, sem gerir þá hæfa til að fást við krefjandi verkefni á sviði hönnunar fyrir prentmiðla og margmiðlun. Námseiningar: 180 MYNDLIST - HÖNNUN - ARKITEKTÚR Alhliða undirbúningur fyrir nám í hönnun og listum. Listrænn og tæknilegur undirbúningur fyrir framhaldsnám á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Eins árs hnitmiðað 72ja eininga heildstætt nám í sjónlistum. auglýsir inntöku nýrra nemenda fyrir skólaárið 2014-2015 Umsóknarfrestur til 4. júní. Nánari upplýsingar á www.myndak.is Sími 462 4958 Skóli með sterkan prófíl 1974-2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.