Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 16.–19. maí 201454 Fólk Afmæli og tískupartí Fatahönnuðurinn og listakonan Harpa Einarsdóttir fagnaði af­ mæli sínu með tískupartíi á Slippbarnum á miðvikudags­ kvöld. Þar sýndi hún hönnun sína, Ziska. Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Dj. Sóley, æsku­ vinkona Hörpu, var kynnir og fór með ljóð henni til heiðurs. Fjöl­ menni var í tískupartíinu en þar mátti meðal annars sjá leikar­ ann Magnús Jónsson, leikkon­ una Svandísi Dóru Einarsdóttur, Snorra Engilbertsson, leikara og unnusta Hörpu, og dansar­ ana Katrínu Johnson og Nadíu Katrínu Banine. Eignaðist dreng Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, ungfrú heimur 2005, eignaðist sitt annað barn á dögunum. Lítill drengur kom í heiminn 30. apr­ íl en þetta er annað barn Unn­ ar og unnusta hennar, Péturs Árna Heimissonar. Fyrir eiga þau dótturina Erlu Rún og Pétur átti fyrir dóttur úr fyrra sam­ bandi. Fjölskyldan er því orðin stór hjá fegurðardrottningunni fyrrverandi. Unnur útskrifaðist sem lögfræðingur fyrir nokkrum árum og starfar á Íslensku lög­ fræðistofunni. Fögnuðu með Sólveigu Sólveig Káradóttir, fatahönnuð­ ur og dóttir Kára Stefánssonar, fagnaði þrítugsafmæli sínu um helgina. Sólveig er búsett í Los Angeles ásamt eiginmanni sín­ um, Dhani Harrison, sem er son­ ur bítilsins George Harrison. Til þess að fagna afmælinu flugu vinir hennar til London þar sem haldin var heljarinnar afmæl­ isveisla þar sem gestir mættu í búningum. Meðal þeirra sem mættu í afmælið voru söngkon­ an Þórunn Antonía, Emilíana Torrini, Þóra Hilmarsdóttir kvik­ myndagerðarkona, Saga Sig­ urðardóttir ljósmyndari og Ísak Freyr förðunarfræðingur. „Þetta var ást við fyrstu sýn“ Kærustuparið Tatíana Ósk og Eddi Demo eru bæði á samningi hjá Next V ið erum dugleg að mæta í partí og fara á viðburði. Það skiptir nefnilega máli að mynda tengsl ef maður ætlar sér að vera í þessum skapandi bransa. Svo þetta getur al­ veg verið glamúrlíf,“ segir fyrirsætan Tatíana Ósk Hallgrímsdóttir, kærasta tónlistarmannsins Edda Demo úr hljómsveitinni Steed Lord. Bæði hjá Next Tatíana hefur verið með annan fót­ inn í Los Angeles þar sem kærasti hennar býr ásamt öðrum meðlim­ um hljómsveitarinnar, þeim Svölu Kali og Einari Mega. Hún fékk ný­ lega samning við alþjóðlegu módel­ skrifstofuna Next en kærastinn er á samningi hjá sömu skrifstofu. „Eddi er búinn að vera hjá Next í fjögur ár og hefur komið að fjölda auglýsinga­ herferða, meðal annars fyrir Levi's og Converse. Honum hefur gengið mjög vel,“ segir Tatíana sem er 21 árs en Eddi 25 ára. Eins og lygasaga Þau hafa verið saman í eitt og hálft ár en þau kynntust á Kaffibarnum á sínum tíma. „Þegar við kynntumst bjó ég í London en hann í Los Ang­ eles. Við hittumst á djamminu og dönsuðum saman í tvo tíma án þess að kynna okkur. Svo stakk ég hann bara af. Við hittumst svo aftur og viku seinna vorum við bara byrjuð saman og höfum verið saman síðan. Þetta hefur gengið rosalega vel þótt það hafi eiginlega allt verið á móti okkur. Við bjuggum hvort í sínu landinu og í rauninni trúði enginn að þetta myndi ganga hjá okkur. En þegar maður vill eitthvað nógu mik­ ið þá lætur maður það virka. Við viss­ um að þetta var það sem við vildum og börðumst fyrir því; við sjáum sko ekki eftir því. Við erum bara bestu vinir og ætl­ um alltaf að vera saman. Það er klisja en samt satt. Vinkonur mínar segja að þetta sé bara eins og í lygasögu, sambandið gengur það vel. Þetta var ást við fyrstu sýn.“ Á fræga aðdáendur Auk þess að spila með Steed Lord starfar Eddi sem sjálfstæður tónlistar­ maður. „Þar sem ég er ekki komin með „atvinnuvisa“ og má ekki vinna hef ég mikið verið að fylgja honum eftir. Hann er að spila í klúbbum og „pródúsera“ fyrir útvarp og aðra tón­ listarmenn. Hann er til dæmis að vinna náið með Red Wine sem er stór hipphopp pródúsent. Það eru fleiri stór og spennandi verkefni fram undan hjá honum. Eddi er bara svo hógvær, það vantar allt listamanna­ egó í hann,“ segir hún hlæjandi og játar því aðspurð að þau hafi rekist á frægar stjörnur í Los Angeles. „Eddi spilar á mörgum flottum stöðum og á ágætlega stóran hóp aðdáenda. Þar á meðal eru tónlistarkonan Kelis og kvikmyndagerðarmaðurinn Spike Lee. Annars kippir maður sér ekkert upp við það þótt maður sjái stjörnur.“ Tvær dívur Eddi bjó með Einari og Svölu áður en þau Tatíana fóru að vera saman. „Hann fékk sér íbúð þegar við byrj­ uðum saman. Það hefði aldrei virkað að hafa tvær dívur á einu heimili og því reyndum við það ekki einu sinni,“ segir hún hlæjandi að lokum. n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Flott par Eddi og Tatíana eru bæði með samning hjá Next-módelskrifstofunni. „Vinkonur mínar segja að þetta sé bara eins og í lygasögu Tatíana Ósk Tatíana hefur verið í fyrir- sætubransanum frá því hún var 15 ára. Ung og ástfangin Parið kynntist á Kaffibarnum fyrir tveimur árum. Ugla fékk 9 í Karlmenn og karlmennska Hefur aldrei verið jafn stolt og þegar Conchita sigraði í Eurovision U gla Stefanía Jónsdóttir, sem er að klára BA í fé­ lags­ og kynjafræði, fékk hvorki meira né minna en 9 í einkunn í áfanganum Karlar og karlmennska, sem að hennar eigin mati er frekar kaldhæðnislegt, þar sem hún er transkona. Ugla Stefanía, sem hefur verið áberandi í umræðu um jafnrétti, segir kúrsinn hafa verið áhuga­ verðan en hún mun einmitt hitta Raywyn Connell, höfund kennslu­ bókarinnar, sem einnig er trans­ kona, í júní. Aðspurð segir hún áhugann á kynjafræðum tilkom­ inn vegna eigin stöðu. „Og einnig vegna þeirra kerfa og norma sem mismuna mér og leyfa mér ekki að vera ég sjálf,“ segir Ugla sem er stödd á ráðstefnu hjá Evrópu­ ráðinu sem fjallar um hatursræðu gegn hinsegin fólki. Ugla segir sigur Conchitu í Eurovision gríðarlega mikilvægan. „Ég var ekki svo bjartsýn á að hún myndi vinna vegna þeirra gríðar­ legu fordóma sem ríkja í Evrópu. Nokkur lönd gengu jafnvel svo langt að safna undirskriftalistum til að fá hana dæmda úr keppni. Sem manneskja sem hefur upp­ lifað mikið einelti eins og Conchita fyrir að passa ekki inn í kassa sam­ félagsins er sigur hennar ógleym­ anlegt augnablik í mínu lífi. Sjald­ an hef ég verið jafn full stolts og hamingju en þegar það kom í ljós að hún hafði rústað þessari keppni. Útlit hennar ögrar svo sterku kerfi í okkar samfélagi; kerfi sem er svo kúgandi og þvingandi að það hindrar og kemur í veg fyrir að fólk geti fengið að vera það sjálft. Það takmarkar hamingju fólks og jaðarsetur þá sem passa ekki inn í það. Þess vegna er Conchita og boðskapur hennar gríðarlega mikil vægur og fallegur.“ n indiana@dv.is Ugla Stefanía Segir sigur Conchitu í Eurovision mikilvægan fyrir manneskju eins og sig. MyND BjarNI EIríkSSoN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.