Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1990, Page 13
Verslunarskýrslur 1989
óbreytt að meðaltali frá því sem var árið áður. Verð á
áli og kísiljámi hækkaði talsvert á árinu en sjávar-
afurðaverð lækkaði um 2% í erlendri mynt, miðað við
meðalgengi á viðskiptavog. Að frátalinni hækkun á
verði áls og kísiljáms hækkaði verð útfluttra afurða um
23,3% í krónum en í því felst að útflutningsverð hafi
lækkað um 2% í erlendum gjaldeyri.
Verðmæti vömútflutnings í krónum (að meðtöldum
gengisbreytingum og verðbreytingum í erlendum gjald-
eyri) jókst um 29,8% frá árinu 1988 til ársins 1989.
Sem fyrr segir er áætlað að útflutningsverð í krónum
hafi hækkað um 25,6% og að teknu tilliti til verð-
breytinga hefur útflutningurinn því aukist um 3,3% að
raungildi. Verðmæti innflutnings fob jókst um 16,9%
á árinu 1989, innflutningsverð er talið hafa hækkað um
30,0% í krónum - um 3,3% í erlendum gjaldeyri - og
því er innflutningurinn talinn hafa dregist saman um
rösklega 10% að raungildi.
I þessu sambandi skal tekið fram að vegna breytinga
á gerð verslunarskýrslna hefur ekki verið unnt að
reikna verðbreytingar útflutnings og innflutnings með
sama og jafn nákvæmum hætti og áður. Því er hér
stuðst við áætlaðar tölur Þjóðhagsstofnunar um
breytingar fob-verðs eins og fram kemur í 4. yfirliti.
Aætlanir um breytingar cif-verðs innflutnings em ekki
tiltækar en ætla má að þær hafi verið næsta svipaðar og
breytingar fob-verðs. Eftir þeim tölum sem hér hafa
verið tilgreindar um breytingar fob-verðs útflutnings
og innflutnings hafa viðskiptakjörin við útlönd
versnað um 3,4% milli áranna 1988 og 1989 en versnað
um 4,3% að undanskildum viðskiptum álverk-
smiðjunnar.
11
Gengi krónunnar Exchange rate developments.
5. yfirlit sýnir kaupgengi helstu gjaldmiðla árið 1989
og breytingar frá iyrra ári. Frá upphafi til loka ársins
1989 hækkaði meðalverð erlends gjaldeyris, mælt á
viðskiptavog, um 30,9%, sem svarar til 23,6% lækkun-
ar á meðalgengi krónunnar. Árið 1989 var meðalverð
erlends gjaldeyris, mælt á viðskiptavog, 25,8% hærra
en að meðaltali árið áður. Þetta svarar til þess að gengi
krónunnar hafi að meðaltali verið 20,5% lægra árið
1989 en árið 1988. Framangreindar tölur em miðaðar
við meðaltal kaupgengis og sölugengis en um 2%
munur var á breytingum þessara stærða á árinu 1989.
Frá upphafi til loka árs hækkaði meðalverð gjaldeyris,
vegið með hlutdeild í útflutningi (kaupgengi), um
29,6% en meðalverð, vegið með hlutdeild landa í
innflutningi (sölugengi), hækkaði um 32,3%. Yfir árið
hækkaði meðalverð innflutningsgjaldmiðla því um
2,1% umfram meðalverð útflutningsgjaldmiðla.
Gengisbreytingar á alþjóðavettvangi höfðu því
óhagstæð áhrif á þróun viðskiptakjara Islendinga frá
ársbyijun til ársloka ólíkt því sem var á árinu 1988.
English summary. In 1989, average export prices
are estimated to have risen by 25,6 per cent in Icelandic
krónur (ISK) which means that in foreign currency
they remained more or less unchanged fforn the previ-
ous year’s average. Import prices are estimated to have
risen by 30,0 per cent in ISK, around 3,3 per cent in
foreign currency. The terms of trade are thus estimated
to have deteriorated by 3.4 per cent between 1988 and
1989. The volume of exports is estimated to have in-
creased by 3.4 per cent but the volume of imports
decreased by some 10 per cent.
4. yflrlit. Verð- og magnvísitölur útflutnings og innflutnings 1980-1989
Tahle 4. Price and volume indices of exports and imports 1980-1989
Verðvísitölur príce indices Vörumagnsvísitölur volume indices
Útflutt fob exports Útflutt án áls exports less aluminium Innflutt cif imports Útflutt fob exports Útflutt án áls exports less aluminium Innflutt cif imports
1979 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
1980 148,5 146,5 155,1 107,6 110,5 106,8
1981 219,9 221,5 226,9 107,0 110,8 114,9
1982 345,1 353,1 353,1 88,2 89,4 116,2
1983 672,5 670,9 681,4 99,7 94,9 107,4
1984 819,8 799,0 816,4 103,5 104,4 116,5
1985 1.066,6 1.059,5 1.057,2 113,8 118,9 126,2
1986 1.288,4 1.290,4 1.222,1 125,5 131,2 133,3
1987 1.450,8 1.459,5 1.302,8 131,5 136,3 166,8
1988* 1.729,4 1.728,0 1.533,4 128,3 132,1 160,3
1989* 2.172,1 2.144,4 1.993,4 132,7 135,0 144,1
Heimild: Þjóðhagsstofnun * áætlaðar tölur * estimates