Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Side 2
2 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur
F
orsvarsmenn Stjörnugríss
slátruðu yfir 500 gyltum og
þurrkuðu þar með út stofn
inn að Brautarholti sem þeir
höfðu yfirtekið frá Arion
banka. Áfrýjunarnefnd Samkeppnis
eftirlitsins hefur aftur á móti ógilt
samþykkt Samkeppniseftirlits
ins á sölu Arion banka á búinu að
Brautar holti og Hýrumel. Kaupin
hafa verið ógilt en ljóst er að búið er
að gjörbreyta þeim rekstri sem fyr
ir var. Aðstandendur Stjörnu gríss
geta nú áfrýjað þessari ákvörðun en
líklegt er að ef sú ákvörðun fær að
standa muni búunum verða skilað
og framleiðslu þar alfarið hætt. Þetta
getur leitt til hærra afurðaverðs til
neytenda.
Aðkoma bankans
Arion banki tók yfir rekstur tveggja
svínabúa í febrúar 2010, annars veg
ar Hýrumels í Hálsasveit í Borgarfirði
og hins vegar Brautarholts á Kjalar
nesi. Með því varð bankinn einn
stærsti kjötframleiðandi á landinu
en ákveðið var að reka búin áfram
þar til kaupandi fyndist að búunum.
Búin voru tekin yfir vegna skulda
vanda búanna á þeim tíma.
Eigendur Hýrumels og Brautar
holts hafa ekki verið á eitt sáttir með
meðferð sinna mála hjá bankanum
og hafa þeir gagnrýnt bankann áður
í fjölmiðlum. Kristinn Gylfi Jónsson,
fyrrverandi eigandi Brautarholts,
sagði frá því í samtali við Morgun
blaðið að hann hafnaði þeim fullyrð
ingum bankans að látið hefði verið
reyna til fulls á samstarf við fyrri eig
endur Brautarholts um endurskipu
lagningu rekstrarins. Hann fullyrti
að bankinn hefði brotið verklags
reglur sínar en bankinn svaraði því
til að eftirlitsnefnd um skuldaað
lögun hefði skoðað úrlausn bank
ans, vegna skuldamála fyrirtækisins
sérstaklega og engar athugasemd
ir gert við niðurstöðu hans. Þá hafi
fyrirtækið ekki fullnægt þeim kröf
um sem gerðar eru til fyrirtækja um
beinu brautina svokölluðu auk þess
sem búið að Brautarholti hafi verið
gjaldþrota þegar beina brautin var
kynnt til sögunnar.
Lokað söluferli
Þegar búin tvö, Hýrumelur og
Brautar holt, fóru í sölumeðferð hjá
Arion banka var ákveðið að hafa
söluferlið lokað. Það er að segja,
salan var ekki auglýst opinberlega.
Bankinn ákvað einnig að bjóða út
rekstur beggja búanna í einu. Eins
og fram kemur í ákvörðun Sam
keppniseftirlitsins þá ákvað bank
inn að auglýsa söluna ekki opinber
lega auk þess sem hann gerði kröfu
um að nauðsynlegt eða æskilegt væri
að væntanlegir kaupendur hefðu
reynslu og þekkingu af rekstri svína
búa. Umsagnaraðilinn Baula, sem
veitti Samkeppniseftirlitinu umsögn
sína um málið, gerði athugasemdir
við þetta og taldi að með þessu hefði
bankinn mögulega þrengt hóp þeirra
sem hefðu haft áhuga á að kaupa
rekstur búanna. Einungis einn aðili
sýndi áhuga og fékk aðgang að gögn
um um búin en ákvað á endanum að
leggja ekki inn tilboð. Á endanum
var það svo Stjörnugrís sem tók yfir
búin tvö.
Árið 2005 seldi Kaupþing, for
veri Arion banka, eitt stærsta svínabú
landsins til fyrirtækis í óskyldum
rekstri segir í ákvörðun Samkeppn
iseftirlitsins. Hér ákvað því Arion
banki að fara með sölu svínabúanna
á annan hátt en áður hafði verið gert
af hálfu forvera hans. „Umsagnarað
ilar voru almennt sammála um að
hægt hefði verið að standa öðruvísi
að sölu búanna... Aðferð Arion banka
á sölu svínabúanna hefði hins vegar
þrengt mögulegan kaupendahóp og
hafi söluferlið verið sniðið að þörf
um Stjörnugríss. Arion banki hafi
ekki tekið tillit til samkeppnissjónar
miða og megi telja ólíklegt að Arion
banki hefði haft sama háttinn á við
sölu annarra fyrirtækja, t.d. Haga og
Heklu,“ segir meðal annars í ákvörð
un Samkeppniseftirlitsins um að
komu Arion banka að málinu. Einn
ig er sagt að betra hefði verið ef bæði
svínabúin hefðu hætt starfsemi en að
markaðsráðandi aðilum yrðu afhent
ar bæði fasteignir og bústofn. Kemur
fram í ákvörðuninni að ekki hafi verið
látið reyna á til hlítar samstarf við eig
endur svínabúsins í Brautarholti. Rétt
er að taka fram að í ákvörðun Sam
keppniseftirlitsins kemur fram að svo
hafi ekki þurft að vera að niðurstaðan
úr söluferli Arion banka hefði verið
önnur ef söluferlið hefði verið opið.
Gyltunum slátrað
Öllum gyltunum, meira en 500 tals
ins, hefur verið slátrað á svínabúinu
í Brautarholti. „Það er rétt. Það voru
yfir 500 gyltur þarna,“ segir Geir
Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri
Stjörnugríss, í samtali við DV og stað
festir að búið sé að þurrka út stofn
inn í Brautarholti. Í ákvörðun Sam
keppniseftirlitsins kemur fram að
Stjörnugrís hafi greint frá því í svar
bréfi að ýmsar óafturkræfar ákvarð
anir hafi verið teknar í rekstri bús
ins. Geir segir að bæði Arion banki
og Samkeppniseftirlitið hafi verið
upplýst um þær ákvarðanir sem hafi
verið teknar er snúa að breytingum
á rekstri búanna. „Samkeppniseftir
litið heimilaði tilteknar aðgerðir sem
þurfti að grípa til, til þess að upp
fylla kröfur annarra stjórnvalda um
aðbúnað og heilsuhætti, það er að
segja Matvælastofnunar. Það voru
einungis þær breytingar sem voru
gerðar með samþykki Samkeppnis
eftirlitins, sem voru meðal annars
slátrun á einhverjum gripum,“ segir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam
keppniseftirlitsins, um aðkomu þess
að málinu. Aðspurður segir hann að
Samkeppniseftirlitið hafi hins vegar
ekki gefið leyfi fyrir því að öllum gylt
unum yrði slátrað í Brautarholti. Eft
irlitið hafi verið upplýst um það eftir
að slátrunin fór fram.
„Þetta eru náttúrulega lifandi dýr
og landbúnaður og búið að breyt
ast mikið. Þetta eru ekki sömu búin
og voru þegar þetta var keypt. Það
er búið að slátra dýrum og breyta
rekstrinum öllum. Við erum búin
að reka þetta í heilt ár,“ segir Geir
n Svínastofn þurrkaður út í Brautarholti n Samkeppniseftirlitið vissi ekki af slátrun 500 gyltna
n Óljóst með framhaldið ef áfrýjunarnefnd staðfestir ógildingu samruna tveggja svínabúa
500 gyltur drepnar
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
„Það er búið að
slátra dýrum og
breyta rekstrinum öllum.
Áfrýjunarnefnd tekur við Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
segir að eftirlitið hafi heimilað tilteknar
aðgerðir sem farið var fram á af hálfu Mat-
vælastofnunar.
Reksturinn gjörbreyttur Geir Gunnar
Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss,
staðfesti að búið væri að slátra yfir 500
gyltum að Brautarholti.
Svínin drepin Stjörnugrís
gerði óafturkræfar breyting-
ar á búunum að Brautarholti
og Hýrumel og slátraði
meðal annars heilum stofni
í búinu að Brautarholti.