Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Qupperneq 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 3. ágúst 2011 O rðalagið „beint eða óbeint“ var fellt út úr fyrstu efnis- grein 34. greinar stjórnar- skrárfrumvarps sem fjallar um náttúruauðlindir eft- ir seinni umræðu stjónlagaráðs um frumvarp til stjórnlaga. Orðalagið kom inn í greinina eftir að breytingar- tillaga um að skeyta orðalaginu inn í var samþykkt. Þegar sú breytingartil- laga var samþykkt leit greinin svona út: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Eng- inn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja, beint eða óbeint.“ Orðalagið var sett inn til að árétta enn frekar að ekki yrði heimilt að veðsetja kvóta en eftir að orðalaginu var breytt vilja sumir hverjir meina að það muni gefa útgerðarmönnum tækifæri til að halda áfram að veð- setja kvótann óbeint. Það væri til dæmis gert með því að binda kvót- ann við fiskiskip og veðsetja svo skip- ið en ekki kvótann sjálfann. Tillagan kom seint fram „Þetta er tillaga sem kemur mjög seint fram, fólk hefur litlar upplýs- ingar. Þetta er eitthvað sem lítur vel út á yfirborðinu,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, formaður A-nefndar sem sá meðal annars um auðlinda- mál, um breytingatillöguna sem samþykkt var eftir fyrri umræðu með átján atkvæðum gegn þremur. Nefndirnar þrjár höfðu hins vegar vald til að gera breytingartillögur eft- ir fyrri umræðu um frumvarpsdrög og það nýtti A-nefndin sér. „Þegar þú kemur með orðalag sem getur haft efnislegar afleiðingar, þá er bara mjög erfitt að taka ábyrgð á því á tveimur dögum, að það hafi þær afleiðingar sem þú vilt,“ sagði Silja Bára enn frekar en nefndin mat það svo að ekki væru forsendur til að setja orðin inn enda hefði það ekki verið rætt við sérfræðinga. Hún segir það þó skýrt samkvæmt frumvarpinu að auðlindirnar megi aldrei veðsetja. „Ég held að túlkunin á þessari grein eigi ekkert að breyt- ast neitt þó að þetta orðalag sé inni,“ sagði Silja Bára. Telur ekki færi á mistúlkun „Þetta er góður jarðvegur fyrir góð lög um auðlind. Það má alltaf deila um það hversu langt á að fara í stjórnarskrá að skrifa lög,“ sagði Lýð- ur Árnason sem fór fyrir breytingar- tillögunni en hann er sáttur við 34. greinina eins og hún stendur í frum- varpinu þó breytingartillagan hafi dottið út. „Þetta er skýrt eins og þetta er og þetta ætti ekki að gefa færi á mistúlkunum,“ sagði Lýður og bætti við að í dag væru lög um fiskveiði- stjórnun túlkuð á mismunandi hátt. Hugmyndin á bak við tillög- una hafi verið sú að koma í veg fyr- ir óbeina veðsetningu kvóta líkt og tíðkist í dag. „Það má ekki, sam- kvæmt lögum samningsveiða, veð- setja aflaheimildir en það er gert með því að hengja á báta,“ segir Lýð- ur sem vildi í ljósi reynslunnar bæta þessu orðalagi við. Hann gerir sér hins vegar grein fyrir því að ólík sjón- armið séu uppi og að sumir vilji leyfa verslun með nýtingarrétt í stjórnar- skrá. „Þetta er bara eins og í pólitík, sumt fæst í gegn og annað ekki.“ Lýður sagði einnig að nokkrir full- trúar hefðu reiknað með því að fyrn- ingarleið eða eitthvert annað kerfi tæki við af núverandi kerfi. „Ég veit bara ekkert hvað tekur við,“ sagði Lýður hins vegar hreint út. n Orðalagið „beint eða óbeint“ fór inn og út úr drögunum n Telja ákvæði í núverandi frumvarpi nógu skýrt „Þetta er skýrt eins og þetta er og þetta ætti ekki að gefa færi á mistúlkunum. Sáttur Lýður kveðst vera sáttur við 34. greinina þó breytingartillagan hafi dottið út. Skýrt Silja Bára segir það skýrt að auðlindirnar megi aldrei veðsetja. Hafa áhyggjur af óbeinum veðsetningum Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is Ótti Óttast er að útgerðar- menn finni tækifæri til að fara á svig við stjórnarskrána með því að veðsetja kvóta óbeint.500 gyltur drepnar Gunnar hjá Stjörnugrís sem segist ekki sjá hvernig hægt sé að snúa ferl- inum með einföldum hætti. Um sé að ræða mjög flókinn feril að hans mati. Í þessu tilviki er ekki um ein- falda verksmiðju að ræða sem hægt sé að skila til baka eins og hún var þegar tekið var við henni. „Við erum bara með ákveðið magn og höfum verið að sinna því. Þetta var tekið út og reksturinn var tvinnaður saman við reksturinn okk- ar. Þetta hefur slæm áhrif á rekstur- inn hjá okkur og ófyrirsjáanlegar af- leiðingar á framleiðslu á svínakjöti. Það er að segja ef þetta verður skrúf- að til baka,“ segir Geir Gunnar sem telur líklegt að verð muni hækka ef allt fer á versta veg og búunum lokað. Í kjölfarið mun líklega verða skortur á svínakjöti sem mun leiða til verð- hækkunar á neytendamarkaði. Kom á óvart Geir Gunnar segir að úrskurður- inn hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu. „Núna er orðið ár síðan. Þeir leyfðu þetta fyrst en ógilda þetta núna,“ segir Geir sem upplýsir að reksturinn sem slíkur sé með gerólík- um hætti miðað við það sem áður var. Búið er að breyta rekstrinum að Brautarholti með þeim hætti að þar er engin framleiðsla lengur eftir að öllum gyltunum var slátrað. Þar er einungis uppeldisaðstaða. Á Hýru- mel er hins vegar mjög lítil uppeld- isaðstaða, mun minni en áður var. Breytingar voru gerðar að ósk Matvælastofnunar samkvæmt Geir Gunnari og var til að mynda búi Staf- holtsveggja, sem var uppeldisbú og tilheyrði Hýrumel, lokað tiltölulega fljótt vegna kröfu frá stofnuninni. Þetta var gert á grundvelli aðstöðu og dýraverndar. Samkvæmt Gunn- ari var því öllu slátrað og búinu lok- að. Að Brautarholti var eins og fyrr segir gyltunum slátrað og er þar eng- in framleiðsla lengur. Að sögn Geirs Gunnars voru margir hlutir sem þar spiluðu inn í. Umhverfismál, slæm aðstaða dýra, lélegur stofn auk þess sem ekki var pláss fyrir þá fram- leiðslu inni hjá Stjörnugrís. Ef ákvörðun áfrýjunarnefndar Samkeppniseftirlitsins fær að standa er ljóst að það mun valda nokkrum vandkvæðum fyrir alla aðila máls- ins. Samkeppniseftirlitið þarf að ákveða til hvaða aðgerða hægt sé að grípa svo unnt sé að ógilda samrun- ann. Þar sem aðgerðir á borð við þá að slátra heilum bústofni eru óaft- urkræfar þyrfti því eftirlitið að mæla með aðgerðum til að jafna út þær aðgerðir sem Stjörnugrís hefur grip- ið til nú þegar. Því gæti Stjörnugr- ís meðal annars neyðst til að láta af hendi dýr úr eigin stofni til að bæta upp fyrir þau dýr sem slátrað var að Brautarholti. Bankinn mun væntan- lega fá búin tvö aftur í hendurnar. Í hvaða standi búin verða á eftir að koma í ljós. Búin eru ekki lengur rek- in eins og tvær rekstrareiningar eins og áður var, áður en búin voru seld til Stjörnu gríss. Áfram í meðferð áfrýjunar- nefndar Geir Gunnar segir að Stjörnugrís muni áfrýja niðurstöðu Samkeppnis- eftirlitsins um ógildingu samrunans. Þegar Stjörnugrís skilar inn sinni áfrýjun er ljóst að nefndin þarf að taka málið aftur til skoðunar með athugasemdir Stjörnugríss til hlið- sjónar. Páll Gunnar segir að Sam- keppniseftirlitið muni í framhaldinu, verði ákvörðunin staðfest af áfrýjun- arnefnd, taka það til sérstakrar skoð- unar hvort eftirlitið þurfi að fylgja ógildingunni eftir. Það er að segja hvort eftirlitið þurfa að mæla fyrir um einhverjar tilteknar aðgerðir nái ógildingin fram að ganga. Slíkt sé aft- ur á móti ekki tímabært að fullyrða um á þessu stigi því allar líkur séu á að málið komi aftur til kasta áfrýjun- arnefndar. Skrifleg rökstudd kæra skal ber- ast áfrýjunarnefndinni innan fjög- urra vikna frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun Samkeppnis- eftirlitsins, eins og segir á heimasíðu eftirlitsins. Þar kemur einnig fram að úrskurður nefndarinnar skuli liggja fyrir innan sex vikna frá áfrýjun. Afleiðingar Ljóst er, eins og kemur fram í máli Samkeppniseftirlitsins, að salan á búunum tveimur til Stjörnugríss skekkir stöðu samkeppnismála hvað varðar svínabú hér á landi. Stjörnu- grís var stærsti aðilinn á markaðn- um fyrir samrunann en eftir að hann gekk í gegn er Stjörnugrís með yfir 60 prósent af markaðnum. Í dag er búið að breyta rekstri búanna með þeim hætti að búin tvö geta ekki starfað sjálfstætt yrði þeim skilað í dag. Engin stofn er lengur til staðar að Brautar- holti og getur tekið fleiri mánuði að byggja upp nýjan stofn. Á Hýrumel er svo önnur staða, en þar getur búið ekki starfað án utanaðkomandi upp- eldisaðstöðu vegna þeirra breytinga sem gerðar hafa verið. Þar er fram- leiðsla á svínakjöti fyrir hendi en mjög lítil uppeldisaðstaða. Ljóst er að ef búin tvö verða lögð niður muni framleiðsla á svínakjöti hér á landi minnka. Aðilar innan svínaræktunar telja að þetta sé lík- leg niðurstaða ef áfrýjunarnefnd Samkeppniseftirlitsins staðfestir úr- skurðinn um að ógilda samrunann. Slík niðurstaða getur þá leitt til hærra verðs til neytenda. Stjörnugrís myndi þá til að mynda framleiða svipað magn og áður en til samrunans kom en fá hærra verð fyrir sínar afurðir. Þetta er vegna þess að heildarfram- leiðsla mun minnka í svínarækt á Ís- landi. Það verða því neytendur sem tapa á þessari undarlegu atburðarás sem hefur átt sér stað í svínarækt hér á landi. Gyltunum slátrað Öllum gyltunum var slátrað í búinu að Brautarholti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.