Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur „Við ætlum að opna aðra búð á Garðatorgi í Garðabæ á haustdög- um,“ segir Eiríkur Sigurðsson, eig- andi verslunarinnar Víðis, í Skeif- unni. Ekki eru nema tveir eða þrír mánuðir síðan fyrsta verslun Víðis var opnuð í Skeifunni. Spurður hvort opnun nýrrar búðar megi rekja til þess að rekst- urinn hafi farið vel af stað segir Ei- ríkur að svo sé. „Það hefur gengið mjög vel. Við erum þakklát fyrir það hvað við höfum fengið mikið af kúnnum. Ástæðan fyrir því að við erum að opna aðra verslun er sú að neytendur hafa tekið okkur vel,“ segir Eiríkur sem rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Helgu Gísladóttur. Hann segir ekkert hæft í því að bróðir hans, Matthías í Eu- ropris, sé með honum í rekstrinum. „Þetta eru bara við hjónin,“ segir hann. Góðar móttökur Þegar fyrsta verslunin var opn- uð var rætt um að Eiríkur, sem er gjarnan kenndur við 10-11, hefði í hyggju að opna fjölmargar versl- anir á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir ekkert ákveðið í þeim efnum. „Það gengur vel núna og við finn- um að það er eftirspurn í dag. Það er hins vegar alltaf þannig að kúnn- inn ræður ferðinni,“ segir Eiríkur sem neitar því að fleiri verslanir séu þegar í farvatninu. Hann segist aðspurður finna fyrir því að neyt- endur fagni aukinni fjölbreytni á matvörumarkaði. „Fólk hefur tek- ið okkur virkilega vel,“ segir hann ánægður. Til stendur að opna búð- ina í lok september eða byrjun október. Hann segist ekki vera bú- inn að ráða í öll störf. „Við erum að leita að fólki.“ Næstlægstir Ljóst má vera að með tilkomu Víðis hefur aukin harka færst í sam- keppni um viðskiptavinina. Val- möguleikarnir eru fleiri og Víðir hefur gefið sig út fyrir að vera svo- kölluð lágvöruverðsverslun. Í verð- könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði um mánaðamótin júní-júlí kom í ljós að Víðir var sú verslun sem næstoftast bauð lægsta verð- ið. Bónus var með lægsta verðið í 38 tilvikum af 79 en á hæla Bónus kom Víðir, sem var með lægsta verð- ið í 15 tilvikum. Víðir skaut þannig verslunum á borð við Krónuna og Fjarðarkaup ref fyrir rass. Víst má telja að með opnun annarrar versl- unar velgi Eiríkur risunum á mark- aði undir uggum. Eiríkur segist þó aðspurður ekki hafa fundið fyrir óvild í sinn garð eða andstöðu við áform sín. n Eiríkur Sigurðsson í Víði opnar aðra búð í haust n Búðin verður á Garðatorgi í Garðabæ n Kúnninn ræður ferðinni, segir Eiríkur n Næstoftast ódýrastir Ræðst gegn þeim stóRu Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Færa út kvíarnar Víðir hefur komið vel út úr verðkönnunum og neytendur virðast kunna vel að meta valkostinn. MyNd Eyþór ÁrNaSoN Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum RAFSTÖÐVAR Arges einfasa Rafstöð HD6500 Bensín m/rafstarti 5,2KW 98.900,- Arges einfasa Rafstöð HD3800 Bensín m/rafstarti 3,2KW 87.900,- „Við erum að leita að fólki. Önnur búðin Víðir opnar í Garðabæ í haust. MyNd Eyþór ÁrNaSoN Heppinn ökumaður: Sofandi á ofsahraða Lögreglan á Vestfjörðum stöðvaði í vikunni mann sem ók á 130 kílómetra hraða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kvaðst maðurinn hafa sofnað undir stýri. Hann þakkaði lögreglu- mönnunum fyrir að hafa gefið sér merki um að stöðva, því hann hafi rankað við sér þegar farþegar í bílnum bentu honum á að lögreglan væri að gefa honum bendingu um að stöðva. Alls voru 29 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum í síð- ustu viku, en sá ofangreindi var sá sem hraðast ók. Þá voru tveir stöðvað- ir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Sex umferðaróhöpp urðu, þar af tvö þar sem fólk slasaðist lítillega. Þá drápust tvær ær og eitt lamb þegar ekið var á dýrin í vikunni. Á dansleik í íþróttahúsinu á Torf- nesi varð það óhapp að einn gesta fór upp á sviðið, en ekki fór betur en svo að hann datt fram af sviðinu og lenti illa á andlitið. Meiðsli hans voru talin það alvarleg að hann var fluttur með þyrlu LHG á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er vitað um líðan mannsins. Helgi skipaður vararíkis­ saksóknari Helgi Magnús Gunnarsson hefur verið skipaður í embætti vara- ríkissaksóknara við embætti ríkissaksókn- ara. Það var Ögmund- ur Jónasson innanríkis- ráðherra sem skipaði Helga í embættið á þriðjudag. Helgi Magnús er fæddur 4. desember 1964. Hann lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla Íslands 1998 og stundaði framhaldsnám á há- skólastigi í rannsókn og saksókn efnahagsbrota við Polithøgskolen árin 2004 og 2005.  Helgi Magnús hefur verið sak- sóknari efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra frá árinu 2007, en hefur verið í leyfi frá þeim störfum síðan haustið 2010 þegar hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. Umsækjandi hjá RÚV æfur vegna birtingar lista: „Ég er mjög prívat manneskja“ Mátti birta listann RÚV var heimilt að opinbera lista yfir umsækjendur. Persónuvernd hefur fellt þann úr- skurð að RÚV hafi mátt birta pers- ónuupplýsingar um konu sem sótti um sumarstarf hjá fyrirtækinu í vor. Konan var ósátt við að listi yfir um- sækjendur um sumarafleysingastörf á fréttastofu RÚV hefði verið birt- ur opinberlega. Það hefði ekki verið tekið fram þegar hún sótti um starfið. „Ég fer fram á að þetta verði tek- ið fyrir hjá Persónuvernd þar sem ég er mjög prívat manneskja og starfa mikið með öðrum miðlum og mun þetta því geta eyðilagt önnur verk- efni fyrir mér. Ósk mín um að um- sóknin væri dregin til baka var ekki virt, né það að ég hef engan áhuga á því að vera partur af einhverjum „fjölmiðlasirkus“ sem kemur í kjölfar að svona nafnalisti er birtur á helstu netmiðlum landsins,“ skrifaði konan í kvörtuninni. Hún sagði enn fremur að hatrammt stríð væri á milli miðl- anna sem hún hefði engan áhuga á að taka þátt í. „Ég hélt að RÚV, rík- issjónvarp allra landsmanna, væri stýrt með faglegri starfsháttum en þetta. Hér með sendi ég málið til Persónuverndar og lít málið mjög al- varlegum augum.“ RÚV svaraði því til að því bæri að útbúa umræddan lista yfir nöfn, heimilisföng og starfsheiti þeirra einstaklinga sem sóttu um stöðuna. Í úrskurði Persónuverndar segir að þar sem RÚV er sjálfstætt hlutafélag í opinberri eigu gildi upplýsingalög um aðgang almennings að gögnum í vörslum þess. Því hafi RÚV verið heimilt að afhenda almenningi pers- ónuupplýsingar um umsókn kon- unnar. baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.