Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur Nýliðinn júlímánuður: Ekki kaldari í fimm ár Nýliðinn júlímánuður er sá kaldasti í fimm ár. Á höfuðborgarsvæðinu að minnsta kosti. Einar Sveinbjörns- son veðurfræðingur bendir á þetta á veðurbloggi sínu. Meðalhitinn var 12,2 gráður og segir Einar að þegar meðalhiti einhvern sumarmánað- anna kemst í tólf gráður eða meira megi hiklaust flokka þann mánuð til „gæðamánaða“ eins og Einar orðar það. „Málið er að júlí 2007, 2008, 2009 og 2010 voru allir hlýrri en nú og aldrei verið hlýrra en í fyrra 13,0°C (sama með 1991). Ef Norðaustan- og austanvert landið er undanskilið erum við þessi árin að upplifa þessa líka fínu sumartíð,“ segir Einar og bendir á að meðalhitinn á Akureyri hafi verið alveg um tólf gráður. Hann segir það fremur óalgengt að meðal- hitinn nái tólf gráðum bæði á Akur- eyri og í Reykjavík. „Það gerðist þó góðu sumrin 2008 og 1991, það er í júlí og eins í ágúst 2004.“ Einar segir að úrkoma hafi end- að með að vera nærri meðallagi í Reykjavík, eða 45,7 mm. Mjög þurrt var á Akureyri, en úrkoman mæld- ist 8,8 mm. „Fyrirvari er gerður við þessar tölur þar til Veðurstofan hef- ur yfirfarið mælingarnar og gefið út sitt yfirlit.“ Kannabisræktun í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntun við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Lögregla lagði einnig hald á tæki og tól sem notuð voru við ræktunina. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum kemur fram að húsráðandi hafi verið færður til yfirheyrslu vegna máls- ins. Viðurkenndi hann aðild sína að málinu. Talið er að fleiri tengist ræktuninni og er málið í rannsókn. Leyfislaus í laxveiði Lögreglan á Selfossi hafði hendur í hári karlmanns af erlendum upp- runa sem var í leyfisleysi við stang- veiði í Ölfusá. Maðurinn bar við van- kunnáttu á reglum um veiðar í ám á Íslandi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann hafi verið kærður fyrir brot á lögum um lax- og silungs- veiði. Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í liðinni viku. 24 ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt, en einn þeirra mældist á 149 kílómetra hraða. Hans bíður ökuleyfissvipting í einn mánuð auk 130 þúsund króna sektar. Þá voru sex ökumenn stöðv- aðir grunaðir um akstur undir áhrif- um áfengis. Einn þeirra er talinn hafa verið undir áhrifum fíkniefna að auki. É g get ekki sagt að hátíðin hafi gengið vel þegar svona mál koma upp,“ segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, en þar fékk lögreglan tvær nauðgunarkærur um verslunarmannahelgina. Um helg- ina leituðu þrír til Neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvoginum vegna nauðgana um helgina, tveir til Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja og einn til Sjúkrahússins á Akureyri þar sem ein nauðgun átti sér stað. Þar að auki var ein nauðgunartilraun kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir að nauðganir séu al- gengari á útihátíðum en annars stað- ar því þar komi saman mikill fjöldi fólks. Í fyrra var leitað til Stígamóta vegna 350 mála, sifjaspella, vændis og nauðgana. Þar af fóru brotin fram á eða við skemmtistað í tíu tilfellum, utandyra í 32 tilvikum og í fjórtán til- vikum á útihátíð. Nú virðast fleiri nauðganir til- kynntar strax eftir þessar skemmt- anir, þótt enn hafi þó enginn leitað til Stígamóta vegna nauðgana enda segir Guðrún að þær sem hafi kjark til þess að leita sér strax hjálpar fari yfirleitt frekar til Neyðarmóttöku vegna nauðgana og hvetur hún alla til þess. Það sé ekki fyrr en seinna sem þær leiti til Stígamóta eins og í fyrra þegar þær voru að koma allt árið vegna kynferðisofbeldis sem þær voru beittar um verslunar- mannahelgina. „Það er mjög hætt við því að þær séu því fleiri sem enn eiga eftir að leita sér hjálpar.“ Slæm auglýsing Fyrstu viðbrögð mótshaldara eftir hátíðirnar í ár voru þau að þær hefðu heppnast vel þótt kynferðisbrotin vörpuðu vissulega sínum skugga á þær. Síðar steig mótshaldari í Eyjum fram og sagðist harma þau nauðgun- armál sem þar komu upp. „Það olli mér líka vonbrigðum hvernig móts- haldarar reyndu enn að halda uppi ímyndinni um að helgin hafi far- ið vel fram, þeir væru sáttir og svo framvegis, vegna þess að nauðganir eru næsti bær við morð og geta haft lífslangar afleiðingar fyrir þær sem eru beittar þeim. Ég get ómögulega séð fyrir mér vel heppnaða hátíð þar sem nauðganir eru framdar.“ Fyrir hátíðina sagði Páll Schev- ing Ingvarsson, formaður þjóðhá- tíðarnefndar í Vestmannaeyjum, að svo virtist sem Stígamót leituðu uppi vandræði og nærðust á vanda- málum. Stígamót gætu því borgað sig inn á hátíðarsvæðið og komið sér upp aðstöðu. Á mánudag spurði hann svo hvort blaðamaður Frétta- blaðsins héldi að þessi brot hefðu ekki verið framin ef starfskona Stíga- móta hefði verið á svæðinu þegar hann var inntur eftir því hvort það hefði verið heppilegra að Stígamóta- konur væru á svæðinu. Um þetta segir Guðrún: „Ég veit að þeir sem halda útihátíð þéna gífurlega mikla peninga á því. Það kemur ekki vel út þegar þú ert að kynna eitthvað sem á að vera skemmtilegt og aðlaðandi að halda á sama tíma uppi umræðu um ofbeldi og þessar ljótu skugga- hliðar hátíðanna. Þannig að það er til staðar þrýstingur um að þagga þessi mál niður og sleppa því að setja þau á dagskrá. En við sem höfum hitt jafn marga og raun ber vitni sem hafa aðra sögu að segja getum ekki látið undan slíkum þrýstingi.“ Aðstæður þar sem hætta er á nauðgunum „Annars hefur það aldrei verið ein- hver metnaður hjá okkur að við séum alls staðar að passa upp á fólk, enda væri það þá aumt samfélag ef við værum þær einu sem gætum verið að streitast á móti slíku. Sem betur fer eru ýmsir sem hafa látið sig mál- ið varða og fagfólk á að kunna áfalla- hjálp. Við gerum bara þá kröfu að áfallahjálp sé til staðar og mjög sýni- leg, og að öryggis sé gætt í hvívetna,“ segir Guðrún. Þá segir hún að það væri fróðlegt að vita hversu sýnileg áfallahjálpin er á Þjóðhátíð. „Ef þú þarft að tala við lækni eða lögreglu eða þarft á kló- settið færðu að vita hvar þú gerir það. En er það ljóst hvert þú átt að leita ef þú ert beitt kynferðisofbeldi? Veistu hvort þú átt að fara í sjúkratjaldið, til lögreglunnar eða hvað? Þar rekumst við alltaf á vegg því það er ekki góð auglýsing að það sé gert ráð fyrir nauðgunum á útihátíð. Með því ertu að viðurkenna að þú sért ekki að bjóða upp á heilbrigða skemmtun heldur sért þú um leið að bjóða upp á aðstæður þar sem hætta er á að stúlkum sé nauðgað.“ Jóhannes bendir hins vegar á að á Þjóðhátíð sé sérhús þar sem læknar geri að sárum fólks og þar taki fag- aðilar á móti þolendum sem lenda í áföllum. „Þetta vita gæslumenn og þeir vísa fólki þangað ef á þarf að halda. Þar eru starfsmenn félagsþjón- ustunnar í Vestmannaeyjum á vakt og það er mikið til þeirra leitað. Auk þeirra var doktor í sálfræði sem hefur starfað lengi í Danmörku á einni vakt- inni.“ Lögreglan í naflaskoðun Hann segir einnig að lögreglan hafi átt mjög gott samstarf við mótshald- ara sem hafa tekið tillit til ábend- inga lögreglunnar en talið er að há- tíðin í ár sé þriðja stærsta hátíðin til þessa. Í fyrra voru öll met slegin þeg- ar þjóðhátíðargestir voru 17.000 tals- ins en nú voru þeir ívið færri eða um 14.000. Aðspurður segist hann ekki halda að fjöldinn sé einfaldlega of mikill svo hægt sé að koma í veg fyrir svona ofbeldi. „Ég held ekki. Það fór vel um alla, það var nóg pláss og við gátum sinnt öllum. Í fyrra var engin nauðgun kærð til lögreglunnar eftir Þjóðhátíð og mér dettur ekkert í hug sem skýrir þetta núna. Það er bara þannig að þegar fólk er undir áhrifum og er að skemmta sér á svona stöðum geta þessi óhöpp komið upp, því miður. Þetta gerist því miður oft þegar fólk er að skemmta sér. Það þarf að segj- ast eins og það er að það þarf ekki útihátíð til að svona gerist. Um helg- ar koma svona mál oft upp í miðbæ Reykjavíkur. Við höfum lagt okkur fram við að gera þetta eins vel og hægt er. Það er gríðarlega öflug gæsla á svæðinu og hátt í 200 manns að sinna henni. Við erum með sjúkraflutningamenn, sjúkrabíla og sérhæft starfsfólk, fé- lagsfræðinga og sálfræðinga sem sinna sálgæslu og fast fólk í barna- verndarmálum. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að bera betur. En við erum auðvitað miður okkar yfir því að þetta gerist á okkar hátíð og erum í ákveðinni naflaskoðun varð- andi það.“ Eflast við hjálpina Að lokum segir Guðrún að flestar konur sem verða fyrir nauðgun reyni að halda áfram með líf sitt og láta sem ekkert sé. „Þær trúa því að þær muni komast yfir þetta með því að ýta þessu frá sér og gleyma óþægilegum minn- ingum. Það getur tekið langan tíma að átta sig á því að það er ekki svo ein- falt og viðurkenna að þær gætu haft gott af hjálpinni. Það er þess virði að stíga þetta skref. Það sem gerir starfið okkar á Stígamótum svo ánægjulegt er nefnilega að við sjáum fólk eflast og styrkjast og ná bættum lífsgæðum við það. Kasta af sér órökréttri skömm og sektarkennd.“ n 14 nauðganir á útihátíðum árið 2010 n Þegar búið að tilkynna sex nauðganir í ár n „Mér dettur ekkert í hug sem skýrir þetta,“ segir yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum„Það er bara þann- ig að þegar fólk er undir áhrifum og er að skemmta sér á svona stöðum geta þessi óhöpp komið upp, því miður. „NauðgaNir eru Næsti bær við morð“ Þjóðhátíð í Eyjum Tvær nauðgunarkærur hafa borist til lögregl- unnar í Vestmannaeyjum eftir Þjóðhátíð sem haldin var um helgina. Gekk ekki vel Jóhannes Ólafsson, yfir- lögregluþjónn í Vestmannaeyjum, segist ekki geta sagt að hátíðin hafi gengið vel, vegna þeirra mála sem upp komu. Á von á fleirum Guðrún Jónsdóttir, tals- kona Stígamóta, á von á því að fleiri konur eigi eftir að leita sér hjálpar eftir verslunar- mannahelgina. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.