Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2011, Side 12
12 | Fréttir 3. ágúst 2011 Miðvikudagur
Fjármálaráðuneytið birti uppgjör
á ríkisreikningi síðasta þriðjudag. Í
honum eru birtar upplýsingar um
eign ríkissjóðs í fjármálastofnunum.
Fer ríkið nú með eignarhlut í Lands-
bankanum, Arion banka og Íslands-
banka sem metinn er á 140 milljarða
króna og eignarhlut í sjö sparisjóðum
sem metinn er á 3,5 milljarða króna.
Auk þess hefur ríkissjóður veitt Arion
banka og Íslandsbanka víkjandi lán
upp á nærri 55 milljarða króna. Nema
umrædd framlög nærri 200 milljörð-
um króna.
Fer framlag til SpKef úr 900
milljónum í 38 milljarða?
Þess skal getið að inni í umræddri
tölu fyrir sparisjóðina bókfærir rík-
issjóður framlag sitt til Sparisjóðs
Keflavíkur (SpKef) á 860 milljónir
króna sem sparisjóðurinn fékk í apríl
í fyrra til þess að vera starfhæfur. Stöð
2 greindi nýlega frá því að svo gæti
farið að ríkissjóður þyrfti að leggja
SpKef til allt að 38 milljarða króna til
þess að sparisjóðurinn uppfylli kröf-
ur um eiginfjárhlutfall. Er talið að ís-
lenska ríkið og fulltrúar SpKef hafi of-
metið eigið fé sjóðsins um nærri 20
milljarða króna. Mátu þeir eigið fé
sjóðsins neikvætt um 11,2 milljarða
króna en samkvæmt mati Lands-
bankans er eigið fé neikætt um 30
milljarða króna.
Í þessu samhengi má nefna að
heildarkostnaður vegna Icesave-
samnings sem felldur var í síðustu
kosningu var talinn verða um 32
milljarða króna líkt og Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
in, benti á í grein í Morgunblaðinu á
dögunum. Því gæti kostnaður ríkis-
ins vegna yfirtökunnar á SpKef orðið
mun hærri en það.
Óupplýst um tap á sölu Byrs
Það vekur einnig athygli að ríkis-
sjóður bókfærir hlut sinn í Byr spari-
sjóði á 900 milljónir króna en Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
hefur ekki viljað upplýsa um hversu
miklu ríkissjóður tapaði á sölu Byrs
til Íslandsbanka sem nýlega var til-
kynnt um. Í október var tilkynnt um
samkomulag fjármálaráðuneytisins
við Byr um að sparisjóðurinn fengi
fimm milljarða króna víkjandi lán
frá ríkinu á markaðskjörum til tíu
ára, sem ráðgert var að Byr greiddi til
baka á fimm árum. Myndi ríkið eign-
ast 5,2 prósenta hlut í sparisjóðnum
en 94,8 prósenta hlutur yrði eign Byrs
sparisjóðs en í vörslu og umsjón fjár-
málaráðuneytisins, í samstarfi við
slitastjórn Byrs. Í núverandi ríkis-
reikningi er tekið fram að þar sem
ársreikningar SpKef og Byrs hafi ekki
verið frágengnir fyrir árið 2010 séu
þeir ekki teknir með inn í uppgjörið
á ríkisreikningnum.
Verður halli ríkissjóðs 90
milljarðar í stað 37?
Ríkisstjórn þeirra Jóhönnu Sigurð-
ardóttur og Steingríms J. Sigfússon-
ar hefur sætt mikilli andstöðu upp á
síðkastið vegna halla á ríkissjóði um-
fram áætlanir. Nú nýlega var tilkynnt
um afkomu ríkissjóðs fyrir fyrstu
fimm mánuði ársins. Þar kom fram að
tekjuhalli ríkissjóðs væri þegar kom-
inn í 27 milljarða króna á fyrstu fimm
mánuðum ársins en núverandi fjár-
lög gera ráð fyrir 37 milljarða króna
halla fyrir allt árið. Er nú talið að inn
í afkomu ríkissjóðs vanti nokkra stóra
liði eins og framlög til Íbúðalánasjóðs
upp á að minnsta kosti tólf milljarða
króna, 38 milljarða króna vegna yf-
irtöku Landsbankans á Sparisjóði
Keflavíkur, samkvæmt nýjustu tölum
og líklega tíu milljarða króna vegna
kostnaðar við nýja kjarasamninga
ríkisstarfsmanna og svo mætti lengi
telja. Þannig gæti hallinn farið í allt að
90 milljarða króna í stað 37 milljarða
króna eins og lagt var upp með í nú-
verandi fjárlagafrumvarpi.
Samkvæmt ríkisreikningi var tekju-
jöfnuður ríkissjóðs neikvæður um
123 milljarða króna á síðasta ári en
gert var ráð fyrir að hann yrði 82
milljarðar króna, samkvæmt fjár-
lögum. Varð raunin 41 milljarði
króna verri og munaði miklu um 33
milljarða króna framlag ríkissjóðs
til Íbúðalánasjóðs. Það jákvæða
var þó að fjármagnskostnaður rík-
issjóðs lækkaði úr 84,3 milljörð-
um króna árið 2009 í 68,1 milljarð
króna árið 2010 eða um nærri 20
prósent. Skýrist það að mestu af
lágu vaxtastigi innanlands.
Nú berast hins vegar fréttir af
því að Seðlabankinn ætli sér að
hækka stýrivexti sem þýðir aukin
vaxtakostnað fyrir ríkissjóð. Sam-
kvæmt nýjustu markaðsupplýs-
ingunum frá Lánamálum ríkisins
nema skuldir ríkissjóðs í dag 1.430
milljörðum króna og þar af nema
innlendar skuldir rúmlega 1.000
milljörðum króna. Þannig myndi
eitt prósent hækkun á vöxtum þýða
að vaxtakostnaður ríkisins innan-
lands myndi hækka um tíu millj-
arða króna á ári.
Einnig má nefna að nú berast
fréttir af átökum innan Samfylk-
ingarinnar og Vinstri grænna vegna
komandi fjárlaga. Er Samfylkingin
sögð vilja fara í frekari niðurskurð
hjá hinu opinbera í stað aukinna
skattahækkana sem Steingrímur J.
Sigfússon hefur boðað. Er talið að
átök um núverandi fjárlög verði
líklega harkalegri en um þau síð-
ustu sem þó reyndust ríkisstjórn-
inni ansi erfið. Fækkun stjórnar-
þingmanna með brottför þeirra
Atla Gíslasonar, Lilju Mósesdóttur
og Ásmundar Einars Daðasonar er
heldur ekki talin hjálpa ríkisstjórn-
inni á komandi þingi. Því er óhætt
að fullyrða að verkefni ríkisstjórn-
arinnar við að koma fjárlagafrum-
varpinu í gegn á komandi þingi í
haust mun reynast henni erfitt.
as@dv.is
Seðlabankinn hækkar stýrivexti:
Aukin útgjöld fyrir ríkið
38 milljarðar til SpKef Svo gæti farið að ríkissjóður þurfi að leggja Sparisjóði Keflavíkur
til allt að 38 milljarða króna til þess að sjóðurinn uppfylli skilyrði um eiginfjárhlutfall.
Eigum tíu banka Heildarframlög ríkisins eru nærri 200 milljarðar króna.
n Fer með hlut í sjö sparisjóðum og þremur bönkum n Heildarframlög nærri
200 milljarðar króna n 38 milljarðar gætu bæst við vegna Sparisjóðs Keflavíkur
Ríkið á hlut í tíu
bankastofnunum
„Er talið að íslenska
ríkið og fulltrúar
SpKef hafi ofmetið eigið
fé sjóðsins um nærri 20
milljarða króna.
Nafn Eign Hlutfall
Sparisjóður Bolungarvíkur 543 milljónir 90,9%
Sparisjóður Svarfdæla 382 milljónir 90%
Sparisjóður Vestmannaeyja 555 milljónir 55,3%
Sparisjóður Þórshafnar og nágr. 105 milljónir 75,9%
Sparisjóður Keflavíkur 900 milljónir 100%
Byr 900 milljónir Í eigu ISB
Sparisjóður Norðfjarðar 150 milljónir 49,5%
Landsbankinn (NBI ehf.) 122 milljarðar 81,3%
Arion banki 9,9 milljarðar 13%
Íslandsbanki 6,3 milljarðar 5%
Víkjandi lán til Arion banka 29,5 milljarðar -
Víkjandi lán til Íslandsbanka 25 milljarðar -
Samals: 196 milljarðar
Eign ríkisins í fjármálafyrirtækjum 2011
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Erfiður róður
Talið er að komandi fjárlagafrum-
varp muni reynast núverandi ríkis-
stjórn mjög erfitt.