Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 2
Helgarblað 8.–11. ágúst 20142 Fréttir 1 matsk. safieða 1 hylki. F æ s t í a p ó t e k u m , h e i l s u b ú ð u m , F j a r ð a r k a u p o g K r ó n u n n i . Jafnvægi og vellíðan lifestream™ nature’s richest superfoods Tinna vill ganga aftur inn í fastráðninguna n Hættir eftir í 33 ár í Þjóðleikhúsinu n Einungis níu mánuðir í eftirlaunaaldur T inna Gunnlaugsdóttir þjóð­ leikhússtjóri, sem hættir um áramótin, hefur sótt um undanþágu frá mennta­ málaráðuneytinu til að ganga aftur inn í þá fastráðningu sem hún var með við leikhúsið áður en hún tók við leikhússtjórastarfinu. Tinna varð þjóðleikhússtjóri árið 2004 og hefur gegnt starfinu í tíu ár. Þegar Tinna hættir um áramótin verða einungis níu mánuðir þar til hún má fara á eftirlaun samkvæmt hinni svokölluðu 95 ára reglu – sem byggir á að samanlagður aldur og starfsaldur ríkisstarfsmanna hafi náð þeim árafjölda. Tinna er sextug og hefur starfað í Þjóðleikhúsinu í 33 ár. Heimildir DV herma að Tinna hafi gefið það út að hún hyggist hætta í Þjóðleikhúsinu þegar hún má sam­ kvæmt umræddri 95 ára reglu. Hefði átt rétt á biðlaunum Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins, segir að Tinna hafi verið fastráðin leikkona við Þjóðleik­ húsið áður en hún varð leikhússtjóri. Hann segir að réttindin sem Tinna hafði hafi, líkt og annarra leikara við Þjóðleikhúsið, verið sömu réttindi og ríkisstarfsmanna. Í því felst með­ al annars biðlaunaréttur í eitt, svo dæmi sé tekið. Ari segir að Þjóð­ leikhúsráð hafi meðal annars rætt málið en að ekkert sé ákveðið um framhaldið. „Það er ekkert ákveðið, það er ekkert frágengið,“ segir Ari. Þjóðleikhúsið virðist því vera að reyna að finna lausn á starfslokum TInnu. Ari segist ekki vita til þess að menntamálaráðuneytið hafi tek­ ið ákvörðun um hvort Tinna megi ganga aftur inn í samning sinn við leikhúsið. Ef Tinna hættir sem þjóð­ leikhússtjóri, og fær ekki áfram­ haldandi starf hjá leikhúsinu eða annað starf, mun hún verða atvinnu­ laus eftir 33 ára starf í Þjóðleikhúsinu einungis níu mánuðum áður en hún getur farið á eftirlaun. Boðin tvö hlutverk Eftirspurn virðist vera eftir Tinnu sem leikkonu samkvæmt Ara þar sem tveir leikstjórar hafa óskað eftir henni í hlutverk eftir næstu áramót. Ari segir að Þorleifur Örn Arnar­ son hafi meðal annars óskað eft­ ir henni í hlutverk í uppsetningu Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki og að Kristín Jóhannesdóttir hafi einnig beðið um hana í hlutverk í leikritinu Segulsviði. „Það er líka hagfellt fyrir Þjóðleikhúsið því þá mun hún vera á launum sem þjóðleikhússtjóri á æfingatímanum,“ segir Ari. Ef Tinna myndi leika í þessum tveimur leik­ ritum myndi tíminn sem hún þarf að vinna áður en hún nær lögbundn­ um eftirlaunaaldri eftir 34 ára starf við Þjóðleikhúsið vera svo gott sem liðinn. „Það er sannarlega þannig að þessir leikstjórar óskuðu eftir henni og hún er ekki að stilla sér upp í þessi hlutverk. Það er eftirspurn eftir henni. Ef hún gerir þetta þá er þetta eiginlega komið og hún getur farið á eftirlaun á 95 ára reglunni.“ En eins og Ari segir þá hefur ekkert verið ákveðið hvað varðar niðurstöðuna í málinu og er það ennþá rætt inn­ an Þjóðleikhússins og væntanlega menntamálaráðuneytisins. n „Það er sannarlega þannig að þessir leikstjórar óskuðu eftir henni. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Hættir eftir 33 ár Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús- stjóri hættir um áramótin eftir 33 ár í Þjóðleikhúsinu. Hún vill ganga inn í fastráðningu sem hún var með við leikhúsið fyrir tíu árum. Mynd SIgtryggur ArILeiðrétting Í frétt sem birtist í síðasta tölu­ blaði DV, þar sem rætt er við Guðbjörgu Jónsdóttur um mis­ tök sem hún telur að hafi ver­ ið gerð í meðferð eiginmanns síns, er ranglega farið með nafn krabbameinslæknisins sem hafði málið í sinni umsjá. Læknirinn sem um ræðir er Sig­ urður Björnsson en ekki Sigurð­ ur Böðvarsson eins og haldið er fram í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistök­ um. Þá segir einnig í fréttinni að Helgi Sigurðsson læknir hafi flutt úr landi á árunum eftir hrun en það mun ekki vera rétt. Er það hér með leiðrétt. F orsætisráðherra hefur enn ekki staðfest siðareglur fyrir starfsmenn stjórnarráðsins líkt og lög um Stjórnarráð Ís­ lands kveða á um. Um þriðjungur er liðinn af kjörtímabilinu og haft er eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni, að­ stoðarmanni forsætisráðherra, á vef RÚV að vinna við gerð nýrra siðar­ eglna standi yfir. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrr­ verandi forsætisráðherra, stað­ festi siðareglur fyrir ríkisstjórn sína árið 2011, skömmu eftir að stjórn­ arráðslögin voru endurskoðuð. Í 24. grein laganna kemur fram að for­ sætisráðherra beri að staðfesta og undirrita siðareglur fyrir hönd ríkis­ stjórnarinnar sem síðar skuli birtar almenningi á aðgengilegan hátt. Lögin kveða á um að við undir­ búning reglnanna skuli leita eftir tillögum frá Siðfræðistofnun Há­ skóla Íslands. Salvör Nordal, for­ stöðukona Siðfræðistofnunar, stað­ festir í samtali við DV að enn hafi ekki verið leitað eftir tillögum frá stofnuninni. Þetta bendir til þess að ferlið sé stutt á veg komið og ólík­ legt að nýjar siðareglur komi ríkis­ stjórninni að gagni fyrr en seint á kjörtímabilinu. Reglur fyrri ríkisstjórnar blasa enn við á vef forsætisráðuneytis­ ins en sitjandi ríkisstjórn hefur þær til hliðsjónar þegar álitamál koma upp. Á meðal þess sem reglurnar kveða á um er að starfsfólk stjórnar­ ráðsins gæti að mörkum stjórn­ mála og stjórnsýslu og einkalífs og opinberra starfa. Þá sé starfsfólki óheimilt að notfæra sér stöðu sína eða upplýsingar fengnar í starfi í eiginhagsmunaskyni auk þess sem því ber að gæta þess að vina­, hags­ muna­ og skyldleikatengsl hafi ekki áhrif á störf þess. n Engar siðareglur settar Þriðjungur liðinn af kjörtímabilinu Engar siðareglur Siðareglur fyrri ríkis- stjórnar eru ekki lengur í gildi. Undirbúningur nýrra reglna er skammt á veg kominn. Ólga nyðra Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, kallar eft­ ir því í viðtali á forsíðu Akur­ eyrar Vikublaðs að sveitarstjórn Svalbarðs­ strandarhrepps endurskoði ráðningu Ei­ ríks Hauks Haukssonar sem sveitarstjóra, enda hafi „loðn­ um aðferðum“ verið beitt og hann verið valinn án auglýsingar. Ráðn­ ingunni hefur verið harðlega mótmælt og um 30% kosninga­ bærra manna skorað á Svalbarðs­ strandarhrepp að auglýsa stöðuna. Þrír af fimm sveitarstjórnarfulltrú­ um höfnuðu því erindi. Vill vernda Ísland Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Há­ skóla Íslands, telur það áhyggju­ efni að um­ boðsmaður Alþingis vísi í DV sem heim­ ild. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar um lekamálið á Pressuna. Sem kunnugt er hef­ ur umboðsmaður Alþingis kallað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra vegna samskipta hennar við Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra, meðan lögreglurannsókn stóð yfir. Í kjölfar umfjöllunar DV ræddi um­ boðsmaður við Stefán Eiríksson og Sigríði Friðjónsdóttur og taldi svo rétt að óska eftir svörum frá ráð­ herra. Hannes telur aðalatriðið í þessu máli vera að „vernda þetta litla og friðsæla land okkar fyrir óboðnum gestum, sem hafa lært allt aðrar leikreglur en við höfum vanist“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.