Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 4
Helgarblað 6.–9. desember 20134 Fréttir Fjölbreyttar vörur í öllum litum fyrir bæjarhátíðina! FAXAFEN 11 • 108 REykjAvík • 534-0534 Í slenskir skátar ætla að taka þátt í Gleðigöngunni í Reykjavík á morgun, laugardag, og sýna þannig mannréttindum virðingu sína,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi ís- lenskra skáta. Hugmyndin var sett fram í um- ræðuhópi skáta á vefnum og var strax vel tekið. Í vikunni barst fyrirspurn til stjórnar Bandalags íslenskra skáta um hvort landssamtökin tækju þátt og var því einnig vel tekið, enda er framtakið mjög í anda samþykkta síðasta Skáta- þings, en þar var ályktað mjög ákveðið að skátar vinni markvisst gegn hvers kyns mismunun. „Bandalag íslenskra skáta virðir sérhverja lífsskoðun sem samræmist skátaheitinu og skátalögunum. Í skáta- starfi og við inngöngu nýliða skal virða og engan greinarmun gera vegna kyn- þáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis, kynhneigðar eða annarra ástæðna,“ segir í ályktun Skátaþings. Þetta er jafnframt í samræmi við lög alþjóðahreyfingar skáta og Mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna en gengur í raun skrefinu lengra þar sem kynhneigð er sérstaklega bætt inn í upptalninguna í lögum BÍS. Þeir skátar og aðrir sem vilja ganga með skátum í Gleðigöngunni á laugardag eru beðnir um að láta vita af sér á Facebook-viðburðinum „Stoltir skátar – vagn í gleðigöngu“. n Skátar mæta í Gleðigöngu Samræmist ályktun skátaþings um að skátar vinni gegn mismunun Skátar Myndin tengist fréttinni ekki beint. 20 milljónir í ferðakostnað ÁTVR 46 utanlandsferðir voru farnar í fyrra Í nýjasta hefti vefritsins Kjarnans er að finna fréttaskýringu um árs- skýrslu ÁTVR fyrir árið 2013. Þar kemur fram að starfsfólk ÁTVR hafi farið í 46 utanlandsferðir í fyrra. Kjarninn leitaði upp- lýsinga um ferðirnar hjá Sigrúnu Ósk Sigurðar- dóttur, að- stoðarfor- stjóra ÁTVR, en í svari hennar segir að flestar ferðirnar hafi verið svo- kallaðar náms- og kynningarferð- ir starfsfólks. Hún segir flestar ferðanna hafi verið farnar af for- stjóra og öðrum stjórnendum. Kostnaður við utanlandsferð- irnar er ekki ljós, en í sundurliðun á stjórnunar- og skrifstofukostn- aði kemur fram að ferðakostn- aður, innlendur og erlendur, hafi verið 19,8 milljónir króna í fyrra. Ívar Arndal Undirbýr svar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er sagður hafa hafið vinnu við að svara bréfi umboðsmanns Alþing- is að morgni liðins fimmtudags. Í samtali við mbl.is sagði aðstoðar- maður hans, Jóhannes Þór Skúla- son, forsætisráðherra hafi komið úr sumarfríi sínu á meginlandi Evrópu á fimmtudag. Á miðviku- dag sendi Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkis- ráðherra bréf og óskaði eftir ítar- legri skýringum á fundum hennar með Stefáni Eiríkssyni, fráfar- andi lögreglustjóra. Samhliða því óskaði hann eftir því að Sigmund- ur Davíð svaraði hvort siðareglur ráðherra sem fyrri ríkisstjórn setti hafi verið samþykktar. Landsvirkjun selur eignir á Akureyri n Seldu 2.000 fermetra höfuðstöðvar n Viðræður um sölu á rafstöð L andsvirkjun er við það að selja vararafstöð og sumar- hús, sem fyrirtækið á á Akur- eyri. Orkufyrirtækið hefur reynt að selja eignirnar, sem eru á iðnaðarsvæðinu Rangárvöll- um norðan Hlíðarfjallsvegar, um nokkurra mánaða skeið en án ár- angurs. Væntanlegur kaupandi er fyrirtækið Íslenskt eldsneyti. Sig- urður Eiríksson, einn af eigendum Íslensks eldsneytis, segir viðskiptin ekki frágengin en að fyrirtækið hyggist selja vélbúnaðinn úr raf- stöðinni erlendis ef af þeim verður. Í desember í fyrra seldi Lands- virkjun tæplega tvö þúsund fer- metra húsnæði við Glerárgötu 30 þar sem fyrirtækið hefur verið með höfuðstöðvar sínar um árabil. Í stað þess að eiga húsið leigir Landsvirkj- un nú af fasteignafélaginu, G30 fasteignir ehf., sem keypti húsið að sögn Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar. Stendur ekki til að minnka starfsemina Hörður Arnarson segir að sala eign- anna á Akureyri þýði ekki að orku- fyrirtækið ætli að draga saman seglin í rekstri sínum á Akureyri. Hann segir að síðastliðin tvö ár hafi Landsvirkjun verið með verk- efni sem gengur út á að selja eign- ir sem ekki eru hluti af kjarnastarf- semi fyrirtækisins. „Almennt erum við að selja eignir utan kjarnastarf- semi, líka hérna í Reykjavík. Varð- andi fasteignina á Glerárgötu þá áttum við miklu stærra húsnæði en við vorum að nota og vorum að leigja stórum fyrirtækjum, eins og Samherja, aðstöðu. Það er ekki okk- ar hlutverk að leigja út húsnæði. Við erum bara að losa eignir og minnka skuldsetningu fyrirtækisins. Það er ekkert eðlilegt við það að fyrirtæki eins og Landsvirkjun sé að leigja frá sér húsnæði. Það eru aðrir betri í því en við.“ Forstjórinn segir engin áform uppi um að minnka starfsemina á Akureyri, þvert á móti. Rafstöðin lítið notuð Hörður segir sömuleiðis að vara- rafstöðin á Rangarárvöllum við Akur eyri sé lítið notuð og að Lands- virkjun þurfi ekki lengur á henni að halda. Í tengslum við fyrirspurn DV um sölu á eigninni fletti Hörður upp hversu mikið vararafstöðin hefði verið notuð síðastliðin ár. „Hún var komin algjörlega úr rekstri. Hún hefur ekki verið gangsett síðan árið 2006 og frá 1982 hafa verið fram- leiddar í henni 0,3 gígavattstundir og kostnaðurinn við hverja gígavatt- stund er um 400 dollarar. Þannig að hennar tími er bara liðinn. Við höf- um verið að selja hjá okkur eignir sem liggja hjá okkur en hafa ekkert hlutverk lengur.“ Hörður segir að ekki þurfi lengur að hafa vararafstöð á Akur- eyri þannig að ekki komi til þess að annarri verði komið upp ef stöðin á Rangárvöllum verður seld. „Það er ekki þörf á því lengur. Við þurfum ekki að vera með vararafstöð. Þetta var mikið notað fram til 1980, skilst mér, en hefur verið sáralítið notað eftir það,“ segir Hörður. n Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Það er ekkert eðlilegt við það að fyrirtæki eins og Lands- virkjun sé að leigja frá sér húsnæði. Selja eignir Landsvirkjun, sem Hörður Arnarson stýrir sem forstjóri, hefur síðastliðin ár selt eignir sem ekki teljast til kjarnastarfsemi fyrirtækisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.