Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 8
Helgarblað 8.–11. ágúst 20148 Fréttir B jörgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og fyrrverandi að­ aleigandi Landsbankans, borgaði milljarða króna úr sameignarsjóðum (e. trusts) sem hann á í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi í skuldauppgjöri sínu. Talsmaður hans og fjárfestingarfé­ lagsins Novator, Ragnhildur Sverris­ dóttir, staðfestir að kröfuhafar Björg­ ólfs hafi haft aðgang að fjármunum hans á Jersey í skuldauppgjörinu. „Hann borgaði úr þessum sjóðum.“ 1.200 milljóna uppgjör Björgólfur Thor greindi frá því á miðvikudaginn að hann hefði lok­ ið skuldauppgjöri sínu og á endan­ um greitt um 1.200 milljarða króna til lánardrottna sinna. Í tilkynningu frá Björgólfi segir meðal annars: „Skuldauppgjöri mínu og fjár­ festingarfélags míns við alla lánar­ drottna er nú lokið, mun fyrr en áætl­ að var. Ég var alla tíð ákveðinn í að ganga frá uppgjörinu með sóma. Til að svo mætti verða þurfti mikla og þrotlausa vinnu til að hámarka virði þeirra eigna sem lágu til grundvall­ ar uppgjörinu. Þegar tilkynnt var um uppgjör mitt í júlí 2010 kom fram að skuldir myndu verða gerðar upp að fullu og ekki gefnar eftir. Við það hef ég staðið.“ Staðan ekki gefin upp DV fjallaði talsvert um þessa sam­ eignarsjóði árið 2010 þegar greint var frá því að Björgólfur Thor færi í skuldauppgjör við lánardrottna sína. Þá sagði Ásgeir Friðgeirsson, sem vann að samskiptamálum fyrir Björgólf Thor á þessum tíma, að stór hluti eigna hans væri í slíkum sjóðum á Jersey. „Stór hluti af eignum Björg­ ólfs var í þessum félögum [á Jersey, innsk. blm.] og jafnvel heilu félög­ in, eins og Play í Póllandi … Þetta er allt hluti af uppgjörinu; þetta er allt tekið með. Það eru allar eignir uppi á borðinu.“ Í DV á þeim tíma kom fram að ein af ástæðunum fyrir því að kröfuhafar fyrirtækja Björgólfs Thors sættust á skuldauppgjörið hafi einmitt verið að Björgólfur veitti þeim aðgang að sameignarsjóðunum og greiddi úr þeim. Ekki fékkst uppgefið hversu mikla fjármuni Björgólfur Thor átti í þessum sjóðum. Ragnhildur vill ekki greina frá því hvort Björgólfur Thor noti ennþá þessa sameignarsjóði í fjárfestingum sínum. Hún segist nú, fjórum árum síðan, heldur ekki vita hversu mikla fjármuni Björgólfur Thor greiddi út úr sjóðunum til kröfuhafa sinna. „Ég þekki það ekki og hef ekki sérstaklega lagt mig fram um að kynna mér það.“ „Engar eignir undanskildar“ Í tilkynningu frá Björgólfi kom fram að um 100 manns hafi unnið að skuldauppgjöri hans og að all­ ar eignir hans hafi verið undir. „Um 100 manna her lögfræðinga, endur­ skoðenda og annarra sérfræðinga vann að skuldasamkomulaginu. Ég lagði allar eignir mínar undir. Þá fengu lánardrottnar aðgang að öllum bankareikningum mínum og allra fé­ laga minna nokkur ár aftur í tímann og gátu þannig gengið úr skugga um að engar eignir voru undanskild­ ar. Sú rannsóknarvinna erlendra sérfræðinga (forensic accounting) stóð í tæpt eitt og hálft ár og lauk í apríl 2012. Ég fullyrði að svo gagnsæ vinnubrögð hafa ekki verið viðhöfð í uppgjörsmálum neinna annarra í ís­ lenska bankakerfinu.“ Meðal þessara eigna voru inni­ stæðurnar á sjóðunum á Jersey. Í DV árið 2010 kom fram, líkt og segir hér að framan, að Björgólfur Thor hafi meðal annars átt pólska farsímafyrir­ tækið Play í gegnum Jersey. Ragn­ hildur segir að vöxtur Play hafi ver­ ið ein helsta ástæðan fyrir því að Björgólfur Thor lauk skuldauppgjör­ inu fyrr en ætlað var. Björgólfur á nú 50 prósent í Play eftir að hafa keypt hlutabréf sem Straumur átti í fyrir­ tækinu. „Hann keypti 50 prósent í Play á nýjan leik með því að kaupa hlut Straums núna. Það var svona lokahnykkurinn í þessu. Nú er búið að aflétta veðum sem kröfuhafarnir voru með í hlutabréfum í Play og kaupa Straum út,“ segir Ragnhildur en Play er með um 11 milljónir áskri­ fenda. n n Átti milljarða á Jersey n Veitti aðgang að öllum reikningum sínum Björgólfur borgaði úr skattaskjólinu Jersey Sameignarsjóðirnir og Play lykilmál Opnun Björgólfs Thors Björgólfssonar á sameignarsjóðum sem hann átti á Jersey á Ermarsundi og vöxtur símafyrirtækisins Play voru tvö lykilatriði í skuldauppgjöri hans. „Það var svona loka­ hnykkur inn í þessu Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Margir flýttu sér út úr bænum Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu myndaði brot 79 ökumanna á Suðurlandsvegi síðasta föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Suðurlandsveg í aust­ urátt, að Bláfjallavegi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lög­ reglunni. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 658 ökutæki þessa akstursleið og því óku allnokkrir ökumenn, eða 12%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 105 kílómetrar á klukkustund en þarna er 90 kílómetra há­ markshraði. Tíu óku á 110 kíló­ metra hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 139. Vöktun lögreglunnar á Suður­ landsvegi er liður í umferðar­ eftirliti hennar á höfuðborgar­ svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Lítill afgangur af vöruskiptum Á fyrstu sjö mánuðum ársins var vöruskiptahalli á viðskiptum við útlönd 3,6 milljarðar króna. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vöruskipti reynist hagstæðari þá mánuði sem eftir eru af árinu. Ástæða þess hve lít­ ill afgangur af vöruskiptum hef­ ur verið er meðal annars sú að dregið hefur lítillega úr útflutn­ ingi sjávarafurða vegna lélegrar loðnuvertíðar. „Þá var álverð mjög lágt framan af ári, en það hefur raunar hækkað talsvert síð­ ustu vikurnar eins og að framan greinir,“ segir í morgunkorni. „Þetta er stórmál“ n Ísland ekki á bannlista Rússa n Tækifæri eða ógn? Þ etta er stórmál,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam­ herja, um innflutningsbann sem Rússar settu í gær. Rússar hafa bannað innflutning á ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og mjólkurvör­ um frá Evrópusambandinu, Banda­ ríkjunum, Noregi, Kanada og Ástralíu. Bannið er svar við þvingunaraðgerð­ um sem Rússar hafa verið beittir fyrir hernað í Úkraínu og fyrir að innlima Krímskaga. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er Ísland ekki á bannlista Rússa. Samherji er eitt stærsta sjávarút­ vegsfyrirtæki Íslands en nánast allur útflutningur til Rússlands og Úkraínu frá Íslandi er sjávarafurðir. „Við erum að skoða málið í þessum töluðu orðum en þetta er stórmál. Annars vegar þar sem tækifæri skapast á Rússlandsmarkaði þegar Norðmenn detta þar út. Hins vegar gæti samkeppni á öðrum mörk­ uðum harðnað mikið þegar Norðmenn þurfa að koma sinni vöru annað.“ Þorsteinn segir að erlend dóttur­ fyrirtæki Samherja flytji lítið af afurðum til Rússlands en mikið magn sé flutt frá Íslandi. „Þetta er aðallega síld, makríll, kolmunni og loðna. Árið 2012 voru flutt til Rússlands frá Íslandi um 78 þúsund tonn og árið 2013 var það um 101 þúsund tonn.“ Ómögulegt sé að segja til um áhrifin. „Það er í raun mikil óvissa uppi núna um hvað gerist næst.“ Utanríkisráðherra hefur sagt að bannið breyti ekki afstöðu Íslands til Úkraínu, en ríkisstjórnin styður mál­ stað þeirra. Kolbein Árnason, fram­ kvæmdastjóri LÍÚ, sagði á Bylgjunni að í fyrra hafi löndin tvö flutt inn sjávar­ afurðir fyrir 30 milljarða króna. Norska sjávarútvegsfréttasíðan iLaks.no greindi frá því í gær að hlutabréf í eldis­ risanum Marine Harvest hefðu fallið um 10,2% á aðeins tveimur tímum eftir að kynnt var um bannið en Norðmenn flytja gríðarlegt magn sjávar afurða til Rússlands. n asgeir@dv.is Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Þorsteinn Már Mikil óvissa hefur skapast. Mynd SIgTRygguR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.