Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 18
Helgarblað 8.–11. ágúst 201418 Fréttir M ögulegar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga eru þyngri á Íslandi en í flestum löndum Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar (IPI) sem kom út í sumar. Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp um laga­ breytingu þess efnis að fangelsis­ refsingar vegna ærumeiðinga verði lagðar af. Í skýrslu IPI sem birt var fyrr í mánuðinum eru borin saman ákvæði um refsingar í mismunandi löndum Evrópu í málum sem varða tjáningarfrelsi íbúanna. Meðal þess sem kemur fram er að mögu­ legar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga eru þyngri á Íslandi en í flestum löndum Evrópu, en samkvæmt kafla um ærumeiðingar og önnur brot á friðhelgi einka­ lífsins í 25. kafla almennra hegn­ ingarlaga segir að dæma megi einstaklinga í allt að tveggja ára fangelsi fyrir að birta „ærumeið­ andi aðdróttun“. Íslensk lög bjóða þá upp á þyngstu hámarksrefsinguna fyrir að smána erlenda þjóð eða þjóðar­ merki, fána Evrópusambandsins eða Evrópuráðsins opinberlega – allt að sex ára fangelsi ef um alvar­ legt brot er að ræða. Enn fremur eru Íslendingar með eina þyngstu refsinguna fyrir ærumeiðingar sem beint er að látnu fólki. Einungis fjögur önnur ríki Evrópu eru með jafnþung viðurlög við slíku athæfi. Taka ber fram að samantekt IPI skoðar aðeins lagabókstafinn, en tekur ekki inn í myndina að raun­ veruleg framkvæmd dómstóla er ekki í samræmi við hinn stranga refsiramma. Það er ekki hefð fyrir því að einstaklingar séu dæmdir til fangelsisvistar fyrir brot á meið­ yrðalögunum. Einstaklingar hafa verið dæmdir til að greiða sekt í ríkissjóð fyrir ærumeiðingar sem beinast að opinberum starfsmönn­ um, en þegar sakfellt er í slíkum málum hérlendis er fólk yfirleitt dæmt til að greiða miskabætur til þess sem stefnir. „Eftirbátar í tjáningarfrelsi“ Ákvæðin um ærumeiðingar hafa staðið nánast óbreytt frá því að þau voru sett árið 1940 og byggja raunar á grunni enn eldri laga, en frá þeim tíma hafa orðið gríðarlegar breytingar á sviði mannréttinda og í viðhorfum til tjáningarfrelsis. Í ljósi þessara viðhorfsbreytinga og vegna þeirrar staðreyndar að refsiramminn sé ekki nýttur, lagði þingflokkur Píratar fram frumvarp á síðasta þingi með tillögu um að refsiákvæði í meiðyrðalöggjöfinni yrðu tekin út. „Það er ekki í takt við grundvallargildi lýðræðisins að það séu fangelsisrefsingar við tján­ ingarbrotum yfirhöfuð, jafnvel þótt þeim refsingum sé ekki beitt. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir Al­ þingi að afnema þessar fangelsis­ refsingar á blaði fyrst enginn vilji er fyrir því að beita þeim,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Segir hann Pírata hafa fund­ ið fyrir því á þinginu að vilji sé fyrir því að lögunum verði breytt. Ekki gafst tími til að fara með frumvarpið í gegnum þingið í vor en segir Helgi að það verði tekið aftur upp á haustþingi. Hann segir frumvarpið þó ná mun skemur en Píratar vilji ganga í breytingum á lögum sem varða tjáningarfrelsið. „Við erum eftirbátar í tjáningar­ frelsi á Íslandi, þvert á það sem fólk heldur,“ segir Helgi Hrafn. Hann segir meiðyrðalöggjöfina aðeins vera eitt dæmi um það, en hér séu meðal annars lög sem kveða á um fangelsisrefsingar við guðlasti og smánun erlendra þjóðhöfðingja. Vilja afnema allar refsingar við tjáningarbrotum Helgi Hrafn segir Pírata helst vilja líta til þingsályktunartillögu Eiríks Jónssonar frá árinu 2006 um að refsingar – fangelsisvist og sektir – vegna hvers kyns tjáningarbrota verði aflagðar. Björg Thoraren­ sen, lögfræðiprófessor við Há­ skóla Íslands, talar á svipuðum nótum. „Það er spurning hvort þessi formlega nálgun að hafa refs­ ingar í lögum sé ekki barn síns tíma. Löggjöfina ætti að færa til samræmis við þann veruleika sem við lifum í núna, þar sem tján­ ingarfrelsi nýtur mun ríkari vernd­ ar en um miðja síðustu öld sem nauðsynlegur þáttur í lýðræðislegu samfélagi.“ Í rökstuðningi Eiríks kom fram að refsingar vegna ærumeiðinga væru misnotaðar af valdhöfum víða um heim, meðal annars til að þagga niður í pólitískum and­ stæðingum og loka þá inni. Núgild­ andi ákvæði íslenskra laga eru þá jafnvel notuð sem röksemd fyrir því að slíkar aðgerðir teljist í lagi. Ef slík ákvæði eru í lögum ríkja sem vilja kenna sig við lýðræði og frjálslyndi, jafnvel þótt þau séu aldrei fullnýtt, geri það þeim erfiðara um vik að gagnrýna aðgerðir ríkja sem refsa einstaklingum grimmilega fyrir að nýta tjáningarfrelsi sitt. Í greinar­ gerðinni sagði Eiríkur lög varð­ andi ærumeiðingar tæpast stand­ ast stjórnarskrána annars vegar, en í 73. grein hennar er réttur einstak­ linga til að láta í ljós hugsanir sín­ ar varinn, og hins vegar alþjóð­ legar skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda. Ísland, land tjáningar- og upplýsingafrelsis? Aðspurður segir Helgi Hrafn að breyting á lögunum sé forsenda þess að Ísland geti skapað sér af­ gerandi lagalega stöðu á sviði tján­ ingar og upplýsingafrelsis, en í júní 2010 samþykkti Alþingi þings­ ályktun þess efnis. Í ljósi þessarar Úrelt meiðyrðalöggjöf n Sex ára fangelsi fyrir að smána ESB-fánann n Píratar leggja til lagabreytingar Samkvæmt íslenskum lögum er hægt að dæma fólk í fangelsi fyrir … … að meiða æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum. … að beina ærumeiðingum beint að dánum manni. … að smána erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs. … að hafa í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeið- andi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi. … að draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi. Dæmdur fyrir guðlast Árið 1984 var Úlfar Þormóðsson rithöf- undur dæmdur fyrir guðlast vegna skrifa í gríntímaritið Spegilinn. Sala blaðsins var stöðvuð af lögreglu og sölumenn teknir til yfirheyrslu. Úlfar var sakfelldur bæði í héraðsdómi og Hæstarétti og dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Vilja breyta lögum um ærumeiðingar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þungar refsingar á Íslandi Í samantekt Alþjóðlegu fjölmiðlastofnunarinnar er meiðyrðalöggjöf borin saman á milli landa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.