Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 19
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fréttir 19
Sektaður fyrir skrif um
lögregluofbeldi
„Stofufélagar þessa unga manns sögðu mér að bæklun hans væri af völdum útkastara og
lögreglu. Þessu vildi ég þá ekki trúa svona fyrirvaralaust og spurði bæði lækna og sjúkralið að
þessu. Jú, rétt var það: þarna var komið eitt af fórnardýrum löggæslunnar í næturlífi Reykjavík-
ur.“
Árið 1986 var Þorgeir Þorgeirsson dæmdur fyrir greinar sem hann skrifaði um lögreglu
ofbeldi í Morgunblaðið þremur árum áður. Var hann dæmdur fyrir skammaryrði, eða móðg
anir, við opinberan starfsmann. En í lögunum kom fram að jafnvel þótt aðdróttunin væri
sönnuð gæti hún varðað sektum ef hún væri borin fram á ótilhlýðilegan hátt.
Var Þorgeiri gert að greiða 10 þúsund krónur í sekt auk sakarkostnaðar. Þorgeir kærði
dóminn til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu
að íslenska ríkið hefði brotið gegn Þorgeiri á 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um
tjáningarfrelsi. n
Fangelsis
dómur fyrir
að óvirða
nasistafánann
Ljóðskáldið Steinn Steinarr var dæmdur til
þriggja mánaða fangelsisvistar árið 1933
ásamt félögum sínum, Þóroddi Guðmunds
syni og Eyjólfi Árnasyni, fyrir að skera niður
hakakrossfánann, rífa hann og trampa á
honum. Voru þeir kærðir fyrir að óvirða fána
erlends ríkis og var það talið móðgun við og
árás á þýska ríkið. Félagarnir sátu þó aldrei í
fangelsi því þeir fengu sakaruppgjöf. n
Úrelt meiðyrðalöggjöf„Erum eftirbátar
í tjáningarfrelsi
200 krónur fyrir að kalla
Adolf Hitler sadista
Rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson var
dæmdur til 200 króna sektar og greiðslu
málskostnaðar vegna meiðandi ummæla
um Adolf Hitler í greinum í Alþýðublaðinu
árið 1934. Þórbergur var dæmdur fyrir
að „smána erlenda þjóð“ eftir að hafa
kallað Hitler sadista og blóðhund í einni
greinanna. n
Í gjaldþrot eftir að hafa sagt
Aratúnshjón „siðblint ofbeldisfólk“
Í nóvember 2011 var Andrés Helgi Valgarðs
son pistlahöfundur dæmdur fyrir skrif sín um
nágrannaerjur í Aratúni. Í ummælum sem
birtust á bloggi og Facebooksíðu Andrésar
lýsti hann framkomu Aratúnshjóna í garð
nágranna sinna. Var hann dæmdur á grund
velli 235. greinar og 241. greinar almennra
hegingarlaga. Andrési var gert að greiða
Margréti Lilju Guðmundsdóttur bætur vegna
meiðyrðanna og málskostnað. Samtals
féll á hann kostnaður upp á tæpa milljón til
viðbótar vegna eigin lögfræðikostnaðar. Í
kjölfarið lýsti Andrés yfir gjaldþroti.
Eftirfarandi ummæli voru dæmd dauð
og ómerk: 1. Siðblint ofbeldisfólk 2. Brynja og
Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu
nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra … og
Margrétar Lilju Guðmundsdóttur 3. og núna
fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með
piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur
sína á fanginu. n
Dæmdar fyrir að fjalla um
nektardansstaði
Árið 2012 unnu Erla Hlynsdóttir og Björk
Eiðsdóttir dómsmál gegn íslenska ríkinu
fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Málin
höfðuðu þær eftir að bæði héraðsdómur
og Hæstiréttur höfðu dæmt þær sekar í
meiðyrðamálum vegna umfjöllunar þeirra
í DV og Vikunni um nektardansstaði á
Íslandi. Ummælin sem þær voru dæmdar
fyrir höfðu þær beint eftir nafngreindum
viðmælendum sínum. Mannréttindadóm
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu að
ríkið hefði brotið gegn 10. grein mann
réttindasáttmála Evrópu um tjáningar
frelsi. n
yfirlýstu stefnu stjórnvalda og í
kjölfar þess að Mannréttinda
dómstóll Evrópu úrskurðaði árið
2012 að íslenska ríkið hefði brotið
á tjáningarfrelsi blaðakvennanna
Erlu Hlynsdóttur og Bjarkar Eiðs
dóttur sem höfðu verið sakfelldar
hvor í sínu lagi fyrir meiðyrði var
refsiréttarnefnd fengin til að gefa
álit sitt á mögulegum breytingum
á lögunum. Nefndin var jákvæð
gagnvart mögulegu afnámi refsi
ákvæðanna. Slíkar breytingar hafa
þó ekki enn komið til framkvæmda.
Björg tekur þó fram að úrbætur
hafi verið gerðar á lögum sem varða
tjáningarfrelsi fjölmiðla á Íslandi.
„Nú hafa reglur um ábyrgð fjöl
miðla og blaðamanna verið teknar
til gagngerrar endurskoðunar og í
nýjum lögum um fjölmiðla eru nú
skýrari og afdráttarlausari reglur
um þessi efni,“ segir Björg. „Næsta
skref er að kanna hvernig eigi að
haga refsiviðurlögum í meiðyrða
málum og þá tel ég alveg augljóst
að það eigi að fella mögulega fang
elsisrefsingu niður og íhuga hvort
það eigi ekki líka að fella niður
sektarrefsingar fyrir ærumeiðingar.
En miða þá fyrst og fremst við að
það verði hægt að dæma menn til
greiðslu miskabóta, sem renna til
þess sem krefst þeirra, eins og nú
er almennt gert á grundvelli skaða
bótalaga.“
Í gegnum tíðina hafa fjölmargir
Íslendingar verið dæmdir fyrir að
tjá sig. Nokkur þekktustu málin eru
tekin saman hér á opnunni. Taka
ber fram að ekki eru öll lögin sem
um ræðir enn í gildi. n