Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 20
Helgarblað 8.–11. ágúst 201420 Fréttir Erlent KOMAST NÆR KJARNA LÍFSINS n Evrópa setur mark sitt á geimferðasöguna n Meira fé varið til geimrannsókna en áður E vrópska geimvísindastofn- unin, ESA, náði hugsanlega sínum stærsta áfangasigri á miðvikudag þegar tíu ára ferðalagi gervihnattarins Rósettu í átt að halastjörnunni 67P/ Churyumov–Gerasimenko lauk. Gervihnötturinn hefur nú ferðast sex milljarða kílómetra um geiminn og mun fylgja halastjörnunni eftir í um ár í átt að jörðu. Halastjarnan er um fjórir kíló- metrar í þvermál og svífur á um 55 þúsund kílómetra hraða á sporbaug um sólina. Ferðalag hennar endar mitt á milli Mars og jarðarinnar þar sem hún snýr við og heldur aftur í átt að plánetunni Júpíter. Hún er nú stödd á milli Júpíters og Mars, um 405 milljónir kílómetra frá jörðu. Rósetta heldur sig nú í um 100 kílómetra fjarlægð frá halastjörn- unni. Gervihnötturinn mun svo nálgast hana jafnt og þétt og taka nákvæmar myndir af yfirborðinu, meðal annars til að greina hvort þar sé hægt að lenda litlu ómönnuðu geimfari í nóvember. Þetta geim- far á svo að bora niður fyrir yfirborð halastjörnunnar og safna margs konar sýnum. Nýjar upplýsingar Evrópskum vísindamönnum hefur nú tekist í fyrsta skipti í heims- sögunni að koma geimfari fyrir samsíða halastjörnu á sporbaug hennar um sólina, sem mun enn fremur fylgja henni eftir á nákvæm- lega sama hraða. Aldrei áður hefur sýnum verið safnað af halastjörnu á ferð hennar um geiminn, en árið 1986 tókst ESA að senda gervihnött- inn Giotto nálægt hinni þekktu Halleys-halastjörnu til að taka yfir- borðsmyndir. „Eftir tíu ára, fimm mánaða og fjögurra daga ferðalag í átt að áfangastað, fimm hringi í kringum sólina og hátt í 6,4 milljarða kíló- metra, erum við hæstánægð með að tilkynna að við erum loksins komin þangað,“ sagði Jean-Jacques Dordain, framkvæmdastjóri ESA, á miðvikudag við blaðamenn sem voru viðstaddir beina útsendingu frá fluginu. „Við höfum náð ótrúlegum ár- angri frá því að þessa hugmynd bar fyrst á góma á seinni hluta áttunda áratugarins og hún var fyrst sam- þykkt árið 1993. Nú erum við til- búin að opna þessa fjársjóðskistu í heimi vísindanna sem mun án efa endurskrifa kennslubækur um halastjörnur,“ sagði Alvaro Gimé- nez, yfirmaður vísindarannsókna ESA. Vatnsmiklir hnettir Rósetta hefur nú þegar gert áður óþekktar grunnrannsóknir á halastjörnunni sem munu varpa ljósi á efnasamsetningu halastjarna og eðli. Meðal þess sem hefur kom- ið vísindamönnum á óvart er að hún gefur frá sér um 300 millilítra af vatni á sekúndu vegna geisla frá sólu, en hitastig halastjörnunnar er að jafnaði -70 gráður. Yfirborð halastjörnunnar virðist heldur ekki vera ísi lagt eins og talið var, heldur hrjóstrugt og þakið geimryki. Von- ast er til að Rósetta gefi vísinda- mönnum nákvæmari upplýsingar um samsetningu halastjörnunnar, Hversu stór er hún? Hér má sjá stærð halastjörnunnar 67P/ Churyumov–Gerasimenko samanborið við aðrar þekktari stærðir. Gleði í ESA Rósetta var í dvala í þrjú ár til að spara orku og glöddust starfsmenn ESA gríðarlega þegar samband náðist við hana á ný í sumar. Hágæða yfirborðsrannsóknir Vonast er til að myndirnar og sýnin frá Rósettu opni nýjar dyr í heimi vísindanna. Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel „Nú erum við tilbúin að opna þessa fjársjóðskistu í heimi vísindanna sem mun án efa endurskrifa kennslubækur um halastjörnur. T veir leiðtogar Rauðu kmer- anna voru á fimmtudag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyn- inu í Kambódíu. Mennirnir voru æðstu leiðtogar flokksins sem enn lifa, Nuon Chea, „ bróðir númer tvö“, og Khieu Samphan, forseti landsins er Pol Pot réð ríkjum. Ein- ræðisherrann Pol Pot lést árið 1998 en hann fór huldu höfði í regnskóg- um landsins eftir að honum steypt af stóli af víetnamska hernum árið 1979. Dómari réttarhaldanna, Nil Nonn, sagði að báðir væru þeir sekir um „útrýmingar morð, pólitískar ofsóknir ásamt öðrum ómannlegum glæpum“. Þjóðar- morð Rauðu kmeranna er það stærsta í mannkynssögunni sé litið til hlutfalls þjóðar sem var myrt en fjórðungur Kambódíumanna lét lífið á aðeins fjórum árum. Talið er að heildarfjöldi myrtra liggi á bil- inu 1,7 til 2 milljónir manns. Chea og Samphan eru fyrstu liðsmenn Rauðu kmeranna sem réttað hefur verið yfir en báðir neit- uðu þeir alfarið sök. Báðir héldu þeir því fram að ásakanir á hendur þeim væru áróður og uppspuni frá rótum. Niðurstaða dómsins var að Chea hefði verið einn helsti hug- myndafræðingur ógnarstjórnar- innar meðan Samphan hafi verið helsta andlit hennar. Þeir hafi báð- ir komið að mótun stefnu stjórnar- innar sem hafði það að markmiði að snúa við iðn- og borgarvæðingu landsins. n hjalmar@dv.is Liðsmenn Pol Pot fá lífstíðardóm Fjórðungur Kambódíumanna lést undir stjórn Rauðu kmeranna Dæmdir Bæði Nuon Chea og Khieu Samphan voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu. Þeir voru háttsettir í stjórn Rauðu kmeranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.