Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 21
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fréttir Erlent 21 KOMAST NÆR KJARNA LÍFSINS þar á meðal vatnsmagn og kolefni. Myndir sem teknar voru úr 130 kílómetra fjarlægð frá 67P/ Churyumov–Gerasimenko sýna stórkostlegt landslag á yfirborði halastjörnunnar, með klettum sem sumir hverjir eru á stærð við hús. „Hin evrópska Rósetta er fyrsta geimfar sögunnar sem hitt- ir á halastjörnu. Þetta er gríðarleg- ur áfangi í að kanna uppruna okk- ar. Frekari uppgötvanir munu nú hefjast,“ sagði Dordain. n Halastjörnur og upphaf sólkerfisins Sagt er að halastjörnur, sem taldar eru vera hraðfleygustu fyrirbæri sólkerfisins, hafi orðið til á sama tíma og reikistjörnur heimsins, fyrir um fimm milljörðum ára. Yfirborðsmyndir sem teknar hafa verið af halastjörnum hingað til benda til þess að þær séu gríðarstórir íshnettir þaktir geimryki. Þegar þær nálgast innra sólkerfið eykst virkni þeirra vegna mikillar uppgufunar. Þá myndast hjúpur, eða hali, aftan úr stjörnunni sem beinist í átt frá sólinni. Sumir vísindamenn telja að halastjörnur og loftsteinar sem rákust á jörðina fyrir milljörðum ára eigi sinn þátt í því að líf hafi skapast þar. Þessir íshnettir hafi komið vatni til jarðarinn- ar og búið til lífræn efnasambönd. Halleys-halastjarnan er ein þekktasta vísindauppgötvun heims. Hana má sjá frá jörðu á 75 til 76 ára fresti. Fer hún fjærst sólu að plánetunni Plútó og næst mitt á milli Merkúrs og Venusar. Hún sást síðast við jörðu árið 1986. Þá sendu Japanir, Sovétmenn, Bandaríkjamenn og ESA ómönnuð geimför til móts við halastjörnuna til að gera rannsóknir á henni. Besta árangrinum náði Giotto, geimfar ESA, sem komst í um 600 kílómetra fjarlægð frá Halleys-halastjörnunni. Giotto náði nákvæmum myndum sem voru þær fyrstu sinnar tegundar og gögnuðust vísindamönnum til að greina sam- setningu halastjörnunnar. Halastjarna Halleys mun næst sjást við jörðu árið 2061. Fram til þessa hafa verið borin kennsl á um eitt þúsund mismunandi halastjörnur og eru þær alla jafna nefndar í höfuð þeirra einstak- linga sem tilkynna um þær fyrst. Ferðalag þeirra um sporbaug tekur mjög mismunandi tíma. Þótt 67P/ Churyumov–Gerasimenko sé með stuttan sporbaug sem tekur aðeins sex og hálft ár að ljúka, þurfa aðrar stjörnur meira en tvö hundruð ár til að komast aftur á upphafspunkt. Evrópsku geimvísinda- áætlanirnar Evrópska geimferðastofnunin, ESA, var stofnuð árið 1975 með það að markmiði að auka umsvif Evrópuríkja í geimrannsóknum og -ferðum. Tuttugu ríki eiga fulla aðild að ESA og eru öll jafnframt aðilar að Evrópusam- bandinu. Rósetta er meðal stærstu einstöku verkefna sem ESA hefur unnið að. Hingað til hefur um 200 milljörðum króna verið varið í rannsóknina. ESA er að stórum hluta fjármögn- uð af Evrópusambandinu í gegnum Galileó- og Copernicus-geimvísinda- áætlanirnar, sem saman munu fá úthlutað um 1.700 milljörðum króna fram til ársins 2020. Stofnunin þróar geimför, tæki og áætlanir sem nauðsynlegar eru fyrir þessi verkefni. ESA vinnur nú að því að koma upp sínu eigin gervihnattakerfi, GNSS, sem á að vera sambærilegt bandaríska GPS-kerfinu. Kerfið á að taka í notkun árið 2019 og tryggir Evrópu sjálfstæði og öryggi ef hvort tveggja GPS- og rússneska GLONASS-kerfin verður óstarfhæft. Samhliða því verður sett upp evrópskt viðvörunarkerfi vegna umhverfis- og varnarmála. Vægi evrópskra geimvísinda jókst til muna þegar Lissabon- sáttmálinn var samþykktur árið 2009. Þá skilgreindi Evrópusambandið loks hlutverk sitt í geimvísindamálum, sem taldi mjög mikilvægt að styðja slík verkefni til að tryggja öryggi, sjálfstæði og velferð Evrópubúa til frambúðar. Á sama tíma hafa banda- rísk stjórnvöld skorið niður framlög til geimferðastofnunarinnar NASA. Sigursæll kalífi Nærmynd af Abu Bakr al- Baghdadi E inn voldugasti maður Austur landa nær í dag er maður sem fæstir þekkja, Abu Bakr al- Baghdadi, leið- togi Íslamska ríkisins, oft nefnt ISIS, sem unnið hefur hvern sigurinn á fætur öðrum á þessu ári. Fylgismenn hans kalla hann þó ekki Abu Bakr því meðal þeirra er hann aðeins nefndur Ibrahim kalífi, leið- togi allra múslíma, eftir að Íslamska ríkið tilkynnti nýverið að kalífa- dæmið hefði verið endurstofnað eftir að hafa legið í dvala frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Í kjölfar þess að Abu Bakr opinberaði sig sem leiðtoga uppreisnarríkisins og hélt föstudagmessu í Mosul 5. júlí síð- astliðinn hefur ævisaga hans orðið umtalsvert skýrari. Eftir að tilkynnt var að hann væri hinn nýi kalífi hef- ur hann verið fyrirferðarmeiri, en fram til þess hafði hann nær alfar- ið stýrt uppreisnarher Íslamska rík- isins bak við tjöldin. Höfuðlaus trúarbrögð Þrátt fyrir að vafalaust fæstir múslímar í heiminum viðurkenni stöðu Abu Bakr sem trúleiðtoga sinn þá er tilkynning hans um að hann sé hinn nýi kalífi merkileg í ljósi þess að staðan hefur í raun verið auð frá 3. mars árið 1924. Þann dag var kalífa- dæmið formlega lagt niður í Tyrk- landi og Abdülmecid II kalífa steypt af stóli. Ottómanakeisari hafði ver- ið kalífi allt frá upphafi 16. aldar og eftir fall veldisins var engin skýr arf- taki þrátt fyrir misheppnaða tilraun Hussein bin Ali, konungs Hejaz – nú Sádi-Arabía, til þess árið 1924. Því hefur íslamstrú í raun verið höfuð- laus trú nú í 90 ár. Sagður skyldur spámanninum Ein helsta heimildin um ævi Abu Bakr er vafasöm ævisaga hans sem kom út í júlí í fyrra og var rituð af bareinska öfgaklerkinum Turki al- Binali. Þrátt fyrir að vera nokkuð skýrt dæmi um áróðursrit má finna í ævisögunni mörg sannleiksbrot. Í bókinni er talsvert fjallað um ættar- tré Abu Bakr og reynt að sýna fram á skyldleika hans við Múhameð spá- mann. Þá viðleitni má skýra með því að eitt helsta skilyrði þess að geta verið kalífi í gegnum sögu ís- lam hefur verið að viðkomandi eigi rætur að rekja til Quraysh-ættbálks spámannsins. Í bókinni kemur fram að Abu Bakr sé af al-Bu Badri-ætt- bálkinum sem sagður er geta rekið rætur sínar aftur til spámannsins. Meðlimir þess ættbálks búa flest- ir í dag ýmist í borgunum Samarra eða Diyala, sem báðar í nágrenni höfuð borgar Íraks, Bagdad. Imam til innrásar Í ævisögu Abu Bakr er auk ættar- trés hans fjallað um menntun hans. Hann er sagður vera með doktors- gráðu frá Íslamska háskóla Bagdad þar sem hann lagði áherslu á shar- ía-lög í námi sínu. Eftir útskrift sína úr þeim skóla tók hann til starfa sem imam, bænaprestur múslíma, í Ahmad ibn Hanbal-moskunni í Samarra. Þar boðaði hann guðsorð þar til innrásar Bandaríkjanna í Írak kom árið 2003. Fangi Bandaríkjahers í ár Í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna stofnaði Abu Bakr ásamt öðrum sam- tökin Jamaat Jaysh Ahl al-Sunnah wa-l-Jamaah, sem mætti íslenska sem her súnníta. Abu Bakr var þó ekki eiginlegur leiðtogi samtakanna heldur einungis formaður sharía- laganefndar samtakanna. Nær allt ár 2004 var honum haldið föngnum af Bandaríkjaher en var sleppt í desem- ber það sama ár þar sem ekki þótti stafa yfirvofandi ógn af honum. Lítið fór fyrir samtökum hans þar til upp- hafi árs 2006 þegar þau sóru banda- lag við al-Kaída í Írak og fóru undir regnhlífarsamtök hryðjuverkahóps- ins. Í því nýja fyrirkomulagi starfaði Abu Bakr fyrst og fremst við sharía- laganefnd samtakanna. Leiðtogi frá 2010 Síðla árs 2006 skipti al-Kaída í Írak um nafn og fór þá að titla sig sem Íslamskt ríki Írak. Með þeim nafna- skiptum fylgdi skipulagsbreyting sem fólst í því að gera rekstur sam- takanna líkari því sem tíðkast í ríkis stjórnum. Með þessum breytingum fékk Abu Bakr verulega stöðuhækkun og varð stjórnandi sharía-laganefndar sem og stjórn- armaður í æðstaráði Íslamska ríkis- ins. Í apríl árið 2010 lést þáverandi leiðtogi samtakanna, Abu Umar al- Baghdadi, í sprengjuregni banda- rískra og írakskra hermanna. Abu Bakr tók þá við valdataumum sam- takanna. Kom á velferðarkerfi Helstu sigrar Íslamska ríkisins hafa verið undir stjórn Abu Bakr og er talið líklegt að það sé fyrst og fremst vegna nýrrar áherslna hans. Raun- ar hefur hann gerbreytt samtökum sem voru við það að hrynja saman í vel skipulagðan og þjálfaðan her. Tvær áherslubreytingar hafa í því samhengi skipt sköpum. Í fyrsta lagi hafa samtökin, eða raunar ríkið nú, tekið á sig mýkri mynd gagnvart almennum borgurum. Þrátt fyrir að ekki hafi dregið úr harðneskjuleg- um refsingum þá kemur nú á móti frumstætt velferðarkerfi. Þess ber þó að geta að framan greind atriði eiga nánast eingöngu við um rétta fólkið. Það sem hefur styrkt sam- tökin einna helst hernaðarlega séð er þó ný nálgun Abu Bakr gagnvart ættbálkum Írak. Hann hefur náð með skipulögðum hætti að halda í skefjum ættbálkum sem hafa haft öll helstu völd í sínum höndum. Það hefur hann gert með ýmist launmorði höfðingja eða samið um innlimun ættbálksins inn í ríki sitt. Í dag stýrir Abu Bakr einum best vopnaða og fjármagnaða uppreisn- arher í heimi. Miðað við gang mála er ekki harla ólíklegt að her hans muni hafa sigur gegn írakska rík- inu. n Kalífi Abu Bakr kom fram á sjónarsvið heimsins þegar hann hélt föstudagsmessu í Mosul stuttu eftir að Íslamska ríkið hertók borgina í upphafi júnímánaðar. Þann 29. júní var endurstofnun kalífadæmisins til- kynnt með Abu Bakr sem kalífa. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Í búar á Hawaii eiga erfiða daga framundan, en spár hafa sýnt að tveir fellibyljir muni fara yfir eyj- una á næstu dögum. Sá fyrri hef- ur fengið nafnið Iselle og er í styrk- leikaflokki 1 af 5. Hann gekk yfir í gærkvöldi. Veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu AP að felli- bylurinn sé ekki sterkur en gæti „feykt hlutum til.“ Seinni fellibylur- inn, Julio, er stærri en Iselle og er í styrkleikaflokki 2. Samkvæmt spám mun Julio sækja í sig veðrið fram á sunnudagskvöld og dvína þá aðeins þegar hann fer yfir eyjuna. Fregnir af yfirvofandi veðurofsa hafa sett strik í reikninginn fyrir ferðaþjónustu á eyjunni og hef- ur að minnsta kosti eitt flugfélag til að mynda hætt við ferðir þangað og eru fleiri félög að meta stöðuna. Þá hafa yfirvöld á eyjunni lokað al- menningsgörðum og strandgestir njóta síðustu sólargeislanna áður en regnið og rokið skellur á. Fellibylur gekk síðast yfir Hawaii árið 1992, en það var fellibylurinn Inkiki. Þegar hann gekk yfir létust sex manns í veðurofsanum. n jonsteinar@dv.is Búa sig undir fellibylji Fyrstu fellibyljir sem lenda á Hawaii í 22 ár Iselle og Julio Iselle er til vinstri við miðja mynd og Julio er hægra megin. Hawaii má svo sjá lengst til vinstri á myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.