Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 26
Helgarblað 8.–11. ágúst 201426 Umræða Umsjón: Henry Þór BaldurssonHarkan sex S taða íslenskrar tungu hefur verið nokkuð til umfjöllunar undanfarið og því jafnvel ver- ið hreyft að hún kunni að vera í hættu á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Samkvæmt ný- legri skýrslu er staða hennar veik bor- ið saman við önnur mál í Evrópu og er þar ekki síst horft til stafrænnar upp- lýsingatækni og tölvuumhverfis í dag- legu lífi. Íslenskan á tölvuöld Af þessum sökum var sett fram, að mínu frumkvæði, og samþykkt þings- ályktunartillaga um að gera áætlun sem miðar að því efla tungutækni og styrkja stöðu tungunnar að þessu leyti. Um þetta mál ríkti þverpólitísk samstaða – enda mikið í húfi. Í til- lögunni segir: „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að skipa nefnd sérfræðinga í málvís- indum og upplýsingatækni sem geri áætlun um aðgerðir er miði að því að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Áætlunin feli í sér tímasett yfirlit um aðgerðir og áfanga, kostnaðarmat og fjármögnun. Nefndin leggi áætlun sína fram í síð- asta lagi 1. september 2014.“ Að baki þessari þingsályktun býr góður vilji og henni þarf auðvitað að fylgja vel eftir. Ég vænti þess að svo verði strax við gerð fjárlaga fyrir árið 2015. Fjárfesting í máltækni er gríðarlega mikilvægur þáttur í íslenskri málstefnu. Læsi og móðurmál Það er mitt mat að við umræðu um læsi á Íslandi verði ekki hjá því litið að ræða læsi í víðum skilningi og stöðu tungunnar almennt. Sjálf fékkst ég áður við máltöku- og móðurmáls- fræði og verð þess greinilega vör að enska sækir ákaft á í daglegum sam- skiptum barna og ungmenna sem þó eiga íslensku að fyrsta máli. Því verður vissulega að halda til haga að íslenska er notuð á öllum sviðum samfélags- ins og tekur til æ fleiri viðfangsefna, að því leyti er staða hennar sterk. Aft- ur á móti þarf að gæta að því að enska leikur æ stærra hlutverk í málumhverfi og málnotkun barna og unglinga. Þar eru blikur á lofti og margt sem bend- ir til að málkennd og orðaforði veikist jafnt og þétt. Ef íslenskt mál á undir högg að sækja í daglegu lífi barna og unglinga er rétt að velta fyrir sér hvaða áhrif það hefur á almennt læsi og lesskiln- ing. Ef til vill er sá læsisvandi sem þyk- ir blasa við í íslensku skólakerfi og var meðal annars lýst í nýlegri Hvítbók um áherslur í skólamálum ekki síst í því fólginn að málskilningur á íslensku kann að vera á hröðu undanhaldi. Raunar sakna ég þess að málskiln- ingur almennt sé ræddur í nýrri hvít- bók menntamálaráðherra. Mál og læsi þarf að skoða í samhengi og mál sem þarf að styrkja á mikið undir stuðningi stjórnvalda, skýrri stefnumörkun og fjármagni á öllum sviðum. Þá er ekki nóg að benda á umfang móðurmáls í námskrá eða mælingar á prófum, heldur þarf að vinna að stuðningi við tunguna um allt samfélagið. Hvað er til ráða? Til að styrkja stöðu tungunnar þarf að fylgja nefndri þingsályktun eftir með myndarlegum hætti og auka hlut íslensku í tungutækni en ekki síð- ur að efla bókasöfn, þýðingar, inn- lenda dagskrárgerð, innlenda kvik- myndagerð, leikhús og sköpun og síðast en ekki síst kennslu og rann- sóknir í menntun, lestrar- og móður- málsfræðum. Hvítbók má sín lítils ef þessa samhengis er ekki gætt, flókið og margslungið viðfangsefni verður ekki leyst með þröngri nálgun. Sér- staklega er varhugavert að einblína um of á niðurstöður prófa um læsi og lesskilning í því starfi sem framund- an er. Þvert á móti er brýnt að horfa á viðfangsefnið í víðara samhengi og stöðu móðurmálsins í samfélaginu öllu. Hér er hvatt til þess að mennta- málaráðherra leiti til allra þeirra sem best til þekkja og horfi ekki framhjá mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í þessu efni. n N ú er u.þ.b. mánuður þar til Al- þingi kemur saman að nýju og fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 2015 verður lagt fram. Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hafi sinkað þingsetningu í fyrrahaust reyndist fjárlagafrumvarpið þá varla hálfklárað. Markmiðið að ná halla- lausum fjárlögum var jákvætt en úti- lokað að styðja þá leið sem var valin til að ná markmiðinu. Hefja átti að nýju niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, lækka barnabætur og vaxtabætur auk þess sem nefskattar og gjöld á sjúk- linga og nemendur voru hækkuð. Boðuð var tekjuskattslækkun einung- is hjá þeim tekjuhærri. Sjávarútveg- urinn fékk lækkun á sínum gjöldum sem og ferðaþjónustan. Það verður að segja þinginu til hróss að það tókst að bæta og breyta miklu frá fjárlagafrumvarpinu. Þar réð miklu barátta stjórnarandstöðu, launþegahreyfingarinnar og almenn- ings. Alþingi hækkaði framlög til heil- brigðismála og til löggæslu. Lækk- un á barnabótum voru að nafninu til dregnar til baka, sem og hluti lækk- unar vaxtabóta en frysting og lækkun tekjuviðmiða varð til þess að mun færri heimili fá þessar bætur og upp- hæðirnar eru lægri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ríkisstjórnin sker þannig niður framlög til barnafólks og hús- eigenda um einn milljarð á þessu ári frá núverandi fjárlögum. Eykst misskipting að nýju? Niðurskurður er boðaður í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár. Hvar lendir hann? Hverju verður bætt við? Má treysta því að félags- og hús- næðismálaráðherra fái fjármagn til að breyta húsnæðiskerfinu, taka upp húsnæðisbætur og jafna stöðu leigj- enda og eigenda húsnæðis og tryggja húsnæði fyrir þá tekjulægri? Fær ráð- herra nauðsynlegt fjármagn til að bæta stöðu þeirra sem minnst hafa í samfélaginu eða velur ríkisstjórnin að auka misskiptinguna enn frekar? Verða stigin skref til að minnka kyn- bundinn launamun? Fær heilbrigðisráðherra nægjan- legt fjármagn til að efla heilsugæslu, auka forvarnir og byggja upp og bæta aðstöðu og þjónustu á sjúkrahúsum? Verður það fjármagn sótt í frekari gjaldtöku af sjúklingum eða með einkavæðingu heilbrigðisþjón- ustunnar? Verður aukið fjármagn til að framfylgja hugmyndum um eflingu starfs- og verknáms, bæta læsi, styrkja stöðu innflytjenda og til endurskipulagningar skólakerfisins? Næst að styrkja velferðarþjón- ustuna um leið og skattstofnar eru lagðir af? Auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur og þar lækka tekj- ur ríkissjóðs á næsta ári um nærri 10 milljarða. Hvaða áhrif hefur það? Öflug andstaða mikilvæg Ég nefndi hér að framan mikilvægi öflugrar stjórnarandstöðu á Alþingi og aðhalds almennings. Það er hægt að hafa áhrif. Evrópuráðið hefur ítrekað bent á mikilvægi öflugrar stjórnarandstöðu í þjóðþingum. Ráðið bendir einnig á mikilvægi óháðra vandaðrar fjölmiðl- unar sem forsendu lýðræðislegrar umræðu. Það er beinlínis andstætt lýðræðinu að ríkjandi stjórnvöld kveinki sér sífellt undan umfjöllun um mál, þegar reynt er að draga fram ólík sjónarmið og viðhorf til að bæta umræðuna, draga fram sannleikann og leita bestu lausna. Alþingismenn, í stjórn og stjórnar- andstöðu, búa sig undir haustþingið. Samfylkingin undirbýr sig undir kom- andi þing með sín grunngildi og al- mannahagsmuni að leiðarljósi, þar sem áherslan er á réttindi fólks til mannsæmandi kjara. Íslendingar vilja öflugt og réttlátt velferðarkerfi og jöfnuð en til þess að ná því markmiði þarf réttlátt skattkerfi sem hefur jöfn- unarhlutverk og skilar góðum tekjum. Þá er vonandi að umræðan um frelsi, réttlæti og eflingu forvarna í samfélaginu snúist ekki eingöngu um rétt matvöruverslana til að græða á sölu áfengra drykkja. Frelsi og rétt- læti á að snúast um önnur og stærri mál svo sem almenn mannréttindi og réttinn til að lifa með reisn í okk- ar samfélagi. Fólk þarf að hafa þak yfir höfuðið, eiga kost á góðri heilbrigðis- þjónustu og menntun óháð efnahag, búsetu, þjóðerni, trú og félagslegri stöðu. Það er verðugt verkefni stjórnar- andstöðunnar að berjast fyrir hags- munum almennings gegn sérhags- munastefnu núverandi ríkisstjórnar og tryggja að stjórnvöld dragi lærdóm af hruninu en leiti ekki enn frekar í sama gamla farið. n Svandís Svavarsdóttir alþingismaður Aðsent Læsi – hvítbók og staða íslenskunnar Endurreisn íslensks samfélags – í þágu hverra? „Sérstaklega er varhugavert að einblína um of á niður- stöður prófa um læsi og lesskilning í því starfi sem framundan er. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Munum bara hverjum það er að þakka að við konur erum á þeim stað sem við erum í dag það er þessum svokölluðum „dólgafeministum“ fortíðarinnar að þakka.“ Sigríður Einarsdóttir gagnrýndi ummæli Evu Hauksdóttur í viðtali við Sunnudagsmoggann þar sem hún sagði „dólgafemínisma“ hafa vaðið uppi á seinustu árum. 57 Guðbjartur Hannesson þingmaður Kjallari „Það er á svona hugsun sem þessir spilltu pólitíkusar þrífast á …“ Karl Magnússon var ekki sammála ummælum um að umfjöllun um lekamálið væri þráhyggja blaðamanna sem um það skrifa. 35 „Oh, kjánahrollur. Í stað þess að bregðast við auknum ferðamannafjölda með því að byggja annan kamar eða tvo, negla þeir fyrir þennan eina sem er á svæðinu. Þetta minnir á strútinn sem stingur höfðinu í sandinn.“ Sveini Marínó G finnst út í hött að ferðamenn skulu þurfa að ganga örna sinna úti í móa eftir að neglt var fyrir kamarinn sem stendur austan við Jökulsárlón. 29 „Sem betur fer höfum við enn faglega hæft fólk í íslenskri stjórnsýslu sem vinnur sín störf af kostgæfni. Og sem betur fer höfum við enn alvöru rannsóknarblaðamenn sem láta ekki spillta og lygna stjórnmálamenn sem misnota vald sitt beygja sig.“ Bergur Ísleifsson var ánægð- ur með störf umboðsmanns Alþingis en hann sendi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra annað bréf á dögunum því svör hennar við fyrri fyrirspurn voru ekki fullnægj- andi. 18 „Af hverju borða menn ekki bara kökur?“ Ásthildur Cesil Þórðardóttir undraðist á orðum Brynjars Níelssonar sem spurði á Face- book hvers vegna flóttamenn þyrftu fölsuð skilríki. 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.