Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Qupperneq 29
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Fólk Viðtal 29
„Ég er algjörlega tilbúinn
til þess að eignast barn“
hann, eins og margir aðrir í nám
inu, um sumarstarf og fékk vinnu í
kvöldfréttum Stöðvar 2 í afleysing
um. Eftir það varð ekki aftur snúið.
Fékk næstum taugaáfall
Sjálfur segist Sölvi hafa séð sig
fyrir sér í blaðamennsku fremur
en í sjónvarpinu. Ástæðan er sú að
hann þjáðist lengi fram eftir aldri af
mikilli feimni. „Ég var ekki félags
málatröllið þegar ég var í mennta
skóla og háskóla, síður en svo. Það
var því mikil áskorun fyrir mig að
fara í sjónvarp og á skömmum tíma
þurfti ég að yfirvinna mjög margar
hindranir í sjálfum mér,“ segir Sölvi
en honum var hent í djúpu laugina
strax á fyrsta degi. „Fyrsta fréttin
mín var um sumarhátíð í Hafnar
firði. Ég átti að taka viðtöl við
nokkra krakka sem voru að halda
tónleika á hátíðinni og ég ætlaði
varla að koma upp úr mér orði. Ég
var svo stressaður,“ rifjar Sölvi upp
og hlær við tilhugsunina. „Fyrstu
vaktina sem ég var sendur í alvöru,
harða frétt, á þriðja eða fjórða degi,
átti ég síðan að fá viðbrögð frá for
mönnum stjórnmálaflokkanna
við fjölmiðlafrumvarpinu, sem var
aðalmálið sumarið 2004 eins og
margir muna. Kristján Már Unnars
son var vaktstjóri á þeim tíma og
hann sendi mig í þessa frétt rétt upp
úr klukkan fimm en fréttatíminn er,
eins og flestir vita, klukkan hálf sjö.
Ég kom í hús með þrjú löng viðtöl
klukkan sex og átti þá eftir að klippa
þau og skrifa fréttina. Þetta átti að
verða önnur frétt. Ég man bara eftir
því að ég var enn inni í klippiher
bergi þegar fréttin átti að fara í loft
ið og þá var ekki búið að setja neitt
myndefni yfir hana. Ég var við það
að fá taugaáfall. Eftir þennan dag
fór ég heim og hugsaði með mér að
þetta starf væri ekki fyrir mig.“
Líður vel í beinni
Sölvi gafst hins vegar ekki svo auð
veldlega upp og mætti brattur í
vinnu daginn eftir. Sem betur fer,
því þetta var aðeins upphafið að afar
farsælum, en á tímum stormasöm
um, ferli. Hann segir beinar út
sendingar alltaf hafa átt vel við sig.
„Fyrsta beina útsendingin mín var
í Ártúnsbrekkunni um verslunar
mannahelgi, mjög týpísk frétt, en
eftir hana var mér hrósað í hástert
af myndatökumönnum, sem voru
ánægðir með nýliðann. Það hefur
verið mjög þversagnakennt hjá mér
frá fyrsta degi að þegar ég fer í bein
ar útsendingar þá er eins og slokkni
á öllu nema einbeitingunni. Þá
er enginn valkostur að vera að
hugsa. Þú ferð í eitthvert ástand,
sem margir íþróttamenn kannast
til dæmis við, þar sem þú ert bara í
flæði og hugsar ekkert um hvað þú
ert að gera – þú bara gerir.“
NFS-ævintýrið
Eftir sumarafleysingarnar buðust
Sölva áframhaldandi störf hjá fyrir
tækinu. Fyrst færði hann sig yfir í
netfréttir en síðan í morgunfrétt
irnar. Það var einn skemmtileg
asti tíminn, segir hann, fyrir utan
ókristilegan vinnutíma. Árið 2005
hóf NFS síðan göngu sína – sem var
tilraun 365 miðla til þess að senda
út fréttir á sér fréttastöð stærstan
hluta sólarhringsins. „Þetta var
áhugaverður tími. Við vorum tveir,
ég og Sindri Sindrason, sem lás
um fréttir í beinni útsendingu allan
daginn. Þetta var frábær skóli. Þá
kom fyrir að maður las fréttir á
hálftíma fresti, frá fyrsta fréttatíma
klukkan sjö á morgnana að kvöld
fréttum klukkan hálf sjö. Þetta voru
því um tuttugu og fimm fréttatímar
sem maður las í beinni útsendingu
á einum degi,“ rifjar Sölvi upp.
Eins og kunnugt er var NFS
ævin týrið tilraun sem ekki gekk
upp en fréttastöðin hætti út
sendingum ári síðar. Þá fór Sölvi
yfir í Ísland í dag. „Ég var svo hepp
inn þegar ég var á Stöð 2 að ég fékk
stöðugt að endurnýja mig og prófa
eitthvað nýtt.“
Stórkostlegir hlutir
Sölvi var í Íslandi í dag í rúm tvö ár
og kunni vel við sig. Þátturinn var þá
ólíkur því sem við þekkjum í dag og
meiri áhersla var lögð á þjóðmála
umræðu og ítarleg viðtöl sem oftast
nær voru tekin í beinni útsendingu.
Í kjölfar hrunsins haustið 2008 tóku
í senn við skrítnir og áhugaverðir
tímar að sögn Sölva. „ Svanhildur
Hólm, sem þá var ritstjóri, hætti
skyndilega og við vorum bara tvö
eftir með þáttinn – ég og Sigurlaug
Margrét Jónasdóttir. Hún var ekki
sérhæfð í fréttum af stjórnmálum
og viðskiptum þannig að ég fékk að
gera alveg stórkostlega hluti hvað
reynslu varðar. Ég man til dæmis
eftir vikunni þegar Alþjóðagjald
eyrissjóðurinn kom til landsins.
Þá var ég með Geir H. Haarde for
sætisráðherra í beinni útsendingu
um kvöldið og í sömu viku var ég
með bæði forsetann og utanrík
isráðherrann í viðtali í beinni út
sendingu. Áhorf á allt fréttatengt
efni var rosalega mikið á þessum
tíma og að mörgu leyti var þetta
frábær tími. Ég var aðeins tuttugu
og níu ára og ég efast um að margir
jafnaldrar mínir og kollegar úti í
heimi hafi fengið tækifæri til þess
að taka viðtöl við helstu valdamenn
sinnar þjóðar í beinni útsendingu,
kvöld eftir kvöld, með tuttugu pró
sent þjóðarinnar við skjáinn.“
Stærsta skúbbið
Á stuttum tíma hafði Sölvi komið
sér upp sterku tengslaneti og sýndu
margir ráðamenn honum mikla
velvild og hollustu á þessum tíma.
Til marks um það nefnir hann dæmi
þar sem hann fékk ábendingu frá
Björgvini G. Sigurðssyni, þáverandi
viðskiptaráðherra, um að tíðinda
væri að vænta á þinginu síðar um
kvöldið. Ráðlagði ráðherra honum
að vera með beina útsendingu inni
í fréttatíma um málið. Um stórfrétt
var að ræða því síðar um kvöldið
voru sett gjaldeyris höft á Ísland.
„Ég fattaði það ekki fyrr en nokkru
síðar en þetta var líklega stærsta
skúbbið á mínum fjölmiðlaferli.
Hvergi annars staðar hafði verið
sagt frá þessu.“
Sölvi var fullur sjálfstrausts eft
ir viðburðaríkt og annasamt haust.
Hann hafði fengið mikið hrós inn
anhúss frá yfirmönnum á 365 miðl
um og honum meira að segja tjáð
að hann fengi að velja sér fólk af
fréttastofunni til þess að vinna með
eftir áramót. Það kom því flatt upp
á hann þegar hann var síðan rekinn
skömmu fyrir áramót.
Viðtalið við Geira
Sölvi hefur áður rætt opinskátt um
uppsögnina, meðal annars í við
tali við DV árið 2009. Þar rifjaði
blaðamaður upp þegar Sölvi spurði
Geir H. Haarde að því í beinni út
sendingu hvort hann vissi til þess
að lífeyrissjóðsmönnum hefði ver
ið mútað af fjármálafyrirtækjum.
Aðspurður hvort hann liti svo á að
tengsl hafi verið á milli þessa viðtals
og uppsagnarinnar sagðist Sölvi
hafa öruggar heimildir fyrir því að
eftir þessa umfjöllun hafi verið haft
samband inn á æðstu staði á Stöð 2.
Þess má geta að Ari Edwald, þáver
andi forstjóri 365 miðla, var með
al þeirra sem höfðu töluverð tengsl
við lífeyrissjóðina innan fyrirtækis
ins en hann var eins og margir vita
formaður í stjórn Gildis lífeyris
sjóðs áður en hann tók við starfi
forstjóra 365. Við rifjum aftur upp
þetta sögulega viðtal við þáverandi
forsætisráðherra. „Ég tek það fram
að ég er löngu búinn að setja þenn
an kafla aftur fyrir mig, en þetta var
skrítið tímabil. Ég fór gagngert í það
eftir að ég var rekinn að sækja mér
ákveðnar upplýsingar og ég fékk
það strax staðfest að það var hringt
í Geir H. Haarde þetta sama kvöld
af formanni Félags lífeyrissjóða þar
sem hann var spurður hvort hann
vissi hvaðan ég hefði þessar upp
lýsingar og hvaða upplýsingar ég
hefði nákvæmlega. Þá átti ég einnig
fundi með fyrrverandi stjórnar
mönnum 365 miðla, þar sem þeir
sögðust hafa setið fundi þar sem
umræðuefnið var að það þyrfti að
losna við mig því ég væri farinn að
spyrja spurninga sem ég ætti ekkert
að vera að spyrja. En það þarf svo
sem ekkert mig sjálfan til að upp
lýsa þetta og ég vitna bara í við
tal við Róbert Marshall, þáverandi
yfirmann fyrirtækisins á sínum
tíma, þar sem hann fór ekki í laun
kofa með þessa hluti,“ segir Sölvi
og á þar við ummæli Róberts í DV
árið 2010 þar sem hann segir Ara
Edwald hafa farið fram á að Sölvi
yrði rekinn eftir að frétt hans um
Gumballkappakstur Jóns Ásgeirs
fór í loftið. Róbert sagði afskipti Ara
enn fremur ekki hafa verið í anda
þess sem hann taldi eðlilegt í sam
skiptum fréttasviðs og forstjóra á
fjölmiðli.
Kakósúpa með Davíð
„Ég tek það sérstaklega fram að
minn brottrekstur er ekki merki
legri en annarra, en ég get alveg
viðurkennt að mér fannst þetta
skítleg framkoma og ég átti hana
ekki skilda, þó ég segi sjálfur frá,“
segir Sölvi í einlægni. „Ég var ekki
rekinn vegna þess að ég var að
standa mig illa. Hins vegar var ver
ið að taka ritstjórnarlega ákvörðun
um að gjörbreyta þættinum, hætta
með alla þjóðmálaumræðu og
fjalla fyrst og fremst um dægurmál.
Mér hefur verið sagt að ég hafi ekki
þótt passa inn í þannig þátt. Það
getur vel verið að það sé eina skýr
ingin fyrir brottrekstrinum, og ég
tek henni með glöðu geði, en hún
var aldrei lögð fyrir mig með bein
um hætti.“
Til marks um stemninguna sem
ríkti í samfélaginu mánuðina eftir
hrun nefnir Sölvi atburðarás sem
átti sér stað stuttu eftir að hann var
rekinn. „Ég fékk símtal frá Seðla
bankanum og ég var beðinn að
koma á fund við Davíð Oddsson.
Ég hafði reynt að fá hann í viðtal á
meðan ég var enn á Stöð 2 án ár
angurs, en í ljós kom að hann vildi
fá að vita hvers vegna ég hefði verið
rekinn. Ég sat og borðaði kakósúpu
og spjallaði við hann í um einn og
hálfan tíma. Þetta var í miðri bús
áhaldabyltingunni og ástandið í
samfélaginu öllu var mjög óraun
verulegt.“
Var hótað lífláti
Sölvi segist alls ekki vera bitur vegna
uppsagnarinnar. Þvert á móti líti
hann fyrst og fremst á tíma sinn á
Stöð 2 með miklu þakklæti. „Það er
alltaf erfitt að takast á við uppsögn
en í raun og veru var ég búinn að
gera allt sem mig langaði til að gera
og það var kominn tími á breytingar.
Þetta var högg daginn sem þetta
gerðist og mér leið mjög
„Ég fékk
til dæmis
símtöl frá
mönnum sem
sitja inni á
Litla-Hrauni
þar sem mér var
hótað lífláti