Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Page 34
Helgarblað 8.–11. ágúst 201434 Neytendur Forrit sem passar upp á prinsippin þín Segir þér hvort vörukaup þín stangist á við sannfæringu þína N ú er komin einföld leið fyrir neytendur til að standa vörð um sannfæringu sína og skoðanir í verslunum með aðstoð smáforrits sem segir þér samstundis hvort tiltekin vara frá til- teknum framleiðanda stangist á við prinsippin þín. Hvort heldur sem þú kýst að sniðganga vörur frá fyrirtækjum á grundvelli umhverfissjónar- miða, mannréttinda, velferðar dýra eða annarra ástæðna þá er smá- forritið Buycott eitthvað sem þú ættir kannski að kíkja á. Þúsundir sniðganga Ísrael Smáforritið, sem er ókeypis, er afar einfalt í notkun. Notendur skrá sig inn, velja sér málstað til að styðja og skanna síðan inn strikamerki vöru með myndavél símans. Að baki for- ritinu er stór og mikill gagnagrunn- ur sem upplýsingarnar eru keyrðar í gegnum og það rekur eignarhaldið og sýnir hvort fyrirtækið að baki vörunni brjóti gegn hugsjónum þínum eða skoðunum. Undanfarnar vikur hefur verið mikið í umræðunni að fjöldi fólks kjósi að sniðganga vörur frá Ísrael eða erlendum fyrirtækjum sem starf- rækt eru í eða styðja og tengj- ast með einum eða öðrum hætti landinu. Einn vinsæl- asti málstaðurinn í Buycott- forritinu tengist einmitt því að sniðganga vörur frá Ísrael en hundruð þúsunda notenda eru skráð í það verkefni til stuðn- ings Palestínumönnum. En forritið hjálpar þér ekki aðeins að sniðganga vörur frá tilteknum löndum. Barnaþrælkun og pálmaolía Ef þú ert á móti erfðabreyttum mat- vælum þá getur forritið hjálpað þér að sniðganga vörur sem innihalda þau. Fleiri dæmi um málstaði og vör- ur sem forritið hjálpar þér að snið- ganga eru snyrtivörur sem ýmist inni- halda skaðleg efni eða eru prófaðar á dýrum, súkkulaðivörur frá fram- leiðendum sem tengdir eru barnaþrælkun, vörur frá fyrir- tækjum sem ekki styðja aðgerð- ir gegn kynbundnu launamis- rétti. Í raun og veru allt milli himins og jarðar. Annar vin- sæll málstaður er tengdur pálmaolíu. Pálmaolía hefur verið mikið til umræðu undanfarið en hún leynist í ótal vörum og er ein vin- sælasta og ódýrasta jurta- olían á markaðnum í dag og mikil eftirspurn eftir henni. Pálmaolíufram- leiðsla er hins vegar afar skaðleg umhverfinu og er til að mynda stærsta orsökin eyðingar regnskóga í Indó- nesíu. Í Danmörku er talið að pálma- olía fyrirfinnist í þriðju hverri vöru í matvöruverslunum. Ekki er ósenni- legt að hlutfallið sé svipað hér á landi. Veist þú hvaðan varan kemur? Eins og gefur að skilja þá miðast for- ritið við erlendar vörur en getur engu að síður verið öflugt verkfæri fyrir íslenska neyt- endur sem vita oft ekki hvað býr að baki vörunni sem þeir kaupa úti í næstu búð. Þú getur verið að brjóta gegn prinsippum þínum daglega en með forritum á borð við Buycott þá getur þú verið upplýstur neytandi og lesið þér til um hvað býr í raun og veru að baki vörunni í hillunni. Forritið er fáanlegt í bæði iPhone og Android-síma í App Store og Google Play. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Einfalt í notkun Með smáforritinu Buycott getur þú með einföldum hætti skannað inn strika- merki vöru og komist að því um leið hvort framleiðandinn sé þér að skapi eður ei. Mynd ÞorMar Vignir gunnarSSon Margir flokkar Það er úr ótalmörgum flokkum að velja í forritinu og hver þeirra inniheldur marga málstaði sem stofnað hefur verið til af notendum. Mynd Buycott.coM Sekta Nettó vegna bóka- tilboðs Neytendastofa hefur lagt 750.000 króna stjórnvaldssekt á Samkaup hf. rekstraraðila Nettó vegna til- boðs á bókum. Fyrir jól kynnti Nettó ýmsar bækur á tilboðs- verði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði að bækurn- ar hefðu verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og reglur um útsölur gera kröfu um. Í úrskurði Neytenda- stofu segir að þrátt fyrir að versl- unin hafi borið við mistökum og villu hafi Nettó ekki getað lagt fram nein gögn til stuðnings því að bækurnar hafi verið seldar á tilgreindu „útsöluverði“ hvorki fyrir né eftir að mistökin voru leiðrétt. Eins og DV hefur áður fjallað um er bannað að bjóða vörur á lækkuðu verði hafi þær aldrei verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Útsölu eða tilboðs- verð, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna ef um raunverulega verðlækkun er að ræða. Húsbílaleiga ekki brotleg Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunar Isavia ohf. vegna notkunar Húsbílaleigunnar á heitinu „Keflavík Airport Car Rental.“ Isavia taldi heitið brjóta gegn vörumerkjaréttindum sínum og fela í sér óréttmæta við- skiptahætti þar sem fyrirtæk- ið eigi vörumerkin Keflavíkur- flugvöllur, Keflavík Airport og Keflavík International Airport. Töldu forsvars- menn veru- lega hættu á ruglingi milli fyrir- tækjanna. Húsbíla- leigan hafnaði því hins vegar að um brot á lögum væri að ræða þar sem um almennt heiti væri að ræða sem fyrst og fremst hafi skírskotun til svæðisins og hið samsetta heiti Keflavíkurflug- völlur sé frekar staðarheiti held- ur en heiti á einhverri ákveðinni starfsemi sem Isavia hafi með höndum. Neytendastofa taldi að orðasambandið vísaði ekki sérstaklega til starfsemi fyrir- tækjanna þar sem annað hefur með höndum rekstur flugvallar en hitt bílaleigu. „Orðasam- bandið veki fremur hugmyndir um ákveðið svæði, staðsetningu eða byggingu. Orðasambandið væri almennt og lýsti ekki neinni starfsemi sérstaklega.“ segir í tilkynningu Neytenda- stofu. Stóreignafólk endurnýjar lúxusbílana Kaup á dýrustu bílunum taka kipp hjá fólkinu sem hefur efni á þeim Þ að sem ég heyri frá um- boðunum er að þetta eru bíl- ar á verðbilinu 1,9 og upp í 4 milljónir sem mest selj- ast,“ segir Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins sem greindi frá því á vef sínum í vikunni að sala á nýjum bílum hafi aukist um rúmlega þrjátíu pró- sent fyrstu sex mánuði ársins. 7.100 fólksbílar hafa verið skráðir en bíla- leigur eiga stóran skerf af þeirri tölu og hafa keypt rúmlega fjögur þús- und bíla. Sala til einstaklinga og fyrir tækja er þó meiri en í fyrra og hafa um þrjú þúsund bílar verið seldir til þeirra sem er 15 prósenta aukning frá fyrra ári. Özur segir sölu á dýrustu bílunum einnig hafa tek- ið kipp þar sem stóreignafólk sé nú loks að endurnýja lúxusbíla sína frá því 2007. Salan er mest sem fyrr segir í bíl- um á verðbilinu 2–4 milljónir en síðan kemur nokkurt tómarúm í sölu á bílum á verðbilinu 4–7 millj- ónir þar til komið er í dýrari bíla og lúxusbílana. „Þá er ágæt sala í þeim, svona hlutfallslega. Það hefur ekki selst neitt af þessum bílum síðan 2007 en núna er ákveðin endur- nýjun. Þetta er ekki mikill fjöldi en maður verður samt sem áður var við þetta því þetta eru dýrir bílar. Þetta er fólkið sem á peningana, þetta er ekki fólkið sem er að taka lán. Það ber öllum saman um það. Þetta fólk kemur inn, þess vegna með seðla- búntin, og staðgreiðir,“ segir Özur í samtali við DV. „Endurnýjunin í lúxusbílunum hefur ekki verið nein. Ástæðan er kannski ekki sú að þessi hópur hafi átt eitthvað erfiðara eða ekki haft efni á að endurnýja heldur hefur hann ekki treyst sér til þess út á almenningsálitið að gera. Það er ein skýringin, þetta er ekki algilt. En það er gott að vita til þess að fólk á ennþá peninga.“ Özur segir stærsta muninn í sölu dýrustu bílanna nú samanborið við 2007 vera þann að nú sé ekki í gangi það „brjálæði“ þar sem menn voru að kaupa sér nýjan Porsche eða Range Rover á 100 pró- sent láni. „Það fólk er komið aftur niður í verðflokkinn 2–4 milljónir núna. Fólkið sem er núna að þessu er fólkið sem raunverulega hefur efni á þessu.“ n mikael@dv.is Staðgreiða með seðlabúntum Þeir sem kaupa dýrustu bílana núna eru þeir sem eiga fyrir þeim, staðgreiða þá jafnvel með seðlabúntum. Nokkur endurnýjun er að verða í lúxusbílaflota Íslendinga þar sem Range Rover hefur verið vinsæll valkostur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.