Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Blaðsíða 40
Helgarblað 8.–11. ágúst 201440 Lífsstíll Súkku laðimús Þessi holla og góða súkkulað- imús er frábær eftirréttur fyrir þá sem vilja sneiða hjá sykri og annarri óhollustu en samt gera vel við sig á góðum degi. Innihald n 2 stórar lárperur n ½ bolli ósætt kakóduft n 6 msk. hunang n ¼ bolli undanrenna n 1 tsk. vanilludropar n 1 tsk. instant-kaffi eða espresso-kaffiduft Til skrauts Ristaðar kókosflögur, Appelsínubörkur, Sjávarsalt. Aðferð Setjið allt hráefnið í mat- vinnsluvél og vinnið þar til blandan verður kekkjalaus. Setjið plastfilmu yfir skálina og kælið blönduna í ísskáp í a.m.k. 30 mínútur. Hún má þó vel standa yfir nótt. Setjið í fjórar skálar eða falleg glös og skreytið með kókosflögum, appelsínuberki og sjávarsalti. Berið fram kalt. „Eins og að ganga inn í bíómynd“ n Hefur búið á Íslandi í 50 ár n Lærði eldamennsku af móður sinni É g er enn í fullu fjöri og hef alveg ofboðslega gaman af vinnunni minni,“ segir smurbrauðsjómfrúin Mar- entza Poulsen í samtali við DV. Marentza hefur rekið hinn sí- vinsæla veitingastað Café Flóru í Laugardal í ein 17 ár og er ekkert að hætta. Hún flutti til Íslands frá Fær- eyjum þegar hún var 14 ára og segir talsverðan mun á íslenskri og fær- eyskri matargerð. Fólk leitar í sumarið Marentza segir sumarið hafa geng- ið vel á Café Flóru, þrátt fyrir slæmt veður. „Það er nokkuð ljóst að Café Flóra er búin að festa sig í sessi hjá landsmönnum og mér sýnist að fólk leiti þangað sem sumarið er. Þó að það sé rigning og leiðindi úti þá er alltaf hlýtt og notalegt í garð- skálanum. Það er líka yndislegt að rölta í gegnum garðinn í alls konar veðri því ilmurinn og blómadýrðin er jafnvel meiri þegar rignir.“ Í gegnum tíðina hefur Café Flóra eingöngu verið opið á sumrin en í ár verður breyting þar á. Gestum mun nefnilega gefast kostur á að njóta haustuppskeru úr Grasa- garðinum í september og október. „Mig langar til að fólk njóti haustsins í garðinum sem og upp- skerunnar okkar. Við ræktum mest allt grænmetið sem við notum sjálf og heilmikið af uppskerunni tengist haustinu, svo sem kartöflur og rauðrófur, þannig að við ætlum að njóta þess að útbúa mat úr því,“ segir Marentza. Lærði af móður sinni „Það kom aldrei neitt annað til greina en að fara þessa leið,“ segir Marentza, en hún hefur alla tíð starfað við eitthvað sem tengist mat og matargerð. „Ég hef alltaf haft gaman af matar gerð því ég er alin upp við þetta. Mamma mín hafði mikið dá- læti á matargerð og var mjög snið- ug í henni. Ég ólst upp í pínulitlu þorpi í Færeyjum og þegar til dæm- is var brúðkaup í bænum þá var bara opið hús. Það var ekkert boðið til veislu heldur kom allur bærinn í veisluna og rúmlega það. Þetta voru kannski 200 til 300 manns og mamma mín stjórnaði oft þessum veislum. Við systkinin höfum öll erft áhugann frá henni og höfum öll gaman af því að elda mat.“ Ætluðu að vera í ár Marentza er fædd og uppalin í bænum Skopun á Sandey í Fær- eyjum. Fjórtán ára flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands og hefur því búið hér í ein 50 ár. „Fimmtíu ár hljóma svo mikið en mér finnst ég ekki vera svona gömul,“ segir Marentza og hlær. „Mamma mín hafði verið á Ís- landi sem ung stelpa, hún var „au pair“ fyrir norðan, og hana dreymdi alltaf um að koma aftur til Íslands. Svo var það þannig að pabbi minn var sjómaður, eins og flest all- ir Færeyingar á þessum tíma, og þeir sóttu mikið sjóinn til Íslands og Grænlands. Á þessum tíma voru bræður mínir, sem voru 14 og 16 ára, farnir að fara á sjó með pabba en það var yfirleitt þannig að menn voru í burtu í sex til níu mánuði í einu. Mömmu fannst dá- lítið mikið að svona ungir strákar væru að heiman í svona langan tíma í senn og hana langaði að hlúa að þeim svo mamma og pabbi tóku ákvörðun um að koma til Íslands og vera hér í eitt ár. En við fórum aldrei aftur til baka og okkur hefur alltaf liðið alveg ofboðslega vel á Íslandi.“ Eins og að ganga inn í bíómynd En hvernig var fyrir Færeying að flytja til Íslands? „Mér fannst það erfitt fyrstu árin. Ég talaði auðvitað enga ís- lensku en það sem hjálpaði mér var að ég talaði ekki ensku, ég talaði bara dönsku. Íslendingar töluðu nefnilega enga dönsku, heldur að- allega bara ensku,“ segir Marentza og útskýrir að íslenska og færeyska séu alls ekki eins lík tungumál og margir Íslendingar haldi. „Skrifuð færeyska er ótrúlega lík íslenskunni, en í töluðu máli er hún það ekki því framburðurinn er allt annar og margir héldu reyndar að við værum Þjóðverjar.“ Marentza segir íslenskt þjóðfé- lag einnig afar ólíkt því sem hún var vön í föðurlandinu. „Mér fannst eins og ég væri að ganga inn í bíómynd. Mér fannst þetta einhvern veginn svo ónorrænt. Allir voru svo rosalega fínir og stífir og það var svo fínt inni í öllum húsunum; það var allt teppalagt, stundum meira að segja inni á klósettunum, og allir horfðu á Kanasjónvarp. Mér fannst þetta svolítið amerískt.“ Ólík matarmenning En hvað með matarmenninguna? „Matargerðin er ekkert rosalega ólík en Færeyingar eiga náttúrlega sínar hefðir,“ segir Marentza. „Í Færeyjum hefur til dæmis ekki verið borðaður mikill reyktur eða súrsaður matur eins og á Ís- landi, heldur hafa Færeyingar að- allega þurrkað og saltað mat. Þar var mjög mikið um að kjöt, hvalkjöt og fiskur væri þurrkað og saltað og enn þann dag í dag færðu svona mat þegar þú kemur til Færeyja. Svo er brauðmenning einnig mjög sterk í Færeyjum og þar hefur ein máltíð dagsins alla tíð verið brauð og álegg. Þegar við komum til Ís- lands fyrst þá var mjög algengt að hér væri eldað tvisvar á dag, en í Færeyjum var eldaður hádegis- matur en undantekningarlaust var brauðmeti með áleggi á kvöldin.“ n Vikulegt fiskát gott fyrir heilann Fiskát er allra meina bót og hef- ur einstaklega góð áhrif á heil- ann. Það er gömul saga og ný, en hefur nú fengist staðfest enn einu sinni af vísindamönnum við University of Pittsburgh. Ný rannsókn á þeirra vegum leiðir í ljós að það að borða bakaðan eða steiktan fisk einu sinni í viku er gott fyrir heilann, óháð því hversu mikið magn af omega-3 fitusýrum er í fisknum. Ýtir þetta enn fremur undir vísbendingar þess efnis að lífsstíll skipti mikl- um sköpum þegar kemur að heilsu fólks á efri árum en talið er að fiskát geti til að mynda dregið úr líkum á elliglöpum og öðrum heilatengdum meinum. Vaknaðu við kaffiilm Margir geta ekki byrjað daginn án þess að fá sér kaffibolla en hafa ekki alltaf tíma til að hella sér upp á bolla áður en lagt er af stað til vinnu eða skóla. Breski vöruhönnuðurinn Joshua Renouf hefur nú fundið fullkomna lausn á þessu vandamáli því brátt kem- ur á markað vekjaraklukka sem jafnframt hellir upp á kaffi. Varan ber heitið The Barisieur og virkar þannig að notendur setja vatn og malað kaffi í vélina áður en lagst er til svefns á kvöldin. Vekjara- klukkan er svo tímastillt þannig að þegar notendum hentar byrjar vélin að hella upp á kaffi en með þessu móti geta kaffiunnendur ekki aðeins sparað sér tímann sem fer í að útbúa kaffið heldur einnig vaknað við hinn ljúfa ilm af nýlöguðu kaffi. Varan er ekki enn komin á markað en hægt er að skrá sig á sérstakan pöntunarlista á vefsíðu Renouf. Endanlegt verð hefur heldur ekki verið ákveðið en klukkan mun kosta á bilinu 30 og 50 þúsund íslenskar krónur. Ræktar sjálf í garðinum „Mig langar til að fólk njóti haustsins í garðinum sem og uppskerunnar okkar,“ segir Marentza sem ætlar að hafa opið á Café Flóru í haust. Mynd ÞoRMAR VIgnIR gunnARsson Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Allir voru svo rosa- lega fínir og stífir og það var svo fínt inni í öllum húsunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.