Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 42
Helgarblað 8.–11. ágúst 201442 Sport Þéttvaxnir fótboltamenn n Fótbolti ekki bara fyrir þá sem eru grannir n Flinkir og feitir knattspyrnumenn Sterkasti fót- boltamaðurinn Englendingurinn Adebayo Akinfenwa er 32 ára hefur leikið með mörgum neðri deildar liðum á Englandi á ferlinum og verið mikill markahrókur. Hann leikur nú með AFC Wimbledon. Hann vakti mikla athygli í sumar þegar lið hans keppti við Chelsea í æfingarleik, en Akinfenwa þótti standa sig vel í leiknum. Varnarmenn stórliðs Chelsea þreyttust gífurlega í glímunni við Akinfenwa. Hann er gríðarlega sterkur og getur tekið 180 kíló í bekkpressu. H inn dæmigerði fótbolta­ maður er grannur og lima­ langur og í meðalhæð. En margir af þeim allra bestu í boltanum eru lágvaxnir og snarir, eins og til dæmis argentínski snillingurinn Lionel Messi, sem nær ótrúlegu jafnvægi á vellinum. Mjög hávaxnir eða stórir menn eru sjaldgæfari í fótboltanum en þekkj­ ast þó því stundum er gott að geta notið hæðar og beitt miklum kröft­ um. Þéttvaxnir menn, háir sem lágir, hafa líka slegið í gegn. Brasil­ íumaðurinn Ronaldo var í þyngri kantinum og var einn allra besti fót­ boltamaður sögunnar. Fótbolti er litrík íþrótt og sem betur fer eru til leikmenn í öllum stærðum og gerð­ um eins og í lífinu sjálfu. Kynnumst nokkrum þéttum mönnum í bolt­ anum. n Helgi Hrafn Guðmundsson helgihrafn@dv.is Neyddist til að spila þungur Hinn velski Neville Southall er fæddur 1958 og var einn besti markvörður sinnar kynslóðar. Hann lék lengst með Everton og vann þar marga glæsta sigra á níunda áratugnum. Undir lok ferilsins bætti hann sífellt á sig fleiri kílóum en stóð sig samt vel. Árið 2000 starfaði hann sem þjálfari hjá Brad- ford City sem þá var í úrvalsdeild. Þegar allir þrír markverðir liðsins meiddust neyddist Neville Southall til að fara í markið, 41 árs að aldri, og varð því einn elsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Bumba Southall vakti mikla athygli í fjölmiðlum. „Hver át allar bökurnar?“ Framherjinn Micky Quinn lék á níunda og tíunda áratugnum með liðum á borð við Portsmouth og Newcastle og var mikill markahrókur. Quinn var upp- nefndur „Sumo“ því hann þótti heldur þéttvaxinn miðað við ótrúlega snerpu. Af þessum sökum sungu áhorfendur oft sönginn „Who Ate All the Pies?“ eða „Hver át allar bökurnar?“ þegar Quinn spilaði. Hann not- aði það síðar sem titil á ævisögu sinni. Gráhærður með bumbu Steve McNulty er miðvörður hjá enska liðinu Luton Town. Hann lék frábærlega á síðasta tímabili og er elskaður af stuðningsmönnum og var valinn maður ársins hjá félaginu. Luton Town komst upp úr Conference- deildinni og leikur í League Two í vetur, sem er enska fjórða deildin. McNulty er ekki eintómur kraftakarl, þrátt fyrir að vera stór á alla kanta. Hann er mjög flinkur tæknilega og myndband sem sýnir hann í eldlínunni er vinsælt á YouTube. Við fyrstu sýn er engu líkara en að einhver breskur karl hafi kíkt á völlinn beint af pöbbinum, því McNulty er gráhærður og með væna bumbu. En allir heillast af honum þegar hann byrjar að spila. „Litli feiti karlinn“ Ungverski snillingurinn Ferenc Puskas (1927–2006) var einn allra besti fót- boltamaður sögunnar. Hann skoraði 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir Ungverja- land, og nánast mark í leik á árum sínum hjá Real Madrid. Hann var lítill, frekar þybbinn og aldrei sérstaklega frár á fæti. En í staðinn var hann frábærlega skotfastur og klókur fyrir framan markið. Hann var langbestur á sinni tíð. Englendingar léku gegn Ungverjum árið 1953 og fyrir leikinn spurði einn Englendingurinn: „Hver er þessi litli, feiti karl?“ Ungverjaland vann 6–3. 150 kílóa mark- vörður William „Fatty“ Foulke (1874–1916) var atvinnumaður í bæði fótbolta og krikket um aldamótin 1900. Hann var 193 sentimetrar á hæð og um 150 kíló undir lok ferilsins. Foulke var einn besti markvörður Englands á sínum tíma, spilaði með Sheffield United, og lék einn landsleik. Chelsea keypti hann árið 1898 og gerði hann að fyrirliða. Foulke var einstaklega skapstór og gekk einfaldlega af velli ef honum fannst varnarmennirnir spila illa. Stundum fóru framherjar mótherjanna í taugarnar á Foulke og hann átti þá til að fleygja þeim í markið eins og bolta. Söngurinn „Who Ate All the Pies?“ var upphaflega saminn um Foulke. Blóðtaka fyrir landsliðið Jón Arnór verður ekki með í undankeppni Evrópumótsins J ón Arnór Stefánsson sem hefur um skeið verið besti leikmað­ ur landsliðsins í körfubolta verður ekki með í undankeppni Evrópumótsins 2015 sem hefst nú á sunnudag. Samkvæmt frétt Körfuknattleikssambands Íslands var ákvörðun um þetta tekin í sam­ ráði við þjálfara liðsins sem og stjórn KKÍ. Ástæðan er sögð vera sú að Jón Arnór er samningslaus og þar af leið­ andi ótryggður. Það gerir það verkum að um er að ræða of mikla áhættu fyr­ ir Jón Arnór til að hann taki þátt. Hann hefur spilað hjá spænska úrvalsdeildarliðinu CAI Zaragoza síðastliðin fjögur ár en samningur hans hjá liðinu rann út eftir afstaðið tímabil. Jón Arnór glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og er samningslaus. Mikil missir verður að Jóni Arnóri á vellinum en hann er fremsti körfu­ boltamaður þjóðarinnar um þessar mundir en til marks um það má nefna að hann var bæði stigahæstur sem og stoðsendingahæstur íslenska liðsins í undankeppninni árið 2012. Hann hefur leikið um árabil í Evrópu og hampaði FIBA Evrópubikarnum með liði Dynamo Sankti Pétursborg árið 2005. Fyrsti leikur landsliðsins nú á sunnudag verður gegn Bretum í Laugardalshöllinni. Má telja líklegt að það verði mikil barátta fyrir ís­ lenska liðið að standast Bretum snúning. Ísland er í þriggja liða riðli og mætir Bosníu á útivelli 17. ágúst næstkomandi. Ísland þarf að vinna tvo leiki af fjórum til að geta átt von á að komast á stórmót í fyrsta skipti í sögu liðsins. n hjalmar@dv.is Úr leik Jón er besti leikmaður íslenska landliðsins og verður mikill missir að honum í liðinu. Hann sá sér ekki kleift að taka þátt vegna tryggingamála. Stjörnumenn áfram Fræklegt jafntefli í Póllandi og sæti í umspili tryggt Lið Stjörnunnar í Garðabæ er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir mögnuð úrslit í síðari leik liðsins við ógnar­ sterkt lið Lech Poznan í Póllandi á fimmtudag. Stjarnan, sem vann fyrri leikinn 1–0 á heimavelli, náði markalausu jafntefli í erf­ iðum leik. Pólverjar sóttu án afláts í leiknum en sköpuðu sér ekki mörg opin færi. Þeir áttu alls 17 marktilraunir á móti 5 Stjörnu­ manna, sem fengu besta færið í leiknum. Þá brást Heiðari Ægis­ syni bogalistin. Stjörnumenn eru komnir í fjórðu umferð, á sínu fyrsta ári í Evrópukeppni. Það er magnaður árangur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.