Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 44
Helgarblað 8.–11. ágúst 201444 Menning G rétar Mar Sigurðs­ son – Mar – hyggst í byrjun næsta árs ferð­ ast frá Spáni til Ind­ lands. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hann ætlar að fara á puttanum, gista á ókunnugum sófum á leiðinni og borða ávexti og grænmeti úr ruslatunnum. Á Indlandi ætlar hann að reyna að finna náttúrulegar leiðir til að komast á annað vitundar­ stig. Reynslunni vill hann síðan miðla í gegnum list sína. Mar er fjöllistamaður sem reynir að tjá sig á sem flesta mögulega vegu. Hann sendi ný­ verið frá sér myndband, sem hann leikstýrði sjálfur, við lag sitt Twisted Figures. Lagið er af stuttskífu Mars, Mellows, sem kom út í maí og hefur fengið góðar viðtökur. „Ég er búinn að reyna að koma list minni á fram­ færi í gegnum alla miðla. Þegar ég fæ hugmynd reyni ég að velja þann miðil sem mér finnst geta varpað skærustu ljósi á hana. Að sama skapi er þetta besta leiðin til að ná til sem flestra,“ segir Mar en í list sinni andæfir hann neyslusamfélagi nútímans og tilhneigingu þess til að steypa fólk í sama mót. „Í einstefnusamfélagi nútím­ ans, þar sem flest skila­ boð og upplýsingar sem við fáum eru mörg en svip­ uð, er mótvægi mikil vægt. Allar auglýsingar spila til dæmis inn á hvöt okkar til að fullnægja einhverj­ um grunnþörfum, og nota hana til að selja okkur óþarfa; þær eru í raun klám.“ Náttúruleg hugvíkkun Mar sækir innblástur víða, einkum inn á við. Áður notaði hann ofskynjunar­ lyf til að styrkja eigin andagift en hann segir eftirköst slíkrar neyslu næstum því jafn slæm og víman er góð. „Þetta er svo­ lítið eins og himnaríki og helvíti. Það er rosalega mikil fegurð í því að komast á eitthvert ann­ að vitundarstig. Þegar maður til dæmis tekur inn efni og kemst á einhvern stað þar sem tilfinn­ ingar eru sterkari og fallegri. En svo þarf maður að gjalda fyrir það þegar víman dvínar.“ Það var helvítið sem fékk Mar til leita náttúrulegri leiða að æðri svæðum heilans, himna­ ríki. „Mér fannst á tímabili, áður en ég byrjaði að hugleiða, hug­ breytandi efni eina vitið. Eini tilgangurinn. Mér finnst hugar­ ástandið ennþá mjög spennandi en maður greiðir alltaf gjald fyrir þessa upplifun. Vegna þessa fór ég að stúdera hvaða leiðir væru til að gera þetta algerlega nátt­ úrulega; komast í hugbreytandi ástand án hugbreytandi efna. Þannig kviknaði áhugi minn á hugleiðslu og jóga.“ Mekka Þar eð Indland er af mörg­ um talið Mekka hugleiðslu og annarrar andlegrar iðkunar Listamenn ræða saman Í dag, föstudaginn 8. ágúst, klukk­ an 17.00 fer fram Listamanna­ spjall í Skaftfelli á Seyðisfirði. Þar munu gestalistamenn Skaftfells sem eru nýkomnir til Seyðisfjarðar halda stuttlega kynningu á vinnu­ aðferðum sínum og fjalla um nokkur verk. Listamennirnir eru Daníel Björnsson, Maria Glyka og Vassilis Vlastaras. Listamenn geta sótt um í Gestalistastofu Skaft­ fells til 1. september en á hverju ári dvelur fjöldi erlendra og inn­ lendra listamanna á Seyðisfirði og vinnur að verkum sínum. Hughrif tónanna Föstudaginn 8. ágúst munu flautuleikarinn María Ösp Ómars­ dóttir og píanóleikarinn Sólborg Valdimarsdóttir halda tónleikana Hughrif tónanna í Salnum í Kópa­ vogi. Tónleikarnir eru á vegum Kammer tónlistarhátíðar sem nú er haldin í sjötta sinn en hátíðin er hliðarhátíð Tónlistarhátíðar unga fólksins. Verkin á tónleikun­ um eru mjög ólík en eiga það þó sameiginlegt að vera samin eft­ ir árið 1950. Verkin eru eftir Finn Karlsson, Báru Gísladóttur, Þorkel Sigurbjörnsson, Þóru Marteins­ dóttur, O. Messian, A. Piazzolla og Arvo Pärt, en verkin eftir Báru og Finn voru samin sérstaklega fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir hefj­ ast klukkan 20.00. Handverks- hátíðin sett Handverkshátíðin í Hrafnagili í Eyjafirði var sett í vikunni í 22. sinn. Það var Kristján Þór Júlíus­ son heilbrigðisráðherra sem setti hátíðina en þar er að finna fjöl­ breytt handverk, þjóðlegan mat og íslensk húsdýr svo eitthvað sé nefnt. Í fyrsta sinn er boðið upp á handverksmarkað sem fram fer á föstudag og sunnudag. Upp­ skeruhátíðin hefst klukkan 19.30 á laugardaginn og er hún öllum opin. Séra Hildur Eir Bolladóttir er veislustjóri og meðal þeirra sem fram koma eru Álftagerðisbræður, Pálmi Gunnarsson ásamt hljóm­ sveit og prestatríó skipað séra Hildi Eiri, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon. Hátíðin fékk að gjöf 1,5 metra háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar. Eru gestir hvattir til að rita nafn sitt. Augnablik sem ekki gleymast Óskar Páll Elfarsson opnar sína fyrstu sýningu Þ að eru komin 10 ár síðan ég byrjaði að dunda í ljós­ myndun og það hefur lengi verið draumur að halda veg­ lega sýningu,“ segir ljósmyndar­ inn Óskar Páll Elfarsson sem opn­ ar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Perlunni þann 9. ágúst næstkom­ andi. Sýningin ber heitið Augna­ blik – sem ekki gleymast og þar birtir hann myndir úr heimsreisu sem hann fór í árið 2012 með unn­ ustu sinni Hrund Þórsdóttur, frétta­ manni á Stöð 2. Á ferðalagi sínu heimsóttu þau sextán lönd í fimm heimsálfum og lentu í ýmsum æv­ intýrum sem Óskar fangaði á filmu. Draumur Óskars er nú að verða að veruleika, en eftir heimsreisuna fannst honum hann loksins vera kominn með efnivið í einkasýningu. „Þetta eru myndir sem virka saman og segja sterka sögu. Þær segja vissan sannleika sem mig langaði að miðla áfram. Við vorum víða í aðstæðum sem fengu mann til að opna augun og horfa aðeins öðru­ vísi á lífið,“ segir Óskar um mynd­ irnar sem hann tók í heimsreis­ unni. Sama dag og sýningin verður opnuð munu stuttar sögur, sem til­ heyra hverri mynd á sýningunni, birtast á vefsíðunni moment.is/ syning. Þar verður einnig hægt að skoða allar myndirnar á sýn­ ingunni sem og töluvert fleiri ljós­ myndir úr heimsreisunni sem ekki komust fyrir þar. Óskar Páll hef­ ur starfað lengi við ljósmyndun og myndvinnslu fyrir mörg af stærstu tímaritum landsins og hlotið ýms­ ar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann átti til dæmis Fréttaljósmynd ársins árið 2011 á vegum Canon og Nýherja og Tímaritamynd ársins á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands árið 2010. Sýningin verður formlega opnuð næsta laugardag klukkan 16.00 og boðið verður upp á léttar veitingar. n solrun@dv.is Óskar mundar vélina Myndirnar á sýningunni eru allar úr heimsreisu sem Óskar fór í árið 2012. Yfir hálfan hnöttinn til himnaríkis n Fjöllistamaðurinn Mar fer á puttanum til Indlands n Nýtt tónlistarmyndband n Ferðast á puttanum og leitar að mat í ruslatunnum Baldur Eiríksson baldure@dv.is Chakras Myndverk frá einkasýningunni Upplifun sem haldin var á Hótel Kaffistofu í desember 2013. Heilög þrenning: Lausn, þula, sjálfsmynd. Tóm Hljóðskúlptúr frá samsýningunni Veldi sem haldin var í Skaftfelli á Seyðisfirði 1. mars til 2. júní 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.