Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Side 45
Helgarblað 8.–11. ágúst 2014 Menning 45
„Þetta hefur verið frábært ferðalag“
n Dans Brynju Péturs fagnar tvöföldu afmæli á Ingólfstorgi um næstu helgi n Street dans á uppleið á Íslandi
S
treet dans var ekki til á Ís-
landi fyrir tíu árum. Nú eru
iðkaðir sjö street dansstílar
á Íslandi og þessi menn-
ingarkimi er orðinn að veruleika,“
segir Brynja Péturs danskennari
en hún fagnar tíu ára starfsafmæli
um þessar mundir. Af því tilefni
verður haldin afmælishátíð á Ing-
ólfstorgi laugardaginn 16. ágúst
milli klukkan 14 og 17. En það er
tvöföld ástæða til þess að fagna því
street danseinvígið, sem haldið
var í fyrsta sinn árið 2012, er nú
orðið að árlegri keppni og þeirri
einu sinnar tegundar hér á landi.
Næsta einvígi verður haldið í
október næstkomandi. „Þetta hef-
ur verið frábært ferðalag og það er
blessun að fá að vinna við það sem
ég elska. Það besta við þetta er að
sjá dansarana okkar vaxa og öðl-
ast góða sjálfsmynd,“ segir Brynja
og tekur fram að unga kynslóðin sé
þegar farin að segja til sín. Brynjar
Dagur sem vann Ísland got talent-
keppnina í vetur hafi til að mynda
opnað nýjar dyr á Íslandi og kynnt
alþjóð fyrir popping-stílnum svo-
kallaða.
„Mér þykir vænst um að hafa
allt þetta frábæra fólk í kringum
mig. Við erum ein stór fjölskylda og
stöndum þétt saman. Það er magn-
að að sjá samfélagið okkar stækka
en það er eitthvað sem var alltaf
bara fjarlægur draumur í mínum
huga. Nú má finna marga hæfileik-
aríka dansara hér á landi sem eru
jafnvígir í fjölbreyttum dansstílum.
Stærsta gjöfin sem ég hef fengið
er hins vegar að sjá ástríðuna fyr-
ir dansinum endurspeglast í yngri
kynslóðunum,“ segir Brynja í sam-
tali við DV. Um framhaldið hefur
hún aðeins eitt að segja: „Við erum
rétt að byrja.“ n
aslaug@dv.is
Afmælishátíð
Street dans er
tiltölulega nýr á
íslandi.
Yfir hálfan hnöttinn til himnaríkis
n Fjöllistamaðurinn Mar fer á puttanum til Indlands n Nýtt tónlistarmyndband n Ferðast á puttanum og leitar að mat í ruslatunnum
ákvað Mar að fara þangað, list
sinni og lífi til framdráttar. Hann
leggur af stað í byrjun næsta árs
frá Cuenca á Spáni og fer alla
leið til borgarinnar Tamil Nadu,
sem staðsett er syðst á Indlandi.
„Flugmiði til Indlands kostar um
það bil hundrað þúsund krónur.
Mér fannst þeirri fjárhæð bet-
ur varið í að ferðast landleiðina,“
segir Mar sem ætlar hugsanlega
að fara Norður-Afríku leiðina.
Frá Spáni Til Marokkó og þaðan
til Alsír, Túnis, Líbíu og í gegnum
Egyptaland til Asíu: Frá Ísrael til
Palestínu, Jórdaníu, Íraks, Írans,
Afganistan og – loks – yfir allt
Indland til Tamil Nadu. „Það var
alltaf pælingin að fara þessa leið.
Meðal annars til þess að losa
mig við eigin fordóma um það
hvernig hlutirnir eru í heimin-
um. En ég veit ekki alveg hvernig
það verður, fólki í kringum mig
líst ekkert alltof vel á þessa leið.“
Ruslar
Sama hvaða leið verður fyrir
valinu ætlar Mar að eyða eins
litlu fé og mögulegt er og ferðast
á puttanum, enda ekkert sér-
staklega loðinn um lófana. „Ég
ætla að vera duglegur að safna.
Kannski nær maður að fara út
með um 200 þúsund krónur. Ég
er grænmetisæta og þarf ekkert
rosalega mikinn mat. Ég ætla
að reyna að „dumpster dive-a“,
eða rusla eins og það heitir á
íslensku svo getur maður eld-
að fyrir fólk gegn því að fá að
gista á sófanum og hugsanlega
fá smá mat,“ segir Mar bjartsýnn
en hann starfaði sem kokkur á
Grænum kosti áður en sá staður
fór á hausinn. Auk þess að vera
grænmetisæta sneiðir hann hjá
glúteni og sætuefnum. Megin-
uppistaðan í mataræði hans á
leiðinni verður grænmeti og
ávextir, hugsanlega úr ruslaföt-
um sem áður greinir. „Það er ör-
ugglega lærdómsríkari reynsla
að gera þetta svona.“
Mar er ekki búinn að ákveða
hversu lengi hann verður á Ind-
landi en vonar að þar nái hann
að þróast sem listamaður. „Ind-
land er svo fáránlega stórt. Mað-
ur getur verið þar í mörg ár án
þess að láta sér leiðast.“ n
„Það er
rosalega
mikil fegurð í því
að komast á
eitthvert annað
vitundarstig
M
y
n
D
Þ
o
R
M
A
R
V
Ig
n
IR
g
u
n
n
A
R
SS
o
n
Fjöllistamaður Mar er nýbúinn að senda frá sér myndband við lagið Twisted Figures.
Í byrjun næsta árs leggur hann land undir fót í leit að innblæstri. MynD ÞoRMAR VIgnIR gunnARS
Son