Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2014, Síða 46
Helgarblað 8.–11. ágúst 201446 Menning Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Ljósið sem Legson kveikti Uppi á hásléttunni, suður af gömlu höfuðborginni Zomba, strýkur Legson litli kviðinn eftir að hafa fengið svolítið að éta af nsima, bragðdaufa kornmatnum sem er eiginlega það eina sem eftir er af mat í leirkofa fjölskyldunnar. Vana­ lega hafa akrarnir í grennd við kot­ in skilað þokkalegri uppskeru, en nú ber nýrra við eftir langvarandi þurrkatíð með tilheyrandi bolloki og búksorgum; hefðbundnar mál­ tíðir, sem í fyrstu voru skornar nið­ ur í tvær á dag, eru núna orðn­ ar að einni – og það sem verra er; allt útlit er fyrir að þessi þyrrking­ ur að morgni nýrrar aldar eigi eftir að plaga fólkið í Malawi um langa hríð. Legson litli hefur lítið við að vera; skólahaldi hefur verið af­ lýst um skeið af því krakkarnir úr sveitunum í kring hafa ekki leng­ ur kraft til að ganga drjúgan spöl til mennta í syðsta hverfi Zomba. Það finnast Legson vera afleit býtti, því þótt svengdin hrelli auðvitað ræmulegan skrokkinn veit hann sem er að ekkert nærir hugann betur en lestur góðra bóka; þær opna krökkum ekki aðeins leið inn í undurfurður ævintýranna, heldur og hafa þær svör við öllu. Og einn daginn getur Legson ekki beðið lengur eftir næstu bók; hann kóklast kunna leið eftir móstu­ gráum malarstígnum og unir sér ekki hvíldar fyrr en komið er á bókasafnið í hverfinu sem eitthvert fólk ofan úr Evrópu hafði eitt sinn fært í plássið. Þrjár bækur tekur hann með sér í þetta sinn; söguna um Robinson Krúsó, fræðslubók um tunglið og aðra til um galdra rafmagnsins, allt saman þýtt á tungu hans, chewa. Og næstu daga er bókvitið að mestu í askana látið, annað er vart að hafa. Með fullri virðingu fyrir tungl­ inu og Krúsó, finnst þessum vísa dreng, sem varla sleppir tekt í aldri, mest til koma að kynnast kúnst­ ugu rafmagninu – og svo heillaður verður hann af þessu galna fyrir­ brigði sem allt í senn getur skapað afl og yl og ljós og líf, að hann ein­ setur sér að bera birtu inn undir stráþakið á litla myrka leirkofa fjöl­ skyldunnar. Næstu vikurnar verður hann sér úti um aflóga hreyfil úr bílflaki úti á haugum og enn frekar hýrnar yfir þeim stutta þegar hann finnur lítinn dínamó úr þeirri og sömu sópdyngju. Mestur tíminn fer þó í að útbúa sjálfan ljósgjaf­ ann; það eru nefnilega engin efni á peru í allri sveitinni og því hleypur heldur betur á snærið þegar gutt­ inn snuðrar uppi drjúgan eirþráð á einum bænum í þurrkasamri sveitinni. Þessi þrjóskufulla árátta unga piltsins spyrst að lokum út – og öðru hverju eiga sveitungar hans það til að bregða einu auganu á þessar kostulegu tilfæringar, fullir samúðar á svip. En sá svipur á eftir að breytast þegar þær fréttir heyr­ ast að dag einn í sveitinni sunnan Zomba ætli Legson litli að kveikja ljósið. Og það má heyra undrun­ aröldu ríða yfir hlaðvarpann þegar forvitið fólkið mænir á Legson magna rafið eftir þræðinum og þaðan inn í hús – og kofann ljóma um stund á eftir. Og enn ljómar Legson; orðinn fullvaxta maður, búinn með verk­ fræði í boði háskóla í vestri eftir að sagan fór um sinu. Og sinn­ ir núna rannsóknum og kennslu af meðfæddri fasthygli og glúrni. Og æ síðan, þegar búimenn ber að í sunnanverðri Malawi, er sagan sögð af Legson, jafn sterk og hún er mikilvæg og merk. Betri en fyrri myndin H ow to Train Your Dragon 2 eða Að temja drekann sinn 2 er sennilega með betri ef ekki besta framhaldsteiknimynd sem ég hef séð. Það er vandasamt verk að gera framhaldið betra en upp­ hafið en það tekst DreamWorks að þessu sinni. Myndin fjallar líkt og sú fyrri um víkingana á Birkey (e. Berk). Nú eru fimm ár liðin frá því að Hiksti (e. Hiccup) og vinir hans hættu að berj­ ast gegn drekunum og fóru þess í stað að lifa með þeim í sátt og samlyndi. Hiksti og drekinn Tannlaus (e. Tooth­ less) sem er sá eini sinnar tegundar hafa lítinn áhuga á að dvelja í þorpinu og sinna skyldum sínum þar. Í staðinn þróa þeir samvinnu sína í háloftunum og kanna nýjar lendur. Í einum leið­ angra sinna hitta þeir fyrir drekaveiði­ menn og komast að því að skelfilegur óvinur dvelur skammt undan. Sá heit­ ir Draco og safnar hann drekum til að berja þá til hlýðni og nota í her sínum. Áður en langt um líður þurfa íbúar Birkeyjar að verja sig og drekana. Ég sá myndina með íslensku tali og var tæplega fjögurra ára dóttir mín með í för. Hún var dolfallin yfir myndinni og upplifði allan tilfinn­ ingaskalann, til að gera langa sögu stutta. Samt hafði hún sennilega betri stjórn á upplifun sinni en við for­ eldrarnir því myndin er spennandi, óvænt og dramatísk. Ég hef aldrei verið mikið fyrir að horfa á teiknimyndir með íslensku tali. Þær eru bara ekki jafnfyndn­ ar og sannfærandi og hinar. Hins vegar hefur talsetningu fleygt svo mikið fram frá því að ég var polli að ég spáði aldrei í það að myndin væri á íslensku, sem er til marks um vel unnið verk. Þeir sem ætla að sjá upp­ runalegu útgáfuna verða eflaust ekki sviknir þar sem stórstjörnur eins og Cate Blanchett, Gerard Butler og Jonah Hill ljá persónunum rödd sína. Það sem gerir myndina svo eftir­ minnilega er ekki síst hversu vel gerð hún er. Hún er sjónrænt konfekt á köflum og drekabardagarnir eru ekkert minna en epískir þegar mest gengur á. How to Train Your Dragon 2 er frábær mynd sem býður upp á spennu, húmor og dramatík. Í það minnsta felldu nokkrar mömmur í salnum tár en sjálfur fékk ég bara salt úr poppinu í augað. n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Kvikmynd How to Train Your Dragon 2 IMDb 8,4 RottenTomatoes 92% Metacritic 76 Leikstjórn: Dean DeBlois Handrit: Dean DeBlois og Cressida Cowell Leikarar: Jay Baruchel, Cate Blanchett, Gerard Butler og Jonah Hill. 102 mínútur How to Train Your Dragon 2 Í þessari mynd gefst meiri tími fyrir hasar- inn en í þeirri fyrri. Syngur með dóttur sinni n Felix flytur eigin tónlist á Hinsegin dögum n „Þetta eru ástarljóð“ É g kom fram á fyrstu hátíðinni okkar 1999 þannig ég hef alltaf komið við reglulega og alltaf fundist jafn gaman. En það verður gaman að vera með eigið efni að þessu sinni,“ segir Felix Bergsson, leikari og söngvari með meiru, en hann mun troða upp á Regnbogahátíð Hinsegin daga, sem haldin verður að lokinni Gleði­ göngunni á laugardaginn. „Það er alltaf gaman að taka þátt í þessari hátíð og fagna fjölbreytileik­ anum,“ segir Felix sem hefur oft tekið þátt áður, gjarnan þá með samstarfs­ félaga sínum til margra ára, Gunnari Helgasyni. Saman þekktir sem Gunni og Felix. „Ég hef líka stundum sung­ ið lokalagið, þjóðsönginn, ég er eins og ég er,“ segir Felix sem er fullur til­ hlökkunar yfir því að fá í fyrsta sinn að flytja eigið efni á stóra sviði Hinsegin daga. Hann gaf nýlega út plötuna Borgin og mun flytja efni af henni á laugardaginn. „Ég er svolítill poppari í mér“ „Hún heitir Borgin því ég er mikill að­ dáandi borga. Við eigum það sam­ eiginlegt, ég og maðurinn minn, við ferðumst mjög mikið og þá dveljum við í borgum, þar líður okkur best,“ segir Felix um nafnið á plötunni, en hún byggir að mestu á poppi með persónulegum innblæstri. Felix sem­ ur flesta textana en Dr. Gunni, Jón Ólafsson, Eberg og fleiri tóku þátt í að semja tónlistina. „Þetta er bara gott popp. Ég er svolítill poppari í mér. Ég var í Greif­ unum í gamla daga og þótt ég hafi hætt þar þá lifir þetta í mér, svona popptaugin. Ég hef gaman af góðri popptónlist.“ Dóttirin með á stóra sviðið í fyrsta sinn „Þetta eru ástarljóð, ég er að syngja til mannsins míns oft á tíðum í mörg­ um af þessum lögum,“ segir Felix um tónlistina. „Ég er hinsegin, ég er samkynhneigður og er að syngja um mína tilveru og líf og þá kemur nátt­ úrlega sú tilvera við sögu þótt það sé ekki það eina,“ segir hann og á tón­ listin því vel við Hinsegin daga. „Ég syng líka um börnin mín og það er náttúrlega einn veruleiki samkynhneigðra, margir samkyn­ hneigðir eiga börn,“ segir Felix en dóttir hans mun slást með honum í för á laugardag. „Það eru allar líkur á því að dóttir mín, Álfrún Perla sem er orðin 22 ára, stígi á svið með mér á Hinsegin dögum, það verður í fyrsta sinn,“ segir hann. „Ég fæ hana til að spila með mér í einu lagi. Við prófuðum það einu sinni og það gekk prýðilega, þannig að það er aldrei að vita nema ég gefi henni breik á stóra sviðinu,“ segir Felix kíminn. Vegleg dagskrá Karl Olgeirsson, Stefán Már Magnús son, Bassi Ólafsson og Friðrik Sturluson munu spila und­ ir hjá Felix á laugardaginn sem og á útgáfutónleikum Borgarinnar 28. ágúst. „Ég verð með frábæra lista­ menn með mér,“ segir Felix en dag­ skrá Regnboghátíðarinnar verð­ ur með skemmtilegasta móti í ár. Ásamt Felix munu koma fram Sigga Beinteins, Páll Óskar, Lay Low og Kimono. Gleðigangan sjálf hefst klukkan 14.00 og verða tónleikarnir þar strax á eftir. n Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Söngfeðgin Álfrún Perla stígur í fyrsta sinn á stóra sviðið með Felix um helgina. „Þetta er bara gott popp. Ég er svo­ lítill poppari í mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.