Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 10.–11. september Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk. E ins og ég kem að síðar ætla ég ekki og get ekki stöðu minnar vegna haft opinberlega orð- rétt eftir samskipti mín við embættismenn, en get hins vegar fullyrt að upplifun mín af þessum samtölum við L[lögreglustjóra] var ekki í samræmi við þá mynd sem þér dragið upp í bréfi yðar.“ Þetta kemur fram í bréfi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð- herra til umboðsmanns Alþing- is. Er bréf innanríkisráðherra svar við þriðja bréfi umboðsmanns Al- þingis, sem hann sendi henni hinn 26. ágúst síðastliðinn. Umboðs- maður ákvað þá að taka samskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur inn- anríkisráðherra og Stefáns Eiríks- sonar, fráfarandi lögreglustjóra, til formlegrar athugunar. Hanna Birna leggur í bréfinu áherslu á að Stefán Eiríksson, þá- verandi lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, hafi ekki verið „stjórnandi“ rannsóknar á leka- málinu í innanríkisráðuneytinu. „Meginatriði þessa máls og það sem mestu skiptir er að L [lög- reglustjóri] var ekki stjórnandi umræddrar rannsóknar. Hann tók ekki ákvörðun um rannsókn- ina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerð- ir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum R [ríkissaksóknari] sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Hanna Birna gerir í bréfinu „alvarlegar athugasemdir“ við þá ákvörðun umboðsmanns Al- þingis að neita henni um frest til að svara síðasta bréfi hans áður en það var birt almenningi. Ekki verði séð að neinir opinberir hags- munir hafi mælt með því að synja henni um þetta. „Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að taka upp athugun á starfsháttum mín- um og fjalla um hana fyrir opnum tjöldum án þess að um leið sé gerð grein fyrir þeim sjónarmiðum sem ég hef fram að færa,“ segir Hanna Birna. n erlak@dv.is Svar frá Hönnu Innanríkisráðherra svarar bréfi umboðsmanns Alþingis L ögreglumenn sem DV hefur rætt við vegna ótengdra sakamála hafa borið fyrir sig LÖKE-málið þegar þeir hafa ekki getað veitt upplýsingar um stöðu ýmissa mála. Lögreglu- maðurinn Gunnar Scheving Thor- steinsson var ákærður um miðj- an ágústmánuð fyrir að fletta upp nöfnum fjölda kvenna í málaskráar- kerfi lögreglunnar LÖKE um nokkurt skeið. Það mál var þingfest nýverið og svo virðist sem lögreglan hafi far- ið í átak til að forðast að slíkt mál geti endurtekið sig. Málið hefur því haft þær afleiðingar að almenningur fær minni upplýsingar en áður um fram- gang ýmissa sakamála. Óeðlilegar uppflettingar Óeðlilegar uppflettingar, sem Gunn- ar er ákærður fyrir, snúa að um fjöru- tíu konum sem Gunnar er sagður hafa flett upp yfir rúmlega sex ára tímabil, frá 7. október 2007 til 16. nóvember 2013. Samkvæmt ákæru ríkissaksóknara tengdust konurnar ekki starfi hans og hafi hann því mis- notað afstöðu sína. Enn fremur er Gunnar sakaður um að hafa sent til vinar síns upplýsingar með nafni og lýsingu á þrettán ára einhverf- um dreng sem hann hafði þurft að hafa afskipti af í starfi. Þegar málið kom fyrst upp fyrr á þessu ári voru þrír handteknir; Gunnar, lögmaður Lex, og starfsmaður Nova. Aðeins Gunnar var þó ákærður. Hann hefur neitað sök en neitar þó ekki að upp- flettingarnar hafi átt sér stað. Hann ber fyrir sig að uppflettingarnar hafi verið hluti af eðlilegum störfum hans. Gunnar er í leyfi frá störfum. Aðalmeðferð sennilega lokuð Fyrirtaka í málinu var á þriðjudag þar sem taka átti ákvörðun bæði um frá- vísun málsins sem og hvort þinghald yrði lokað. Niðurstaða dómara var sú að frávísun var hafnað en ákvörðun um hvort þinghald yrði lokað yrði tekin 21. nóvember næstkomandi. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari óskaði eftir að þinghald yrði ekki lokað nema þá að hluta og vísaði í máli Scott James Carcary ósk sinni til stuðnings. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið fimm mánaða dóttur sinni að bana. Í því máli var aðalmeðferð lok- uð er skýrsla var tekin af barnsmóð- ur hans. Verjandi Gunnars óskaði hins vegar eftir því að aðalmeðferð yrði lokuð í heild sinni vegna við- kvæmra upplýsinga sem kæmu að öllum líkindum fram í skýrslutöku vitna. Í samtali við DV taldi Kolbrún líklegt að niðurstaða dómara yrði að loka þinghaldi. Af orðum dómara að dæma verður aðalmeðferð í málinu ekki fyrr en eftir áramót vegna anna hjá dómstólum. Geta ekki staðfest vegna LÖKE-málsins Líkt og fyrr segir hefur LÖKE-mál- ið haft nokkur áhrif á störf lög- reglunnar og af samtölum DV við lögreglumenn að dæma virðist hafa verið skorin upp herör gegn notk- un á kerfinu. Er DV sóttist eftir upp- lýsingum nýverið um tvö aðskilin sakamál fengust þau svör að í ljósi umræðunnar væri ekki hægt að fletta málunum upp í innra kerfi lög- reglunnar og var vísað í LÖKE-málið. Nýverið óskaði DV eftir að fá staðfestingu á ítrekuðum lögreglu- afskiptum af íbúa íbúðar í Breiðholti. Heimildir DV hermdu að fjöldi heim- sókna lögreglu í íbúðina síðastliðna mánuði hlypi á tugum en fíkniefni voru sögð seld út um glugga íbúðar- innar. „Ég get ekki flett upp í lög- reglukerfinu fyrir þig til að staðfesta þessa hluti. Með allt sem er í gangi hjá lögreglunni vegna uppflettinga þá get ég ekki skoðað ákveðið heim- ilisfang,“ sagði Ásgeir Þ. Ásgeirsson, stöðvarstjóri í Kópavogi, sem fer með mál Breiðholts, í samtali við DV. Hitt málið tengdist kynferðisbroti sem óvíst var hvort væri enn í rann- sókn eða komið til ákærusviðs. n Lögregla múlbundin vegna LÖKE-málsins „Með allt sem er í gangi hjá lögreglunni vegna uppflettinga þá get ég ekki skoðað ákveðið heimilisfang. n Skerðir upplýsingar sem lögregla getur veitt fjölmiðlum n Aðalmeðferð fer fram eftir áramót Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Ákærður lögreglumaður Gunnar Scheving Thorsteinsson hefur verið ákærður fyrir óeðlilegar uppflettingar í LÖKE-kerfi lögreglunnar. Mál það virðist hafa haft talsverð áhrif innan lögreglunnar af samtölum DV við yfirmenn þar að dæma. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.