Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 10.–11. september28 Lífsstíll Eykur á samviskubitið HAPI-gaffallinn er nýjasta vopnið gegn offitu en gaffallinn titrar ef þú borðar of hratt eða of mikið. Þetta kemur fram í Los Angeles Times. Tækið hefur verið harðlega gagnrýnt á þeim forsendum að þeir sem borða of mikið af óhollum mat séu með nægt samviskubit fyrir. Það jákvæða við gaffalinn er að samkvæmt rannsóknum létt- ist þú ef þú borðar hægar auk þess sem það bætir meltingu og dregur úr líkum á bakflæði. Vís- indamenn mæla með 60 til 75 munnbitum fyrir 20–30 mínútna matartíma. Vörn í móðurmjólk Hætta á að fá þarmadrepsbólgu hefur aukist hjá fyrirburum. Vís- indamenn við barnaspítalann í Los Angeles hafa komist að því að próteinið NRG4, sem finnst í brjóstamjólk en ekki í mjólk- urformúlu, gæti varið þarmana gegn sjúkdómnum. Niðurstöður rannsóknarinn- ar birtust í vikunni í fagritinu American Journal of Pathology. Um 30% barna sem þjást af þarmadrepsbólgu deyja af völd- um sjúkdómsins og jafnvel þeir sem lifa sjúkdóminn af þjást alla ævi vegna hans. Hasarmyndir fita þig Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn eru þeir sem horfa á hasarmyndir líklegri til að verða offitu að bráð. Fyrri rannsóknir hafa tengt sjónvarpsgláp við offitu en hóp- ur vísindamanna við Cornell- háskólann vildi greina hvaða tegund sjónvarpsefnis væri verst þegar kemur að holdafari. Niðurstöðurnar, sem birtust í JAMA Internal Medicine, sýna að fólk borðar mest af snakki þegar það horfir á hasarmynd. Svefnleysi minnkar heilann Eykur líkur á Alzheimer og elliglöpum M ikilvægi góðs svefns verð- ur seint ofmetið. Þegar þú sefur vel vaknar þú fullur af orku og tilbúinn til að takast á við daginn. Samkvæmt nýrri rannsókn, sem birtist í fagritinu Neurology, skemm- ir slæmur nætursvefn ekki aðeins daginn fyrir þér – hann gæti einnig orðið til þess að heili þinn minnki. Vísindamenn við Oxford-háskóla rannsökuðu 147 fullorðna einstak- linga yfir rúmlega þriggja ára tímabil. Þátttakendur rannsóknarinnar voru settir í heilaskanna auk þess sem lagður var fyrir þá spurningalisti um svefnvenjur þeirra. Í ljós kom að heil- ar þeirra sem þjást af svefnvanda- málum eru líklegir til að minnka og auka þannig líkur á Alzheimer og elliglöpum. Þótt niðurstöðurnar séu sláandi vekja vísindamennirnir athygli á því að það er ekki á hreinu hvort slæmur svefn verði hreinlega þess valdandi að heilinn minnkar. Í rauninni, segja þeir, gæti það verið á hinn veginn. Það sé hins vegar ekki áhætta sem vert sé að taka. „Þangað til við fáum úr því skorið skulum við reyna að sofa sem best,“ segir Andrew Lim, taugasérfræðingur við Sunnybrook-háskólann í Toronto og bætti við: „Ég ætla allavega ekki að bíða í 20 ár eftir því að vita hvort þess- ar niðurstöður séu réttar.“ n indiana@dv.is Sofðu vel Það borgar sig að reyna að ná góðum nætursvefni. Mynd PhotoS Dansar fram í rauðan dauðann Sigvaldi Þorgilsson, 81 árs danskennari, er hvergi nærri hættur Í 25 ár hafa eldri borgarar í mið- bænum drukkið kaffi, sungið saman og dansað samkvæmis- dansa á föstudagseftirmiðdögum undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar, 81 árs danskennara og plötusnúðs. Söngurinn og dansinn hefur verið fastur liður í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík. Allt frá því að félagsmið- stöðin á Vesturgötu var sett á lagg- irnar hefur Sigvaldi Þorgilsson kennt eldri borgurum dans og þeytt skífum fyrir dansþyrsta gesti. Síðastliðinn föstudag voru því nokkur tímamót þegar Sigvaldi stýrði dansinum í síð- asta skipti. „Þetta er synd“ „Þeir sem að kenna leikfimi, dans eða söng í félagsheimilum, fá ekki lengur borgað frá borginni. Þess vegna er ég að hætta,“ segir Sigvaldi. Undanfarin átta ár hefur leiðbein- endum í félagsstarfi Reykjavíkur- borgar smám saman verið sagt upp en jafnframt boðin aðstaða í félags- miðstöðvunum til að halda áfram með námskeið á eigin vegum. „Þetta er allt lagt niður nema ef fólkið borgar sjálft. Það er erfitt að segja við fólk núna: „Heyrðu nú áttu á að borga“, þegar það hefur alltaf verið frítt. Þetta er synd.“ Hann segir launin þó aldrei hafa verið sérstaklega há. „Þetta var bara smá aur, þannig að það verður nú lítill sparnaður,“ segir Sigvaldi. Hann segir ekki útséð hvar eldri borgarar sem búa í námunda við Vesturgötuna geti svalað dansþörfinni með há- klassa danskennara og plötu- snúði. Halldóra Guðmunds- dóttir verkefnisstjóri segir þó ljóst að starfsfólk félagsmið- stöðvarinnar muni finna ein- hverjar leiðir til að fylla stórt skarðið sem Sigvaldi skilur eftir sig. Eldri borgarar þurfa ekki að örvænta því dansinn mun duna enn á föstudögum á Vesturgötunni. dansmenningin gjörbreyst Sigvaldi er fæddur árið 1933 og út- skrifaðist sem danskennari árið 1966. „Áður var ég hljóðfæraleikari – trommuleikari – og þá fór maður að hafa gaman af þessu.“ Hann hefur rekið dansskóla Sigvalda og ferðast um allt land til að kenna fólki sporin. „Alla samkvæmisdansa, djassballett og stepp og allt saman bara,“ útskýrir hann. Í seinni tíð hefur Sigvaldi svo farið í dansferðir erlendis með eldri borgurum. Hann segir dansinn hafa góð áhrif á fólk. „Þegar fólk dansar þá sleppir það sér og slappar af. Þegar þú ferð út að dansa, þá ert þú ekki stífur – þú hefur bara gam- an af þessu.“ Hann segir dansmenn- inguna þó hafa gjörbreyst í gegnum tíðina. Ungt fólk dansar ekki á sama hátt og áður. „Það er bara eldri kyn- slóðin sem dansar samkvæmis- og gömlu dansana núna,“ segir Sigvaldi og bendir á að skortur sé á almenni- legum dansstöðum á landinu. Sig- valdi segir að hann muni sjálfur hafa nóg fyrir stafni þrátt fyrir að vikulegir danstímar hans með eldri borgurum á Vesturgötu líði nú und- ir lok. „Ég er að kenna í Hafnar- firði og Kópavogi. Þar kemur fólkið í klukkutíma og borgar smá- vegis.“ Hann þvertekur fyrir að vera að íhuga starfslok: „Meðan maður er með heilsu og hraustur þá heldur maður áfram.“ n kristjan@dv.is „Þegar fólk dansar þá sleppir það sér og slappar af. heldur ótrauður áfram Sigvaldi Þorgilsson, 81 árs, segist ætla að halda áfram að þeyta skífum og kenna dans á meðan heilsan leyfir. Myndir ÞorMar Vignir gunnarSSon Líf og fjör Fjöldi fólks mætir vikulega í söng, da ns og kaffi á Vesturgötu. dansinn dunar Eldri borgarar hafa hist í félagsmiðstöðinni á Vesturgötu á föstudögum og dansað undir stjórn Sigvalda í 25 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.