Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 10.–11. september Fékk samviskubit yFir því að líða illa n Er í meðferð hjá FMB teymi geðdeildar Landspítalans n „Ekki til að skammast sín fyrir“ É g hafði glímt við fæðingar­ þunglyndi í þó nokkurn tíma og ákvað loksins að leita mér hjálpar þegar eldri strákurinn minn varð sjö mánaða,“ segir Thelma Einarsdóttir sem hefur nýtt sér meðferðarúrræði FMB teym­ isins á vegum geðdeildar Land­ spítalans. Í helgarblaði DV var fjallað um meðferðarúrræðið sem teymið býður upp á, en það er ætl­ að foreldrum sem eiga von á barni eða eru með barn á fyrsta ári og glíma við alvarlegan eða margþætt­ an geðrænan vanda, fíknivanda eða hafa áhyggjur af tengslamynd­ un við barn sitt. Besta vinkonan sannfærði hana „Ég keyrði niður á bráðamóttöku geðdeildar eftir að ég var farin að forðast aðstæður þar sem margt fólk var saman komið, fékk kvíða og vildi helst alltaf halda mig inni og ekki tala við neinn. Það er rosa­ lega ólíkt mér því venjulega er ég mjög félagslynd og elska að vera í kringum fólk.“ Það var besta vin­ kona Thelmu sem ráðlagði henni að leita sér aðstoðar á geðdeild og hún er henni mjög þakklát fyrir að hafa sannfært hana um að það væri rétta leiðin. En fram að því hafði hún í raun verið í algjörri afneitun. Á bráðamóttöku geðdeildar fékk Thelma viðtal við geðlækni sem setti hana á viðeigandi lyf við kvíð­ anum og þunglyndinu. „Eftir það fór mér að líða töluvert betur,“ segir Thelma. Eldri sonur Thelmu er fæddur árið 2012, en hann var ekki nema rúmlega árs gamall þegar þegar hún varð ólétt að þeim yngri. Vissi að lyfin dugðu ekki „Á seinni meðgöngunni skutu kvíðinn og depurðin aftur upp koll­ inum þótt ég væri á lyfjunum. Ég sá strax hættumerkin og fór beint aft­ ur niður á geðdeild og eftir viðtal þar var send beiðni til FMB teym­ isins. Eftir nokkra daga hringdi svo yndisleg kona í mig og ég fékk við­ talstíma nokkrum dögum síðar.“ Um leið og Thelma frétti af með­ ferðarúrræðinu sem teymið býður upp á var hún strax ákveðin í að hún vildi komast þar að. Hún vissi að lyfin dugðu henni ekki og hún varð að geta talað um líðan sína. Hún var komin rúmlega 20 vikur á leið þegar meðferðin hófst, en samkvæmt upplýsingum frá teym­ inu er það mjög góður tími til að hefja meðferð. „Eftir að ég fór í við­ talstímana hjá FMB teyminu gekk meðgangan betur hvað andlegu hliðina varðar. Þar gat ég talað um allt mögulegt tengt kvíða, sjálfs­ myndinni, öryggi upp á móður­ hlutverkið að gera og margt fleira sem mér lá á hjarta.“ Líkamlega var seinni meðgangan þó Thelmu mun erfiðari en sú fyrri og var hún því mjög fegin að henni leið betur andlega. Yngri sonurinn fæddist í júní á þessu ári og Thelma er enn­ þá í meðferð hjá teyminu. „Hvað er það versta sem getur gerst?“ „Ég fer niður á Klepp í viðtalstíma á um tveggja vikna fresti en teymið er með mjög kósí húsnæði þar. Svo get ég alltaf haft samband ef það er eitthvað sem ég er leið eða kvíðin yfir og fengið hjálp,“ segir Thelma um meðferðina. Á meðgöngunni fór Thelma yfirleitt ein eða tók eldri strákinn með sem fékk að leika sér meðan á viðtalinu stóð. Eftir að strákurinn fæddist hefur fjölskyld­ an hins vegar öll mætt saman í við­ tölin. „Það er farið yfir tengslin við barnið og það sem ég er óörugg með gagnvart móðurhlutverkinu. Svo er líka talað um almenna líð­ an og viðtalsmeðferðinni er haldið áfram. Ég er ennþá á lyfjum en sé fram á að geta dregið úr notkun þeirra á næstu mánuðum.“ Thelma segir meðferðina hafa gengið von­ um framar og að margt hafi breyst til hins betra. „Þegar ég byrjaði var ég kvíðin, efaðist um mig og var alls ekki með nógu gott sjálfstraust. Nú þori ég að gera hluti sem ég hefði aldrei gert áður en ég byrjaði og svo er ég mikið minna kvíðin en ég var. Ég lifi svolítið eftir orðunum: hvað er það versta sem getur gerst? Mað­ ur á það nefnilega oft til að mikla fyrir sér hlutina, svo þegar á hólm­ inn er komið þá er það oftast miklu minna mál en maður hefði haldið. Þetta er að sjálfsögðu langhlaup en ég er allavega komin vel á veg.“ Tengdist ekki yngri syninum í fyrstu Thelma segir það einnig hafa auð­ veldað henni mikið í fæðingu yngri sonarins að hafa teymið á bak við sig. Fæðing eldri sonarins sat í henni, enda var hún mjög erfið og endaði með bráðakeisaraskurði. „Fyrri fæðingin gekk ekki eins og ég hefði viljað og væntingarnar sem ég gerði mér urðu að engu. Mér fannst ég ekki ná þessari tengingu við barnið eftir bráðakeisarann og átti erfitt með að sætta mig við ástandið. Það að hafa teymið á bak við sig var svo mikið öryggi að í seinni fæðingunni leið mér töluvert betur.“ Thelma fékk að ræða við fæðingarlækni fyrir fæðinguna þar sem hún viðraði áhyggjur sínar af því að þurfa að fara aftur í keisara­ skurð. Það hjálpaði henni mikið, sem og þéttur og góður stuðningur alla meðgönguna. „Ég náði svo að fæða barnið eðlilega og fann strax þessa tengingu. Það var svo dýr­ mætt og mikið öryggi að fá þenn­ an stuðning og að vita að maður hefði þetta fólk á bak við sig,“ segir Thelma þakklát. Hafði áhyggjur af syninum Aðspurð hvort hún hafi haft áhyggjur af því að vanlíðan hennar hefði neikvæð áhrif á son hennar, játar Thelma því. „Já algjörlega, og hef það ennþá pínu áhyggjur í dag, en ég veit að það er ekki rétt að hugsa þannig enda er hann að dafna vel. Þetta virðist ekki vera að hafa nein teljandi áhrif á hann, hann er lífsglaður og hress strákur. Ég fékk alltaf rosalegt samviskubit yfir að líða svona illa og það hafði að sjálfsögðu áhrif á hann, börn finna allt mögulegt á sér og sérstaklega ef mömmu eða pabba líður illa. Í dag er ég bara að læra að breyta hugs­ uninni minni og segja sjálfri mér að ég sé eitt það mikil vægasta í lífi hans og það er að virka. Hann er alveg mömmustrákur líka,“ segir Thelma glöð í bragði. Leið eins og börnin væru kvöð Í dag líður henni mjög vel andlega og er fegin að hafa gripið inn í að­ stæðurnar áður en þær urðu verri. Hún segir þó alls ekki auðvelt að vera með tvo unga drengi, en þeir veita henni engu að síður mikla ánægju. „Ég hugsa allt öðruvísi eftir að ég byrjaði meðferðina. Rétt áður en ég leitaði mér hjálp­ ar fyrst hugsaði ég dálítið eins og það væri kvöð í lífi mínu að eiga börn og mig langaði bara að eiga minn tíma aftur. Þetta var partur af ranghugmyndunum sem ég er al­ gjörlega búin að yfirstíga og núna snýst lífið bara um þessa æðis­ legu stráka mína. Ég gæti ekki ver­ ið stoltari mamma og hlakka til að horfa á þá vaxa og dafna og vera góð fyrirmynd fyrir þá.“ Thelma mælir hiklaust með því að mæður sem upplifa neikvæðar tilfinningar á meðgöngu eða eftir fæðingu leiti sér aðstoðar – hjá heimilislækni, á geðdeild, eða ræði við aðra fag­ aðila. „Fæðingarþunglyndi er ekki til að skammast sín fyrir og það er svo mikils virði að leita sér hjálpar sem fyrst, enda hefur það algerlega bjargað mér og minni fjölskyldu,“ segir Thelma að lokum. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Mér fannst ég ekki ná þessari tengingu við barnið eftir bráðakeisarann og átti erfitt með að sætta mig við ástandið. „Það er farið yfir tengslin við barnið og það sem ég er óörugg með gagnvart móðurhlut- verkinu 5. september 2014 Í meðferð hjá FMB teymi Thelma leitaði sér fyrst aðstoðar þegar eldri sonur hennar var sjö mánaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.