Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 10.–11. september36 Fólk Kom víða við Leikarinn Gerard Butler hef- ur dvalið á Íslandi undanfarna daga og hefur sést víða um bæ- inn. Hann kom til dæmis við í Lifandi markaði þar sem hann fékk sér hveitigrasskot og skellti sér út á lífið um helgina. Sást meðal annars til leikarans á Kaffibarnum og Vegamótum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn kemur til landsins en hann hefur lýst opinberlega yfir dálæti sínu á landi og þjóð. Fjöl- margir hafa fengið myndir af sér með leikaranum sem kippir sér lítið upp við athyglina og er að sögn þeirra sem hafa hitt hann, sá vinalegasti. Tjúttuðu með Stuðmönnum Fjölmennt Stuðmannaball var haldið á laugardag í Hörpu eft- ir tvenna tónleika hljómsveitar- innar fyrr um kvöldið. Fjölmargir mættu á ballið enda langt síðan Stuðmenn hafa haldið ball. Með- al dansþyrstra gesta voru meðal annars Birkir Kristinsson, eig- inmaður Röggu, sem naut tón- listarinnar í botn og sýndi góða takta á dansgólfinu. Þar mátti einnig sjá Birnu Rún Gísladóttur, eiginkonu Jakobs Frímanns, og Ester og Kalla í Pelsinum sem öll skemmtu sér vel. Á fullu í kraftlyftingum Marta María Jónasdóttir kennd við Smartland á mbl.is er öfl- ug kraftlyftingakona. Í samtali við vefsíðuna nútíminn.is segist hún stunda kraftlyftingar af fullu kappi undir leiðsögn Ingimund- ar Björgvinssonar. Sagt var frá því nýlega að Ingimundur væri kærasti Mörtu og er hún því undir styrkri leiðsögn kærastans við lyftingarnar. „Ég byrjaði fyr- ir akkúrat ári síðan. Stefnan var prófa þetta í mánuð,“ seg- ir hún í samtali við Nútímann. Marta María hefur fundið sig í lyftingunum og tekur 90 kíló á stöngina. M argrét Erla Maack er kom- in með dagvinnu, eins og hún orðar það sjálf, en hún hóf nýlega störf sem afgreiðsludama í Herrafataverzl- un Kormáks og Skjaldar. „Mér fannst eitthvað svo fullorðins að fara í dagvinnu,“ segir hún kímin í samtali við DV. „Þetta er ákveðið akkeri. Ég veit hvernig ég mun borga leiguna í næsta mánuði. Það er mikill lúxus.“ Aðspurð hvort þetta sé ekki ákveðinn viðsnúning- ur frá því sem hún er vön að gera segir Margrét Erla svo ekki vera. „Ég er náttúrlega alin upp í barna- fataverslun. Þetta er í blóðinu,“ segir hún og hlær. Margrét er sem fyrr á fullu í starfi hjá Sirkus Íslands en sem kunnugt er keypti hópurinn sér alvöru sirkustjald í vetur og ferð- aðist um allt land með það í sum- ar. Veturinn hefur fram að þessu verið aðalstarfstími sirkussins, ný- liðið sumar var undantekningin á þeirri reglu, en Sirkus Íslands hef- ur verið starfandi frá árinu 2007. „Á veturna erum við með sýn- ingar í kokteilboðum og á árshá- tíðum og erum með sirkusskóla og sirkusnámskeið, svo dæmi séu tekin. Mitt starf felst í því að vera í samskiptum við fjölmiðla og „plögga“. Ég sinni þessu ennþá en það er ekki eins mikil þörf á fjöl- miðlaumfjöllun á veturna eins og þegar maður er á sirkusferðalagi,“ segir Margrét Erla. Margrét Erla sást síðast á sjón- varpsskjáum landsmanna sem spurningahöfundur í spurninga- keppni framhaldsskólanna Gettu betur. Þegar blaðamaður inn- ir hana eftir því hvort hún muni endurtaka leikinn næsta vetur segir hún það ekki alveg komið á hreint ennþá. Margrét hefur hins vegar í nógu að snúast samhliða afgreiðslustörfum. Hún kennir áfram dans í Kramhúsinu, starfar sem plötusnúður og heldur karókí- veislur ásamt Ragnheiði Maísól Sturludóttur en saman mynda þær karókítvíeykið Hits&Tits. n aslag@dv.is „Veit hvernig ég mun borga leiguna“ Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er orðin afgreiðsludama hjá Kormáki og Skildi Ánægð með dagvinnuna Sjónvarpskonan Margrét Erla Maack er orðin afgreiðslu- dama. Mynd Sigtryggur Ari D egi rauða nefsins verð- ur fagnað á föstudaginn en markmiðið með deg- inum er að gleðja lands- menn, fræða þá um starf UNICEF í þágu barna um víða ver- öld og bjóða fólki að slást í hóp heimsforeldra UNICEF. Dagur- inn nær hámarki í metnaðarfull- um skemmti- og söfnunarþætti á RÚV um kvöldið. Í þættinum verð- ur sýnt frá starfi UNICEF, meðal annars á Madagaskar, en þangað hélt leikarinn og heimsforeldrið Ólafur Darri Ólafsson nýverið til að kynna sér starfið á vettvangi og sjá með eigin augum hvernig gjafir heimsforeldra skipta sköpum. „Það eru alltaf forréttindi að fá að koma í aðra menningu og sjá hvað fólk í öðrum löndum býr við. Madagaskar er afskaplega fátækt land en stórkostlegt á sinn hátt og það var mjög forvitnilegt að fá að fara þangað og fá að kynna sér starf UNICEF,“ segir Ólafur Darri í samtali við DV en blaðamaður slær á þráðinn til hans til Banda- ríkjanna þar sem hann er við tök- ur á kvikmyndinni The Last Witch Hunter. Vannæring stærsta áskorunin Ólafur Darri heimsótti Madagaskar í mars síðastliðnum. Fór hann meðal annars til höfuð- borgarinnar, Antananarívó, sem í daglegu tali er kölluð Tana, og hafnarborgarinnar Tamatave. „Á Madagaskar er UNICEF að gera það sem samtökin gera alls stað- ar, sem er að berjast fyrir réttind- um og velferð barna. Það gera þau í samstarfi við viðkomandi yfir- völd og önnur góðgerðasamtök. Ég heimsótti heilsugæslustöðv- ar þar sem UNICEF hefur þjálf- að starfsfólk, útvegað lyf og veitt fræðslu á borð við fæðingarráð- gjöf og mæðravernd.“ Ólafur Darri segir stærstu áskorunina sem Madagaskar stendur frammi fyr- ir vera vannæringu. „Hún getur haft mjög alvarlegar afleiðingar ef hún er ekki tækluð nógu snemma. Það er að segja ef barn er vannært mjög lengi, sérstaklega á þessum mótunarárum, þá hefur vannær- ingin áhrif fyrir lífstíð. UNICEF er að vinna rosalegt átak í þeim efn- um á Madagaskar.“ Stúlkur dragast út í vændi Ólafur Darri heimsótti einnig fá- tækrahverfin á Madagaskar og fylgdist með sjálfboðaliðum UNICEF kenna fólki hvernig það eigi að stofna fyrirtæki. „Það er ver- ið að gefa fólki vopn í baráttunni við fátækt og hjálpa fólki að kom- ast úr þeim vítahring sem fylgir því að vera fátækur. UNICEF er einnig að vinna í því að koma í veg fyr- ir barnavændi á Madagaskar, til dæmis með því að fræða stelpurn- ar, hjálpa þeim í starfsnám eða skóla og gera allt sem hægt er til þess að koma þeim af götunni. Það velur sér enginn að stunda vændi sér til gamans. Ástæðan fyrir því að ungar stúlkur þarna dragast út í vændi er sú að þær eru að reyna að afla fjölskyldunni viðurværis.“ Enginn barlómur í fátæktinni Aðspurður hvað hafi komið hon- um mest á óvart segir Ólafur Darri það í fyrsta lagi vera að sjá hversu fátækt fólk getur verið í raun og veru. „Ég hef notið þeirra forréttinda að hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af því hvaðan næsta máltíð kemur. Það var dá- lítill kinnhestur sem fylgdi því. Svo kom það mér líka á óvart að sjá hvað það er mikil von. Það var enginn barlómur í fátæktinni. Mér þótti til dæmis mjög vænt um í fá- tækrahverfinu að sjá hringekju fyr- ir börnin. Það voru ungir menn sem hlupu og sneru hringekjunni og það var svo gaman að sjá hvað börnin skemmtu sér vel. Þó svo að fólk sé fátækt búa börnin alltaf yfir gleði. Hvert einasta framlag frá okkur getur hins vegar bætt líf þessara barna svo um munar,“ seg- ir Ólafur Darri að lokum. n Enginn barlómur í fátæktinni n Ólafur Darri kynnti sér starfsemi UNICEF á Madagaskar Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Það er verið að gefa fólki vopn í baráttunni við fátækt og hjálpa fólki að kom- ast úr þeim vítahring sem fylgir því að vera fátækur. „Þó svo að fólk sé fá- tækt búa börnin alltaf yfir gleði Kát börn með Ólafi Stærsta áskorunin sem Madagaskar stendur frammi fyrir er vannæring.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.