Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2014, Blaðsíða 33
Vikublað 10.–11. september Menning 33 Listasafn fátæka mannsins 6 7 11 10 9 8 16 15 1412 13 Á Njálsgötu eru nokkur verk, meðal annars verkið 101 kettir eftir Hörpu Harðar og Animali eftir Riel og Thomas Korn, en það er staðsett við Njálsgötu 14. Á bakhlið hússins sem hýsir Mál og Menningu við Laugaveg er stór veggmynd frá 2005 sem var máluð af níu listamönnum sem allir voru búsettir í Berlín á þeim tíma. Verkið sem var unnið í tengsl- um við Gata, Gathering Urban Art Festival, sýnir meðal annars teiknimyndasögulegan mannapa og spýtukarla í strigaskóm. Fjölmörg leturlistaverk, svokölluð „tögg“ og „throw-up“ eru á nokkrum veggjum við leiklistar- og tónlistardeild Listaháskólans milli Sölvhólsgötu og Skúlagötu. Nokkrir listamenn, meðal annars Selur og Dire, hafa skreytt girðinguna í kringum byggingarsvæð- ið á Hljómalindarreitnum svokallaða milli Klapp- arstígs og Smiðjustígs. Þar rís nýtt hótel, en um tíma höfðu listamenn frjálsar hendur í því sem var kallað Hjartagarður- inn. Í verkunum er meðal annars skotið á þá sem vilja að veggir bæjarins séu hreinir og gráir. Þá er hægt að gægjast í gegnum grindverkið og sjá leifar nokkurra vegglistaverka sem voru í Hjartagarðinum sáluga. Fjögur gríðarstór verk eftir Ástralann Guido van Helten við Ánanaust og Vesturgötu. Verkin eru unnin út frá ljósmyndum sem eru svo málaðar á veggi með ótrúlegri nákvæmni. Hið mannlega andlit og manngerða umhverfi renna hér saman. Við Mýrargötu er leturlista- verk sem merkt er RWS Crew og í næsta húsi á Nýlendugötu er verkið Fön- ix eftir Riel. Á Spítalastíg eru tvö stór vegg- listaverk: hendur málaðar af Riel lauma sér út úr húsinu og græn geimklessa er á baki Bernhöftsbakarís. Á Óðinstorgi er svo risastór smásjár- mynd af ímynduð- um örverum. Við leikvöllinn á Freyjugötu er risastórt svarthvítt dul- spekilegt verk, og hinum megin við götuna í einni leyndustu og skemmtilegustu götu borgarinn- ar, Válastíg, eru allir veggir bak- húsa skreyttir. Hverfisgatan er rík af graffi og götulistaverk- um. Meðal annars er þar 10 metra hátt verk sem sýnir einhvers konar drauga og vélahrúgu eftir Jan Sjöberg. Verkið var unnið sérstaklega fyrir Menningarnótt 2014. Á gatnamótum Hverfisgötu og Frakkastígs þar sem áætlað var að Listaháskólinn myndi reisa nýja skólabyggingu fyrir hrun hafa listamenn í skóla götunnar tekið sig til og litað nánast hvern einasta veggflöt. Hálfnaktar konur í undarlegum hlutföllum ríma við hjálpartækjabúð kyn- lífsins í sama húsi. Á Frakkastíg syngja þrír fugl- ar gerðir af Arn- óri Kára og gult glaðlegt andlit á skærgrænum flöt brosir við vegfarendum. Boða hærri skatt á bækur Virðisaukaskattur á bækur mun hækka úr 7 prósentum í 12 sam­ kvæmt fjárlagafrumvarpi ríkis­ stjórnarinnar fyrir árið 2015. Lægra þrep virðisaukaskatts verður hækkað á meðan efra þrepið lækkar úr 25,5 prósent­ um í 24 prósent. Þá verða almenn vörugjöld sem leggjast meðal annars á heimilistæki og raftæki á borð við sjónvörp og hljóm­ flutningstæki afnumin. „Þetta er gert á sama tíma og uggvænlegar tölur um ólæsi unglinga blasa alls staðar við, tölur um læsi hrapa og íslensk tunga með sínum orðaforða á í vök að verjast gegn ókeypis flóði af afþreyingu, stol­ inni sem óstolinni,“ skrifar Andri Snær Magnason rithöfundur um frumvarpið á Facebook. Reynir Sig á hádegisdjass Föstudaginn 12. september og sunnudaginn 14. september fer fram fyrsta tónleikatvennan í tónleikaröðinni Jazz í hádeg­ inu í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Reynir Sigurðsson víbrafónleikari kemur fram á tón­ leikunum ásamt Swing kvartett sem skipaður er Hauki Gröndal á altsaxófón og klarínett, Gunnari Hilmarssyni á ryþmagítar og Leifi Gunnarssyni á kontrabassa, en sá síðastnefndi er listrænn stjórn­ andi dagskrárinnar. Þrennir tón­ leikar verða haldnir á þessu miss­ eri og er þeim ætlað að kynna djasstónlist fyrir almenningi. Hver efnisskrá er flutt tvisvar, frumflutt á föstudegi klukkan 12.15 og endurtekin á sunnudegi klukkan 13.15. Útlendingar gera íslenskt leikhús Ákveðið hefur verið að bæta við aukasýningum á leikhúsverkun­ um Ég elska Reykjavík og Petra , sem voru frumsýnd á alþjóð­ legu leiklistarhátíðinni Lókal í lok ágúst. Bæði verkin eru eftir er­ lendar sviðslistakonur, hið fyrra eftir Aude Busson frá Frakklandi og hið síðara eftir Brogan Davis­ on frá Bretlandi. 13. og 14. Sept­ ember fara fram sýningar á Ég elska Reykjavík, en þar umbreytir Aude Reykjavíkurborg í leiksvið og sýnir áhorfendum sínar uppá­ haldsleynileiðir. Seinasta sýning Petru fer hins vegar fram fimmtu­ daginn 11. september í Tjarnar­ bíói. Í sýningunni segir hún frá tengdalangömmu sinni, frú Petru Sveinsdóttur, steinasafnara frá Stöðvarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.